Reykjavík


Reykjavík - 31.05.2014, Blaðsíða 2

Reykjavík - 31.05.2014, Blaðsíða 2
10 félagslegar íbúðir á 4 árum Félagsbústaðir bættu við sig 10 félagslegum íbúðum frá árinu 2010 og til loka árs 2013. Þetta má lesa úr skýrslum stjórnar Félags- bústaða. Árið 2010 voru keyptar 11 íbúðir en jafn margar voru seldar. Árið eftir voru keyptar 4 almennar íbúðir en 12 seldar. Árið 2012 voru 29 íbúðir keyptar en 21 seld og í fyrra voru 14 íbúðir keyptar en 4 seldar. Íbúðum Félagsbústaða hefur þannig fjölgað um 10 á þessum þremur árum. Á þessum tíma voru málefni fatl- aðra færð frá ríki til sveitarfélaga. Samfara því voru á árinu keyptar 66 íbúðir af Fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga í 19 sambýlum. „Almennar leiguíbúðir í eigu Fé- lagsbústaða í árslok 2013 svara til 15 íbúða á hverja 1000 íbúa í Reykjavík sem haldist hefur óbreytt undanfarin ár,“ segir í skýrslu stjórnar Félags- bústsaða fyrir síðasta ár. Í skýrslu fyrir árið 2010 sagði að íbúðaeign Félagsbú- staða hefði svarað til 18 íbúða á hverja 1000 íbúa í lok þess árs. 2 31. maí 2014REYKJAVÍK VIKUBLA Ð Segir kennara selja réttindi „Ég þykist vita að þessi svokall-aða 32% hækkun launa grunn-skólakennara sé alls ekki 32% hækkun á greiðslum sveitarfélaganna vegna launa kennara,“ segir Unnur Kristjánsdóttir, grunnskólakennari, sem fjallar um nýjan kjarasamning grunnskólakennara í ítarlegri grein hér í blaðinu. Atkvæðagreiðsla um samninginn hefur staðið undanfarna daga, en niðurstöður hennar höfðu ekki verið birtar þegar blaðið fór í prentun. Unnur, sem sat í samninganefnd grunnskólakennara um árabil, segir meðal annars að samanburður við samning framhaldsskólakennara sé óhagsstæður grunnskólakennurum. „M. a. vegna þess að við seljum aldurs- afsláttinn, tökum afleysingar og gæslu inn án þess að fá greiðslu fyrir sem þeir þurfa ekki að gera. Þeir gáfu eftir fimm prófadaga sem væntanlega verða kenndir framvegis. Störf og menntun þessara kvennarastétta eru sambærileg í dag. Í nýja samningum eru sömu menntunarákvæði og í þeim sem nú gildir. Ég hefði viljað sjá að kennararnir sem nú eru að útskrifast með meistara- gráðu fengju betri launatilboð og menntuninni sýnt almennt meiri virðing. „ Sjá bls.6. Andstæðingar hjálpa Framsóknarflokknum Samfylkingin hefur mælst með yfirburðarfylgi í Reykjavík í síðustu skoðanakönnunum sem birtar hafa verið. Þá hefur fylgi við Framsóknarflokkinn stóraukist á ör- fáum dögum, en lítillega hefur dregið úr fylgi við Vinstri græn og Pírata. „Varla er hægt að skýra þetta með öðru en að verið sé að gefa fráfarandi meirihluta einkunn með þessu og lík- lega Degi B fyrir farsælt samstarf við Jón Gnarr,“ segir Grétar Þór Eyþórs- son, prófessor í stjórnmálafræði, um fylgi við Samfylkinguna. Hann hefur tekið saman þrjár nýj- ustu skoðanakannanir í Reykjavík; kannanir MMR, Fréttablaðsins og Félagsvísindastofnunar sem birtist í Morgunblaðinu. Vegið meðaltal sýnir að Samfylkingin er komin yfir 35 prósenta fylgi en Björt Framtíð hefur verið á mikilli niðurleið miðað við kosningu Besta flokksins og Sjálf- stæðisflokkurinn stórtapar frá síðustu kosningum, miðað við kannanir. Ekki eru síðri tíðindi í því að fylgi við Fram- sóknarflokkinn hefur tekið stökk upp á við á örfáum dögum. „Líkast til er fólk sem er andsnúið Moskunni að gefa sig meira upp á Framsóknarflokkinn en áður. En svo má ekki gleyma að flokkurinn hefur verið í sviðsljósinu frá því í byrjun apríl þegar til stóð að Guðni Ágústsson færi fram. Það út af fyrir sig getur hafa hjálpað flokknum. Andstæðingar hans hafa margir hverjir farið hamförum í gagnrýni og hneykslan og þannig haldið honum inni í umræðunni allan þennan tíma. Merkilegt að svona lítill flokkur hafi fengið alla þessa athygli, en líklega skýrist það þó eitthvað af því að flokkurinn fer með forystu í ríkisstjórninni,“ segir Grétar Þór. Tókst ekki hjá Reykjavík „Það voru viðræður og við vorum að sjá hvort eitthvað væri hægt að gera, en það gekk ekki fyrir skóla- árið sem byrjar í haust,“ segir Björn Blöndal, aðstoðarmaður borgar- stjóra og oddviti Bjartrar framtíðar, um húsnæðismál nýs einkaskóla sem hugmyndir hafa verið um að yrði með kennslu á grunnskólastigi frá næsta hausti. Grein var frá því í síðasta tölublaði að í mars síðast liðnum var stofnuð sjálfseignarstofnunin Reykjavík International School ses. Níu