Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 17.07.2008, Blaðsíða 7

Fréttir - Eyjafréttir - 17.07.2008, Blaðsíða 7
Fréttir / Fimmtudagur 17. júlí 2008 7 Jarðvegsframkvæmdir vegna knattspyrnuhúss - Samið við íslenska gámafélagið án útboðs: Bauð endurskoðun á mínu tilboði -segir fulltrúi Borverks sem var með lægsta tilboðið í verkið - Honum hefur ekki verið svarað og hann bendir á hugsanleg hagsmunatengsl - Ákveðið að leita til aðila innan bæjar, segir framkvæmdastjóri bæjarins en ÍG er skráð í Reykjavík Fréttaskýring Guðbjörg Sigurgeirsdóttir gudbjorg @ eyjafrettir. is Framkvæmda- og hafnarráð Vest- mannaeyja ákvað á fundi þann 25. júní sl. að ganga til samninga við íslenska Gámafélagið um jarðvegs- framkvæmdir vegna fjölnota íþróttahúss sem fyrirhugað er að byggja við Hásteinsvöll. A fundinum gerði Olafur Snorra- son, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, grein fyrir viðræðum við verktaka um fram- kvæmdina og í fundargerð segir að verkið hafi tekið nokkrum breyt- ingum frá því að öllum tilboðum í það var hafnað þann 23. maí 2008. Nýtt tilboð lægra en lægsta tilboðið Ráðið samþykkti að ganga til samninga við Islenska Gámafélagið en tilboð félagsins er að fjárhæð kr. 48.823.900,- og gert er ráð fyrir að verklok verði 20. september 2008 og óbreytt vísitala út verktímann. I fundargerð segir að verkið rúmist innan 50 milljón króna fjárhagsáætl- unar en vegna lagningar bráða- birgðavegar vestan Hásteinsvallar og fleira óskar ráðið eftir aukafjár- veitingu að upphæð 2 milljónir króna á árinu 2008. Sex tilboð bárust í verkið í útboði 29. apríl sl. og öllum hafnað á þeirri forsendu að þau væru langt yfir kostnaðaráætlun. Borverk e.hf. var þá með lægsta tilboð 49.294.000, - eða 42,71% yfir kostnaðaráætlun en kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir 34.540.500,-. Urð og Grjót ehf. var með hæsta tilboðið 66.910.800, eða 93,72% yfir kostn- aðaráætlun. Ráðið fól framkvæmda- stjóra og byggingafulltrúa að skoða aðra kosti í stöðunni og gera ráðinu grein fyrir þeirri vinnu á næsta fundi ráðsins. Athygli vekur að nú er gengið til samninga við íslenska Gámafélagið hf. sem hafði áður skilað tilboði upp á 64.757.500,- og var 87,48% yfir kostnaðaráætlun. Nýtt tilboð frá þeim er 470.100, krónum lægra en Borverk lagði inn þegar útboð fór fram. Við vorum með lægsta til- boðið Sigurður Lyngberg, framkvæmda- stjóri Borverks, er mjög óhress með framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og afgreiðslu ráðsins. „Við vorum með lægsta til- boðið af þeim sem bárust í verkið í útboði en þeim var öllum hafnað þar sem þau voru langt yfir kostnaðar- áætlun. Eg sendi tölvupóst á bæjar- SVÆÐIÐ vestan við Týsheimilið þar sem knattspyrnuhúsið á að rísa. Byrjað er að grafa. skrifstofurnar og bauð þeim að endurskoða tilboð mitt gegn því að þeir breyttu sínum forsendum en það hefur aldrei verið talað við mig,“ sagði Sigurður. Semur við bróður sinn „Sigurjón Pálsson, hjá Teiknistofu ZP, sá um að afla gagna fyrir bæinn og hann fékk alla pappíra enda tilboðið fullgilt í útboðsferlinu." Sigurður segir að Ólafur Snorrason hafi leitað til Brings ehf. og beðið þá að leggja inn tilboð, þó svo að þeir hafi ekki verið með í útboðinu. „Ég veit að þeir skiluðu inn gögnum og hafa ekki heyrt frá bæjaryfirvöldum síðan. Ólafur Snorrason semur síðan við íslenska Gámafélagið hf. og þannig vill til, að bróðir hans, Haf- þór Snorrason, er verkstjóri yfir jarðvinnuhluta fyrirtækisins sem starfrækt er í Vestmannaeyjum," segir Sigurður og hefur nú leitað til lögfræðings þar sem hann telur málið lykta af spillingu. „Ég vildi gjaman vita hvaða for- sendur breyttust þannig að íslenska Gámafélagið gat lækkað sig. Tilboð Islenska Gámafélagsins hf. er tæpum fimm hundruð þúsund krónum lægra en okkar tilboð sem kom fram í útboði. Það segir mér að kostnaðaráætlunin var röng. Og hvaða