Reykjavík - 31.05.2014, Blaðsíða 4
4 31. maí 2014REYKJAVÍK VIKUBLA
Ð
Til valda á vængjum
þröngsýni og andúðar
Niðurstöður nýafstaðinna kosninga til Evrópuþings-ins valda víða áhyggjum.
Þjóðernisöfgamenn stormuðu fram
og eru nú stærstu fulltrúar Frakk-
lands, Danmerkur og Bretlands á
Evrópuþinginu. Svipuð öfl styrktust
í Grikklandi og Svíþjóð. Sumir gera
lítið úr og segja kjósendur bara vera
að senda getulausum og ólýðræðis-
legum stjórnvöldum fingurinn. Það
er töluverð einföldun. Úrslitin eru í
takt við þróunina sem hefur orðið í
ríkjum Evrópu, innan og utan ESB,
undanfarin ár. Þróunar sem einnig
hefur orðið vart hér á Íslandi – eins
og dæmin úr baráttunni fyrir borgar-
stjórnarkosningarnar sýna.
Við megum ekki afskrifa úrslitin
sem tilviljanakenndan sigur einstakra
„rugludalla“ – eins og svo oft er gert.
Vissulega eru hófsamari stjórnmála-
flokkar enn við völd. En gleymum
ekki að það má auðveldlega sveigja
vel meinandi fólk inn á hættulegar
brautir - sé þrýstingurinn nógu mik-
ill. Það þekkjum við úr sögunni. Og
við þær aðstæður eru mannréttindi
minnihlutahópa fyrst til að fjúka.
En hvað er svona uggvænlegt?
Jú, flokkarnir sem nú storma fram
undir merkjum frelsis og lýðræðis eru
í raun engir aðdáendur frelsis og lýð-
ræðis – hvað þá mannréttinda. Þvert
á móti. Þeir dulbúa sig sem vini „litla
mannsins“ en beina einatt spjótum
sínum að veikari hópum samfélagsins.
Innflytjendum. Múslímum. Hinsegin
fólki. Umræðan er einfölduð og fólki
hrúgað saman í einn hóp sem gerður
er að sameiginlegum óvini „okkar“
hinna. „Þau“ gegn „okkur“. Allt eftir
því hvað hentar. Svo er flogið til valda
á vængjum þröngsýni og andúðar.
Ein af þversögnunum í orðræðu
þessara afla varðar hinsegin fólk.
Á meðan barið er á okkur með
annarri hendi er reynt að lokka
okkur að málstaðnum með því að
veifa „múslímaógninni“ í hinni. Að
svokölluð „íslamvæðing“ samfélags-
ins muni ræna hinsegin fólk öllum
réttindum. Þannig taka þeir réttinda-
baráttu okkar í gíslingu og beita með
óþolandi hætti gegn öðrum minni-
hlutahópum. Og margir láta glepjast.
Meira að segja á landinu bláa. Það er
á ábyrgð okkar allra að standa upp og
mótmæla málflutningi af þessu tagi.
Við vitum nefnilega aldrei hvenær
spjótunum verður beint að okkur
sjálfum.
Nei, þessi grein er ekki um Framsóknarflokkinn og kosningabaráttu hans, eða furðulegan útúrsnúning forsætisráðherrans í þeim málum, sem er hvorki honum né okkur sem þjóð til nokkurs sóma.
Enda þótt nú sé kosið í Reykjavík og freistandi væri að fjalla um góð kosn-
ingamál, líkt og gjaldfrjálsan leikskóla eða áherslur í húsnæðismálum, þá
langar mig að vekja máls á alvarlegri þróun.
Í vikunni bárust þær fréttir að eigandi Ísfélags Vestmannaeyja, Guðbjörg
Matthíasdóttir, hefði keypt heildsölufyrirtækið Íslensk-ameríska. Guðbjörg á í
gegnum félög sín stóran hlut í útgáfufélagi Morgunblaðsins og Lýsi, svo dæmi
séu tekin. Hún á útgerð og útflutningsfyrirtæki, og eitt stærsta innflutnings-
fyrirtæki landsins; sem jafnframt rekur stærsta bakarí landsins, Mylluna, auk
þess að eiga drjúgan hlut í útbreiddum og áhrifamiklum fjölmiðli.
Þetta er ekki eina dæmið um stórkostleg áhrif útgerðarmanna í ýmsum
óskyldum fyrirtækjarekstri hérlendis. Nefna má umsvif Kaupfélags Skag-
firðinga. Félagið á eina stærstu útgerð landsins, FISK Seafood, og annars
bróðurpartinn af öllum rekstri og þjónustu í sínum landsfjórðungi.
