Harmonikublaðið - 01.05.2011, Side 25

Harmonikublaðið - 01.05.2011, Side 25
Harmonikufréttir úr Dölum Starf Nikkólínu hefurverið með hefðbundnu sniði í vetur. Á síðasta aðalfundi var kosinn nýr formaður Ásgerður Jónsdóttir í stað Melkorku Benediktsdóttur, en hún hefur verið formaður Nikkólínu í 6 ár og f stjórn frá 1998 og starfað ötullega fyrir félagið. Stjórn félagsins skipa nú Ásgerður Jónsdóttir Steinþór Logi Arnarsson upprennandi tónlistarsnill- ingur. formaður, Jóhann Elísson ritari og Hafliði Ólafsson gjaldkeri. Nikkólína spilar reglulega fyrir eldri borgara á þeim þremur hjúkrunarheimilum sem starf- andi eru hér á svæðinu og fórum við á aðventunni ogspiluðum nokkur jólalög fyrir vistmenn, og höfðu allir ánægju af, bæði flytjendurog áheyrendur. Jörvagleði, menningarhátfð Dalamanna, var haldin daganai3.-20. apríl, mikiltónlistar- dagskrá var laugardaginn 16. apríl sfðast- liðinn íDalabúð þarsemýmsir heimamenn komu fram. Þar spilaði Nikkólfna nokkur lög ásamt ungum harmonikunemendum úr tónlistarskólanum. Það var ágætis undir- búningur fyrir landsmót en við höfum verið með reglulegar æfingar fyrir landsmótið í vetur. Á landsmótinu íár verður aðaláherslan lögð á ungviðið og mun Nikkólína koma fram sem ein sveit bæði börn og fullorðnir. Mikill spenningur er fyrir landsmótinu og munum við æfa reglulega fram að mótinu. Einn af nemendum tónlistarskólans, Steinþór Logi Arnarsson, hlaut sérstaka viðurkenn- ingu á Nótunni, uppskeruhátíð tónlistar- skólanna, fyrir frumsamið lag sem hann útsetti ogflutti á harmoniku. Hann eraðeins tólf ára gamall og spilar einnig á orgel og píanó, auk þess að semja. Það er gaman að segja frá því að nú eru þrír ættliðir að æfa með Nikkólínu fyrir lands- mót: Jóhann Elísson en hann hefurverið í félaginu síðan 1981 og er því stofnfélagi og var starfandi formaður f 5 ár. Hanna Valdís er dóttir Jóhanns en hún hefur spilað með harmonikusveitinni í 21 ár þrátt fyrir ungan aldur. Hún byrjaði að spila með Nikkólínu aðeins 9 ára gömul og nú hefur bæst í hópinn sonardóttir Jóhanns, Ragnheiður Hulda Jóns- Nikkólína á æfingu 3. apríl og stóðst ekki mátið að bregða sér út í blíðuna. 3 ættliðirspila á harmoniku: f.v. Hanna Valdíslóhanns- dóttir, Ragnheiður Huldalónsdóttir og Jóhann Elísson. dóttir, sem er 12 ára og hefur lært á harmon- iku í 2 vetur. Við horfum björtum augum til framtíðarinnar þar sem hér er töluvert af börnum sem hafa heillast af harmonikunni og stunda nám í tónlistarskólanum. Á.J. jón Kr. Ólafsson söngvari frá Bíldudal Söngvarinn frá Bíldudal hefur sungið með mörgum harmonikuleikurum í tímans rás. Hann hefur líka náð að rifja upp og flytja ýmisverkvestfirskra tónskálda ogtextahöf- unda, sem ella hefði farið lítið fyrir eða týnst inn íblámóðu tímans. Svo var hann alltaf að Söngvarinn frá Bíldudal Það var fullt út úr dyrum og mikil stemming halda til haga ýmsu sem öðrum fannst lítils virði. Sumirvirðast hafa meiri þörf en aðrir til þess að varðveita, geyma og tilreiða fyrir aðra. Jafnframt hefur sagan sýnt að þeir reynast skyggnari á verðmæti í samtímanum en aðrir menn. Úr þessu varð svo safn, sem er einstakt á sína vísu, Melódíur minninganna á Bíldudal. Það kostaði sitt að koma því á koppinn, en hver veit nema það geti fært söngvaranum eitthvað til baka, því aðsóknin að safninu eykstárfrá ári. Jón hefur stundum haldið tónleika í nafla alheimsins, Reykjavík og það hafa alltaf verið stórtónleikar, fullt út úr húsi og margir þekktustu listamenn þjóðarinnar hafa lagt honum lið og komið þarna fram. Slíkirtónleikarvoru haldnir ílokseptember í haust og salur FÍH í Rauðagerði var fylltur út úr dyrum og rúmlega það. Þar komu m.a. fram Raggi Bjarna, Kristján Jóhannsson, Þuríður Sigurðardóttir, Jóhanna Þórhalls- dóttir með 70-80 kvenna kór, Fjallabræður og fjöldamargir aðrir. Söngvarinn var heiðraður á margvíslegan hátt við þetta tækifæri, meðal annars fékk hann áletraðan skjöld frá FÍH sem Jónatan Garðarsson afhenti. Pétur Bjarnason Á Sólarkaffi Bílddælinga í Reykjavík 2011 Hérfærirjónatan Garðarsson söngvaranum skjöldfrá FÍH auk þess sem honum var færður mikrófónn úr eðalmálmi. Raggi er kátur 25

x

Harmonikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.