vegur er þetta sem þarf auka- fjárveitingu fyrir upp á 2 milljónir?" spyr Sigurður og segir að einu svörin sem hann hafi fengið hjá bæjarstjóranum séu þau að menn hafi viljað leita til heimamanna. Staðreyndin sé sú að Islenska Gámafélagið sé með aðsetur í Gufunesi. Er ekki algengt að samið sé við ein- staka aðila um ákveðin verk, ef öll tilboð í útboði eru of há? „Það er mjög sjaldgæft og gerist yfirleitt aldrei hjá ríki og bæjar- félögum. Það gerist stundum hjá einkaaðilum en ekki hjá opinberum stofnunum Ég er mjög ósáttur við þessi vinnubrögð og er að leita réttar míns hjá lögfræðingi. Eyjamenn þurfa að fara passa sig, hvað þeir gera og segja. Þeir geta ekki vaðið yfir allt og alla. Bæjarsjóður er opin- bert fyriræki og þeir verða að fara að lögum.“ Ákveðið að leita til aðila innanbæjar „Það var ákveðið að leita til aðila innanbæjar og við fengum lægra verð en kom fram í útboði," sagði Ólafur Snorrason, framkvæmda- stjóri umhverfis- og framkvæmda- sviðs, þegar hann var spurður um málið. Það munar um ftmmhundruð þús- und krónum á lœgsta tilboði í útboði og svo samningi sem gerður er seinna, er hœgt að réttlœta þetta? „Það vissu allir hvaða tölur komu fram í tilboðinu og það var sam- þykkt að fara þessa leið í fram- kvæmda- og hafnarráði." Hefur ekkert með bróð- urinn að gera Hvaða forsendur breyttust þannig að mögulegt var að semja við Is- lenska Gámafélagið um mun lœgri upphœð en þeir töldu verkið kosta í upphafi? „Það voru í sjálfu sér ekki gerðar miklar breytingar, við ætluðum að sjá um að girða vinnusvæðið af, en sáum svo að eðlilegra væri að verk- takamir sæju sjálfir um þau mál. Einnig eru gerðar auknar kröfur um frágang á lausaefni og það verður sett í gryfjuna við Hásteinsvöll. í útboðsferli var talað um að losa efni en ekki nánar skilgreint." Nú ergert ráð fyrir aukafjárveitingu vegna vegaframkvœmda? „Já, það kom upp eftir á. Vegurinn við Týsvöll er þröngur og þar eru börn á ferðinni og við töldum að þar gæti skapast hætta. Okkur fannst því eðlilegt að skoða hvort ekki væri rétt að búa nýjan veg sem yrði tekinn niður við Þórsheimili þar sem vöru- bifreiðar í þungaflutningum gætu farið um. Þetta eru fyrst og fremst öryggisjónarmið.“ Þið leituðuð til Islenska Gáma- félagsins, nú hefur verið bent á að höfuðstöðvarþess eru í Reykjavík en þið teljið þá til heimamanna ? „Við höfum litið svo á, starfsmenn- irnir búa í Vestmannaeyjum og eru með lögheimili hér. Fyrirtækið er með starfstöð í Eyjum þó svo að lögheimili fyrirtækisins sé í Reykjavík." Bróðir þinn er verkstjóri yfir jarð- vinnslu fyrirtœkisins, það hefur verið gagnrýnt. „Það hefur ekkert með þessa ákvörðun að gera.“ Frístcindaverið: Laus störf í boði Bærinn auglýsir laus störf í frístundaveri næsta vetur og er um- sóknarfrestur er til 25. júlí. Þetta eru 40-50 % störf og ráðningar- tíminn er 20. ágúst 2008 til 5. júní 2009. Starfstími að mestu eftir hádegi. Laun eru samkvæmt kjarasamningum STAVEY og Vestmannaeyjabæjar. Umsóknum skal skila í þjónustuver Ráðhússins. Eldri umsóknir óskast endur- nýjaðar. Eyjar.net: Eyjabönd hita upp fyrir þjóðhátíð Eyjahljómsveitimar Tríkot og Logar munu allar standa í eldlínunni næstu helgi og kynna þjóðhátíð á fastalandinu en allar þessar sveitir munu spila á þjóðhátíðinni í ár. Á laugardagskvöldið á Players í Kópavogi munu Tríkot, Logar og Ámi Johnsen halda uppi fjörinu, og í Vélsmiðjunni á Akureyri mun Dans á rósum leika, svo flestir ættu að geta upp- lifað Eyjastemningu eins og hún gerist best, hvort sem er í höfuðborginni eða í höfuðstað Norðurlands. Eyjar.net greindifrá. Leifur Gunnars: Ókeypis ÍBV-fánar Leifur Gunnarsson hefur í annað skiptið haft forgöngu um að láta útbúa ÍBV- fána. Leifur hefur fengið nokkra aðila til að styrkja framtak- ið og geta allir sem vilja fengið hjá honum ókeypis fána. Síminn er 894-4023.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.