Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 31.01.2008, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 31.01.2008, Blaðsíða 8
8 Fréttir / Fimmtudagur31. janúr 2008 Menning: Auglýst eftir mynd í mars 1941 reru áraskipin Friður og Svanur úr Reynis- höfn í Mýrdal. Þegar á dag- inn leið brældi og lending í heimahöfn varð ófær. Baldur VE 24, skip- stjóri Haraldur Hannesson í Fagurlyst, tók áhafnimar um borð til sín og skipin í tog til Eyja. Hér er auglýst eftir mynd af skipunum í Vestmannaeyjahöfn. Vitað er að þau vom tek- in upp í hrófin milli Bæjar - og Edinborgar- bryggju. Ef einhver á mynd af Frið og Svani í Vestmannaeyjum á árinu 1941 er viðkomandi beðinn um að láta Þórð Tómasson Skógum vita í síma 487-8842. Líka má hringja í Friðrik Ásmundsson í síma 481 -2077. Rauðikrossinn: Viltu hjálpa vinum okkar í Gambíu? Rauðakrossdeildirnar á Suðurlandi og Suðumesjum eiga vinadeild í Gambíu. Á næstunni munu deildirnar safna ýmsum vamingi sem sendur verður í gámi til vinadeildarinnar og með því stutt við starf- semi hennar. Fatapakkar fyrir ungaböm á aldrinum 0-1 árs, sem sjálfboðaliðar deildanna á Suðurlandi og Suðumesjum hafa útbúið, verða sendir og þeim síðan dreift til ungra, fátækra mæðra. Einnig hefur sérstaklega hefur verið óskað eftir skóm og fatnaði og ef einhver á gamalt reiðhjól í góðu ástandi, er það líka vel þegið. Loftslag er hlýtt í Gambíu og er því óskað eftir léttum fatnaði, bolum, buxum og þess háttar. Laugardaginn 9. febrúar, verður opið hús kl. 12:00-16:00 og tekið á móti fatnaði og öðrum vamingi í Amardrangi við Hilmisgötu. Gambía, sem er eitt af fátækustu löndum heims, er minnsta land Afríku og þar búa um 1.7 milljónir manna. Vinadeild okkar er á svæði í miðju landinu og þar búa flestir íbúanna við afar kröpp kjör. Stuðningur okkar mun því koma sér mjög vel. Bazrinn: Torfþak á útsýnispall í umhverfís- og skipu- lagsráði, sótti Guð- mundur Þ. B. Ólafsson f.h. Vestmannaeyjabæjar um leyfi til að reisa veggi og byggja torfþak yfír útsýnispall/fuglaskoðun- arpall á Stórhöfða, sbr. innsend gögn. Einnig var sótt um leyfi fyrir 2 x 20 m. grindverki með göngustíg frá palli. Ráðið er hlynnt erindinu fyrir sitt leyti. Ráðið leggur áherslu á að allur frágangur verði vandaður og falli sem best að umhverfi svæðis. ANDREA Atladóttir, Gunnlaugur Grcttisson, Elliði Vignisson og Páley Borgþórsdóttir INGI Sigurðsson, útibússtjóri Glitnis og Ólafur Elísson, sparisjóðsstjóri, voru meðal gesta á fundinum. Þekkingarsetur Vestmannaeyja: Stofnaðilar 36 auk Vestmannaeyjabæjar Stjórn Þekkingarseturs Vestmannaeyja Er þannig skipuð: Elliði Vignisson, bæjarstjóri, Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matís ohf., Arnar Sigurmundsson, framkvædastjóri og for- maður stjórnar Visku, Rögnvaldur Ólafsson, forstöðumaður Fræðasetra Háskóla Islands, Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar hf.Ingi Sigurðsson, útibússtjóri Glitnis. Stjórnin skipti með sér verkum í gær, miðvikudag, áður en blaðið fór í prentun. Á MYNDINNI ræðir Arnar við Árna Johnsen, alþingismann, á fund- inum. Þekkingarsetri Vestmannaeyja, sem formlega var stofnað í síðustu viku, er ætlað að yfirtaka starfsemi Rann- sókna- og fræðaseturs Vestmanna- eyja sem var stofnað 1994. Starf- semin verður þó mun umfangsmeiri en mikil vinna hefur verið lögð í þarfagreiningu vegna framtíðarhús- næðis fyrir starfsemina og undir- búningsvinnu að stofnun Sjávar- rannsóknamiðstöðvar í Eyjum sem mun starfa í mjög nánum tengslum við ÞSV. Stofnun Þekkingarsetursins fór fram í Alþýðuhúsinu miðvikudaginn 23. janúar sl. Stofnaðilar að Þekk- ingarsetrinu verða liðlega 30 talsins og koma þeir úr hópi mennta- og rannsóknastofnana, félaga og at- vinnufyrirtækja innanbæjar og utan. Arnar Sigurmundsson, formaður undirbúningsnefndar, sagði á fund- inum að stofnun Setursins sé rökrétt framhald af því mikilvæga starfi sem unnið hefur verið í Rannsókna- og fræðasetrinu frá stofnun þess 1994 en starfsemin verður mun víðtækari í framtíðinni að mati Amars. Miklar breytingar hafa orðið í umhverfi rannsókna- og mennta- starfsemi hér á landi og endur- speglast það að nokkru í Setrinu. Starfsemin hefur aukist með til- komu Náttúrustofu Suðurlands í árs- lok 1996 og Visku í ársbyrjun 2003 sem gegna veigamiklu hlutverki. Arnar