Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 13.09.2007, Síða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 13.09.2007, Síða 12
Fréttir / Fimmtudagur 13. september 2007 Ættarmót Andersena haldið í Eyjum Um næst síðustu helgi héldu Andersenar ættarmót í Eyjum, þ.e. afkomendur Danska Péturs, sem svo var nefndur og Jóhönnu Guðjónsdóttur fyrri konu hans og Magneu Jónsdóttur seinni konu hans. En heimili þeirra var að Sólbakka við Hásteinsveg 3. Ættboginn, sem frá þeim er kominn, er orðinn mjög stór eða rúmlega 300 talsins. Stór hluti hans býr á fastalandinu en einnig mjög stór hluti hans í Eyjum. Til að átta sig á því hvaða fólk er hér um að ræða, má nefna Marý i Mozart Njálsdóttur, Ingu Ander- sen, Evu Andersen, Víu Andersen og Willum Andersen en Danski Pétur var afi þeirra. Danski Pétur, sem svo var kall- aður, eða Hans Peter Andersen, var fæddur í Fredrikssund í Danmörku 20. mars 1887 og hefði því orðið 120 ára á þessu ári. Fyrri kona hans, Jóhanna Guð- jónsdóttir, fæddist í Landeyjum, 27. febrúar 1889. Magnea Jóns- dóttir, seinni kona hans, fæddist 29. mars 1911. Danski Pétur kom upphaflega til landsins til að kenna Islend- ingum á vélar. Arið 1907 fluttist hann til Vestmannaeyja og varð vélstjóri á fiskibátum. Síðar gerð- ist hann útgerðarmaður og skip- stjóri á m.a. Skógarfossi og Metu og verkaði sinn fisk sjálfur. Síð- ustu starfsár sín var hann verk- stjóri í Lifrarsamlaginu. Snyrtimennska og umhirðu- semi var hans einkenni og hafa margir hans afkomenda fengið þau gen í arf. Fyrri konu sína, Jóhönnu Guðjónsdóttur, missti hann árið 1934. Seinni konu sinni, Magneu Jónsdóttur, kvæntist hann árið 1938 . Hún lifði mann sinn. Danski Pétur lést árið 1955 úr hiartaáfalli. Atkomendumir hittust í Odd- fellowhúsinu á föstudagskvöldinu og gæddu sér á dýrlegum mat og skemmtu sér. A laugardeginum var hist á Skansinum, en þar stendur húsið Landlyst, þar sem Danski Pétur og Jóhanna hófu sinn búskap. Þá var gengið að hraunbolla í nýja hrauninu, þar sem gróðursettar voru hríslur, ein fyrir hvern afkomanda þeirra. I hraunbollanum var einnig af- hjúpað skilti með nafninu Sól- bakki, sem hjónin Oskar Þórar- insson og Inga Andersen gáfu. Börn Danska Péturs og Jó- hönnu voru Eva, Willum, Knud, Njáll, Emil og Guðrún. Með Magneu, seinni konu sinni, átti hann Jóhann og Valgerði. Afkomendur Evu Valgerðar Ólafíu Andersen, ásamt mökum. Eva var elst systkinanna, fædd 1908. Hún var lengst af húsmóðir í Reykjavík. Afkomendur Willums Jörgens Andersen. H ann fæddist arið 1910 og var lengi skipstjóri og útgerðarmaður á Metu VE. Afkomendur Njáls Andersen. Hann fæddist árið 1914. Hann var rennismiður að mennt og var einn af eigendum Vélsmiðjunnar Magna. Afkomendur Knuds Andersen. Hann var fæddur árið 1913. Hann var lengi skipstjóri og síðar meir verslunarmaður í Vélsmiðjunni Völundi. Afkomendur Emils Marteins Andersen. Malli fæddist árið 1917. Hann var skip- stjóri og útgerðarmaður á Júlíu VE og síðar Danska Pétri VE. Afkomendur Guðrúnar Svanlaugar Andersen. Hún fæddist árið 1921. Gunna er vinstra megin fyrir miðju í rauðum jakka. Hún var húsmóðir á stóru heimili í Sandprýði. Afkomendur Jóhanns Júlíusar Andersen. Hann fæddist árið 1938. Jóhann stundaði sjómennsku alla sína tíð, lengst af sem stýrimaður á fiskiskipum. Valgerður yngst systkinanna, er þriðja frá vinstri. Hún er barnlaus. Valgerður Andersen fæddist árið 1944. Hún er húsmóðir í Eyjum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.