Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 31.01.2008, Blaðsíða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 31.01.2008, Blaðsíða 19
Fréttir / Fimmtudagur 31. janú 2008 19 Stórkostlegur árangur TV á íslandsmóti barna í skák: Kristófer íslandsmeistari annað annað árið í röð Um helgina fór fram íslandsmót bama í skák. Keppendur voru um 100 talsins, þar af 18 frá Taflfélagi Vestmannaeyja. Kristófer Gautason varð íslandsmeistari annað árið í röð, Róbert Aron Eysteinsson varð efstur í flokki barna, fædd árið 1999 og Ágúst Már Þórðarson efstur í flokki bama, fædd árið 2000. Kristófer, sem er fæddur 1997, var með 7.5 vinninga af átta og varð því Islandsmeistari og efstur í sínum árgangi. Róbert Aron Eysteinsson var með 5.5 vinninga af átta og efstur í sínum árgangi. Ágúst Már Þórðarson var með 5 vinninga af 8 og efstur í sínum árgangi. Hefði getað gert betur Skákíþróttin hefur notið mikilla vin- sælda meðal bama í Vestmanna- eyjum síðustu ár og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Með miklum dugnaði og eljusemi stjóm- enda hefur félagið blómstrað og unnið hvern titilinn á fætur öðmm, nú síðast íslandsmeistatitil barna sem fór í hendur Kristófers Gauta- sonar annað árið í röð. Kristófer er einn efnilegasti skákmaður félagsins og hefur alltaf staðið sig vel í öllum mó' am sem hann hefur tekið þátt í. Hann hefur einnig tekið þátt í Norðurlandamóti fyrir Islands hönd í bæði einstaklings- og sveitakeppn- um og er einmitt á leiðinni á Norðurlandamót í einstaklings- keppni núna í febrúar. Kristófer segist hafa fengið áhuga ungur og h. teflt mikið síðan. „Eg fékk fyrst áhuga þegar ég var um fimm ára gamall og þá var ég mikið að tefla við afa minn, pabba og mömmu,“ segir Kristófer. Hann segist þó ekki vera á neinum stífum æfingum heldur sé þetta bara gaman. „Eg mæti hjá byrjendunum stundum, svo mæti ég tvisvar í viku hjá mínum flokki og svo hjálpa ég stundum pabba að kenna.“ Þrátt fyrir sigur á mótinu um helg- ina heldur Knstófer að honum hefði getað gengið aðeins betur. „Mér gekk vel, ég hefði þó viljað vinna allar skákirnar. Það var einn strákur úr Fjölni sem ég gerði jafntefli við. Eg hefði viljað vinna hann.“ Helgi Olafsson er uppáhalds skák- maður Kristófers og hann gefur ekki mikið fyrir aðra meistara. „Eg er ekkert mikið að skoða aðrar skákir eða aðra skákmenn ég held upp á Helga Ólafsson." Kristófer er hógværðin uppmáluð J)egar hann talar um framtíðina. „Eg stefni nú ekki á einhvern stórmeistaratitil heldur bara að tefla og hafa gaman af því. Eg vil líka hvetja alla til að koma og prófa að tefla hjá okkur, þetta er rosalega gaman." Meistaraflokkur: Tap í úr- slitaleik Fimm rauð spjöld og tíu vítaspyrnur Meistaraflokkur karla IBV lenti í öðru sæti á Islandsmóti innan- hússknattspymu í karlaflokki um helgina. Þetta var í fyrsta skipti sem notast var við Futsal reglur en Eyjamenn hafa mikið æft þannig bolta í vetur. Á leið sinni í úrslita- leikinn lagði liðið Víking Ólafsvík og lék svo gegn Víði í Garði í undanúrslitum. Sá leikur var magn- þrunginn spennu og mjög umdeild- ur en eftir venjulegan leiktíma var staðan 7-7. I bráðabana reyndust Eyjamenn sterkari og unnu sex marka sigur 13-7. Leikurinn bauð þó upp á meira en mörk, hvorki fleiri né færri en fimm rauð spjöld og tíu vítaspymur litu dagsins ljós. Valsmenn, sem höfðu unnið Vini frá Akureyri í seinni undanúrslita- leiknum, voru þó of stór biti fyrir ungt lið Eyjamanna í úrslita- leiknum sem fór 7-2 Valsmönnum í vil. Markahæstur Eyjamanna í mót- inu var Þórarinn Ingi Valdimarsson með níu mörk. Eyjamenn léku einnig einn æf- ingaleik við Grindvíkinga sem fór 5-2 fyrir úrvalsdeildarliðið. Mörk ÍBV skoruðu Matt Gamer og Amór Eyvar Ólafsson. Mikið um að vera í handboltanum Sigrar og Það var mikið um að vera í hand- boltanum um síðustu helgi þegar alls sex flokkar frá Vestmannaeyjum vom skráðir til