Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 31.01.2008, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 31.01.2008, Blaðsíða 6
6 Fréttir / Fimmtudagur31. janúr 2008 Stéttarfélagið Drífandi - Samningsumboðið ekki til starfsgreinasambandsins: Samið verður heima í héraði Hulda í Vatnsdal skrifar á Eyjar.net: Vikubið eftir tíma hjá lækni Ég hringdi á heilsugæsluna og ætlaði að fá tíma hjá lækni en fékk það svar að það væri laus tími 5. febrúar. Ég bað þá um símatíma hjá lækni en fékk sama svar, LAUS TIMI ER 5. FEBRUAR, þ.e. eftir heila viku. Slík bið eftir tíma hjá lækni er með öllu óásættanleg! Þessu verður að breyta. Eftir að læknar hættu að fá greitt fyrir hvert læknisverk og fóm að fá fastar greiðslur, hefur ástandið verið slæmt víða á heilsugæslu- stöðvum, Heilsugæslan á Suður- nesjum er að gera ráðstafanir til að stytta biðtímann eftir lækni. Af hverju ekki að skoða það hér líka? Það er vissulega hægt að fara á neyðarvakt ef ástandið er slæmt, en biðtíminn á vaktinni er ekki nokkmm manni bjóðandi, og hvað þá veiku fólki. Ég fór með dóttur minni á neyðar- vaktina fyrir nokkrum ámm. Hún var þá með svæsna hálsbólgu og náttúmlega var margra daga bið eftir tíma hjá lækni. Á neyðar- vaktinni þurftum við að bíða í lengri tíma eftir því að komast að hjá lækninum sem hélt svo skammarræðu yfir okkur fyrir að misnota neyðarvaktina með slíku smáræði. Hvað á fólk eiginlega að gera? Það er nauðsynlegt að Heilsugæslustöð Vestmannaeyja bæti þjónustuna við fólkið. -Uppsagnir hjá Pétursey áfall - A ekki von á fleiri uppsögnum Kjarasamningar eru lausir en stjórn- og trúnaðarráð Drífanda stéttar- félags hefur ákveðið að afhenda ekki samningsumboðið fyrir aðal- kjarasamninginn til Starfsgreina- sambandsins. Drífandi stéttarfélag mun því sjálft semja við atvinnurek- endur. Aðalkjarasamningur er um- fangsmestur samninga sem eru lausir en auk þess þarf að ganga frá vaktavinnu- og uppskipunarsamn- ingi o.fl. Amar Hjaltalín, formaður Dríf- anda, sagði að almennt væri lítið að gerast í samningamálum. „Nokkrir fundir hafa verið haldnir hjá Ríkissáttasemjara með atvinnurek- endum og gengið hefur verið frá orðalagsbreytingum í kaflanum um fiskvinnslufólk en lítið annað hefur gerst. Lítið hefur þokast í bræðslu- samningum og em viðræður strand eins og stendur. Eitthver hreyfmg komst á málin á þriðjudag og mun líklega skýrast fyrir helgi hvort skriður kemst á samningamálin eða þau dragist enn frekar með til- heyrandi átökum.“ Fyrsti fundur við- semjenda Amar sagði að viðræður hafi farið fram milli Drífanda og fulltrúa Isfélagsins og Vinnslustöðvarinnar í vikunni. „Fundurinn gekk vel og ákveðið var að hittast fljótlega og halda viðræðum áfram. Stefnan er á að klára alla smærri samninga fljót- lega svo hægt verði að ganga frá aðalkjarasamningnum þegar skriður kemst á hann, “ sagði Arnar og bætti því við að staða fiskvinnslufólks væri víða slæm á landinu vegna UNNIÐ í ÍSFÉLAGINU Arnar: En góðu fréttirnar eru þær að fólk hefur vantað í önnur fiskvinnslufyrirtæ- ki og hafði framkvæmdastjórinn góðar vonir um að fólkið fengi aðra vinnu fyrir vertíð. samdráttar og uppsagna. „Öllum starfsmönnum Péturseyjar var sagt upp nú fyrir mánaðarmótin og á fundi með framkvæmda- stjóranum tjáði hann mér að aðal- ástæða þess væri kvótaleysi fyrir- tækisins og að ekkert gengi að fá fisk til vinnslu. Ótrúleg staða þar sem kvótastaða Eyjamanna