Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 13.09.2007, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 13.09.2007, Blaðsíða 16
ÍFRÉTTIR] Frétta- og auglysingasími: 481-1300 / Fax 481-1293 Skólavegi 21 Js ÁFANGA fagnað. Guðjón og eiginkonan, Rósa Guðjónsdóttir, við opnun Heimaeyjar-þjónustuvers. Guðjón Hjörleifsson breytir um starfsvettvang: Heimaey ehf. þjónustuver, trygg- ingar, fasteigna- og skipasala Guðjón Hjörleifsson, fyrrverandi bæjarstjóri og alþingismaður, opnaði á föstudaginn skrifstofu þar sem hann ætlar að reka skipa- og fasteignasölu auk þess sem hann er með umboð fyrir tryggingafélagið Vörð. Fyrirtækið kallar hann Heimaey ehf. - þjónustuver og stefnir hann að því að starfsmenn verði þrír til fjórir í framtíðinni. Hann er til húsa við Strand- veginn þar sem áður var Bjössa- bar og Túrninn sem margir muna eftir. „Ég hef fjárfest í hús- gögnum sem miðast við fleira starfsfólk og fjölbreyttari þjón- ustu því ég ætla mér ekki að vera hér einn til langframa,“ sagði Guðjón. Fyrir eru tvær fasteingasölur í bænum en Guðjón segir markaðinn líflegan og pláss sé fyrir fleiri. Hafi hann vaxið mikið á síðustu tveimur árum með hækkandi fasteignaverði. „Ég er búinn að starfa lengi í pólitíkinni og henni fylgir áhætta. Ég stend á tímamótum og við viljum áfram búa í Vestmannaeyjum. Ég gat fengið nóg af vinnu í Reykjavík eins og ég sagði áðan og góð laun en hér viljum við vera. Ég lærði fasteignasölu og því eðlilegt að ég reyni fyrir mér á þessum vettvangi. I samkeppni verður maður að koma með eitt- hvað nýtt og því eiga þeir eftir að kynnast sem velja mig til að sjá um fasteignaviðskipti fyrir sig,“ sagði Guðjón og vísar þar til verðskrárinnar. „Ætla ég að koma til móts við Vestmanna- eyinga með lægri söluþóknun.“ Guðjón segir tryggingafélagið Vörð standa traustum fótum og sé að vinna á. „Vörður byrjaði sem lítið tryggingafélag á Akureyri sem Landsbankinn, Sparisjóðurinn Byr og SP-fjár- mögnun keyptu. Grunnurinn er því traustur og nú þegar ég tek við eru nokkrir stórir aðilar hér í Eyjum og nokkuð margir ein- staklingar sem tryggja hjá Verði. Það verður mitt verk að auka hiut Varðar í Vestmannaeyjum og það verður ekki erfltt. Allt fer þetta vel saman og ég hlakka til að hasla mér völl á nýjum vettvangi,“ sagði Guðjón að lokum. SJÓSETNING. Nýr Dala-Rafn VE var sjósettur síðasta föstudag í Póllandi. Hann verður afhentur fyrir áramót. Sjá nánar á bls. 2. fANcy Snyrtistof a A verslun FOLDAHRAUN 38c S. 481-3330 Kirkjuvegi 10 Sími: 481-3666 Lu Digestive kex veró nú kr 95,- verð óður kr 129,- Þykkmjólk vanillu o,sl verð nú kr 134,- verð óður kr 158,- Grand Orange helgarsteik verð nú kr/kg 1398,- verð óður kr/kg 1744,- Búrf. hamborgarar 4stk.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.