Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 24.01.2008, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 24.01.2008, Blaðsíða 9
Frcttir / Fimmtudagur 24. janúar 2008 9 MYNDI Bergvin Oddsson feta sömu slóð og hann gerði, ef hann stæði í sömu sporum nú og hann var fyrir fimmtíu árum? „Eg held ég myndi hugsa mig um. Það er ekki bjart fyrir unga menn í dag í þessari atvinnugrein nema þeir fæðist inn í útgerð eða kvænist inn í hana. Þeir möguleikar sem voru fyrir hendi, þegar ég var að byrja, þeir eru ekki í dag. upp á. Líklega komst ég í hann hvað krappastan á loðnunni 1975 á þeim gamla. Þá misstum við hann á hliðina við Ingólfs- höfðann. Mannskapurinn fór allur í gúmmíbátinn nema hvað við urðum fjórir eftir um borð og tókst að skera pokann á nótinni frá þannig að hann rétti sig við. Þeir voru svo hálflúpulegir, strákamir í gúmmí- bátnum þegar við tókum þá aftur um borð. En þetta hef ég komist í hann hvað krapp- astan til sjós.“ Beddi segir að sér þyki nótin langskemmti- legasta veiðarfærið. „Annars er alltaf gaman á öllum veiðiskap ef vel fiskast. Og mér hefur alltaf líkað vel á netaveiðum." A ferlinum hefur Beddi kynnst mörgum skemmtilegum manninum. „Þeir eru margir minnisstæðir sem verið hafa með mér. „Jón Bergvinsson, móðurbróðir minn var með mér í mörg ár og margar óborganlega sögur til af honum og tilsvörum hans. Einhverju sinni sem oftar hitti hann Róbert Sigurmundsson, í Prýði, og sagði við hann: -Segðu mér Róbert, ert nú nokkuð faðir leikkonunnar Andreu Roberts? -Nei, það held ég ekki, sagði Róbert. -Af hverju heldurðu það? -Æ, mér finnst hún svo lík henni dóttur þinni, sagði Jón. „Svo var um tíma með mér sem kokkur Axel J. Einarsson, sá sem samdi lagið fræga, Hjálpum þeim. Mjög sérstakur maður og ágætis náungi. Hann var um borð þegar við misstum bátinn á hliðina og ég man að hann kom þjótandi upp á tréklossum og byrjaði á að henda þeim í sjóinn áður en hann stökk um borð í gúmmíbátinn. Það ráðslag skildi ég aldrei. Einu sinni kom hann upp í brú til mín, másandi og blásandi og hóstandi og bað mig um eitthvert meðal við kvefi. Ég fór í lyfjakistuna, tók tvær pillur af handahófi úr því glasi sem næst var og lét hann hafa þær. Sagði honum að taka þær með glasi af vatni og þetta myndi svínvirka. Daginn eftir var hann orðinn alveg stálsleginn og sagði þetta mikið töframeðal. Hann hefði tekið töflurnar, lagt sig í koju og svitnað alveg helling en væri nú alveg orðinn góður. Ég fór náttúrlega að gá hvað ég hefði látið hann hafa og þá kom í Ijós að þetta voru gigtar- pillur sem höfðu virkað svona líka prýði- lega.“ Og hana Ingibjörgu líka! Beddi segir að í skipstjórastéttinni á þessum tíma hafi verið margir einstakir og eftirmini- legur menn. „Þó líklega enginn sem jafnaðist á við Bjarnhéðin Elíasson. Hann hafði gaman af að fá sér í glas á góðum stundum en fór manna best með það. Ingibjörg Johnsen, kona hans, var hins vegar einhver mesti bindindisfrömuður á Islandi. Einhverju sinni heimsótti Bjamhéðinn mig á sjómanna- daginn og þá vildi svo til að pabbi var í heim- sókn hjá okkur. Talið barst að viðhorfum Ingibjargar til áfengis og pabbi sagðist viss um að Ingibjörg myndi gefa sér í glas ef hann bæði hana um það. Og þá sagði Bjam- héðinn: -Ef þú, Oddur, færð hana Ingibjörgu til að hella í glas handa þér, þá skal ég gefa þér húsið, bfiinn, útgerðina, já og hana Ingibjörgu líka! Pabbi, sem gat verið þverari en allt sem þvert er, vildi endilega sannreyna þetta og saman fóru þeir niður á Skólaveg. Og þar kom í ljós að Bjarnhéðinn var ekki í nokkurri hættu með að missa eigur sínar. Ingibjörg harðneitaði að hella í glasið hans pabba. Aftur á móti var henni alveg sama þótt Bjarnhéðinn gerði það. Beddi segir að margt hafi breyst í útgerð og sjómennsku á þeim fimmtíu árum sem liðin eru frá því hann byrjaði. „Hér áður lugu menn óhikað um aflabrögð í talstöðina, sögðust ekkert vera að fá og komu svo með fullan bát að landi. Meira að segja fiskimið hér sem fengu nafn af því, Sannleiksstaðir. Þetta, eins og svo margt fleira, breyttist með tilkomu kvótans. Nú er engin ástæða til að Ijúga til um afla. En líklega var þó mesta breytingin á netaveiðunum þegar við losn- uðum við flotið og grjótið og fengum teinana í staðinn. Það var bylting. Og það var líka bylting á nótinni þegar nótin var sett um borð í sjálft veiðiskipið og nótabátarnir lagðir af. Þetta er orðið miklu þægilegra starf í dag, skipin hafa hka stækkað og allur aðbúnaður batnað. Það er heilmikill munur.