Reykjavík - 23.02.2013, Síða 14
14 23. febrúar 2013
Hús þetta er Garðastræti 49 og heitir það Melshús, einnig oft kallað Hringjarabærinn.
Á 18. öld var jörðin Melshús fullgild
jörð og þar stóð einnig afbýlið Melkot.
Árið 1795 stóð til að biskupsstóll yrði
fluttur frá Skálholti í land Melshúsa
en til þess kom þó ekki vegna skorts á
fjárveitingum.
Bjarni Matthíasson dómkirkju-
hringjari lét reisa þetta hús árið 1908
en hann hafði áður búið í einum af
Melshúsatorfbæjunum en þeir bæir
lentu innan gamla kirkjugarðsins við
Suðurgötu þegar hann var stækkaður
árið 1905. Bjarni gegndi starfi dóm-
kirkjuhringjara frá árinu 1891 og allt
þar til hann lést árið 1936 og var hann
vel þekktur í Reykjavík og setti svip
sinn á bæjarlífið. Sambýliskona Bjarna
var Ingunn Grímsdóttir og bjuggu þau
bæði í húsinu til æviloka en Ingunn lést
á undan Bjarna eða árið 1924. Hafði
Ingunn gerst ráðskona hjá Bjarna árið
1882 og bjuggu þau saman í 42 ár og
hvíla hlið við hlið í gamla kirkjugarðinu.
Átti Ingunn einn son, Friðrik Ólafsson
sem fór utan og gerðist skipstjóri.
Í Melkoti bjó ömmusystir Halldórs
Laxness, Guðrún Klængsdóttir ásamt
manni sínum Magnúsi og kom Halldór
þangað oft í heimsókn. Eru Guðrún
og Magnús ásamt íbúum í Hringjara-
bænum uppistaða í Brekkukotsannál.
Heimildir: Vefsvæði Melhúss
GLI
Merkið Yin og Yang þekkja líklega flestir í sjón, en ekki er víst að allir þekki
merkingu þess eða uppruna.
Merkið er ævafornt og á rætur
sínar taoisma í kínverskri heim-
speki, sem kennd er við Lao Tse
sem uppi var á 6. öld fyrir Krist.
Táknið er oft notað fyrir andstæðar
hliðar sem tengjast. Merkið er hinir
tveir helmingar tao. Dökki hlut-
inn er Yin, sem er kvenhlutinn,
eftirgefanlegur eða sveigjanlegur,
og er lágur og nótt. Hvíti hlutinn
er karlkynshliðin, björt, sterk, há
og dagur.
Yin táknar dali á meðan Yang
táknar fjöll.
Heimild: Signs & symbols
Yin
&
YAnG
Einkarekið Apótek
Lágt lyfjaverð - góð þjónusta
www.eignaumsjon.is
S. 585 4800, Suðurlandbraut 30.
Aðalfundur framundan?
Heildarlausn í
rekstri húsfélaga.
ReykjavíkuRgetRaunin – SvaR ReykvíkinguR
Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsi
kl. 13:00-16:00 / laugardagur
Smiðja og fyrirlestur - LornaLAB
Stúdentakjallarinn
kl. 21:00 / laugardagur
Tónleikar – Kajak
Cafe Rosenberg / laugardagur
Tónleikar – KK og Maggi
Gamli gaukurinn / laugardagur
Chris Cornell Tribute
Volta kl. 23:00 / laugardagur
Tónleikar – Dale Howard
Þjóðminjasafn Íslands
kl. 11:00 – 22:00 / sunnudagur
Afmælisdagskrá Þjóðminjasafnið 150 ára –
sjá nánar á www.thjodminjasafn.is
Listasafn Íslands
kl. 14:00 / sunnudagur
Kvengersemar - sunnudagsleiðsögn á konu-
daginn í fylgd Dagnýjar Heiðdal, listfræðings
Gerduberg kl. 14:00 / sunnudagur
Möguleikhúsið sýnir leikritið Ástarsögu úr
fjöllunum
Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsi
kl. 14:00-16:00 / sunnudagur
Robert Smithson - Vinnusmiðja fyrir krakka
níu ára og eldri
Harpa tónlistarhús
kl. 20:00 / sunnudagur
Perlur íslenskra sönglaga í Kaldalóni
Helgin í Reykjavík
23. – 24. febrúar 2013
Af formannsvafningi
og gluggaskrauti
Reykvíkingur ræður sér ekki fyrir kæti. Nú er svo mikið að gerast í pólitíkinni, hvorki fleiri
né færri en tveir landsfundir standa nú
yfir, einn hjá stjórnarflokki og annar
hjá stjórnarandstöðuflokki. Að vísu
vantar aðeins spennuna í fundina þar
sem formennirnir verða sjálfkjörnir, en
skítt með það. Það verður stuð!
Steingrímur J. Sigfússon ætlar ekki
að leiða Vinstri græna lengur, en hann
ætlar að leyfa landsmönnum að njóta
krafta sinna áfram. Og þá kannski ekki
síst kjósendunum heima í héraði, því
nú getur hann glaður í bragði veifað
framan í þá Vaðlaheiðargöngum
og kísilverksmiðju á Bakka og sagt:
„Sko, sjáiði nú hvað ég er búinn að
gera fyrir ykkur.“ Og kjósendurnir
munu áreiðanlega gleðjast yfir sínum
manni og tryggja honum áfram stól
við Austurvöll, þótt að kostnaðurinn
vegna Bakka verði kannski þrír millj-
arðar og ríkisábyrgð sé á göngunum.
Og þar sem bóndasonurinn frá
Gunnarsstöðum er vel upp alinn, þá
hefur hann lofað því að verða ekki
aftursætisbílstjóri, og mun áreiðanlega
ekki væla í mömmu Katrínu þegar hún
brunar eftir þjóðfélagsveginum um að
stoppa í þessari sjoppu til að kaupa
pylsu og í hinni til að kaupa ís, hvað
þá að hann biðji hana að stoppa til að
hleypa sér út að pissa. Reykvíkingur
er alveg sannfærður um þetta.
Reykvíkingur veit að sá sem mest
veit um pólitík og er óskeikull, situr í
Hádegismóum. Reykvíkingur hrökk
við þegar sá djúpvitri lýsti verðandi
formanni VG sem gluggaskrauti.
Reykvíkingur er nú bara kotbóndi
og gat ekki ímyndað sér hvar væri
hægt að koma svona stóru skrauti
fyrir, því þótt Katrín sé ekki manna
hæst, þá er hún sannarlega stærri en
gluggaskraut. En svo áttaði Reykvík-
ingur sig á því að í Hádegismóum er
hátt til lofts og vítt til veggja eins og
hjá sönnum höfðingjum, og sá djúp-
vitri var auðvitað að leggja mat á þetta
allt saman út frá eigin ranni. Og af því
að Reykvíkingur er áhugamaður um
pólitík, þá áttaði hann sig auðvitað á
því að þannig eru formenn valdir –
sem skraut, svo segir sá vitri. Og það
skýrði væntanlega af hverju enginn
ætlaði heldur að bjóða sig fram gegn
Bjarna Ben. Og Reykvíkingur áttaði
sig líka á því að Bjarni yrði ekki síðra
skraut en Katrín, svona glæsilegur á
velli, vel ættaður og með nafn sem
fær góða og gegna sjálfstæðismenn
til að kikna í hnjánum. Það verður
því væntanlega enginn vafningur á
sjálfstæðismönnum þegar kemur að
því að velja formann.
tÁkn og MeRki
v i k u b l a ð
Auglýsingasíminn er 578 1190
Netfang: auglysingar@fotspor.is.