Reykjavík


Reykjavík - 23.02.2013, Side 4

Reykjavík - 23.02.2013, Side 4
23. febrúar 2013 Færri innbrot, meira ofbeldi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tölur um afbrot í janúar. Þar kemur fram að inn- brotum fækkaði um 18% á svæðinu í janúar miðað við sama mánuði í fyrra og þjófnuðum fækkaði um 5%. Hins vegar fjölgaði eignaspjöllum um 5% og ofbeldisbrotum fjölgaði um 7,5% miða við janúar 2012. Þá fækkaði umferðar- slysum um 10,5% milli ára. Sé miðað við markmið embættis- ins og tölur ársins 2013 bornar saman við sama tímabil á árunum 2010 til 2012, sést að þjófnuðum fækkaði um fimmtung, innbrotum um 36%, eigna- spjöllum um 15%, ofbeldisbrotum um 4% og umferðarslysum um 19%. Haltu áfram að læra svo lengi sem þú lifir Í þriðja geðorðinu felst hvatning um að halda áfram að læra út lífið. Það hefur jákvæð áhrif á geðheilsuna að vilja læra meira og halda áfram að þroskast. Með opnum huga verður auðveldara að sjá lausnir á vanda- málum og þannig verður auðveldara að takast á við þau vandamál sem upp koma. Með því að horfa á nýjungar opnum huga skapast einnig tækifæri til að þroskast og efla sterku hliðarnar og það stuðlar bæði að velgengni og vellíðan. Það stuðlar að eigin þroska að halda áfram að læra svo lengi sem maður lifir. Ekki þykir eftirsóknavert að staðna og þröngsýni telst síður en svo til kosta. Til að koma í veg fyrir stöðnun er mikilvægt að tileinka sér víðsýni og takast á við lífið með já- kvæðum og opnum huga. Viljinn til að vera betri í dag en í gær er drifkraftur persónulegs þroska. Þröngsýni og andstaða við að temja sér nýjungar hindrar þroska og sá sem þannig hugsar forðast yfirleitt að- stæður sem honum finnast ögrandi og hann missir þar af leiðandi af tækifæri til að þroskast. Þeir sem hafa mikla reynslu á ein- hverju sviði telja oft að þeir geti lítið lært af öðrum. Langskólagengið fólk telur til dæmis oft að það geti lítið lært af þeim sem eru minna menntaðir og í því er fólgin ákveðin þröngsýni. Það er t.d. hægt að læra margt af fólki sem býr yfir mikilli reynslu þó það hafi styttri skólagöngu en maður sjálfur. Einnig er hægt að læra margt af börnum. Þau hjálpa okkur oft og tíðum að koma auga á það sem mestu máli skiptir í lífinu og kenna öðrum að meta það. Sýn barna á heiminn er oft bæði skýr- ari og betri en þeirra sem eldri eru og því mikilvægt að vera opinn fyrir því sem þau segja og læra af þeim. Margir eiga einnig erfitt með að læra af þeim sem standa þeim næstir, s.s. foreldrum, maka, systkinum og vinum. En þetta er fólkið sem í flestum tilfellum þekkir okkur best og því mik- ilvægt að læra af því eins og öðrum. Af þessu fólki getum við lært margt um það hvernig við getum bætt okkur. Ef við þorum að taka ábendingum þeirra á jákvæðan hátt, í stað þess að líta á þær sem aðfinnslur, verðum við betri manneskjur fyrir vikið. Mikilvægt er að láta ekki stolt eða þrjósku koma í veg fyrir að við höldum áfram að læra og þroskast. Það ber vott um hugrekki, lítillæti og sjálfs- öryggi að geta tekið við ábendingum frá hverjum sem er og veitir okkur tækifæri til að þroskast. Kjarni með þessu orði: • Enginn er fullkominn og öllum verða einhvern tíma á mistök. • Oft er það mikilvægt skref í átt að velgengni að læra af eigin mis- tökum. • Eitt af því sem greinir þá ham- ingjusömu frá þeim óhamingju- sömu er viðhorf þeirra til eigin mistaka og mótlætis í lífinu. 4 geðoRð 3 af 10 Höfundur er Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sálfræðingur og höfundur bókar um geðorðin 10 Færri nemendur þurfa stuðning í stærðfræði Færri nemendur í 3.bekk í grunn-skólum Reykjavíkur þurfa stuðn-ing í stærðfræði samkvæmt niðurstöðum úr svokallaðri stærð- fræðiskimun sem lögð var fyrir þriðju- bekkinga síðastliðið vor. 4,3% þurfa sérstakan stuðning, en það er tveimur prósentustigum lægra hlutfall en árið á undan og lægsta hlutfallið á fimm ára tímabili, frá 2007 til 2012. Langflestir, eða 96% nemenda, teljast samkvæmt þessari skimun ólíklegir til að þurfa sérstakan stuðning í stærðfræðinámi. Af þeim sem tóku prófið náðu 76% settu viðmiði í fyrsta þrepi skimunar- innar, 14% náðu öðru þrepi og því heldur ekki líklegir til að þurfa sér- stakan stuðning. Um 10% nemenda fóru í gegnum alla skimunina og varð niðurstaðan að liðlega 4% þurfa á sérs- tökum stuðningi að halda í stærfræði- náminu. „Árangur hefur batnað á lang- flestum sviðum, líðan nemenda er betri, einelti hefur minnkað og ánægja foreldra er meiri. Það má þakka öfl- ugum og metnaðarfullum kennurum fyrir sinn þátt í þessum árangri. Góðir kennarar skapa gott skólastarf og reyk- vískir kennarar setja velferð og fram- farir nemenda sinna í fyrsta sæti“, segir Oddný Sturludóttir formaður skóla- og frístundaráðs. v i k u b l a ð Auglýsingasíminn er 578 1190 Netfang: auglysingar@fotspor.is. 00000 w w w. v e i d i k o r t i d . i s Eitt kort 35 vötn 6.900 kr FLEIRI VÖTN ÓBREYTT VERÐ Skólavörðustígur 18 Frábærar húfur með endurskini SALON REYKJAVÍK NÝJA LÍNAN VOR-SUMAR 2013 HAUTE COIFFURE FRANÇAISE ER KOMIN Í HÚS, VERIÐ VELKOMIN SALON REYKJAVÍK GRANDAGARÐI 5 101 REYKJAVÍK OPIÐ MÁN - FÖS: 9 - 18 LAU: 10 - 13 SÍMI: 56 85 305

x

Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.