Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 17.07.2008, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 17.07.2008, Blaðsíða 9
Frcttir / Fimmtudagur 17. júlí 2008 9 RAGNAR við Brandenburgarhliðið í Berlín. RAGNAR með tveimur strákum sem hann kynntist í ferðinni. BJÓRINN var teygaður með einni brjóstgóðri í Miinchen. ÞEIR eru víða lundahausarnir. GÓÐRA vina fundur, Ragnar og Atli Eðvalds. hefð fyrir bjómum sem vakti athygli hans hvað mest. „Miinchen er nú eiginlega höfuðborg bjórsins og ég smakkaði ófáar tegundimar þar. Eg fór í magnaða skoðunarferð um borgina þar sem kynnirinn sagði okkur allt um hana. Ferðin skiptist í tvo hluta. Fyrri hlutinn snerist algerlega um seinni heims- styrjöldina sem lék Þjóðverjana grátt og seinni hlutinn var bara um bjór sem mér leiddist að sjálfsögðu ekki. Eg kunni ofboðslega vel við mig í Miinchen. Dvöl mín þar lengdist svolítið og þræddi ég alla bjórgarðana og skoðaði mig um.“ Inn í miðja Alpana Ragnar fór frá Munchen með lest til Interlagen í Sviss sem er lítill bær í miðjum Ölpunum og þykir mikið augnakonfekt. „Interlagen er rosalega fallegur bær og þar er ofboðslega þægilegt að vera. Allir era mjög vingjam- legir og það minnir mann örlítið á Vestmannaeyjar. Þar gisti ég á elsta gistiheimili sem til er í heiminum. Þar fór ég í Paragliding þar sem maður svífur á eins konar fallhlíf. Eg sveif um Aipana og yfir bæinn. Eg vildi nú samt fá meira fjör í þetta og þá bað ég stjómandann að gera smá rússibana úr þessu og það var bara gaman. Eg fór einnig á kajak og reri um eitt vatnið. Eg fór alltof langt út og það byrjaði að gera leiðinlegt veður. Það var ekkert spes því ég var á nærbux- unum einum klæða en það bjarg- aðist fyrir horn.” Austurríki og kvik- myndahátíðin í Cannes Ragnar fór frá Sviss yftr landa- mærin til Austurríkis stoppaði á tveimur stöðum þar. Byggingalistin í Salzburg hreif hann mikið en frá Austurríki fór hann og hitti kvik- myndastjömumar í frönsku borg- inni Cannes. „Eg fór frá Sviss til Austumkis og stoppaði í Inns- bruck. Þar var nú íslenskt veður, rigning og rok. Það hafði voðalega lítil áhrif á mig og ég skoðaði borgina vel. Frá Innsbruck fór ég til Salzburg sem mér finnst alveg gríðarlega falleg borg. Var gaman að sjá gömlu byggingamar sem eru byggðar inn í bergið og eru alveg hrikalega flottar Eg fékk ágætis veður þar og í Salzburg er margt að sjá. Eftir að ég hafði skoðað Salzburg var ætlunin að að fara til Vínar en þá áttaði ég mig á því að kvik- myndahátíðin í Cannes var í fullum gangi. Þar sem ég er mikill kvik- myndaaðdáandi ákvað ég bara að skella mér þangað. Ég tók lest eld- snemma um morguninn og tók sú ferð þrettán tíma. Ferðin tók nú aðeins lengri tíma en ég hafði ætlað því ég fór út á kolvitlausum stað. Ég veit ekki enn hvað bærinn heitir þar sem ég fór út. Ég fann enga lest og byrjaði að leita mér að gistingu. En það var hægara sagt en gert því hvert sem ég fór þá var horft á mig, dauðþreyttan unglinginn í rifnum gallabuxunum, og sagt: „Not for you“. Sama hvert ég fór. Fyrir mikla heppni hitti ég gamlan kall sem talaði ekki eitt einasta orð í ensku en hann bjargaði mér með gistingu. Daginn eftir fór ég í lest til Nice í Frakklandi og fann mér þar gisti- heimili. Ætlaði svo að fara til Cannes með lest þar sem ég ætlaði að eyða deginum. Þegar ég kom á lestarstöðina var alger bilun í gangi. Lestarstjórarnir voru á leiðinni í verkfall og það ætlaði allt um koll að keyra á stöðinni. Allir reyndu að komast með og þá lá við slags- málum. Þá sneri ég nú við til Nice, fór aftur á gistiheimilið og hitti þar Astrala. Við fórum daginn eftir til Cannes. Þar fóram við á Indiana Jones og skemmtum okkur svakalega vel.