Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 24.01.2008, Blaðsíða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 24.01.2008, Blaðsíða 19
Fréttir / Fimmtudagur 24. janúar 2008 19 3- :h |Karl Gauti Hjaltason, formaður Taflfélag Vestmannaeyja - Áttum gott ár í fyrra Frábær árangur innanlands sem utan Árið byrjaði afar vel, því strax í janúar fórum við góða ferð á íslandsmót bama 10 ára og yngri og krakkarnir komu þaðan hlaðnir verðlaunum. Kristófer Gautason gerði sér lítið fyrir og sigraði í þessu 70 krakka móti og endurtók þar með afrek Nökkva Sverrissonar frá því 2005 og Eyjamenn skiptast því á um bikarinn við aðra Islendinga. Það er þó ekki allt upp talið því Daði Steinn Jónsson hafnaði í 3. sæti og Guðlaugur Gísli Guðmundsson fékk bikar fyrir besta árangur í sínum aldursflokki. Að venju var Skákþing Vestmanna- eyja haldið vorið 2007 og voru þátt- takendur 21, sem er með mesta fjölda sem tekið hefur þátt í skák- þinginu. Eftir harða keppni voru þeir félagar, Sverrir Unnarsson og Sigurjón Þorkelsson efstir og jafnir með 7,5 vinninga eftir 9 umferðir og þurfti að keppa sérstakt einvígi um titilinn Skákmeistari Vestmanna- eyja. Eftir spennandi einvígi stóð Sverrir uppi sem sigurvegari. Skákþingið hefur verið haldið árlega nær óslitið allt frá árinu 1958. í landsliði og á NM 2007 I febrúar voru þeir Kristófer Gautason og Nökkvi Sverrisson valdir í landslið Islands og til þátt- töku á NM sem haldið var í Reykjavík um miðjan febrúar. Eyjamenn hafa ekki átt fulltrúa í landsliði í skák í fjölmörg ár, eða allt frá því Björn Ivar Karlsson var þátt- takandi á NM á sfðasta áratug síð- ustu aldar. Silfur á íslandsmóti skákfélaga Undanfarin ár hefur Taflfélag Vest- mannaeyja gert harða hríð að sjálf- um Islandsmeistaratitlinum í sveita- keppni, sem er hápunktur skák- keppna innanlands. Undanfarin ár hefur félagið verið á hraðri siglingu og 2004 lentum við í 4. sæti, 2005 í 3. sæti og 2006 í 2. sæti, en í byrjun mars 2007 háðum við enn á ný harða baráttu um titilinn, en urðum að láta okkur lynda silfrið annað árið í röð. Slík öflug þátttaka í þessu móti er nokkuð kostnaðarsöm, þar sem við höfum fengið til liðs við okkur nokkra erlenda meistara, en í vor var tekin sú ákvörðun að leggja þessar áætlanir til hliðar í bili a.m.k. íslandsmeistarar barnaskóla- sveita I vor sendi Grunnskóli Vestmanna- eyja sveitir sínar til keppni á íslandsmóti barnaskólasveita og náðist þar sá stórkostlegi árangur að sviei skólans hampaði Islandsmeist- aratitlinum, en það er í fyrsta skipti sem skóli í Eyjum nær þeim árangri og raunar í annað skipti sem skóli utan höfuðborgarsvæðisins nær þeim áfanga, síðast var það skóli frá Akureyri 1987. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Nökkvi Sverrisson, Alexander Gautason, Hallgrímur Júlíusson og Sindri Freyr Guðjónsson, allir bekkjarfélagar í 7. bekk Barna- skólans. Silfurverðlaun á NM-barna- skólasveita í Svíþjóð í september fór sveit grunnskólans út til Svíþjóðar til þátttöku á Norðurlandamóti barnaskólasveita. Með í för var stórmeistarinn Helgi Ólafsson sem jafnframt er félags- maður í félaginu og öllum Eyja- mönnum að góðu kunnur. Er skemmst frá því að segja að sveitin hlaut annað sæti á mótinu eftir harða keppni um titilinn og munaði aðeins hálfum vinningi á að þeim tækist að landa Norðurlandameistaratitlinum, sem fór til sænskrar sveitar frá heimabænum Örsundsbro, skammt frá Stokkhólmi. Sindri Freyr gerði sér lítið fyrir og sigraði alla sína andstæðinga á mótinu. Formannsskipti Þegar skákárið 2007 er þannig gert upp koma fjölmörg afrek upp í hugann, þar sem skákin náði nýjum og óþekktum hæðum hvað okkur Vestmannaeyinga varðar. Um nokk- urra ára skeið hefur Taflfélaginu verið stýrt af Magnúsi Matthíassyni af miklum myndarskap, en um mitt ár flutti Magnús á Selfoss og við formennskunni tók undirritaður. Eg veit að allir skákunnendur í Eyjum þakka Magnúsi hans góðu störf fyrir íþróttina hér í Eyjum. Karl Gauti Hjaltason |Fyrsti leikurinn í fótboltanum 1 Arnór Eyvar íþróttamaður æskunnar Alltaf með boltann á tánum Jafntefli gegn Fjölni í spennandi leik Knattspymulið IBV lék sinn fyrsta leik á árinu þegar Eyjamenn sóttu Fjölni heim. Leikurinn var jafn og spennandi og