Harmonikublaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 9

Harmonikublaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 9
Friðrik og Rúnar Hannesson tneð létta aftngtt Þegar í Staðarborg var komið voru hljóðfærin drifin í hús og stillt upp. Góður kvöldverður var framreiddur af Arnóri hótelstjóra og hans liði, svo við höfðum góða orku í kvöldskemmtunina. Hópur hressra Aust- firðinga mætti og Kveðandafólk byrjaði dagskrána kl. 21 og fengu góð- ar viðtökur, enda vant lið og vel fram sett. Þá kom leynigestur sem reyndist vera kínversk kona, dúkka og langaði hana að læra eitthvað í gömlu dönsunum. Þórgrímur Björnsson formaður HFÞ tók að sér að kenna henni grunnsporin og gekk það vel. Þá byrjaði ballið og var dansað af krafti í 4 tíma og vonandi hafa allir komið hressir og heilir heim. Sumir létu sig ekki muna um að skreppa, þó það væri ríflega 2 tíma akstur, aðra leiðina. Þetta var í ellefta sinn sem harmonikufélagið mætir þarna og alltaf mjög vel mætt af Austfirð- ingum og ballið ekki búið þegar það næsta er pantað. A heimleiðinni var enn mikið ort og sagðar sögur og er þetta mjöggóð aukaskemmtun. Hér fylgir að lokum smá brot af því. Öflugustu aðdáendur okkar Skálaó jyrir skemmtilegu kvöldi Alþýðu í fylking fór fékk þar öruggt sæti. Krónan styrktist, kreppan fór, ég kann mér ekki læti. - Björgvin Bjögga á þing ég bestan tel bregst hann fæstra vonum því gamlar lummur geta vel gengið í kosningonum. - Friðrik I þessari ferð var rútan svo vel úr garði gerð að í henni var klósett. Urðu af því tilefni nokkrar vísur til, sem ekki töldust prenthæfar, en tvær læt ég þó flakka. Dregur andann ótt og oft af því vex mér grunurinn, að þetta er ekki þingeyskt loft það er nú allur munurinn. A fésbók kemur mögnuð mynd af manni í friðarhöfn reyna að verka sína synd við segjum engin nöfn. - Osk Þorke/sdóttir Ýmsir hausar eru að springa er þá drykkju hætt um skeið. Þynnkuflokkur Þingeyinga þokar sér nú heim á leið. - Friðrik Þynnkan af ýmsum þessum lekur þorstinn í kverk vill bitur svíða. Hvort var þá sá sem okkur ekur sem átti við mesta þraut að stríða ? - Brynjar Verið ei með mð og tafs tappa úr flösku dragið. Og bílstjóranum bjóðið snafs þá batnar ökulagið. - Friðrik En Björgvin var ekki sáttur við þannig ökulag. Björgvin skilur ekki enn enda í gíri tregum að það eru aðeins úrvalsmenn sem aka á Drottins vegum. - Friðrik Þetta er aðeins brot af því sem ort var í ferðinni. Við undirrituð biðjum forláts ef eitthvað er ekki rétt eftir haft. Sigurður Ó/afsson og HólmfríðurBjartmarsdóttir. Myndir: Sigurður Ólafsson

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.