Þá á kaupfélagið ásamt með Samherja olíufélagið Olís. Og Olís er ekki bara
einhver bensínstöð. Olís er líka eitt helsta innflutningsfyrirtæki landsins.
Félagið á Hátækni, Ísmar, Ellingsen og áfram mætti telja. Auk þessa eiga bæði
félög hlut í útgáfufélagi Morgunblaðsins enda þótt eigendur Samherja eigi
Moggan raunar í gegnum önnur félög. Annars eru umsvif Samherja langt í
frá upptalin, svo því sé haldið til haga, fyrir utan margvísleg umsvif annarra
auðmanna, hvort sem þeir tengjast útgerð eður ei.
En hvað eru þetta annað en alvarleg merki um hringamyndun?
Það er ekki nóg að aðeins örfáir aðilar séu ráðandi um megnið af kvótanum
sem úthlutað er á Íslandsmiðum. Þessir fáu nýta þau forréttindi til þess að
kaupa upp annað atvinnulíf, og með dyggum stuðningi ríkisstjórnar Sjálfstæð-
isflokksins og Framsóknarflokksins; sem gerir þeim kleift að lækka veiðigjöld
með óskyldum fjárfestingum.
Nú er beðið eftir Samkeppniseftirlitinu hvað varðar kaup Guðbjargar á Íslensk-
ameríska. En fyrst samkeppnislög virðast heimila Samherja og kaupfélaginu að
eiga saman Olís, þá er tæplega við öðru að búast en að þetta gangi líka í gegn.
Það er sterk vísbending um að eitt mikilvægasta verkefni Alþingis sé að laga
samkeppnislöggjöfina. Eða er það vilji þingmanna og ríkisstjórnar að örfáir
eigendur Morgunblaðsins eigi líka að eiga allt Ísland?
Bæta við málsgrein: Þeir hljóta að nýta sumarið vel til að leggjast yfir þessi mál.
Ingimar Karl Helgason
Leiðari
Óveðursský –
taka tvö
Reykjavík vikublað
20. Tbl. 5. áRganguR 2014
Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466,
netfang: amundi@fotspor.is. framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang:
as@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími
578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is, Veffang: fotspor.is, Ritstjóri: Ingimar Karl Helgason, sími:
659-3442 netfang: ingimarkarlhelgason@gmail.com, Blaðamaður: Atli Þór Fanndal. Netfang: atli@
thorfanndal.com. Menningarblaðamaður: Hildur Björgvinsdóttir. Netfang: hildurbjorgvins@gmail.com.
Matarblaðamaður: Svavar Halldórsson. Sími. 869-4940. Netfang. svavar@islenskurmatur.is,
Umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 50.000 eintök. dreifing:
Fríblaðinu er dreiFt í 50.000 e intökum
í allar íbúðir í reykjavík.
UMHVERFISVOTTUÐ PRENTUN
Partý á
Matvælastofnun
Landbúnaðarráðherrann sagði í vik-
unni að ekki væri ástæða til að virða
landslög þegar ólöglegar geldingar
á grísum væru annars vegar. Nú er
sumsé ekki hægt að fara að lögum
vegna Matvælastofnunar. Enda þótt
þetta sé skuggalegt viðhorf sem
hlýtur að valda áhyggjum á Al-
þingi og víðar, þá má vera að menn
gleðjist hjá Matvælastofnun. Það var
nefnilega svo í vetur að ráð-
herrann mátti ekki til
þess hugsa að bíða eftir
stofnuninni og leyfði,
þvert á álit hennar, sölu
á bjór sem ekki
var til mann-
eldis.
Þú fékkst reikning
Ríkisútvarpið greindi frá því – án
þess að nokkur tæki eftir – að því er
virðist, að útgerðin Vísir í Grindavík
ætlaði að snuða starfsfólk sitt um
laun í uppsagnarfresti. Fyrirtækið
setti starfsmenn sína á Húsavík,
þar sem starfsstöð verður lokað, á
atvinnuleysisbætur. Tvennt vekur
athygli. Annars vegar að bæturnar
eru lægri en launin, og hins vegar að
fyrirtækið sendi almenningi reikn-
inginn. Ráðamenn þegja þunnu
hljóði.
Arður
„Við viljum að
hann skili sem
mestum arði,“
segir Kolbeinn
Árnason fram-
kvæmdastjóri
LÍÚ, um sjáv-
arútveginn í
fréttum vikunnar. Ummælin eru
lýsandi. Sjávarútvegur hefur skilað
örfáaum eigendum stærstu fyrir-
tækja 200 milljarða króna hreinum
arði á fáum árum.
