Harmonikublaðið - 01.05.2011, Qupperneq 23

Harmonikublaðið - 01.05.2011, Qupperneq 23
Pétur Bjarnason Vitatorgsbandið er í fullu fjöri Þau drekka yfirleitt út launin sín! Vitatorgsbandið fyrir nokkrum árum. Fremsta röb: Eiríkur Sigurðsson, Guðrún Guðjónsdóttir, Eirný Ásgeirsdóttir. Aftari röð: Theódór Boga- son, Helgi Kolbeinsson, Valbjörn Guðjónsson, Sigríður Norðkvist, Unnur Þorkelsdðttir og Hákon Þorsteinsson. Fyrir rúmum áratug hóf Sigríður Norðkvist að spila undir söng hjá Félagsþjónustu aldraðra á Vitatorgi á miðvikudagsmorgnum milli klukkan 10 ogn. Þessum sið heldur hún ennþá. Þá kemurfólkið úr húsinu í sönginn og sömuleiðis mætir oftast fólkið úr dagvistinni og syngur með. Þó þau kunni að gleyma ýmsu sem gerist yfir daginn þá er ekki komið að tómum kofanum hjá þeim með textana. Þau kunna alla texta og syngja með af hjartans lyst. Það á reyndar við um alla sem þarna mæta. Svo fyrir 6-7 árum fór Sigríður að spila fyrir dansi einu sinni í viku, líka á miðvikudögum en það er milli klukkan 14 og 15. Svo komu fleiri til liðs við hana, fyrst trommarinn Hákon Þorsteinsson, sem núer látinn, en Þórir Magnússon hefurtekið við ogsíðan kom Helgi Kolbeins, Valbjörn Guðjónsson og svo hver af öðrum. Á mynd sem fylgir greininni má sjá bandið fyrir fáeinum árum. Þar eru þau níu talsins sem er nokkuð algengur fjöldi því stundum geta verið forföll af ýmsum ástæðum. Þetta er fastur liður í dagskrá í Félagsþjónustu aldraðra á Vitatorgi og þarna mæta dansarar úr húsunum í kring og fólk hvaðanæva að. Og dansinn dunará Vitatorgi. Yfirleitt er mjög góð þátttaka í dansinum en margir mæta þarna líka til þess að horfa á dansinn og hlusta á harmonikumúsíkina, sem mjög margir hafa dálæti á. Yfirleitt eru þetta harmonikurnar með gítar og trommuundirleik, en stöku sinnum er sungið, m.a. hefur Sólskinið erstundum í bakgrunni, en það dregursíst úrfjörinu Jón Kr. Ólafsson frá Bíldudal stundum tekið lagið með þeim og fleiri. Sigríður Norðkvist er fremst meðal jafningja í hópnum og hún er enginn nýgræðingur í tónlist, var m.a. organisti í Bolungarvík um áratugaskeið. Hún á rætur í Víkinni og bjó þar allt þar til hún flutti suður 1987. Hún hefur stýrt þessu starfi nema um tíma veittu þeir EiríkurSigurðsson ogOddurSigfússon bandinu forstöðu íveikinda- forföllum hennar. Tíðindamaður Harmonikublaðsins mætti á Vitatorgið einn miðviku- dag ímars. Það var spilað og dansað af mikilli innlifun. Salarkynnin eru björt og falleg og sólin skein skært. Þetta er munur frá böllunum fyrir 40-50 árum þegar þau voru haldin við daufa lýsingu í reykmett- uðum salarkynnum, oft misjöfnum að gæðum og hreinlæti. En samt sem áður; fjörið er jafnt nú og það var þá og allir skemmta sér. Þessa dansleiki er öllum frjálst að sækja, enda sækir þá fólk utan úr bæ jafnt og af Vitatorginu, enda húsið opið og ókeypis á ballið. Ég spurði Sigríði hvað hljómsveitin héti. „Æ, við köllum okkur oftast Vitatorgsbandið", sagði hún. „Ég var nú alveg til í að kalla okkur Óvitana, en það þótti ekki nógu gott“. Aðspurð um þóknun fyrir tónlistina sagði Sigríður að þau svöruðu því yfirleitt þannig þegar þau væru spurð, að þau drykkju þetta út, því þeim er boðið í kaffi að loknum dansleiknum. Launin eru ekki síður þau að skemmta sér við að spila saman og sjá svo hvernig það getur glatt marga aðra. Þess má geta að æfingar þekkjast ekki hjá Vitatorgsbandinu. Það er bara spilað. 23

x

Harmonikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.