Reykjavík


Reykjavík - 31.05.2014, Blaðsíða 10

Reykjavík - 31.05.2014, Blaðsíða 10
10 31. maí 2014REYKJAVÍK VIKUBLA Ð Ekki missa af ... …Ritsmiðju. Skrán- ing er hafin í ritsmiðju fyrir 9-12 ára börn sem haldin verður í aðalsafni, Ársafni, Folda- safni, Kringlusafni og Sólheimasafni Borgarbókasafnsins, dagana 10.-13. júní. Hver smiðja er í um tvær og hálfa klukkustund daglega. Starfs- menn og rithöfundar verða börn- unum innan handar. Ókeypis þátt- taka. … Va r s j á r - bandalaginu. Föstudaginn 6.júní mun Varsjárbandalagið rumska af værum blundi og rífa þakið af Café Rosenberg. Gleðin hefst kl.21:30 með hljómsveitinni Þrír og á eftir þeim mun Margrét Erla Maack kenna við- stöddum nokkur dansspor sem stíga má við undirleik Varsjárbandalagsins sem stígur síðast á stokk. Aðgangur 1.500kr (enginn posi). …Vorsýningu Ljós- m y n d a s k ó l a n s . Í dag kl.15 opnar sýning 1.árs nema Ljósmyndaskólans að Hólmaslóð 6. Sýningin stendur til 8.júní og er opin mánudaga - föstudaga 14-20 og 12- 18 um helgar. …Midnight Sun Guitar Festival. Dagana 2.-7. júní fer fram í annað sinn í Reykjavík alþjóðleg gítarhátíð þar sem koma fram íslenskir og er- lendir gítarleikarar. Upplýsingar um hátíðina má finna á http://midn- ightsunguitarfestival.weebly.com/ festival-program.html menningin Hildur BjörgvinsdóttirListrannsóknir mikilvægar Myndlistakonan Hulda Rós Guðnadóttir opnar í dag sýninguna KEEP FROZEN annar hluti, í Gallerí Þoku, Laugavegi 25. Sýningin er hluti af Listahátíð en tilheyrir stærra verki Huldu Rósar sem hún hefur unnið að frá 2010. Fyrir eru einrásarvideoið KEEP FROZEN hluti núll og KEEP FROZEN fyrsti hluti sem var innsetning í De- Construkt í New York. Tenging við fortíðina Hulda Rós segir að með verkinu fylgi hún tilfinningu sem kviknaði við vinnslu annars verks sem sýnt var árið 2011 og fjallaði um góðærið, hrunið og andrúmsloftið á Íslandi en listakonan bjó þá í Berlín. Hún vildi að íslenskt samfélag næði sterkari tengingu við ræturnar og fortíðina til að geta haldið inn í framtíðina á vitrænan hátt. Hún heimsótti fæðingarbæ ömmu sinnar, Bíldudal, en amman var munaðarlaus og fluttist 10 ára til Reykjavíkur þar sem hún gerðist vinnukona. Hulda Rós gengur enn í fötum af ömmu sinni og segist vera tilfinningalega tengd mýtunni um gömlu konuna sem lést fyrir nokkrum árum,95 ára. „Þar [á Bíldudal] var ég að skoða hvernig neyslumenningin var búin að taka yfir þorpið. Það sló mig mjög að ekki var hægt að fá staðbundna ferska matvöru í einu matvörubúð- inni, ekki einu sinni fisk, heldur bara dósa- og pakkamat. Hann fékk að líða niður færibandið í frystihúsinu í stað ferska fisksins [í KEEP FROZEN hluti núll]. Fljótlega eftir þetta fór ég að undirbúa gerð heimildarmyndar um löndunarmenn í gömlu Reykjavíkur- höfn og rannsóknin fór að taka á sig skýrari mynd.“ Gámaflutningabyltingin áhrifamikil Rannsóknin sem Hulda Rós talar um hefur teygt anga sína víða, til Essa- ouira í Marokkó þar sem er aldagömul portúgölsk virkishöfn og til New York þar sem var stærsta uppskipunarhöfn í heimi, Red Hook í Brooklin, fram til loka 6. áratugarins en myndlistar- konan telur gámaflutningabyltinguna hafa verið mun mikilvægari og áhrifa- meiri en sjálft internetið. Í Essaouira sjá sjómennirnir sjálfir um alla uppskip- unina og notast enn mest við handaflið á meðan lítið er um uppskipun í Red Hook í dag. Gaman að tala við nörda Listakonan notast við ýmsar aðferðir í heimildaöflun sinni, hún hlustar á sam- félagsumræðuna, les mikið, skoðar list annarra og öðlast reynslu á staðnum. „Ég fæ mikið út úr því að tala við fólk, bæði fólk sem býr við annars konar reynslu en ég og getur hjálpað mér að sjá og skilja það sem ég hef ekki séð eða fattað áður, og fólk sem er til dæmis duglegt að analísera og sökkva sér ofan í ákveðin teoríufög, svona nörda. Svo vinn ég líka í vinnustofunni og er þá að búa til hluti, skoða fundna hluti, skrifa texta.“ Fagurfræði hafnarbakkans Á sýningunni nú leggur Hulda Rós áherslu á tvennt, að skoða samband verkamanns og listamanns, en hún vann sjálf í fiski sem unglingur og einnig skoðar hún hvað listamaður- inn er hugfanginn af efnisleika og fagurfræði hafnarbakkans. Á opn- uninni mun sviðslistarmaðurinn og fyrrum löndunarmaðurinn Hinrik Þór Svavarsson einnig vera með gjörning, ákveðna vörpun á hlutverkunum tveimur. Sóknarfæri fyrir myndlistarfólk Hringnum er þó enn ekki lokið því á næsta ári kemur út bók í ristjórn Huldu Rósar með greinum eftir bæði lista -og fræðimenn sem hún segir framlag til alþjóðlegrar umræðu um myndlist sem rannsóknartæki og kjarnast um KEEP FROZEN. „Það eru mikil sóknarfæri fyrir myndlistarfólk að hafa áhrif á hvernig myndlist verður skilgreind sem rannsóknartæki og við þurfum að segja okkar sögu og skilgreina sjálf hvað við erum að gera þegar við köllum okkur rannsakendur. Annars mun akadem- ían og sérfræðingar af öðrum sviðum bara gera það og við verðum gleypt. Ég hugsa bókina fyrst og fremst sem eitthvað fyrir annað myndlistarfólk að spegla sína vinnu í. Þegar ég fór að grafa ofan í litteratúrinn fann ég að það sárvantaði svona sögu, sögur af rannsókn sagða frá sjónarhorni lista- mannsins.“ 648 tonn á 48 stundum Þá er væntanleg heimildamynd um löndunarvinnuna en í Reykjavíkur- höfn er lítill hópur manna sem fær 48 stundir til að tæma 648 tonn af frystum fiski úr togara. Einu tækin sem þeir nota eru krani og rafmagnslyftari, annars er það bara handaflið líkt og í Marokkó. „Mér finnst ótrúrlega gaman að fá tækifæri til að koma frá mér einhverju sem er aðgengilegra en samtímalist í innsetningarformi. Fyrir mig er þetta eins og að semja popplag. Samtalið nær svo miklu lengra og til miklu meiri fjölda fólks.“ „Þegar ég fór að grafa ofan í litteratúrinn fann ég að það sárvantaði svona sögu,“ segir Hulda Rós. Mynd: Dennis Helm.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.