Reykjavík


Reykjavík - 10.05.2014, Síða 2

Reykjavík - 10.05.2014, Síða 2
2 10. maí 2014REYKJAVÍK VIKUBLA Ð Álitaefni í lekamálinu „Þessi viðbótarsetningvirðist gefa til kynna að heimildarmaðurinn hafi ætlað, að þessi óhróður yrði lesinn sem hluti af vinnuskjali ráðu- neytisins. Það er álitaefni hvort heim- ildarmenn sem með slíkum hætti reyna að villa um fyrir blaðamönnum eigi að njóta verndar,“ segir Kristinn Hrafns- son, talsmaður Wikileaks um lekamálið. Héraðsdómur og í framhaldinu Hæstiréttur, komst að þeirri niðurstöðu að fréttastjóra mbl.is bæri ekki að upp- lýsa um hver lét miðlinum í té minnis- blað um hælisleitandann Tony Omos. Fréttir byggðar á minnisblaði úr innanríkisráðuneytinu birtust á mbl. is að morgni 20. nóvember í fyrra og á forsíðu Fréttablaðsins. Fréttastofa Rúv vitnaði í frétt Fréttablaðsins þennan sama morgun. Fram kemur í greinargerð lögreglu- stjóra sem vitnað er til í héraðsdóm- inum að minnisblaðið hafi verið samið í ráðuneytinu seinnipart dags 19. nóv- ember og sent í tölvupósti til ráðherra, tveggja aðstoðarmanna og ráðuneytis- stjóra klukkan 17:17 þennan sama dag. Innanríkisráðuneytið hefur ítrekað lýst því yfir að enginn embættismaður hafi komið að lekanum. Sé þeirri yfirlýs- ingu trúað, þá er útilokað að Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri hafi látið blaðamenn hafa minnisblaðið. Í hádeginu 20. nóvember voru fyr- irhuguð mótmæli við innanríkisráðu- neytið vegna ákvörðunar um að vísa Tony Omos úr landi. Í minnisblaðinu er fjallað um ýmis persónumálefni hans, samskipti við konur og hann sagður tengjast mansalsmáli. Í þeirri útgáfu minnisblaðsins sem sent var fjölmiðlum virðist sem einni málsgrein hafi verið bætt við. Efnislega er þar látið liggja að því að Tony Omos hafi beitt samlöndu sína þrýsingi til að segja að hún gengi með barn hans. Í greinargerð lögreglunnar segir: „Markmiðið með lekanum virðist fremur hafa verið að sverta mannorð eins brotaþola vegna yfirvofandi mót- mæla við ráðuneytið vegna afgreiðslu þess á máli hans.“ Tilgangur Wikileaks samtakanna er að miðla upplýsingum og vernda upp- ljóstrara. Þannig geta uppljóstrarar látið Wikileaks í té gögn, sem samtökin sjá svo um að miðla víðar, ýmist til fjöl- miðla eða á heimasíðu sinni. Kristinn Hrafnsson segir í færslu á Facebook síðu sinni að eini munurinn á skjölunum, því sem búið var til í ráðuneytinu og því sem fjölmiðlar fengu, hafi verið þessi lokamálsgrein „með enn frekari dylgjum um hælisleitandann“. Kristinn segir að Hanna Birna Krist- jánsdóttir innanríkisráðherra hafi þannig logið að Alþingi 27. janúar, þegar hún sagði að minnisblaðið væri ekki sambærilegt við nein gögn í ráðu- neytinu. Þennan málflutning ítrekaði ráðherrann á Alþingi í vikunni. Formaður Blaðamannafélags Íslands hefur látið hafa eftir sér í Morgunblað- inu að ekki komi til greina fyrir blaða- manninn að aflétta trúnaði. Sama segir í ritstjórnargrein Morgunblaðsins á mið- vikudag en þar er rætt um „aðför“ og „atlögu“ gegn fjölmiðlum fyrir að sýna „eðlilegan áhuga á málum sem þegar hafa verið gerð opinber“ en þegar frétt mbl.is birtist hafði frásögn byggð á minnisblaðinu þegar komið á forsíðu Fréttablaðsins og í morgunfréttum Rík- isútvarpsins. www.eignaumsjon.is S. 585 4800, Suðurlandbraut 30. Aðalfundur framundan? Heildarlausn í rekstri húsfélaga. Heildarlausn í rekstri húsfélaga. Deilt um almenningssamgöngur Harðar umræður urðu um al-menningssamgöngur á fundi borgarstjórnar í vikunni, en sjálfstæðismenn lögðu til að samningur borgarinnar við ríkið um almenn- ingssamgöngur yrði endurskoðaður. Samkvæmt samningnum fær borgin um milljarð króna á ári, í tíu ár, til að bæta almenningssamgöngur, en stór- framkvæmdum slegið á frest á meðan. „Að mínu mati er þetta frábær samn- ingur, því með honum viðurkenndi ríkisvaldið að ekki ætti bara að styrkja eina tegund samgangna, heldur styðja líka og styrkja fjölbreyttari ferðamáta,“ segir Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Hann tók mikinn þátt í umræðum í borgarstjórn í vik- unni, þegar rædd var tillaga sjálfstæðis- manna um að endurskoða samninginn. Vill endurskoða milljarðasamning Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, mælti fyrir til- lögunni, en markmið hennar er að ráðist verði í stórframkvæmdir í sam- göngumálum „með umferðaröryggi og arðbærni að leiðarljósi“. Hjálmar Sveinsson segir að aukin umferð einkabílsins sé kostnaðarsöm og mengandi. „Það kostar minna að efla almenningssamgöngur, en fara í gríðarlega dýrar framkvæmdir við til dæmis mislæg gatnamót. Þess utan er kostnaður heimilis við rekstur