Reykjavík


Reykjavík - 10.05.2014, Blaðsíða 11

Reykjavík - 10.05.2014, Blaðsíða 11
Útsöl ul ok f eldskeri EGGERT Skólavörðustíg 38 101 Reykjavík 10. maí 2014 11REYKJAVÍK VIKUBLA Ð matarsÍða svavars Svavar Halldórsson svavar@islenskurmatur.is Sælkerafiskbúð í Grafarvogi Fátt er betra á sólríkum sumardegi en að fá sér góðan fisk. Ekki er verra er hann er grillaður. Fiskur er reyndar góður alla daga, ekki síst fyrir heilsu líkama og sálar. Áður var þverskorna ofsoðna ýsan allsráðandi en nú eru breyttir tímar. Öld sælkerafiskbúðana er runnnin upp. Ein slík var opnuð fyrir nokkrum mánuðum í Grafarvogi. Sú heitir Hafið og á sér systur í Kópavogi. Í báðum er boðið upp á kynstrin öll af skemmtilegum fiskréttum og segja má að ferð í fiskbúðina sé orðin eins konar ævintýraferð fyrir bragðlaukanna. Æskuvinir í fisk-ævintýri Þetta byrjaði allt árið 2006 þegar tveir æskuvinir úr Hafnarfirðinum, þeir Eyjólfur Júlíus Pálsson og Halldór Heiðar Halldórsson, opnuðu fiskversl- unina Hafið í Hlíðasmára í Kópavogi. Sú búð varð fljótt mjög vinsæl og var fólk að leggja leið sína þangað víða af höfuðborgarsvæðinu. Eftirspurnin og sú staðreynd að engin fiskbúð var starf- andi í Grafarvoginum leiddi til þeirrar ákvörðunar að opna nýtt útibú undir merkjum Hafsins í Spönginni. Versl- unin opnaði í júní 2013 í samráði við Pál Fannar Pálsson, bróðir Eyjólfs sem hafði unnið hjá þeim félögum í Kópa- vogi í mörg ár. Yngra fólkið kaupir minni fisk Flestir viðskiptavinir búðarinnar í Grafarvoginum eru fjölskyldufólk, frá þrítugu og upp úr. „Stór hluti er þó fólk sem er komið yfir sextugt“ segir Pál Fannar „en það er sá hópur sem ólst upp við hvað mesta fiskneyslu.“ Í raun sé þetta mjög fjölbreytt flóra af fólki. „Það er líka ekki endilega þannig að ákveðin hópur kaupi ákveðna vöru heldur er það mjög persónubundið hvort fólk er að kaupa tilbúna fisk- rétti eða ferskan fisk.“ Þessi tilfinning Páls Fannars rímar ágætlega við þær neyslukannanir Matíst, en samkvæmt þeim borðar fólk undir þrítugu alltof lítinn fisk – að leikskólabörnum frá- töldum. Bæði hverfis- og sælkerabúð Páll Fannar segir að fólk geri sér oft ferð til þeirra úr nálægum hverfum borgarinnar eins og Grafarholti, Árbæ, Mosfellsbæ og Breiðholti. „Flestir sem versla hjá okkur eru þó Grafarvogs- búar sem skýrist að hluta til af því að Spöngin er ekki beint í alfaraleið. Því myndi ég segja að við værum hverfis- búð, erum búin að koma okkur vel fyrir hér og margir sem versla hjá okkur tala um mikilvægi þess að hafa fisk- búð í hverfinu.“ Vinnslan fyrir báðar fiskbúðir Hafsins er úti á Granda. Fiskurinn kemur því klár til sölu upp í Grafarvog. Tilbúnir fiskréttir eru þó búnir til á staðnum. Einfalt og gott „Margir eru að leita að nánast fyrir- hafnalausum máltíðum í amstri dags- ins og við höfum verið iðnir við að prófa okkur áfram þegar kemur að tilbúnum fiskréttum. Allt eru þetta okkar eigin uppskriftir og við höfum þróað margar þeirra í samráði við fagfólk í matreiðslugeiranum.“ Páll Fannar segir að ýsan sé enn vinsælust af ferska fiskinum. „Ferski fiskurinn er stór hluti af okkar sölu. Það skýrist ekki bara af því að fólk er vanafast, heldur einnig vaxandi áhuga á tegundum eins og löngu eða skötusel.“ Fólk er opið fyrir nýjungum Enda er það auðvitað þannig að margar af þessum tegundum sem fólk hefur farið að borða í auknu mæli síð- ustu ár eru dýrindis kræsingar. „Svo blómstrar líka Fusion eða bræðings matargerð, þar sem fólk og veitinga- hús fara ótroðnar slóðir í matargerð með framandi uppskriftum, þar sem fiskurinn er settur í alveg nýjan bún- ing.“ Páll Fannar segir líka að aukinn áhersla á heilbrigðan lífsstíl hafa sín áhrif. „Við höfum sett saman nokkra heilsurétti fyrir fólk sem vill sneiða hjá sem flestum óæskilegum aukaefnum. Stendur undir væntingum Ekki skemmir heldur fyrir að hægt er að kaupa bæði rófur og kartöflur, en líka bækur og stórsniðugar græjur til sushi-gerðar. Matarblaðamaður er svo heppinn að hafa fengið að smakka nokkra af tilbúnu réttunum hjá þeim í Hafinu. Hvort sem um er að ræða spænsk-skotinn saltfiskrétt, ýsu í fræ- hjúp eða fiski grillspjót, þá virðist hver einasti réttur hitta í mark. Þessi litla fiskbúð í Spönginni í Grafarvogi verð- skuldar svo sannarlega að vera kölluð falinn lítill demantur. „Svo blómstrar líka Fusion eða bræðingsmatargerð, þar sem fólk og veitingastaðir fara ótroðnar slóðir í matargerð,“ segir Páll Fannar Pálsson.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.