sagði að starfshópur, sem stofnaður var um undirbúninginn, hafi rætt við þingmenn, fulltrúa stjórnvalda, stofnana og fyrirtækja um verkefnið og til að sjá út með hvaða hætti hægt væri að stórefla rannsókna-, fræðslu- og háskóla- starfsemi í Vestmannaeyjum. „Þegar vinna hópsins hafði staðið um nokkum tíma var tilkynnt um 30% samdrátt í þorskveiðiheim- ildum. Skömmu síðar vom teknar ákvarðanir um mótvægisaðgerðir til þess að mæta þeim gríðarlega vanda sem útgerð, fiskvinnsla starfsfólkið og viðkomandi sveitarfélög standa frammi fyrir,“ sagði Amar í viðtali við Fréttir. Hann sagði að þess vegna hafi verkefnið orðið viðameira. „Settur var aukinn kraftur í þá hugmynd að koma upp sjávarrannsóknamiðstöð í Eyjum. Hér höfum við flest til staðar til þess að takast á við slíkt verkefni í öflugasta sjávarplássi á landinu, öfug fyrirtæki, útibú frá Hafrannsóknastofnum, samstarf fyrirtækja og færustu vísindamanna á þessu sviði.“ Við afgreiðslu fjárlaga 2008 var samþykkt 20 milljóna króna framlag til hafrannsókna í tengslum við Setrið og er fjárveitingin einkum ætluð til kaupa á rannsóknatækjum og búnaði. En uppbygging slíkrar miðstöðvar kostar mikla fjármuni og hefur verið leitað eftir viðbótarfjár- magni frá viðkomandi stjómvöldum og fyrirtækjum. „Áður hafði verið samið við Menntamálaráðuneytið um 15 milljóna króna árlega fjárveitingu til þriggja ára sem miðar að því að efla yfirstjórn og menntaþátt Þekkingar- setursins og verður það verkefni unnið í samstarfi við Visku. Þegar ljóst var að ekki tækist að ljúka þessu verkefni fyrir árslok 2007 var ákveðið að halda stofnfund Þekk- ingarseturs Vestmannaeyja - sjálfs- eignarstofnunar- 23. janúar 2008 þegar liðin eru 35 ár frá upphafi eld- gossins á Heimaey 1973.“ Arnar sagði að starfshópurinn hefði skipt með sér verkum til að ræða við hugsanlega stofnaðila og varð árangurinn sá að 36 stofnanir, fyrirtæki, félög innanbæjar og utan auk Vestmannaeyjabæjar hafi gerst stofnaðilar að Þekkingarsetri Vest- mannaeyja. „Þetta er glæsilegur árangur, en við einsettum okkur að ná 30 stofnaðilum en endum í 36 sem eru einum fleiri en fjöldi stofn- aðila að Háskólasetri Vestfjarða.“ Að lokum þakkaði Amar öllum sem komu að verkinu. „Hinn 23. janúar 1973 varð mikill örlagadagur í sögu byggðar í Vestmannaeyjum og um leið íslensku þjóðarinnar. Með því að velja þennan dag til stofnunar Þekkingarseturs Vest- mannaeyja erum við að hvetja okkur og aðra til þess að efla allt umhverfi háskóla-, fræðslu- og rannsókna- starfsemi í Vestmannaeyjum til langrar framtíðar." Verkefni stjórnar félagsins verður að hyggja að húsnæði undir Setrið. Er horft á nýbyggingu enda er starf- semi Setursins í Hvíta húsinu búin að sprengja utan af sér starfsemina MTV: Blakmót í Eyjum? Menningar- og tómstundaráð tók fyrir ósk um samstarf við Vestmannaeyja- bæ við blak- deild Þróttar í Reykjavík um að halda öld- ungamót BLI 2009 fVest- mannaeyjum. Ráðið tekur jákvætt í erindið og felur ferða- málafulltrúa að svara erindinu og vera í sam- bandi við bréfritara um skipulagningu. MTV: Tjaldstæði í Herjólfsdal Menningar- og tómstundaráð Vestmannaeyja hélt fund á mánudag þar sem var fjallað var um tjaldsvæði 2007 og fyrirkomulag 2008. I fundar- gerð segir að á síðasta ári hafi nýtt tjaldsvæði verið tekið í notkun við Þórsheimilið auk þess sem tjaldsvæðið í Herjólfsdal var opið. Fram kemur að bæði tjaldsvæðin voru vel nýtt sl. sumar og munu bæði tjaldsvæðin einnig verða opin á þessu ári. Sett verða upp betri merkingar og svæðin auglýst á vegum bæjarins. Skátafélagið Faxi hefur séð um rekstur tjaldsvæðanna í samstarfi við og við Þórsheimili Vestmannaeyjabæ en skriflegur samningur hefur ekki verið gerður. Ferðamálafulltrúa er falið að ganga frá samningi við skátafélagið um rekstur tjaldsvæðanna og leggja fyrir næsta fund menningar -og tómstundaráðs. MTV: s Anægja með Vosbúð Menningar- og tómstundaráð fjall- aði um menningar- starfsemi unglinga og voru forstöðu- manni Féló og Vosbúðar þökkuð kynningin á starf- semi húsanna. I fundargerð kemur fram að mæting í Féló er góð og húsið er vel nýtt. Vosbúð hefur farið vel af stað og frá opnun hafa í kringum 140 ungmenni lagt leið sína þangað. Ráðið fagnar þessum góðu móttökum sem Vosbúð hefur fengið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.