Verksmiðja
á mann
Það virðist vera orðin regla fyrir
hverjar kosningar að þá hrannast
upp verksmiðjur, sérstaklega suður
með sjó. Eftir að útséð var um að
Bandaríkjaher yrði hér áfram, hefur
fjöldinn allur af ýmiss konar verk-
smiðjum og verkefnum verið boð-
aður, allt frá því í aðdraganda sveit-
arstjórnakosninganna 2006. Nefna
má stálpípuverksmiðju, álverið í
Helguvík, kísilverksmiðjur, túrista-
sjúkrahús, formula 1 kappaksturs-
braut og áfram mætti telja. Hálauna-
störfum verið verið lofað á íslensku
og pólsku og hundruðum starfa á
framkvæmdatíma. Það yrði fróð-
legt ef Árni Sigfússon tæki nú saman
allar vinnustundirnar
við allar þessar
verksmiðjur allar
frá 2006. Kæmi
ekki á óvart þótt
þær væru flestar hjá
honum sjálfum,
framan við
myndavélar.
Í fréttumUmmæli með erindi:
„Það er næsta eptirtektarvert, hversu
karlmenn halda öllu frelsi kvenna
og rjettindum í helgreipum, og það
virðist, sem þeir álíti það mikilvæg
einkar-jettindi, helguð af fornri venju,
að vera allt gagnvart þeim, en að þær
megi ekkert vera. Að þetta sje rjett og
eðlilegt þykjast þeir sanna með þeim
ritningargreinum, að konan sje ekki
nema eitt „rif úr
síðu mannsins“, og
eigi því aldrei að
verða tiltölulega
meira, og að „mað-
urinn sje konunnar höfuð“. Síðara hluta
þessarar margendurteknu setningar
sleppa þeir.“
- Bríet Bjarnhéðinsdóttir, 1885.
Höfund ur er
Hilmar Magnússon, formaður
Samtakanna ‘78
VI
KU
BL
AÐREYKJAVÍK Auglýsingasíminn er 578 1190
Ópólitík
Gunnar Einarsson bæjarstjóri í
Garðabæ og oddviti á lista Sjálfstæð-
isflokksins í bænum, skammast út í
blaðamann Fréttablaðsins í grein í
blaðinu í vikunni. Blaðamaðurinn
hafi unnið fyrir Samfylkinguna á
Akureyri fyrir mörgum árum og nú
ráðist hann á Sjálfstæðisflokkinn í
Garðabæ. Fréttablaðið, sem stýrt er af
rótgrónum sjálfstæðismanni, fjallaði
um tugmilljóna króna samninga bæj-
arins við þekkta sjálfstæðiskonu sem
gerðir voru án útboðs. Sjálfur hefur
Gunnar sagst
hafa verið
„ópólitískur“
og gegnt ýmsum
trúnaðarstörfum
fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn.
Endurmenntun
Líf Magneudóttir frambjóðandi
Vinstri grænna fékk óvænt símtal frá
Samfylkingunni í vikunni þar sem
henni var boðin fræðsla um stefnu
flokksins í menntamálum. Líklega
hefur sá sem hringdi
ekki vitað að Líf hefur
setið í menntaráði
Reykjavíkurborgar
undanfarin ár og
þekkir sjálfsagt
ágætlega til
áherslna Sam-
f y l k i n g a r -
innar.
Leiguliðar
Margir hafa spurt sig um siðferði
Framsóknarflokksins í aðdraganda
sveitarstjórnarkosninganna. Minna
hefur farið fyrir umfjöllun um út-
varpsauglýsingar flokksins. Þar
hefur millifærsla úr ríkissjóði til hluta
heimila verið auglýst og fólki sagt að
kjósa flokkinn í sveitarstjórnarkosn-
ingunum. Spyrja má hvað Ómar
Stefánsson úr Kópavogi, eini bæjar-
fulltrúi flokksins á höfuðborgarsvæð-
inu, hafi haft með þessar aðgerðir að
gera? Annars er stór
hluti af húsnæð-
isvanda höfuð-
borgarinnar út af
ónýtum leigumark-
aði. Millifærslan til
eignafólks kemur
því fólki
tæplega til
góða.
Í takt við tímann
Nostalgían tekur á sig ýmsar myndir.
Þannig var á uppstigningardag
haldin miklil hátíð á Ásbrú – gömlu
herstöðinni við Keflavíkurflugvöll
– svokallað Karnival. Þarna var
meðal annars keppt í „pie“ bakstri
og „chili“ eldamennsku. En þar voru
líka legátar frá gamla bandaríska set-
uliðinu. Rúsínan var svona: „Einnig
munu þeir fljúga yfir á F-15 orrustu-
þotum sínum yfir karnivalið með
tilheyrandi drunum og látum, alveg
eins og í gamla daga.“
héðan og þaðan …