Harmonikublaðið - 01.10.2013, Side 15

Harmonikublaðið - 01.10.2013, Side 15
Sumarhátíðin sem haldin var í sumar í Miðgarði, tókst alveg ljómandi vel, eins og veðurspáin var óskemmtileg. Það spáði bæði roki og rign- ingu og öllu því versta sem hægt var að láta sér detta í hug til að halda ball. En veðurguðirnir leyndu á sér og voru okkur nokkuð hliðhollir, þegar upp var staðið. Á fimmtudaginn var þokkalega gott veður og komu þá nokkrir með hjólhýsi og húsbíla og tryggðu sér stæði við dansstaðinn. Eg mætti á staðinn um hádegi á föstudag og voru þá þegar nokkrir komnir. Það var leiðinda veður en þó voru alltaf að tín- ast inn bílar og hjólhýsi. Byrjað var á að undirbúa kvöldið ásamt Jó- hönnu og Geir og fleirum. Síðan hófst dansleikur kl. 21:30 og þó ekki væri mjög margt, þá var mikið fjör og mikið dansað enda góðir spil- arar á sviðinu og lauk dansleik klukkan eitt. Það var hljómsveit félags- ins sem lék fyrir dansi, en hana skipa Geir Guðlaugsson, Jón Heiðar Magnússon, Gesmr Friðjónsson og Bjarni Aðalsteinsson á harmon- ikur. Með þeim léku Lárus Skúlason á gítar, Helgi E. Kristjánsson á bassa og Sigríður Hjördís Indriðadóttir á trommur. Þá lék Bjórbandið frá Akranesi. Morguninn eftir var komið miklu betra veður, meira að segja sól um tíma svo hægt var að spiia úti. Þegar á daginn leið fóru að drífa að bæði húsbílar og hjólhýsi. Eg var farinn að Hkja þessu við að vera á skaki, í byrjun var bara reitings afli en þegar leið á fór allt að lagast og að lok- um er komin ágætis veiði. Sem sagt um kvöldið er kominn fjöldi af fólki og allir skemmtu sér vel. Um þrjú leytið á laugardaginn voru tón- leikar. Ungur harmonikuleikari, Davíð Harðarson, lék nokkur lög. Þá fluttu þau Sigríður Hjördís Indriðadóttir á flautu og Helgi E. Kristjáns- son á gítar nokkur lög. Auk þess komu harmonikufélagar af Akranesi fram. Síðan kaffi og kökur. Þá var farið að undirbúa dansleik kvölds- ins. Þar komu fram m.a. Vindbelgirnir og Sveinn Sigurjónsson auk hljómsveitar félagsins. Allir stóðu sig ljómandi vel og mikið fjör. Dans- leikurinn stóð til klukkan eitt eins og áður, en hefði mátt standa mikið lengur því fjörið var svo mikið. Á sunnudagsmorgun var veðrið orðið þolanlegt og meðan við vorum að þrífa og ganga frá kom Birgir Hartmannsson og spilaði af sinni snilld bæði sín lög og annarra. Eg og margir fleiri vorum mjög hrifin af húsinu Miðgarði. Þar sem ég er á mínu fýrsta ári í formennsku HUV, þekkti ég Ktið til verka. Eg var búinn að heyra að húsið væri ómögulegt til dansleikjahalds og það væri margt sem því væri fundið til forátm, en nú er ég á allt annarri skoðun, þetta er mjög fallegt og vinalegt hús og virkilega vel við haldið og snyrtimennska í fyrirrúmi. Eftir helgina voru allir ánægðir að ég held alla vega hef ég ekki heyrt annað. Eg vil innilega þakka öllum sen komu og skemtu sér fyrir komuna í Miðgarð. Guð blessi ykkur. Einar Oskarsson form. H U V. Skottísinn var á sínum stað Hljómsveit hússins.BjarniAðalsteinsson, Jón Heiðar, Geir Guðlaugsson og Gestur Friðjónsson á harmoniku.Uárus Skúlason ágítar, Helgi E.Kristjánsson á bassa og Sigríður Hjördís Indriðadóttir á trommur 15

x

Harmonikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.