Harmonikublaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 14
HARMONIKUMOT F.H.U.R. Jú er lag"
-i^ew/ / / u \ \\ry\^j ^ / Mwmmmmmm
Hið árlega harmonikumót Félags
harmonikuunnenda í Reykjavík, „Nú
er lag“, fór fram á Varmalandi í Borg-
arfirði um verslunarmannahelgina.
Þetta var í þriðja skiptí sem FHUR er
á Varmalandi og nú varð veruleg aukn-
ing á aðsókn, enda spáði þurru. Strax
á miðvikudeginum var komin góður
hópur, sem síðan bættist jafnt og þétt
í fram að helgi.
Það var Flateyingurinn Ingvar Hólm-
geirsson, sem reið á vaðið á föstudags-
kvöldið með sinni ljúfu tónlist og í
kjölfarið komu Vindbelgirnir, sem luku
kvöldinu. Laugardagurinn heilsaði með
norðan vindsperringi, sem reyndar
hafði heimilisfesti á Varmalandi þessa
helgi. Fannst mörgum þetta kaldar
kveðjur úr Hrútafirði. Klukkan tvö
hófust tónleikar Norðmannanna í
Brönnöy Trekkspillklubb, en þeir voru
gestir FHUR á Varmalandi. Hljóm-
sveitin er ágætlega samstillt og lék létta
og þægilega dagskrá næsm tvo tímana
undir öruggri stjórn Egils Áknes. Ekki
munu hafa verið fleiri tónleikagestir í
annan tíma hjá FHUR á Varmalandi,
eða vel á þriðja hundrað manns, sem
skemmm sér vel. Um kvöldið var síð-
an sameiginlegt borðhald með norsku
gesmnum og var það ákaflega ánægju-
leg smnd, þar sem gjaftr voru gefnar
og þeim hælt sem tíl þess höfðu unn-
ið. Stjórn félagsins notaði einnig þetta
tækifæri tíl að gera Hrein Vilhjálmsson
að heiðursfélaga FHUR.
Laugardagsballið hófst með leik þeirra
Reynis Jónassonar og Gunnars Kvar-
an, sem vel voru studdir af Hreini Vil-
hjálmssyni, Helga E. Kristjánssyni og
Guðmundi Steingrímssyni. Næst stígu
Norðmennirnir á svið. Ekki var hægt
að merkja að neitt fækkaði á gólfinu
við það. Þeir héldu góðum dampi
næsta klukkutímann, eða þar til þeir
Sveinn Sigurjónsson og Sigvaldi
Fjeldsted leysm þá af hólmi. Sömu
undirleikarar voru áfram auk þess sem
Eyfirðingurinn knái, Númi Adólfsson,
bættíst í hópinn. Þessir luku dansleikn-
um á laugardeginum með smekkfullan
sal.
Sami vindsperringurinn hélt áfram á
sunnudeginum sem oft hefur nýst vel
í samspil á svæðinu. Til að gera sem
best úr öllu hóaði Elísabet Einars
áhugasömum saman í salnum í sam-
komuhúsinu og þar fór fram skemmti-
legt samspil næstu tvo tímana.
Nokkrir tugir tóku þátt í þessari
skemmtilegu uppákomu. Sölusýning
EG tóna frá laugardeginum hélt áfram
á neðri hæðinni. Þar hljómuðu nikkur
og nokkrir eignuðust ný hljóðfæri, sem
þeir hurfu með á braut, búralegir á
svip. Nikkólínumaðurinn Guðbjartur
Björgvinsson hóf sunndagsballið
klukkan níu og rúmum klukktíma
seinna tók Sveinn Sigurjónsson við og
lék af sinni alkunnu spilagleði til hálf
tólf þegar Vindbelgirnir stigu á svið
og léku þar tíl Brönnöy hljómsveitin
leysti þá af hólmi og lauk ballinu
klukkan rúmlega eitt.
Ekki verður annað sagt en að mótið
hafi tekist nokkuð vel. Aðsókn var
mun meiri en fyrri ár og aðstaðan á
Varmalandi skánað til muna. Heim-
sókn Brönnöy Trekkspillklub var
mjög skemmtileg tilbreyting og
þeirra þáttur í tónlistinni góð við-
bót. Hópurinn léttur og kátur,
sem féll vel inm' þann hóp sem
fyrir var á staðnum. Fyrrverandi
formaður FHUR, Hilmar Hjart-
arson, átti stærstan hlut að því að
af þessari heimsókn varð, enda
alla tíð mikill áhugamaður um
samskipti við harmonikufólk á
Norðurlöndunum. Norðmenn-
irnir stóðu hér við í viku og fóru
víða, eins og kemur fram annars
staðar í blaðinu.
Friðjón Hallgrimssom
Myndir: Sigurður Harðarson
Asgeir Sigurðsson safnstjóri á lsafirði tekur við
safngrip úrhöndum EgilsAknes
14
Brönnöy trekkspillkluhb á Varmalandi
Sampilið á sunnudaginn var vel sótt
Viltu með mér vaka í nótt?
Fjrst á réttunni svo á röngunni