Reykjavík


Reykjavík - 05.04.2014, Síða 2

Reykjavík - 05.04.2014, Síða 2
2 5. apríl 2014REYKJAVÍK VIKUBLA Ð Lani og Andri Snær tilnefnd Lani Yamamoto og Andri Snær Magnason hafa verið tilnefnd til barnabókarverðlauna Norð- urlandaráðs, en tilkynnt var um til- nefningarnar á dögunum. Andri Snær er tilnefndur fyrir bók sína Tímakistuna, sem hefur hlotið bókmenntaverðlaun Íslands, en Lani Yamamoto er tilnefnd fyrir bókina Stína Stórasæng. Stína Stórasæng er fyrsta barnabók Lani á íslensku, en hún hlaut fyrr á ár- inu Dimmalimm verðlaunin fyrir hana. Borgar Apótek | Borgartúni 28, 105 Reykjavík | sími 553-8331 Ókeypis lyfjaskömmtun Engin skömmtunargjöld. Heimsending möguleg. Snögg og örugg afgreiðsla. Þægilegt og einfalt að koma skipulagi á lyfjatökuna. Sveigjanleiki ef læknir breytir um lyf. Snögg og örugg afgreiðsla Átak gegn ofbeldi Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt að ráðast í átak gegn heimilisofbeldi, en tillaga Vinstri grænna um málið var samþykkt í vikunni. Horfa verður sér- staklega til árangurs sem náðst hefur á Suðurnesjum í þessum efnum og víða á Norðurlöndum, með breyttu og bættu verklagi, til þess að berjast gegn heimilisofbeldi. Til þess að það megi ná fram að ganga skuli borgin leita samstarfs við önnur sveitarfélög, lögreglustjórann á höfuðborgarsvæð- inu, Lögregluskólann og grasrótar- og stuðningssamtök. Kunnugir segja Reykjavík vikublaði að helstu ástæður þess að litið sé til Suðurnesja séu að þar séu heimilisofbeldismál sett í for- gang, þeim sé fylgt eftir, bæði gagn- vart þolanda og geranda, auk þess sem austurríska leiðin svonefnda hafi verið nýtt, en hér á landi er heimild í lögum til að fjarlægja ofbeldismann af heimili. Byrjuð að sópa Götusópun er hafin eftir vetur-inn í Reykjavík. Fram kemur á vef borgarinnar að byrjað sé á því að sópa göngu- og hjóleiðastíga í austurhluta borgarinnar. Fyrst sé gróf- sópað, því óvenju mikið af sandi sé á stígum eftir snjóinn í vetur. Gjaldtaka við Dettifoss: Eins og við Geysi Framkvæmdastjóri Vatnajök-ulsþjóðgarðs segir að áform Landeigendafélags Reykja- hlíðar um að rukka inn á nátturu- svæði norðanlands minni á Geysis- málið í Haukadal. Landeigendafélag Reykjahlíðar hefur sett upp heimasíðu þar sem boðið er upp á að kaupa „passa“ inn að Dettifossi, hverasvæðið við Námufjall og Leirhnjúk við Kröflu, en landeigendur vilja fá 1.800 krónur frá þeim sem vilja fara á staðina þrjá. Passana á meðal annars að selja á vefnum natturugjald.is en lénið var skráð 25. mars. Rukka við Dettifoss Dettifoss er í Jökulsárgjúfrum en þau eru hluti Vatnajökulsþjóðgarðs. Landeigendafélag Reykjahlíðar á land að fossinum að vestanverðu, en ríkið á líka fossinn, auk þess sem tveir að- ilar aðrir eiga land að fossinum að austanverðu. „Þetta er ekki ósvipuð staða og við Geysi,“ segir Þórður H. Ólafs- son, framkvæmdastjóri Vatnajök- ulsþjóðgarðs í samtali við Reykjavík vikublað. Þar hafa landeigendur byrjað að rukka fólk fyrir að fara inn á hverasvæðið. Fjármálaráðuneytið krafðist lögbanns á gjaldtökuna, en sýslumaður varð ekki við því. Ráðu- neytið hyggst því höfða dómsmál til að hnekkja gjaldtökunni. Ríkið hafði einnig boðið landeigendum að standa straum af framkvæmdum við betri aðstöðu. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra sagði á Alþingi í vikunni að slíkum hugmyndum hefði verið hafnað, „enda virðast landeigendur fyrst og fremst ganga út frá því að þær verði að skila arði til landeigenda.