Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 17.07.2008, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 17.07.2008, Blaðsíða 12
12 Fréttir / Fimmtudagur 17. júlí 2008 i IVl’.v ;u»ii)muiw"” fflðiíiffl\ /■<>;,■<) v:>!n / ">/ 196$: tik'ohiU Gk)Im i,\dniiiit 1990: Jxkohis* Gidluc i/.ViWvon 19/0 l\koln\y i 1971 fikol’!' ilnhiPth J*kohi\,\ (iu)l u ij\(lóiiM I V9I HiHAldi ii Jiln BESTIR Frá vinstri: Jón Pétursson, formaður kappleikjanefndar, Gunnar Geir Gústafsson, Örlygur Helgi Grímsson, Karl Haraldsson og Helgi Bragason, formaður GV. Fulltrúi fjórðu kynslóðar kyllinga í Vestmannaeyjum er einnig á myndinni, sonur Örlygs Helga. Vestmannaeyjameistaramótið í golfi: Örlygur Helgi öruggur sigurvegari Viðtöl Sigurgeir Jónsson Sigurge @ intemet. is Meistaramótið í golfi fór fram í síðustu viku. Hófst á miðvikudag hjá öllum öðrum en öldungum sem byrjuðu á fimmtudag. Leiknar voru 72 holur eða fjórir hringir en öld- ungarnir spiluðu aðeins 54 holur eða þrjá hringi. Alls voru kepp- endur milli 70 og 80 þegar barna- og unglingaflokkar eru meðtaldir en 60 skráðu sig til leiks í eldri flokkunum. A miðvikudag, fímmtudag og föstudag var hið ágætasta veður til golfleiks en á síðasta deginum, laugardag, gerði leiðindaveður um hádegi og lá við að ekki væri hægt að ljúka leik vegna bleytu á vell- inum. Urslit urðu þessi í mótinu: Meistaraflokkur karla: 1. Örlygur H. Grímsson 282 h 2. Karl Haraldsson 292 h 3. Gunnar G. Gústafsson 293 h í meistaraflokki voru 13 keppendur og luku tólf þeirra leik. Örlygur tók forystu strax á fyrsta degi og vann nokkuð öruggan sigur. Stefndi lengi vel í að hann spilaði hringina fjóra undir pari vallarins, sem er 280 högg en slæm sprengja á þeirri 16. gerði þær vonir að engu. Meistarinn frá síðasta ári, Gunnar Geir Gústafsson, mátti sætta sig við þriðja sætið. Þetta er í sjötta sinn sem Örlygur verður Vestmannaeyjameistari. Oftast allra varð Sveinn Arsælsson meist- ari, eða 14 sinnum. Haraldur Júlíusson varð átta sinnum meistari og Júlfus Hallgrímsson hefur unnið titilinn sex sinnum eða jafnoft og Örlygur. 1. flokkur karla: 1. Gunnar B. Viktorsson 313 h 2. Vignir Stefánsson 316 h 3. Gunnar Þór Pálsson 316 h Sextán keppendur hófu leik í I. flokki og luku þrettán þeirra leik. Gunnar Berg hafði forystu eftir tvo daga en missti hana á þriðja hring og fyrir vikið varð keppnin nokkuð spennandi á síðasta degi. 2. flokkur karla: 1. Ágúst Ómar Einarsson 334 h 2. Amsteinn I Jóhannsson 338 h 3. Gunnar Þ. Guðjónsson 350 h -en þetta er í 6. sinn sem hann vinnur þann titil Markmiðið að spila undir parinu Örlygur Helgi Grímsson er Vestmannaeyjameistari 2008. Var þetta erfitt? „Nei, ég get ekki sagt það. Eg var að slá vel þrátt fyrir að vera ekki í mikilli æfingu. Það var einna helst á síðasta deginum sem þetta var erfitt vegna vcðurs, mér tókst ekki að halda ein- beitingunni og þetta var orðið hálfgert kæruleysi í restina.