Reykjavík


Reykjavík - 31.05.2014, Blaðsíða 6

Reykjavík - 31.05.2014, Blaðsíða 6
Gufunesi · 112 Reykjavík · Sími 559 2200 · efnamottakan.is Ertu að taka til í … … garðinum … geymslunni Komdu spilliefnunum og raftækjunum á söfnunarstöðina næst þér … … við sjáum um framhaldið! 6 31. maí 2014REYKJAVÍK VIKUBLA Ð Gallar og kostir kjarasamnings grunnskólakennara Eftir Unni G. Kristjánsdóttur, grunnskólakennara og fyrrum samninganefndarmanns Ég sagði nei við kjarasamningi grunnskólakennara!Kostir samningsins er að laun kennara hækka um allt að 32% og að sumu leyti er samningurinn einfaldari en sá sem enn gildir. Ég tel einnig gott að umsjónarkennsla er hærra metin í samningnum, verkstjórn skólastjóra verður skýrari og faglegt samtal ætti að vera meira. Kennsluafsláttur seldur Gallarnir er að kennsluafsláttur er „seldur“ og t. d. fyrir mig með kennslu- skyldu á næsta ári upp á 19 tíma þýðir þetta að kenna 7-9 tímum meira á viku en ella. Launin mín hækka um 40 þúsund og þannig sel ég kennsluafslátt minn á 1000 krónur á tímann. Gert er ráð fyrir að kennarar taki bekki í tog þ. e. leysi „hinn“ kennar- ann af í allt að 7 kest. á mánuði. Ergo, kennarar gætu lent í að vera með 40-50 nemendur í hópi, þetta raskar kennsluáætlunum og er í alla staði mjög ófaglegt. Núna eru það aðallega verkgreinakennarar sem taka „hinn“ nemendahópinn í tog og fá greidda 1/ 2 kennslustund fyrir og hefur það fyrirkomulag verið lítið umdeilt. Gæslan Í nýja samningnum kemur fram að meðal þeirra starfa sem skólastjóri getur falið kennara að viðhöfðu sam- ráði, er gæsla. Síðan 2001 hafa kennarar ekki gæsluskyldu en kennara hafa fengið gæslu greidda með yfirvinnu- kaupi. Þó gæslan sé ekkert stórmál fyrir mig, þá er hún ekki hluti af því sem kennarar mennta sig til í háskóla í dag í 5 ár og einkennilegt að yfirmenn skólamála telji það mikilvægt að ráð- stafa vinnutíma kennara í slík verkefni. Kostnaður sveitarfélaga Ég þykist vita að þessi svokallaða 32% hækkun launa grunnskólakennara sé alls ekki 32% hækkun á greiðslum sveitarfélaganna v/ launa kennara. Hvernig getur það verið? Jú, núna hafa allir kennarar sem ekki hafa kennslu- afslátt 2 tíma á viku í yfirvinnu. Þessi yfirvinna leggst af, peningar sparast v/ afleysinga og kennslustundamagnið eykst við að kennsluafslátturinn fer út. Ég áætla að kostnaðaraukinn verði á bilinu 12-15% sem þýðir að erum við að borga sjálf eigin launahækkun að meira en háflu leyti. Faglegt sjálfstæði Einnig les ég út úr samningnum aukin yfirráð stjórnenda yfir vinnatíma kennara. Það þarf ekki að vera slæmt og vel get ég unnt góðum skólastjóra að hafa hönd í bagga með ýmsum ver- kefnum okkar. Margir kennarar þurfa í dag að vinna ýmis aukastörf sem þó skv. núverandi samningi að vera „fag- leg“ þ. e. námsefnisgerð, handleiðsla nýrra kennara og fleira. Hin hliðin er að allar stéttir háskólamenntaðs fólks eru sérmenntaðar og núna útskrifast grunnskólakennarar með meistara- gráðu. Það er sameiginlegur skilningur háskólamanna að faglegt sjálfstæði sé grundvallaratriði í starfi. Ofangreint skýtur því skökku við faglegum metn- aði og sjálfsmynd. Undarlegar sögur Meðal þess sem mér líkar illa í um- ræðunni um hinn nýja kjarasamning eru þau stéttarsystkyni mín sem trúa að ef við gefum ekki sjálf eftir kennslu- afsláttinn sem er nú við 