Harmonikublaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 10
Um verslunarmannahelgina 2012 að Varma-
landi bauð Félag Harmonikuunnenda dönskum
gestaspilurum á mórið, þeim Mogens Bækgaard
og Sören Brix sem eru engir venjulegir nafn-
togaðir snillingar og sýndu þar sem annars-
staðar hvað harmonikan stendur fyrir. Mogens
impraði á því í matarboði á vegum félagsins að
Varmalandi, þar sem hann rekur sjálfur og er
upphafsmaður að harmonikumóti í Danmörku,
hvort ekki væri upplagt að íslenskir harmon-
ikuunnendur tækju sig saman og kæmu á næsta
ári til Jyderup, mótið færi þá fram í 23. sinn,
15.-18. ágúst.
Margir stukku á þessa góðu hugmynd og þeg-
ar upp var staðið og lokafrestur til að bóka sig
í ferðina rann út sátu höfðu 15 manns skráð
sig. Brosmildur hópur mætti í flugstöð Leifs
Eiríkssonar snemma morguns þann 14. ágúst
og það skein tilhlökkun á hverri brá þegar far-
kosturinn Askja, Boing 757 vél Icelandair blasti
við á leið út ranann, tilbúin að fljúga með þenn-
an glaða hóp til Kaupmannahafnar.
Ég held megi fullyrða að enginn af þessum
ferðalöngum hafi komið á harmonikumót í
Danmörku áður. Búið var að útvega gistingu
hjá Guðrúnu Hauksdóttur, blómaskrejMÍnga-
dömu úr Kópavogi, sem rekur gistiheimilið
Hyggestuen í Jyderup, í um 10 mínúma göngu-
færi frá mótsstaðnum. Sjálfur mótsstaðurinn
var stórt og mikið svæði á sléttri grund umvaf-
inn háum skógi á þrjá vegu. Tónleikar og dans-
leikir fóru fram í stóru sirkustjaldi, sem tók um
tvö þúsund manns og svo annað tjald nokkru
minna sem kallað var kaffitjaldið, (Harmoteria).
Þar voru og tónleikar en ekki dansað. A báðum
þessum stöðum mátti kaupa allslags veitingar,
mat og drykki af öllum gerðum. Svæðið fyrir
húsvagna og húsbíla var allt reitað með bönd-
um og borðum ásamt númerum við stæðin,
nokkuð sem við hér mættum taka til athug-
unar. Annað var þarna mjög athyglisvert. Með
10
vissu millibili voru 200 h'tra
vatnstunnur (fullar af vatni)
með fötu ofaní er hékk á
grein sem stungið var gegn-
um haldið, til að geta verið
fyrsta hjálp ef kvikna mundi
í vagni eða bíl. Til fyrir-
myndar!
Mótið bynrj aði á fimmtudags-
kvöld með því að öllum Is-
lendingunum var boðið í
mat af mótshaldara og
dönsk Týrólahljómsveit spil-
aði, söng og jóðiaði af mikl-
um krafti og túlkun svo að
gleðistraumur fór um hvers
manns kroþp og meltingar-
færi manna unnu léttilega
sitt verk. A föstudeginum var mótið formlega
sett. Við vorum að nálgast samkomutjaldið í
þann mund er upphafslagið
var í fullri spilun fyrir sem-
ingarræðuna. Lagið var Li-
vet í Finskogarna spilað af
mikilh inrdifun. A vegi mín-
um urðu tvær ungar konur
sem stöðvuðu sína för og
sungu með. Segjum svo að
þessi gamla tónhst höfði
ekki h'ka til þeirra sem yngri
eru. Eg kalla þetta tónhstar-
veislu, sem á sannarlega við,
því þarna komu fram tugir
hljómsveita og svo öll flór-
an, einleikarar, söngvarar og
tónlist ættuð héðan og það-
an úr víðri veröld. Megnið
af þessu fólki voru framúr-
skarandi tónhstarmenn af
báðum kynjum, ungir sem aldnir. Það sama
mátti segja með dansleikina, en þar voru gæð-
in og gleðin hka við völd. Islenskar hljómsveit-
ir sem komu fram á
tónleikunum voru EG Duo
skipuð þeim Einari Guð-
mundssyni frá Akureyri og
Gunnari Kvaran úr Reykja-
vík, sem komu tvisvar fram
og svo Vindbelgirnir skip-
aðir Friðjóni Hahgrímssyni
og Hilmari Hjartarsyni, sem
stigu þrisvar á svið. Undir-
leikarar beggja hljómsveita
voru Mogens Bækgaard á
bassa og Reidar Dahle á gít-
ar ásamt Jens Dalsgaard, sér-
lega ljúfum trommuleikara,
algjörir snilhngar. Fyrsta
kvöldið sem Vindbelgirnir
komu fram, þá í kaffitjaldinu
gerðust menn nokkuð óttaslegnir því að gleymst
hafði að útvega undirleikara með okkur. Næsta
hljómsveit sem taka átti við eftir okkur sá hvað
var að gerast og bauð okkur hðveislu sína og
kom inní eftir þriðja lag. Þetta voru þrír félagar
úr Tunnbybálgarna frá Svíþjóð með Börje Fárm
(einn Fármbræðra) í fararbroddi og björguðu
þar með sjálfstraustinu. Islensku hljómsveit-
irnar fengu mjög góðar undirtektir og lof í lófa,
þó ég segi sjálfur frá. Annað lofsvert má hér
fylgja með. Islenski hópurinn, sem þarna var
á ferð var einstaklega samhentur og glaður vina-
hópur svo aldrei féh skuggi á. Þá var og meðal
okkar hirðljósmyndari F.H.U.R. Siggi Harðar
sem var vakinn og sofinn frá morgni til kvölds
að taka myndir af því sem fyrir augu og eyru
bar. Afraksmr ferðarinnar í myndum er nú
þegar farinn að birtast á heimasíðu félagsins.
Áður en ég lýk þessari grein langar mig að draga
fram nokkur nöfn tónhstarmanna er urðu
manni sérlega minnisstæðir á þessu móti. Móts-
haldarinn Mogens Bækgaard er ekki bara þekkt-
ur fyrir að annast harmonikuviðgerðir eða
stilhngar, heldur ekki síður fyrir fágaðan hljóð-
Eirtn af hápunktum mótsins; tónleikar Sören Brix. Med honum Jens Dalsga-
ard á trommur, Reidar Dahle ágítar og Mogens Bœkgaard á bassa
Það varyfirleittþétt setinn bekkurinn i stóra tjaldinu í Jyderup