konur standa að félaginu og hafa sótt um leyfi fyrir skólann til menntamála- ráðuneytisins. Skólann á að fjár- magna með skólagjöldum meðal annars, auk opinberra framlaga, og verði hagnaður af rekstrinum, á hann að renna í að styrkja skóla- starfið. Hugmyndin er að skólinn verði fyrir alþjóðlega nemendur, en einkarekinn alþjóðaskóli er einnig í Garðabæ. Heimildir blaðsins herma að úr húsnæðismálum skólans kynni að leysast í samstarfi við Landakots- skóla. Sölvi Sveinsson, skólastjóri, vildi ekki ræða málið þegar Reykja- vík vikublað leitaði eftir því. Kaffistofur Háskólans í fortíðinni „Þetta er hluti af fortíðinni sem greinilega er þarna ennþá hjá þessari virtu stofnun,“ segir Harpa Ólafsdóttir, forstöðumaður kjaramála- sviðs Eflingar. Reykjavík vikublað greindi frá því að konum sem starfa við kaffistofur Háskóla Íslands er iðulega sagt upp störfum á vorin, en þær ráðnar aftur að hausti. Félagsstofnun stúdenta rekur sex kaffistofur á háskólasvæðinu. Fimm þeirra er lokað yfir sumarmánuðina. Félagsstofnun stúdenta sagði blaðinu að þetta væru rekstrarforsendurnar, að hafa kaffistofurnar aðeins opnar níu mánuði á ári, og að konurnar væru ráðnar upp á þessi býtti. Þetta hefði tíðkast árum og áratugum saman. „Þetta er alveg horfið úr grunnskól- anum, þar sem þetta var með þessum hætti,“ segir Harpa Ólafsdóttir, en starfsfólk grunnskóla í sambærilegum störfum fór gjarnan á atvinnuleysis- bætur, að hluta, yfir sumarið hér áður fyrr. „Nú getur fólk verið með ráðn- ingarsamning allt árið. Það var barátta að breyta þessu, en lenging skólaársins hefur hjálpað til.“ Hún segir að öðru leyti að málið í Háskólanum hafi ekki komið inn á borð til Eflingar og hún geti því ekki haft skoðun má málinu. „En það kemur mér á óvart að þetta sé með þessu móti.“ Ljóðskreytt myndlist á Kjarvalsstöðum Tvær sýningar með verkum í eigu Listasafns Reykjavíkur verða opn- aðar í dag klukkan 16 á Kjarvalsstöðum, Reykjavík, bær, bygging og Hliðstæður. Á sýningunni Reykjavík, bær, bygging má sjá hvernig borgin kom íslenskum listmálurum fyrir sjónir á hundrað og tveggja ára tímabili, allt frá 1891 til 1993. Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO hefur valið Reykjavíkurljóð eftir 10 skáld frá árunum 1931-2013 til að ljóðskreyta sýninguna. Þetta er fyrsta samstarfverkefni Listasafns Reykja- víkur og Reykjavíkur Bókmenntaborgar UNESCO á þessu sviði. Verkin á sýningunni Hliðstæðum spanna 73 ára tímabil en þar er verkum ólíkra listamanna spilað saman, tveimur eða þremur í senn, til að draga fram líkindi þeirra á milli. Í flestum tilfellum eiga listamennirnir fátt sameiginlegt, eru af ólíkum tíma, innblásnir af ólíkum hugmyndum og stefnum, en samt sem áður kvistar af sama meiði, segir í til- kynningu frá Listasafni Reykjavíkur. „merkilegt að svona lítill flokkur hafi fengið alla þessa athygli,“ segir Grétar Þór Eyþórsson prófessor. Vegið meðaltal þriggja kannana úr vikunni fyrir kjördag sýnir mikið fylgi við Samfylkinguna, um 20 prósenta stuðning við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð. Píratar mælast með 7,3 prósent, VG 6,2, Framsóknarflokkur með 7,7, Dögun 1,4 og alþýðufylkingin með 0,3 prósent. Mynd: Grétar Þór. Dottandi, berrössuð og bakvið rimla Íslenskir stjórnmálamenn eru sýndir í öðru ljósi á sýningu í Tjarnarbíói sem ber heitið Á nærfötunum: Hin hliðin á íslenskum stjórnmálum. Sýningin, sem hangir uppi í kaffisal hússins, er fyrsta einkasýning Ásgeirs Ásgeirssonar, fréttaljósmyndara sem þekktur er undir heitinu Geirix. Á sýningunni má sjá áður óbirtar myndir sem og fræga mynd af þeim Steingrími J. Sigfússyni, þingmanni VG og Bjarna Benediktssyni, fjármálaráð- herra, í sjómanni. Myndin sem tekin var í kringum stjórnarskipti í fyrra er í einkaeigu en Geirix lét myndina af hendi rakna á sínum tíma til styrktar fjölskyldu Ingólfs Júlíussonar, frétta- ljósmyndara heitnum. Þá má á sýningunni sjá gegnsæis stefnu Pírata berum augum en meðal verka er mynd af fimm efstu fulltrúum Pírata í Reykjavík á bossunum einum saman. Kaffisala Tjarnarbíó er opin frá hádegi til ellefu á kvöldin alla daga. Harpa Ólafsdóttir. Óskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með sjómannadaginn Ögurvík býður sjómönnum, starfsmönnum sínum, sem og öllum landsmönnum, gleðilegt ár.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.