55 og 60 ára aldur, verði hann tekinn af okkur með lögum (eða af ESB!). Af hverju það ætti að gerast gagnvart grunnskóla- kennurum en ekki t. d. framhaldsskóla- né háskólakennurum er mér hulin ráðgáta. Undarlegar sögur og áróður Samanburður við samning fram- haldsskólakennara er mjög óhagstæður okkur grunnskólakennurum m. a. vegna þess að við seljum aldursafslátt- inn, tökum afleysingar og gæslu inn án þess að fá greiðslu fyrir sem þeir þurfa ekki að gera. Þeir gáfu eftir fimm prófa- daga sem væntanlega verða kenndir framvegis. Störf og menntun þessara kvennarastétta eru sambærileg í dag. Menntastéttin Í nýja samningum eru sömu menntun- arákvæði og í þeim sem nú gildir. Ég hefði viljað sjá að kennararnir sem nú eru að útskrifast með meistaragráðu fengju betri launatilboð og menntun- inni sýnt almennt meiri virðing - við erum menntunnarstéttin og menntun er okkar mál. Réttindi seld 2001 Ég starfaði í samninganefnd FG um árabil og tók þátt í gerð þriggja kjara- samninga. Ég hafði ánægju af þessu stússi en það var líka mjög erfitt. Ég er ein þeirra sem sat í Karphúsinu í verk- fallinu 2004 og átti drjúgan þátt í að þá var samið í stað þess að undirgangast lagasetningu. Ég var líka með í 2001 samningnum þegar skólaárið var lengt og fleiri réttindi seld. Síðast tók ég þátt 2007 í samningi sem miklar vonir voru bundnar við. Enginn þessara samninga leiðréttu launa grunnskólakennara í raun. Afgreiðsluferli samningsins tel ég einnig vera gallað, fyrst samþykkjum við eða synjum launahækkunum í byrjun tímabilsins og hvort við viljum breyta kennsluskyldu grunnskóla- kennara til framtíðar. Síðan ákveðum við hvert og eitt hvort við viljum „selja“ kennsluafsláttin eða vera á lægri launum með minni kennsluskyldu og síðan á að búa til svokallað vinnu- mat. Selja áður en við vitum innihald vinnunnar er ekki rökrétt. Togstreita Almennt tel ég samninginn ekki stuðla að bættri skólaþróun þar sem vinnuá- lag mun aukast og sérþekkingu meðal kennara er ekki gert hærra undir höfði en áður. Þá hefur þegar skapast tog- streita milli kennarahópa, yngri gegn eldri og sérgreinakennurum finnst þeir sitja eftir. Ofangreint rek ég því það sem mér finnst verst við núverandi samning er að sumir sem harðast gagnrýndu mig og mína samferðamenn í samn- inganefndunum eru þeir sömu og núna sátu við samningaborðið. Samningana 2001 fann t. d. núverandi formaður FG (og fleiri í samninganefnd) allt til foráttu því þar væru réttindi seld en stendur núna fyrir samningum þar sem mikið meira er „selt“ og á lægra verði en nokkru sinni áður. Mér misbýður slíkur tvískinnungur. Mér finnst skylda mín að segja þetta svona og að þora að vera heiðar- leg gagnvart þeim mörgu sem enginn sagði takk við og jafnvel fóru illa út úr störfum sínum í forystu séttarfélagsins okkar grunnskólakennaranna. KjaramáL Ólafur Loftsson formaður Félags grunnskólakennara lýsti því að samningaviðræður hefðu ekki verið auðveldar, enda lögðu kennarar niður störf til að fylgja kröfum sínum eftir. Hann sést hér á fundi hjá sáttasemjara ásamt Rósu Ingvarsdóttur, formanni Kennarafélags Reykjavíkur. Þrátt fyrir það hafa viðbrögð við samningnum verið misjöfn í hópi grunnskólakennara. „mér misbýður svona tvískinnungur,“ segir Unnur G. Kristjánsdóttir.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.