Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 07.02.2008, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 07.02.2008, Blaðsíða 11
Fréttir / Fimmtudagur 7. febrúar 2008 11 Góður gcstur hjó Eldri borgurum: Formaður LEB í heimsókn Á laugardaginn verður opinn fundur hjá Félagi eldri borgara í púttsalnum í Isfélaginu. Gestur fundarins er Helgi K. Hjálmarsson, for- maður Landssambands eldri borgara. „Það er mikill fengur að Helga hingað en hann er á fundar- ferð um landið til að kynna helstu baráttumál sem Landssambandið vinnur að með félögum eldri borgara. Ekki skemmir að Helgi er Eyjapeyi og hefur mikla þekkingu á málefnum eldri borgara," sagði Kristjana Þorfmnsdóttir, formaður Félags eldri borgara í Eyjum. í Landssamtökunum erum um 18.000 manns. Bókasafnið: Jólabækurnar að koma í hús Jólabækurnar eru að skila sér í hús og því ekki úr vegi að nýta þorrann til koma á safnið og ná sér í þær bækur sem mestan áhuga vöktu og ekki rötuðu í jólapakkana. Búið er að taka saman Ijósrit úr blöðum, tímaritum og af Vefnum þar sem misvitrir gagngrýnendur fjalla um jólabækurnar 2007 ásamt því að Bóka- tíðindi liggja frammi þar sem merkt hefur verið við þær bækur sem til eru á safninu. Það er því upplagt að líta við á Bókasafninu, skoða bókadómana og velja sér nokkrar bækur af þeim rösklega 900 sem gefnar voru út þessi jólin. Rétt er að minna á að ársskírteini kostar aðeins 1300. Spurning vikunnar: Fylgist bú með forkosn- ingunum í unumP s Nemendur FIV til fyrirmyndar Seinasta föstudag hélt Nemenda- félag Framhaldsskólans ball fyrir nemendur skólans. Páll Oskar Hjálmtýsson, sem er einn vin- sælasti plötusnúður landsins, kom, þeytti skífum og tók einnig lagið. Þema ballsins var áttundi áratugurinn og voru margir skraut- lega klæddir í því tilefni. Virkilega góð stemmning myndaðist á ballinu enda Páll Oskar engin aukvissi þegar kemur að því að skemmta fólki. Ballið fór í alla staði vel fram og voru nemendur til fyrirmyndar. Slæm umræða myndaðist um störf Nemendafélagsins á dögunum þegar stöðva þurfti dansleik á þeirra vegum og kalla til lögrelgu vegna slagsmála. Slagsmálin færðust síðan út fyrir húsið og héldu lengi vel áfram þar. Talsmaður nemendaráðs sagði að hann teldi þessi ólæti mega skrifast á dyraverði sem voru við störf þetta kvöld en ráðist var að einum dyravarðanna í anddyri hússins. Talsmaðurinn telur að dyraverðir hafi brugðist vitlaust við slagsmál- unum og einnig borið ýktar sögur af dansleiknum. Nemandi, sem var á dansleiknum, sagði að fólk sem væri ekki í skólanum hefði átt upp- tökin að langflestum slagsmálunum þess vegna ósanngjarnt að tala illa um nemendur skólans. Nemendafélagið og nemendur skólans eru yfirleitt til fyrirmyndar og því er mikilvægt að leiðrétta þessar gróusögur. Myndir og texti: Ellert Scheving. DANSINN var stiginn af miklum móð á ballinu. Úlafur Öskar Stefánsson - Nei, ég fylgist lítið með þeim. Ætli Hillary verði ekki forseti. Gísli Jónasson - Já, svolítið. Eg held að sverting- inn verði ekki forset og ekki kona heldur. En hvort maður á áttræðisaldri verði forseti, það er önnur saga. Krístínn Valgeirsson - Nei, bara pínulítið. Ég held að Bandaríkja- menn kjósi ekki konu sem forseta. Ég hitti Banda- ríkjamenn sem voru ekki tilbúnir til þess vegna þess að þeir treysta ekki konu fyrir svo valdamiklu embætti á heimsvísu. Mér finnst líka ótrúlegt að þeir kjósi hörunds- dökkan manna sem forseta þó svo ég hafi ekkert á móti honum. Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir - Nei, fylgist ekki mikið með. Ég vil samt að Hillary vinni vegna þess að konur eru svo góðar í stjórna. Eyjafréttír.is -fréttir milli Frctta Alþjóðleg ráðstefna í tengslum við sögu Tyrkjaránsins Félag um Tyrkjaránssetur í Vest- mannaeyjum hélt aðalfund síðasta laugardag. Þórður Svansson, formaður fé- lagsins, flutti skýrslu stjómar en félagið stóð fyrir viðamikilli dag- skrá sl. sumar en þá voru liðin 380 ár frá Tyrkjaráninu. „í tilefni af þessum atburðum áttum við hlut- deild í sýningu á Listahátíð og stóðum fyrir veglegri vikudagskrá í júlí sem bar upp á sömu vikudaga og atburðimir skelfilegu 380 ámm áður. Meðal dagskráratriða var: Minningarmessa, Tyrkjaránsganga, gjömingur í Dalabúinu, fyrirlestrar og afar vel heppnuð minningarat- höfn við Skansinn sem lauk með þögulli kertafleytingu," sagði Þórður en hann ákvað að hætta sem formaður félagsins en mun áfram sitja í sjóm félasins enda mörg spennandi verkefni fram- undan. Helga Hallbergsdóttir, gjaldkeri félagsins, fór yfir ársreikning þess en rekstartekjur ársins námu 1.321.922 kr. og rekstargjöld fyrir þrifum í stærra samhengi, svo sem þegar horft er til samskipta við útlönd. Nýja nafnið ætti að vísa til víkk- unar á starfsemi félagsins, jafvel á alþjóðavísu þar sem sækja þyrfti til Evrópustyrkja. Fundurinn sam- þykkti síðan að félagið fengi heitið Sögusetrið 1627 - Tyrkjaránssetur í Vestmannaeyjum. Ný stjórn fé- lagsins var kjörin og í henni sitja: Sigurður Vilhelmsson, sem var kjörinn nýr formaður, Þórður Svansson, Kári Bjamason, Ragnar Óskarsson, Helga Hallbergsdóttir, Hallgrímur Rögnvaldsson, Kristján Björnsson, Karl Gauti Hjaltason og Guðbjörg Sigurgeirsdóttir. Hörður Óskarsson var kjörinn skoðunar- maður reikninga. Framundan er spennandi starf en félagið komst á fjárlög 2008 og fær úthlutað 3 milljónum króna á árinu. í framhaldi af styrk IMPRU sem nemur einni milljón króna er stefn- an tekin á alþjóðlega ráðstefnu í tengslum við sögu Tyrkjaránsins í haust. Reynt verður að að fá til 1. 121.329 kr. og er hagnaður ársins því 200.593 kr. Ragnar Óskarsson fór yfir lagabreytingar og bar upp tillögu um að nafni félagsins yrði breytt úr „Félag um Tyrkjaránssetur í Vestmannaeyjum“ í „Sögusetrið 1627“. Þá var lagt til að stjóm fé- lagsins yrði skipuð níu félags- mönnum í stað sjö en fimm manna framkvæmdastjóm færi síðan með NÝ STJÓRN félags um tyrkjaránssetur daglega umsjón félagsins. Nokkrar umræður urðu um þessar lagabreytingar ekki síst breytingu á nafni félagsins. Fram kom að nafnið geti jafnvel staðið félaginu

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.