lokatölur voru 1:1. Tilgangurinn með leiknum var að fá að prófa þrjá Brasilíumenn sem verða til reynslu hjá IBV í mánuð. I lið IBV vantaði alls níu sterka leikmenn og var liðið skipað að miklu leyti leikmönnum úr 2. flokki. Fjölnismenn stilltu hins vegar upp sínu sterkasta liði og það verður því að kallast nokkuð gott að strákamir hafi náð jafntefli. Leikurinn var mjög jafn og spennandi og hefði sigurinn getað lent báðum megin en það var Anton Bjamason sem skor- aði mark Eyjamanna þegar um tuttugu mínútur vom eftir af leikn- um. Heimir Hallgrímsson, þjálfari, var ánægður með leikinn og Iíst vel á sumarið. „Það er kannski ekki mikið að marka þessa vorleiki en þetta var gott hjá strákunum að ná jafntefli á móti vel mönnuðu úrvalsdeildar- liði.“ Heimir segist ekki sjá fyrir sér að styrkja liðið frekar ef Brasilíu- mennimir standa sig. „Við höfum þegar samið við alla Brasilíu- mennina og ef þeir standa sig þá höldum við þeim öllum. Þeir koma vel út á æfingum. Ef við höldum þeim hugsa ég að við þurfum ekkert að styrkja liðið meir”. Amór Eyvar Ólafsson er Iþrótta- maður Æskunnar. Arnór er einn efnilegasti knattspymumaður sem við eigum í dag. Hann vakti mikla athygli í sumar þegar hann átti nánast fast sæti í meistaraflokksliði ÍBV. Hann leiddi einnig lið annars flokks í sumar þegar honum gafst tækifæri til. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Amór mikinn leikskilning og góða tækni. Arnór segist ekki hafa átt von á verðlaununum. „Eg átti ekki von á þessu en vissi samt að ég hafði staðið mig vel seinasta sumar,“ sagði Amór Eyvar. Hann þótti sýna vaska framgöngu í leikjum með meistaraflokki í sumar og náði að skora eitt mark. „Það var auðvitað hápunkturinn hversu mikið ég fékk að spila og gott að sjá að þjálfarinn treystir manni þrátt fyrir ungan aldur. Það er bara vítamínsprauta." Arnór þakkar góðum æfingum og miklum áhuga árangurinn. „Ég var og er alltaf með bolta á tánum og það hjálpar manni mikið hvað varðar tækni og tilfmningu fyrir boltanum. Ég hvet alla stráka og stelpur sem hafa mikinn áhuga að vera alltaf með bolta við hönd og æfa utan æfingatíma. Það skilar árangri.“ Það er auðvitað draumur hvers ungs knattspymumanns að komast í atvinnumennsku og spila á meðal ARNÓR EYVAR Væri frábært einhvern daginn að spila á Eng- landi og geta sýnt sumum pappa- kössum þar í tvo heimana. þeirra bestu. Amór er þar enginn undantekning. „Langtimamarkmið er auðvitað að komast eitthvað út að spila, það hefur alltaf verið draum- urinn. Væri frábært einhvem daginn að spila á Englandi og geta sýnt sumum pappakössum þar í tvo heimana.“ Amór lítur þó bjartur á sumarið og framtíðina hjá félaginu. „Við stefnum að sjálfsögðu að því að vinna deildina og koma okkur upp en það er hægara sagt en gert. Knattspyrnuhreyfmgin í Vest- mannaeyjum þarfnast sárlega vetrar- aðstöðu og ég er vongóður um að hún rísi innan skamms.“ íþróttir Fimmti flokkur karla í úrslit Fimmti flokkur karla vann sinn riðil á íslandsmótinu í innan- hússknattspyrnu (Futsal). Strákamir unnu KR 2:0, Selfoss 2:0 og Hamar 6:0 en gerðu jafn- tefli við Ægi 0:0. Drengimir skoruðu sem sagt 10 mörk en fengu ekkert á sig. Mörkin skoruðu: Kiddi 5, Hallgrímur 4 og Guðmundur Tómas I. Strákarnir notuðu ferðina og tóku þátt í vinamóti Breiðabliks í leiðinni. Þar enduðu A og B liðin í 5. sæti en C-liðið okkar gerði sér lítið fyrir og vann mótið. Þórarinn til reynslu í Belgíu Hinn 17 ára bráðefnilegi knatt- spyrnumaður, Þórarinn Ingi Valdimarsson heldur út í næstu viku til belgíska liðsins KV Mechelen á reynslu í viku. KV Mechelen er í úrvalsdeild en stendur í botnbaráttu eins og er. Tvær á úrtaks- æfingum Tvær efnilegar knattspyrnustúlkur úr Eyjum, þær Sigríður Lára Garðarsdótlir og Guðný Ósk Ómarsdóttir hafa verið valdar til að taka þátt í úrtaksæfmgum hjá U-16 landsliði. Æfingarnar fara fara fram um helgina. Handboltinn að rúlla af stað eftir EM Meistarallokkslið ÍBV í hand- bolta spilaði æfingaleik um helg- ina við landslið íslands, skipað leikmönnum undir 20 ára aldri. ÍBV vann leikinn nokkuð öruggt en Kolbeinn Aron Arnarsson markmaður spilaði með báðum liðum í leiknum þar sem hann æftr nú á fullu með landsliðinu.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.