er afar góð og á sama tíma eigum við Islandsmetið í útflutningi á óunnum fiski. En góðu fréttimar eru þær að fólk hefur vantað í önnur fiskvinnslu- fyrirtæki og hafði framkvæmda- stjórinn góðar vonir um að fólkið fengi aðra vinnu fyrir vertíð. Ég á því ekki von á frekari uppsögnum í fiskvinnslunni. En þetta sýnir okkur að það virðist ekki skipta öllu máli hvort kvóti sé í byggðarlögunum eður ei, heldur skiptir miklu meira máli samfélagsleg ábyrgð þeirra er hafa kvótann í hendi, samanber nýlegt dæmi frá Akranesi og fleiri stöðum." ..... iiinM kWWWN Slysavarnadeildin Eykyndill kom færandi hendi bæði á Heil- brigðisstofnun Vestmannaeyja og Hraunbúðir á mánudag. Stjórn Eykyndils afhenti Karli Björnssyni, yfirlækni Heilsu- gæslunnar, tæki sem koma að góðum notkun við stofnunina. Eykyndilskonur gáfu gifssög og brennara til að brenna fyrir æðar og fjarlægja húðbreytingar. Einnig gáfu Eykyndilskonur eyrnasjá og augnskoðunartæki sem nýtist vel til að skoða skemmdir vegna blæðinga eða breytinga á augnbotnum. Eykyndilskonur hittu einnig Magnús Jónasson, forstöðumann Hraunbúða, og afhentu dvalarheimili aldraðra tvö sjúkrarúm sem eru rafdrifm. Rúmin henta mjög vel, þau er hægt að hækka og lækka og skipta miklu bæði fyrir heimilis- fólk og starfsfólk. Starfsfólk Hraunbúða og Heilbrigðis- stofnunar Vestmannaeyja vildu koma á framfæri þakklæti til Eykyndilskvenna fyrir þennan mikla stuðning. F.v. Bára, Karl, Elfa, Guðfínna, Ragnhildur og Magnea. Svenko.blog.is: Erfítt að feta í fótspor Grétars Fimleikafólagið Rán: Vill fá gamla salinn Á fundi menning- ar- og tómstunda- ráðs kom fram ósk frá Fimleikafé- laginu Rán um að gamla sal íþrótta- húss verði breytt í fimleikahús sem yrði í umsjá fimleikafélagsins. Ráðið getur ekki orðið við erindinu en hefur áhuga á að koma til móts við Fimleikafélagið Rán með aðstöðu og mun formaður ráðsins funda með forsvarsmönnum félagsins hið fyrsta. í síðustu viku var tilkynnt um samstarfssamn- ing Mílu ehf og Geisla. Um leið var það dásamað hversu góður samningur þetta er. Verið sé að gera starfsemi Mílu „straum- línulegri". Einmitt og akkúrat. Hvergi er minnst á að með þessum samningi er verið að leggja niður deild sem starfað hefur í Eyjum í marga áratugi. Línudeildin heyrir nú sögunni til. Starfsmaður þess, góður vinur minn og bloggfélagi, missir vinn- una. Fimm manna fjölskylda sér fram á að þurfa jafnvel að flytja úr bænum út af þessum frábæra samstarfssamningi. Og ekki er ég viss um að þjónustan batni, með fullri virð- ingu fyrir Geislamönnum, enda erfitt að feta í fótspor Grétars. Eftir einkavæð- ingu Símans stefndi í þetta hægt og rólega. Míla hefur sagt upp sínum starfsmönnum víðs vegar um landið og Vestmannaeyjar eitt síðasta vígið utan stór- höfuðborgarsvæðisins. Ég skil Geislamenn vel, auðvitað stökkva þeir á svona samning, enda eykur þetta veltu þeirra og líklega án þess að þeir þurfi að bæta við sig mannskap. Win/win situation eins og sagt er, fyrir þá. Vostmannaeyjabazr: Leki í Safnahúsi Fyrir bæjarráði lá erindi frá um- hverfis- og fram- kvæmdasviði frá 16. janúar sl. vegna leka í Safnahúsi Vestmannaeyja. Samþykkt var að verkið verði unnið og fjármagnað af Fasteign hf. og komi til hækkunar á leigu skv. gildandi samningum. Þá felur bæjarráð bæjarstjóra að annast samningagerð og samskipti við Fasteign hf. vegna framkvæmdanna.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.