Harmonikublaðið - 01.10.2013, Page 7

Harmonikublaðið - 01.10.2013, Page 7
Reykjavik 23.júní 2013 Opið bréf til formanns Sambands íslenskra harmonikuunnenda, Gunnars Kvaran Svar við ávirðingum þínum í minn garð í „Avarpi formanns“ í síðasta tölublaði Harmon- ikublaðsins, en ekki fór á milli mála að þær voru ædaðar mér. Eg biðst afsökunar á að hafa orðið mér tíl ævar- andi „vansa“ fyrir þær sakir, ef einhverjar eru, að hafa ekki mælt með og undirbúið nemend- ur mína til þátttöku í keppni nemenda í harm- óníkuleik á vegum Sambands íslenkra harmonikuunnenda. Vil ég nú gera grein fyrir nokkrum atriðum til að reyna að bera í bætifláka fyrir mig hvað keppnina varðar. 1. Annríki hjá mér og nemendum mínum á fram- haldsstígi við undirbúning og þátttöku í tón- listarkeppni tónlistarskólanna, „NOTUNNI", þar sem þrír af nemendum mínum voru vald- ir til þátttöku á framhaldsstígi fyrir hönd skól- anna tveggja sem ég starfa við, Alfheiður Gló og Flemming Viðar fyrir Tónlistarskólann í Grafarvogi og Jónas Asgeir fyrir Tónskóla Eddu Borg. Þátttaka þeirra vakti mikla athygli. Jónas Asgeir komst áfram í lokakeppnina og lék einleik á sviði Eldborgarsals Hörpu. Þau stóðu sig öll frábærlega. 2. Undirbúningur okkar og móttaka Ensamble Caprice, harmómkuhljómsveitar frá Þýska- landi, ásamt einleikaranum Konstantin Isc- henko, en hann var með Master Class námskeið fyrir okkur. Þjóðverjarnir léku á þrennum tónleikum, þeim síðustu ásamt Harmómkukvintettinum í Reykjavík. 3. Tveir umræddra nemenda minna voru önn- um kafnir við undirbúning stúdentsprófs og hinir undirbúning vorprófa hver í sínum skóla. 4. Tveir umræddra nemenda minna voru upp- teknir við undirbúning framhaldsprófs í harmómkuleik, sem þeir nú hafa lokið með ágætis einkunn, eða 9,5 og 9,4. Þar sem ég taldi ofangreind atriði mikilvægari fyrir nemendur mína en þátttöku í harmón- íkukeppni S.I.H.U. var ákveðið að taka ekld þátt að þessu sinni. Það er umhugsunarvert fyrir okkur báða, hvers- vegna starf mitt og Harmóníkukvintettsins í Reykjavík vekur ekki meiri áhuga hjá því fólki sem ann harmóníkunni. Opinbera tónleika hans og gesta hans sækja aðeins örfáir tryggir aðdá- endur úr hópi harmómkufélaganna ásamt öðru áhugafólki um góða tónlist. Það hefur vakið athygli, að þú, núverandi for- maður S.I.H.U., hefur ekki séð þér fært að mæta á umrædda viðburði í vetur. En ég tel að það ætti að vera hlutverk þitt sem formaður um- fram flest annað að fylgjast með því fólki sem er að vinna að framgangi harmómkunnar og harmómkutónlistar af alefli og sem vakið hef- ur athygli innanlands og utan. Onot þín í minn garð í málgagninu Harmonikublaðið er ekki leiðin til þess að vekja áhuga neins til að taka þátt í starfi harmóníkufélaganna. Eins og þér var kunnugt sem félagsmaður EH.U.R. var varaformaður þýska harmómku- sambandsins, sem verið hefur starfandi for- maður í nokkur ár, Hedy Stark-Fussnegger, einn af meðlimum hljómsveitarinnar Caprice. Ekki hefði talist óeðlilegt af þér sem formanni S.I.H.U. að mæta á tónleikana, þó ekki væri nema fyrir kurteisissakir til að heilsa upp á koll- ega þinn. En ég get ekki látið hjá Hða að þakka Lands- sambandinu fyrir stuðning við Jón Þorstein Reynisson, sem nú er við nám í harmóníkuleik í tónlistarháskóla í Kaupmannahöfn. Vona að hann hafi verið myndarlegur. En svona er nú Hfið oft ansi Utað af allskyns mistökum. En ekki væri það betra án þeirra, því þá væri ekki hægt að læra af þeim. Mín tiUaga er sú að við störfum hvor á okkar vettvangi eins og við getum best og saman þegar það á við eins og við höfum getað gert fram að þessu. Með vinsemd og virðingu. GuÖm. Samúelsson, harmóníkukennari. Sumarið 2004, gerðist það á harmonikumótinu í Arnesi að ungur harmonikuleikari ætlaði að taka þátt í tónleikum ungra nemenda Guð- mundar Samúelssonar. Þetta var Flemming Viðar Valmundsson, þá átta ára. Svo Ula vUdi til að hann veiktist og gat því ekki mætt á laug- ardeginum þegar tónleikarnir áttu að vera, en kom þess í stað eftir hádegi á sunnudeginum. Þá stóð yfir harmonikusýning og markaður. Þarna tóku menn nokkur lög að gamni sínu og það var létt yfir öUum. Meðal þeirra var Bragi HHðberg. Margir höfðu heyrt í Flemming um vemrinn og báðu hann að taka lagið. Hann fór upp á svið, settist á stól og hóf að leika. Þegar því var lokið kom hann niður af sviðinu. Þá stakk einhver upp á því að gaman væri að elsti og yngsti spUarinn á svæðinu tækju lagið saman. Bragi, sem hafði verið að leika af fingrum fram, settist á móti Flemming og spurði: Eigum við ekki að spila eitthvað saman? Flemming, sem ekki þekkti Braga, var til í það og svaraði að bragði: Jú, jú, hvað kannm? Þá kímdu margir, en Bragi var fljómr að átta sig og svaraði brosandi: Byrja þú bara, ég skal reyna að fylgja þér. Og svo spiluðu elsti og yngsti þátttakandinn í Arnesi saman, öUum tíl óblandinnar ánægju. Aldursmunurinn 72 ár. Ritstjórinn 7

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.