Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 31.01.2008, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 31.01.2008, Blaðsíða 10
10 Fréttir / Fimmtudagur 31. janúar 2008 Fjárhagsáhyggjur og skuldir -Ekki skortur á íþróttalegum árangri, segir Jóhann Pétursson, form; JÓHANN: Ég var lengi vel á leiðinni á Seyðisfjörð en síðan losnaði hér staða. Þá var ég í handboltanum á fullu, reyndar á þeim tíma í spelku eftir krossbandaslit. Ég hugsaði mig ekki um tvisvar og kom til Eyja 15. júlí 1986 á appelsínurauðri VW bjöllu. VIÐTflL Guðbjörg Sigurgeirsdóttir gudbjorg @ eyjafrettir. is Jóhann Pétursson hdl. hefur stund- að lögmannsstörf í Eyjum frá því hann lauk lagaprófi frá Háskóla íslands og rekur nú Lögmannsstofu og fasteignasölu að Kirkjuvegi 23, Vestmannaeyjum ásamt félaga sínum Helga Bragasyni, Guðbjörgu Ósk Jónsdóttur löggiltum fasteigna- sala og Jóhönnu Hjálmarsdóttur ritara. Jóhann hefur verið formaður ÍBV íþróttafélags frá byrjun árs 2005 og unnið mikið og óeigingjarnt starf í þágu íþróttahreyfingarinnar um árabil. Jói P, eins og hann er oftast kallaður, var spurður um upprunann, íþróttaáhugann og stöðu IBV í nútíð og fortíð Á appelsínurauðri VW bjöllu „Eg er fæddur í Reykjavík 1961 og fluttist þriggja ára út á Seltjamar- nes. Þar bjó ég allt þangað til ég kom til Eyja 1986. Ég stundaði (þróttir frá barnæsku í Gróttu og spilaði þar allar mögulegar íþróttir s.s. handbolta, fótbolta, badminton og borðtennis. Ég var Gróttu- meistari í öllu eins og félagar mínir á Dekkjaverkstæðinu vita í smá- atriðum. Fór reyndar yfir í Val í fótboltanum og spilaði með þeim tvö ár í þriðja flokki. Náði að verða miðsumarsmeistari með Val í B liði þeirra. Titlarnir létu greini- lega ekki á sér standa," segir Jói og er því næst spurður um ástæðu þess að hann flutti til Eyja. „Eftir að ég útskrifaðist úr lög- fræðinni 1986 langaði mig út á land að vinna hjá bæjarfógetaembætti enda mjög fjölbreytt starfssvið. Ég var lengi vel á leiðinni á Seyðis- fjörð en síðan losnaði hér staða. Þá var ég í handboltanum á fullu, reyndar á þeim tíma í spelku eftir krossbandaslit. Ég hugsaði mig ekki um tvisvar og kom til Eyja 15. júlí 1986 á appelsínurauðri VW bjöllu. Þetta var mjög lærdóms- ríkur tími enda var t.d. dómsvaldið hjá bæjarfógetaembættum á þessum tíma. Ég var strax settur til starfa í opinberum málum og kvað upp minn fyrsta dóm í líkamsárásarmáli 22. júlí 1986 og var honum áfrýjað til Hæstaréttar. I dag fengju nýút- skrifaðir lögfræðingar ekki að setj- ast í dómarasæti og byrja að kveða upp refsidóma. En svona var þetta þá og reynslan sem fékkst af þessu starfi var mjög mikil. Á ótrúlegan hátt varði markmaðurinn Þegar Jói var spurður út hand- boltaferilinn bendir hann réttilega á, að hann hafi æft margar íþrótta- greinar. „Ég æfði fótbolta alveg þar til slæm krossbandaslit í hné gerðu það að verkum að ég treysti mér ekki í fótboltann. Handboltann byrjaði ég að æfa í sjötta flokki en maður naut þess að hafa verið í alls konar útileikjum með bolta. Ég fór strax inn á línuna og hreyfði mig ekki þaðan allan ferilinn. Ég spil- aði með Gróttu og lék minn fyrsta leik með meistaraflokki Gróttu hér í Eyjum í nýbyggðri íþróttahöll, líklega árið 1977. Við töpuðum þeim leik og ég man enn eftir því þegar ég var settur inn á, í hægra hornið. Ég fór strax inn úr horninu en með einhverjum ótrúlegum hætti náði markmað- urinn að verja skotið," segir Jói og það er Ijóst að þessi leikur er honum minnisstæður. Grótta náði 2. sæti á íslandsmóti í 2. flokki þegar Jói var með liðinu og hann bendir á að þá lék hann með snillingum eins og t.d. Sig- hvati Bjamasyni og Sverri Sverrissyni sem síðar þjálfaði Tý með miklum tilþrifum. „Þá náði ég að leika með heldri manna liði IBV í knattspymunni og stóð þar vaktina í vörninni ásamt þeim Olafi Sigurvinssyni og Þórði Hallgrímssyni. Það var talsverð vinna fyrir mig að bjarga málunum en þetta er líklega sterkasta varnar- lína sem ÍBV hefur stillt upp. En ég var nú aðallega í hand- boltanum og lék þar með mörgum frábærum leikmönnum. Hæst stendur án efa bikarmeistaratitill 1991 en sá leikur var ógleyman- legur ekki síst fyrir framgöngu áhorfenda sem settu óneitanlega gríðarlega mikinn svip á leikinn og held ég að þessi leikur hafi verið upphafið að því að áhorfendur mæti á leik til að skemmta sér. En þetta vom skemmtilegir tímar.“ Ýmsir stórbrotnir menn og konur Þegar Jói er spurður hvenær hann hafi byrjað að starfa fyrir íþrótta- hreyfinguna bendir hann á að nýbúið hafi verið að sameina hand- boltann þegar hann hafi flutti til Eyja 1986. „Þá voru í ráðinu heiðursmennimir Stebbi í Skipalyftunni, Halli Oskars, Steinar Jósúa, Friðrik Már og Einar Ottó. Ég hætti sfðan í handboltanum 1993. Þá byrjaði ég að dútla í golfi en fór síðan inn í handboltaráð karla 1997. Starfaði þar með dugnaðarforkum eins og Magga Braga, Eyþóri Harðar, Viktori rakara, Kára Fúsa. Þetta var mikil vinna en við vorum í skemmtilegum félagsskap. í þessu ráði var ég í sex ár og gekk á ýmsu. Þá var aðeins ein deild í gangi og árangurinn var alveg við- unandi og liðið iðulega í fjórða til fimmta sæti og tók þátt í úrslita- keppni. Sáralitlu munaði að við fæmm í bikarúrslit eitt árið en Fúsi landsliðslínumaður sá á lokasek- úndunum til þess að svo yrði ekki. Við hugsuðum hins vegar mikið um peningamálin og pössuðum okkur ✓ „Þá náði ég að leika með heldri manna liði IBV í knattspyrn- ✓ unni og stóð þar vaktina í vörninni ásamt þeim Olafí Sigurvinssyni og Þórði Hallgrímssyni. Það var talsverð vinna fyrir mig að bjarga málunum en þetta er líklega sterkasta varnarlína sem ÍBV hefur stillt upp.“

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.