“ Þetta er í sjötta sinn sem þú hampar þessum titli. Sveinn Ársælsson varð 14 sinnum meist- ari. Frtu citthvað að pæla í að reyna að slá það met? „Það væri nú alls ekki leiðinlegt en mér sýnist nokkuð langt í land með það og kannski rétt að stefna frekar að því að slá Halla Júl. við en hann vann þetta átta sinnum. Annars hefur markmiðið hjá mér alltaf verið það aðallega að ná að spila hringina fjóra undir pari og það hefur aldrci tekist. Eg átti góða möguleika á því á laugardag en kæruleysi á þeirri 16. eyðilagði þann möguleika. Þetta er búið að vera markmið hjá mér nokkuð lengi og það skiptir mig engu þótt aðrir spili betur en ég ef ég næ því. Kannski tekst það á næsta ári,“ sagði Örlygur Helgi að endingju í viðtali við Fréttir. ÖRLYGUR HELGI, sex sinnum Vestmannaeyjarmeistari. Skemmti- legast að spila í mótum Kvennagolf hefur lcngst af átt erfitt uppdráttar í Eyjum. Þó svo að allmargar konur stundi golf, eru þær yfirleitt sárafáar sem mæta í mót og þátttakendur úr þeirra hópi í meistaramótinu hefur mátt telja á fingrum ann- arrar handar hin síðari ár. Að þessu sinni tóku aðeins tvær konur þátt í öldungaflokki og sig- urvegarinn, Katrín Magnús- dóttir, hefur unnið þann flokk undanfarin fjögur ár. En af hverju taka ekki fleiri konur þátt í mótum hér? „Ég bara skil það ekki. Mér flnnst mjög gaman að spila golf, fer hring nánast á hverjum degi, en flnnst langmest gaman að taka i' 1,'iiunir --- IOO? [l‘M hkobji _ "n>íifl 1 U>/mj GijB r .Rk. SIGURVEGARINN í öldungaflokki, Katrín Magnúsdóttir og Hrefna Sighvatsdóttir. Konur hafa ekki fjölmennt á meistaramót seinni ára hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja þátt í mótum, bæði hér heima og svo uppi á landi. Það er mikill misskilningur að fólk þurfl að vera einhverjir snillingar til að taka þátt í meistaramótinu. Við Hrefna erum hvorug einhverjir snillingar, flnnst bara gaman að vera með og ég skora á konur í GV að hætta þessari hlédrægni og vera með í fleiri mótum en bara Hatta- og kjólamótinu,“ sagði Katrín. Níu keppendur hófu leik í 2. flokki en aðeins sex sem luku leik. Ágúst Ómar hafði forystu allan tímann í þessum flokki en Am- steinn saxaði nokkuð á hana á tveimur seinni hringjunum. 3. flokkur karla: 1. Tryggvi K. Ólafsson 385 h 2. Jóhannes Þ Sigurðsson 389 h 3. Óðinn Kristjánsson 389 h Aðeins voru þrír keppendur í 3. flokki og skiptust þeir á um for- ystuna nær allan tímann enda mjótt á mununum þegar upp var staðið. Telpnaflokkur 14-15 ára: 1. Sigríður L. Garðarsdóttir 361 h Sigríður Lára var eina stúlkan sem þátt tók í meistaramótinu, spilaði með strákum úr 1. og 2. flokki og náði mjög góðu skori. Yngri flokkur drengja: 1. Jón Ingason 84 h 2. Þorkell R Sigurjónsson 102 h 3. Sindri Jóhannsson 113 h Drengirnir léku tvisvar sinnum níu holur og Jón var nokkuð ör- uggur sigurvegari. Tólf hófu leik í drengjaflokki en aðeins átta sem luku keppni. Öldungaflokkur kvenna: 1. Katrín Magnúsdóttir 301 h 2. Hrefna Sighvatsdóttir 337 h Aðeins þessar tvær tóku þátt í öldungaflokki kvenna og er þetta fjórða árið í röð sem Katrín sigrar í þeim flokki. Öldungar, 70 ára og eldri: 1. Einar Ólafsson 267 h 2. Gísli H. Jónasson 307 h 3. Einar M. Erlendsson 328 h Fjórir hófu leik í 70 ára flokknum en einn heltist úr lestinni. Gísli hafði forystu eftir fyrsta hringinn en síðan sýndi Einar Ólafsson mátt sinn og megin og sigraði nokkuð örugglega. Öldungar, 55-69 ára: 1. Hallgrímur Júlíusson 240 h 2. Haraldur Júlíusson 262 h 3. Ragnar Þ. Baldvinsson 266 h Öldungar, með forgjöf: 1. Hallgrímur Júlíusson 219 h 2. Gunnar K. Gunnarsson 225 h 3. Ragnar Þ Baldvinsson 230 h Þetta var fjölmennasti flokkurinn á mótinu, 18 keppendur en þrír luku ekki keppni. Hallgrímur Júlíusson var í nokkrum sérflokki eins og sjá má af skorinu, lék hringina þrjá á 81-79-80.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.