“ Myndi Bergvin Oddsson feta sömu slóð og hann gerði, ef hann stæði í sömu sporum nú og hann var fyrir fimmtíu árum? „Ég held ég myndi hugsa mig um. Það er ekki bjart fyrir unga menn í dag í þessari atvinnugrein nema þeir fæðist inn í útgerð eða kvænist inn í hana. Þeir möguleikar sem voru fyrir hendi, þegar ég var að byrja, þeir eru ekki í dag,“ sagði Bergvin Oddsson að lokum. Viðtal Sigurgeir Jónsson Sigurge @ intemet. is Einn af þekktari skipstjórum í Eyjaflotanum, Bergvin Oddsson, Beddi á Glófaxa, hefur ákveðið að hætta sjómennsku eftir fimmtíu ár á sjónum. Beddi hefur alla tíð verið einkar litríkur karakter, bæði á sjó og landi. Hann fæddist á Neskaupstað á sumardaginn fyrsta árið 1943, tuttugu mínútum á undan Guðmundi, tvíburabróður sínum en þeir voru númer tvö og þrjú í sex systkina hópi. „Við vorum mjög samrýmdir, við Guðmundur, eins og oft er með tvíbura og erum það enn. Við vorum líka mjög líkir og fáir sem þekktu okkur í sundur. Austur á Neskaupstað vorum við alltaf kallaðir „Beddamir“ og oft sem kennaramir þurftu að spyrja; „Hvor Beddinn ert þú?“ Þeir bræðurnir fóru saman í Menntaskólann á Akureyri en þar skildu síðan leiðir. Guðmundur lauk því námi, tók síðan kennarapróf og varð kennari og skólastjóri en Beddi hætti náminu eftir fyrsta veturinn. „Kannski var það vitleysa hjá mér að hætta. Ég hefði kannski átt að halda áfram í námi. Guðmundur bróðir er með tífalt hærri lífeyri en ég núna en það segir þó líklega ekki alla söguna," segir Beddi. A ekki von á að endurnýja úr þessu Hann byrjaði til sjós árið 1959, sextán ára gamall, á síld á Glófaxa NK hjá Sveinbirni Sveinssyni, föður Sveins fiskifræðings, og líkaði sjómennskan vel. Fór síðan á vertíð í Eyjum 1960 á Stíganda með Helga Bergvins, móðurbróður sínum. Ákvað að fara í Stýrimannaskólann í Reykjavík 1962 og lauk námi þaðan 1964. „Við Dúlla höfðum ákveðið að flytja til Eyja og gerðum það í nóvember 1964. Giftum okkur í nóvember og Lúðvík, sonur okkar, var skírður um leið. Og brúðkaups- ferðin var ekkert slor,“ segir Dúlla og brosir við. „Sigling með gamla Herjólfi frá Reykja- vík til Vestmannaeyja.“ Það eru ekki allir sem vita að Dúlla, eiginkona Bedda, heitir réttu nafni María Friðriksdóttir. „Ástæðan er sú að ég var ekki skírð fyrr en ég var fjögurra ára og þá hafði Dúllunafnið alveg fest við mig,“ segir Dúlla. Þrjú af systkinum Bedda búa í Eyjum, Hrafn, Svanbjörg og Lea, auk þess sem for- eldrar þeirra bjuggu einnig hér síðasta hluta ævinnar. Hver ætli sé skýringin á því að stærsti hluti fjölskyldunnar ákvað að setjast að í Vestmannaeyjum? „Það er ekki gott að segja,“ segir Beddi. „Hrafn bróðir kom hingað 1969 og var stýri- maður hjá mér, svo giftist Samba systir mín Valla. sem var líka með mér, þannig að ég á líklega einhvem þátt í þessu. En ætli aðal- ástæðan sé ekki sú að það hefur alltaf verið gott að búa í Vestmannaeyjum fyrir fólk sem hefur nennt að taka til hendinni." Beddi byrjaði í útgerð 1974 þegar hann keypti trébátinn Gullberg VE af Guðjóni Pálssyni, ásamt Hrafni bróður sínum og mági þeirra, Sævaldi Elíassyni. „Við vorum saman í útgerð í tólf ár en 1986 keypti ég þeirra hlut í útgerðinni og við hjónin höfum verið ein með þetta síðan, ásamt bömum okkar. Svo keyptum við nýja bátinn 1996.“ Nú hefur hver útgerðin á fætur annarri í Eyjum farið út í nýsmíði á síðustu misserum. Hefur það ekkert flögrað að þeim? „Ég fékk einhvers konar endumýjunar- bakteríu fyrir nokkrum árum,“ segir Beddi. „Dauðlangaði til að endumýja. En þá var við lýði þessi úreldingarvitleysa þannig að á þeim tíma var ekkert vit í slíku. Ég hefði sennilega látið slag standa hefði það kerfi ekki verið. En ég á ekki von á að ég fari út í það úr þessu.“ Gigtarpillur við kvefi Beddi segist hafa átt farsælan sjómannsferil. „Mér finnst eiginlega aldrei hafa komið neitt 'i / Brúðkaupsferðin var með Herjólfi frá Reykjavík til Eyja -Sigurgeir Jónsson spjallar við Bergvin Oddsson, skipstjóra og útgerðarmann sem hefur ákveðið að hætta sjómennsku eftir fimmtíu ár á sjónum

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.