á bíl um- talsverður. Það hefur verið reiknað út að bara reksturinn kosti yfir milljón á ári. Þannig að almenningssamgöngur eru arðbærar, fyrir utan lýðheilsu- sjónarmið og slíkt,“ segir Hjálmar. Óskynsamleg keppni Kjartan Magnússon vísar til þess í sam- tali við Reykjavík vikublað að kostn- aður vegna umferðarslysa nemi 25-30 milljörðum á ári. Hátt í helmingur slysa verði í borginni. „Sannað hefur verið að hægt er að fækka slysum verulega með öryggislausnum á fjölförnum gatna- mótum en allar slíkar lausnir flokkast undir stórframkvæmdir í samgöngu- málum,“ segir Kjartan. Hann telji það mikinn ábyrgðarhluta hjá meirihluta borgarstjórnar „að koma í veg fyrir slíkar framkvæmdir í Reykjavík í heil tíu ár“. Kjartan vísar einnig til þess að tugir milljarða muni renna til sam- gönguframkvæmda í öðrum kjör- dæmum landsins. Hann tekur fram að hann vilji ekki draga úr framlögum til almenningssamgangna, heldur bæta í framlögin til samgöngumála. Hjálmar Sveinsson segist undrast það ef menn vilja fara í einhverja keppni um hvaða sveitarfélag geti fengið mesta peninga frá ríkinu. Sveitarfélögin beri líka ábyrgð á að nýta fé af skynsemi. Í sínum huga nýtist peningar lang best með því að styrkja almenningssam- göngur og aðra ferðamáta, enda þótt einkabíllinn sé ríkjandi ferðamáti og verði það áfram. Betra að hægja á umferð „Það má vel vera að árekstrum gæti fækkað með fleiri mislægum gatna- mótum, en ég bendi á móti á að það er alrangt að hér sé einhver stórkost- leg hætta á ferð, eins og ætla mætti af sjálfstæðismönnum. Reykjavík er sennilega öruggasti staðurinn á landinu, þegar kemur að alvarlegum slysum. Það er til að mynda mjög sjaldgæft að ekið sé á gangandi veg- farendur, sem betur fer. Þetta hefur tekist með því að draga úr umferð- arhraða í borginni. Og það er einmitt málið. Leiðin til að auka öryggi í umferðinni er að hægja á henni og reyna að draga úr bílaumferð eins og kostur er, en ekki að búa til viðamikil umferðarmannvirki sem gera bílum kleift að aka viðstöðulaust á miklum hraða um alla borg. Það eru bílar á miklum hraða sem valda slysum en ekki fólk á hjóli, gangandi eða í strætó. Mér finnst það svolítið eins og öfug- mælavísa að vilja fækka slysum með því að fjölga mislægum gatnamótum,“ segir Hjálmar Sveinsson. Borgarstjórn samþykkti að vísa til- lögu sjálfstæðismanna til umfjöllunar í borgarráði. Fjölgun gegnum hverfisráð „Við í Dögun viljum að hverfis-ráðin hafi miklu meira hlut í ákvarðanatöku í hverfinu og að séu kosin í hverfunum,“ segir Þor- leifur Gunnlaugsson, oddviti Dögunar í viðtali við Reykjavík vikublað. Hann bendir á að lagaskylda sé til að fjölga fulltrúum í borgarstjórn en núverandi meirihluti hafi óskað eftir fresti á því. Dögun sé hins vegar opin fyrir að sú fjölgun komi fram í gegnum hverfis- ráðin. Sjá viðtal bls.14. Gjaldeyrishöft og flugvöllur „Þessi umræða um gjaldeyrishöftin snýst raunverulega um flugvöllinn. Þetta er ákveðin þrautalending fyrir krónueigendur. Það er þess vegna sem er svona mikill þrýstingur á að flugvöllurinn fari,“ segir Svein- björg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík í við- tali við Reykjavík vikublað. Hún segist ekki vilja veita fjárfestum svigrúm til að fjárfesta á flugvallarsvæðinu meðan gjaldeyrishöft séu í landinu. „Þeir geta fjárfest með mér í úthverfunum.“ Sjá viðtal bls. 6. Vill upplýsingar um uppsagnir Sóley Tómasdóttir, borgarfull-trúi Vinstri grænna hefur kallað eftir upplýsingum um uppsagnir starfsfólks borgarinnar á árunum 2010- 12. Hún lagði fram fyrirspurn um þetta á fundi borgarráðs í vikunni og vill að svarið verði sundurliðað eftir ári, sviði og kyni. „Það er brýnt að þessar upplýsingar verði aðgengilegar almenningi fyrir kosningar,“ segir Sóley. Hún segir að verið hafi verið að leikskólum, grunn- skólum og frístundaheimilum á kjör- tímabilinu. „Leiða má líkum að því að mun fleiri konum hafi verið sagt upp en körlum og að uppsagnir hafi bitnað mest á leikskólum borgarinnar.“ Sóley segir það vont, ef rétt reynist, að núverandi meirihluti hafi gengið hart fram í þessum efnum, auk þess megi spyrja um gagnsemi þess að segja þeim upp sem yfirleitt hafi lægst laun. Samkvæmt upplýsingum frá Strætó bs. fjölgaði farþegum um hátt í tvær milljónir á árunum 2010-13. Árið 2010 fóru ríflega 8 milljónir far- þega með strætó, en árið 2013 hafði þeim fjölgað í 9,8 milljónir. Auk þess kemur fram í upplýsingum frá Strætó að ferðum hafi einnig verið fjölgað. Mynd: Pressphotos.biz Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna.

x

Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.