leiks í hinum ýmsu mótum. Þrátt fyrir að unglingaflokkur kvenna haíi farið í hrikalega sjóferð upp á land á laugardaginn var ekki að sjá að það hefði háð þeim. Þær sóttu HK heim og tóku stöllur sínar í kennslustund, unnu fimmtán marka sigur 32-17. Markahæst var Elísa Viðarsdóttir með 8 mörk en Heiða Ingólfsdóttir átti einnig góðan leik í marki IBV. Sjóferðin virðist hins vegar eitt- hvað hafa setið í 2. flokki karla sem sótti ekki gull í greipar Stjömu- manna í 8-liða úrslitum í bikar- keppninni. Leikurinn endaði með níu marka sigri Stjömumanna 36- 27. Eyjamenn komu einbeittir til leiks en á köflum var sóknar- leikurinn ekki nógu beittur og Stjömumenn nýttu sér það til fulls, röðuðu inn mörkum úr hraðaupp- hlaupum og kaffærðu Eyjamenn. Fjórði flokkur kvenna spilaði þrjá leiki við Fram í Eyjum um helgina. A-lið ÍBV fékk tvo leiki en B-liðið einn. A-liðið vann báða sína leiki, þann fyrri með nokkrum yfírburðum 26-18 þar sem Sandra Gísladóttir fór á kostum og skoraði 11 mörk. Seinni leikurinn var jafnari en IBV sigraði að lokum 18-16, Rakel Hlynsdóttir átti stórleik og skoraði 7 mörk. B-liðið spilaði svo einn leik en tapaði 11-18, Birta Baldursdóttir var markahæst með 5 mörk. töp hjá sex flokkum UNGLINGAFLOKKUR IBV Sædís Magnúsdóttir og Andrea Það var mikið í húfí hjá 4. flokki karla sem fékk Fram í heimsókn um helgina. Flokkurinn hefði með sigri í báðum leikjum náð að bæta stöðu sína í deildinni og komist í undanúrslit. Liðið spilaði tvo leiki, einn í bikar og einn í deild. Fyrri leikurinn var í deildinni þar sem sem ÍBV er um miðja deild. Leikurinn var mjög hraður og skemmtilegur en endaði þó með fímm marka tapi ÍBV 24-29. Eyjamenn sýndu frábæra takta á köflum í leiknum og ljóst er að í þessu liði eru margir Káradóttir í Ieik gegn HK í haust. efnilegir handboltamenn sem hafa mikinn áhuga á íþróttinni. Það sem varð Eyjamönnum að falli voru of margir slæmir kaflar bæði í sókn og vöm. Það sama var upp á teningnum í bikarleiknum en hann endaði með þriggja marka tapi ÍBV 22-25. Veðrið lék svo sannarlega ekki við Eyjamenn um helgina og varð til þessa að bæði 5. flokkur karla og kvenna þurftu að aflýsa keppnis- ferðum sínum á fastalandið. Iþróttir Handboltinn fær liðstyrk Meistaraflokkslið ÍBV í hand- bolta hefur fengið liðstyrk. Eyja- maðurinn Benedikt Steingrímsson sem hefur leikið með Víkingi það sem af er tímabilinu, hefur ákveðið að ganga til liðs við ÍBV. Benedikt spilaði upp alla yngri flokkana í eyjum. Hann er sterkur miðjumaður með mikla snerpu og sannarlega liðstyrkur fyrir IBV. Þórhildur á lands- liðsæfingar órhildur Ólafsdóttir knattspyrnu- kona hefur verið valin til að taka þá t í la Klsliðsæfmgum hjá U-19 ára landsliðinu um helgina. Þór- hildur, sem hefur lengi vel verið citt m, ia efni kvennafótboltans í Eyjum, var einnig á dögunum yabn knatlspymukona ársins hjá ÍBV. ólafur Þór Guðbjörnsson mun stjórna æfingunum um helg- ina. Guðbjörg með góðan leik Eyjakonan Guðbjörg Guðmanns- dóttir átti góðan leik þegar lið hennar, Frederikshavn FOX, mætti Team Esbjerg. Frederiks- havn fór með sigur af hólmi 23- 19, Guðbjörg var markahæst með fímm mörk. Þessi sigur Frederiks- havn var mikilvægur því liðið stendur í fallbaráttu. Hnefaieika- mót í Eyjum 1G. febrúar Hnefaleikafélag Vestmannaeyja ætlar að efna til móts þann ló.febrúar. Þá munu koma hne- faleikamenn ofan af landi og etja kappi við þá vestmanneysku. Hnefaleikar hafa tekið miklum vinsældunt hér í Vestmanr.aeyjum og eru margir sem sækja æfingar hjá félaginu. Þetta mót ætti að gefa eyjamönnum tækifæri að sjá nokkra góða bardaga og mun örugglega verða besta skemmtun. Framundan Laugardaginn 2. febrúar Kl. 15.00 IBV- Fram í handbolta Knattspyrna IBV leikur næst vináttuleik við ÍA á laugardags- morgun kl 09:30 í Akranes- höllinni. Þar geta stuðningsmenn metið þessa kumpána.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.