Reykjavík


Reykjavík - 31.05.2014, Blaðsíða 11

Reykjavík - 31.05.2014, Blaðsíða 11
Tómatasósa með engifer frá Helgu Mogensen 1 dós sýrður rjómi Hræra saman við 60 ml tómatasósa Ásamt ½ tsk salt og 2 tsk engifer safi Saxa smá myntublöð saman við og skreyta Tómatar eru hollir og góðir. Myndir: Svavar Halldórsson og Hari. Bleika ídýfan klikkar ekki yfir kosn- ingasjónvarpinu. 31. maí 2014 11REYKJAVÍK VIKUBLA Ð matarsÍða svavars Svavar Halldórsson svavar@islenskurmatur.is Veljum rétt um kosningahelgi Kosningar eru rétt eins og evrópska söngvakeppnin og áramótaskaupið fullgild ástæða til að setjast niður við sjónvarpið og eiga góða kvöldstund með tilheyrandi áti . . . og stundum drykkju. Nú um helgina fylgjast lands- menn spenntir með úrslitum sveitastjórnarkosninga, raða í sig snakki, ostum og ídýfum undir fróðleik og tölum frá Ólafi Þ. Harðarsyni, Rakel Þorbergsdóttur og Boga Ágústsyni. Sjónvarpsdagskráin er svo krydduð sorg og gleði frambjóðenda. Okkar er valið . . . Oft lofa frambjóðendur meiru en þeir geta staðið við og okkur líður ekkert sérstaklega vel eftir að hafa kosið þá. Hið sama á líka við um mat. Sumt er með afbrigðum girnilegt eða í aðlað- andi umbúðum, en gerir okkur ekk- ert gott. Stundum lokar maður samt bara fyrir skynsemina og lætur vaða – fellur fyrir sætindum eða lýðskrumi. En okkar er auðvitað valið. Sumir finna fyrir einhvers konar ónotatilfinningu inni í kjörklefanum, nú eða þegar þeir belgja sig út af óhollustu á kosninga- nóttu. . . . að falla ekki í freistni . . . Auðvitað vitum við innst inni að óholl- ustan er ekki góð fyrir okkur, frekar en lýðskrumarinn er góður fyrir sam- félagið. En við veljum stundum fram- boð og lista á sama hátt og snarlið fyrir kosninganóttina – stundum út frá skynsemi en stundum ekki. Matar- blaðamaður ætlar sér ekki þá goðgá að ráðleggja fólki hvað það á að kjósa. Hins vegar er hann með nokkrar ábendingar varðandi matinn. . . . og velja íslenskt og hollt . . . Við erum þó svo heppin að geta valið úr fjölda frambærilegra frambjóðenda og hið sama á við um kosningasnarlið. Óhollusta er í lagi endrum og eins, því óhollur biti fylgir okkur ekki í fjögur heil ár eins og óheppilegur borgar- fulltrúi. En allt er auðvitað best í hófi. Matarblaðamaður mælir með íslensku snakki, kexi og ostum á kosninganótt . . . og svo auðvitað íslensku grænmeti. Svo má alveg sérstaklega mæla með glænýrri íslenskri tómatsósu sem er frábær grunnur í sósur og ídýfur . . . . til að leggja grunninn . . . Tómatar eru meinhollir – um það eru engin áhöld. Stór hluti af þeirri hollustu skilar sér í tómatsósunni. Finnskir vís- indamenn við Oulo háskóla mæltu með því fyrir fáeinum árum að krökkum sé gefin tómatsósa út á nánast allan mat. En það má reyndar ekki vera hvaða tómatsósa sem er. Hún má ekki vera ein af þessum rauðu sykurleðju e-efna sírópum sem sumir framleiðendur kalla tómatsósu. Hún þarf að vera af hollari gerðinni . . . . að vellíðan líkama og sálar . . . Þannig er nýja íslenska tómatsósan sem framleidd er úr hollum og hreinum ís- lenskum tómmötum. Matgæðingurinn Helga Mogensen lagði dótturfyrirtæki Sölufélagsins lið og útkoman er glæný vörulína af frábærum tómatvörum. Löng hefð er fyrir því að nota tómatsósu sem ídýfu-grunn og klárt mál að nokkur hluti af þeim fjörtíu milljón tonnum sem jarðarbúar neyta árlega af þessari töfrum gæddu sósu fer í ídýfur. . . . eftir kosningar. Hér á síðunni er uppskrift að ídýfu úr nýju íslensku tómatsósunni . En svo má auðvitað líka bara borða niður- skorið grænmeti sem kosningasnakk, gultætur, kál, gúrkur eða einhverja af þeim tíu tómatategundum sem fram- leiddar eru á Íslandi. Allir eiga þeir það sameiginlegt að vera bráðhollir, framleiddir á umhverfisvænan hátt og svo eru þeir líka flestir afskaplega bragðgóðir. Matarblaðamaður mælir sérstaklega með Piccolo tómötunum frá Friðheimum. Gleðilega kosninga- nótt og megi heilsan verða sem best á sunnudaginn. Viðskiptahúsið ehf. hefur fært skipasöluna undir dótturfyrirtækið Atlandic Shipbrokers. www. shipbroker.is Hlíðarsmári 6, 201 Kópavogi · info@shipbroker.is Sími:566-8800 · Gsm:894-0361/863-6323 · Fax: 566-8802

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.