Harmonikublaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 8

Harmonikublaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 8
Að morgni 20. apríl 2013 fóru 36 félagar úr Harmonikufélagi Þing- eyinga og Vísnavinafélaginu Kveðanda austur yfir Mývams- og Möðrudalsöræfi, með stefnu á Staðarborg, þar sem venja er að halda dansiball á vorin. Fyrstí áfangi var Egilsstaðir og var skafrenn- ingur á fjöllum. Bílstjórinn var Friðrik Steingrímsson hagyrðingur. I þessum ferðum er mikið ort. I vor vantaði nokkra félaga og lang- ur tími leið, áður en einhver kom með vísu sem mig minnir að væri þessi. Ymsan þarf að axla kross á okkar vegferð klárlega. Nú er Fía fjarri oss frúna vantar sárlega. - Btynjar Ha/Idórsson Mættur Björgvin Leifsson Lorder líka er hérna annar skríll en sumir virðast out of order svo ekki er nærri fullur bíll. - Friðrik Er í bílum ósköp hljótt yrkingar engan hafa plagað. Mér finnst ættí mikið yrkja og fljótt en meira að segja Friðrik hefur þagað. - Sigríðurlvarsdóttir Heyrst mér lítíð hefur í helst vil þessu gleyma. Eg er undrandi yfir því að Ármann sitji heima. - Friðrik Jón Jóhannsson gja/dkeri glaður með innkomuna Næsti áfangi var Fagridalur og firðirnir suður í Breiðdal og enn var ort og skotið á þá sem upp á buðu. Friðrik þótti merkilegt að Ármann maður Sigríðar sætí heima, en Þórgrímur formaður sagði að Ármann hefði sett á hana öryggis- belti. Þá sendi bílstjórinn þetta á formanninn. Honum spenna beltíð ber brátt þá lækkar risið. Það á formanns ábyrgð er að ekkert verði slysið. - Friðrik Ekki vil ég þar um þegja að Þórgrímur mörgum þúfum veltí. En hvernig viss'ann, ef satt skal segja að Sigríður væri í öryggisbeltí? - Brynjar Oft er víða rembst og reynt rétt af gömlum vana. Eg hygg þó að sé of seint að setja belti á hana. - Friðrik Siggu vil ég leggja lið langt ber hún af drósum. Því hún hefur aldrei fengið frið fyrir bögubósum. - Þórgrímur Hættur leynast hér og þar höftum fæstir lúta. En sú var tíð að siður var að sauma fyrir hrúta. - Friðrik Á mig hefur ei skotin skort skeiðað um víða geima. Um hvað hefðu þeir annars ort ef að ég sæti heima. - Sigríður Eflaust finna annað má sem ekki hlyti náðina. Menn skjóta bara oftast á auðveldustu bráðina. - Friðrik Sigríður með brosið bjarta bægir öllum vanda frá. Ekki þarf sú kona að kvarta sem karlarnir allir skjóta á. - Brynjar Og glöð í lund með brosið bjarta bögum hennar hrósa má. Með allra besta öðlingshjarta og óstöðvandi nautnaþrá. - Þórgrímur Siggu kenndir sjálfsagt má sjá á vísnagrautnum. En Grímur hefur áhuga á öllum hennar nautnum. - Friðrik Ymsir myndu átmm ná og yrkja minna af rausi. Ef að Siggu, sætí hjá Siggi Fíulausi. - Bjórgvin Lerfsson Og Sigríður bomaði umræðuna og vísaði til atviks úr annarri ferð. Iðrun í svip þeirra örlitla sé yrkja um mig vísurnar fínar. Nú eru þeir næstum að krjúpa á kné og kyssa á tásurnar mínar. Björgvin Leifsson var í framboði til alþingiskosninga og notaði tækifærið að minna á það. 8

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.