“ Frekari spurningar Gjaldtaka við Dettifoss frekari vekur spurningar, þar sem ekki er langt síðan að Vegagerðin lagði veg niður að fossinum að vestanverðu og lét enn fremur gera þar bílastæði. Land var þá tekið eignarnámi og voru land- eigendum greiddar eignarnámsbætur. Þessar samgöngubætur hins opinbera eru greiðasta leiðin að fossinum að vestanverðu. Hátt í 200 milljarða sparnaður Verði spornað við fjölgun bíla og dregið úr umferð á einkabílnum, samfara fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu, og áhersla lögð á fjölbreyttari sam- göngur en einkabíla, mætti spara samfélaginu allt að 195 milljarða króna á tímabilinu 2015-2040. Þetta kemur fram í spá um þróun byggðar- og samgangna á höfðborgarsvæðinu, í tengslum við nýtt svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins. Sjá umfjöllun bls.14. Óskar hættir Óskar Bergsson sem var í fyrsta sæti á framboðslista Fram- sóknarflokksins fyrir borgarstjórn- arkosningarnar í vor hefur ákveðið að hætta við framboð. Hann tilkynnti þetta á fimmtudag og sagði í yfirlýs- ingu að staða flokksins í borginni væri „grafalvarleg“. Óskar Bergsson sat í borgarstjórn um hríð á síðasta kjörtímabili og starf- aði meðal annars í meirihluta með sjálfstæðismönnum, í borgarstjóratíð Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Framsóknarmenn í Reykjavík höfðu ekki ákveðið hvernig staðið yrði að vali á nýjum oddvita þegar blaðið fór í prentun, en Guðrún Bryn- dís Karlsdóttir var valin í annað sæti listans á eftir Óskari. Guðrún Bryndís starfaði með Hægri grænum áður en hún gekk til liðs við Framsóknar- flokkinn. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna borgarstjórnarkosninganna hefst í dag. Lendi ekki á tekjulágum „Útsvar og skattar eru ágæti leið til að sjá til þess að til séu sameiginlegir sjóðir um hlutina. Þegar kemur að þjónustugjöldum þá finnst mér mikilvægt að þau lendi ekki á þeim sem hafa minnstar tekjur. Sér- staklega á það við um þjónustu sem íbúar verða að nýta sér,“ segir Hall- dór Auðar Svansson, oddviti Pírata í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkson- ingarnar í vor. Hann er í ítarlegu viðtali hér í blaðinu, en rætt verður við oddvita allra framboða fram að kosningum. Sjá bls.6. Spyrja um fimleikahús Sjálfstæðismenn í íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur hafa, í kjölfar umfjöllunar Reykjavíkur vikublaðs, óskað eftir upplýsingum um samningsmark- mið Reykjavíkurborgar og öll tiltæk gögn um viðræður borgarinnar við Seltjarnarnes, vegna uppbyggingar á fimleikhúsi á nesinu. Fram kom í blaðinu fyrir að viðræður hefðu verið um þátttöku Reykjavíkur í smíði fimleikahúss fyrir Gróttu, en hundruð reykvískra barna stunda þar fimleika. Fjórir efstu á lista Framsóknarflokksins, áður en Óskar Bergsson hætti. Frá vinstri: Guðlaugur Gylfi Sverrisson, Guðrún Bryndís, Óskar og Valgerður Sveinsdóttir. Gjaldtaka við Dettifoss er gagnrýnd. Kiðlingur í Húsdýragarðinum Huðnan Bogga bar þessari myndar-legu huðnu í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum á dögunum. Guðlaug Esther Hlöðversdóttir, fimm ára, heldur hér á kiðlingnum í fanginu. Pabbinn er hafurinn Unnar sem kom í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn frá Háafelli á Hvítársíðu í haust.

x

Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.