“ Ragnar skildi við Astralann, hélt til Monaco og náði Formúlunni. Keppnisbrautin í Monaco er ein sú besta í heiminum og er fræg fyrir það hversu erfið hún er. Ökumenn- imir þurfa að keyra í gegnum þröng stræti borgarinnar og þar er nánst ómögulegt að taka fram úr. „Ég var ákveðinn í að reyna að ná formúlunni og fór á upplýsinga- miðstöð til að athuga hvort einhver tjaldstæði væru í Monaco. Að sjálf- sögðu var allt upptekið svo ég reyndi að fá gistingu í Nice. Þar var allt fullt. Ég tók því bara sénsinn og fór og náði að sjá Formúluna. Ég fylgdist einnig með tímatökunni sem var mjög skemmtilegt. Ég branaði svo með lest til Mílanó því ég vissi að ég myndi ekki fá gist- ingu í Monaco.” Sniðgekk páfann Ragnar hélt í langt og erfítt ferða- lag til Mfíanó með lest og tók það eina þrettán klukkutíma. Hann fékk inni á gistiheimili í afar skugga- legu hverfí. „Ég verð að viðurkenna að mér leið ekkert sérstaklega vel þegar ég gekk þarna um á kvöldin. Ég stoppaði í Mílanó í tvo daga og skoðaði mig um. Það var virkilega gaman. Á gistiheimilinu hitti ég reyndar dreng sem hafði verið á sama gistiheimili og ég í Austurríki. Við ákváðum að fara til Feneyja en þar var gríðarlega erfítt að fá gistingu og alveg hrikalega dýrt að vera. Við leituðum að gistingu í nokkuð langan tíma og fengum að lokum. Daginn eftir notuðum við til að skoða okkur um. Fórum svo til Rimini á ströndina og þar var bara slappað af. Róm var næsta stoppistöð og ég var þar í fjóra daga. Ég fékk gist- ingu eftir nokkra leit og fór svo að skoða mig um. Þegar ég kom að Vatíkaninu var páfinn að lesa yfir Rómarbúum. Ég hafði nú engan áhuga á honum og kom mér inn í Vatíkanið án þess að lenda í nokkurri biðröð. Grikkland skrýtið og Austur-Evrópa ennþá skrýtnari Þegar langt var liðið á ferðina ákvað Ragnar að færa sig til Austur-Evrópu og kom við í Grikk- landi, Tyrklandi, Rúmeníu og Tékklandi. Hann segir að í þessum löndum séu menn gríðarlega ágeng- ir í að sníkja af fólki peninga. „Ég hafði verið varaður við þessu áður en ég fór þangað. Það sem var þó skrýtnast var þegar landamæra- verðimir í Austur-Evrópu voru að skoða vegabréfið mitt. Þeir vissu ekkert hvað ísland var og hvað þá Vestmannaeyjar. Ég sýndi þeim kort af Evrópu í gríð og erg til að reyna að sanna fyrir vörðunum að ísland væri til.“ Ragnar endaði síðan þessa miklu reisu á að fara aftur til Þýskalands en hann stoppaði í Diisseldorf til að hitta Atla Eðvaldsson. Þar hvíldi Ragnar lúin bein og horfði á úrslitaleik Evrópukeppnarinnar í mikilli stemmningu með Þjóðverj- unum. Seinasta stoppið var síðan í Amsterdam þar sem hann hitti vinafólk sitt og fór á stórtónleika með Radiohead sem er líklegast stærsta hljómsveit í heiminum í dag. Frá Ámsterdam fór Ragnar til Kaupmannahafnar og flaug þaðan heim til Islands. Þar með lauk þessari mögnuðu ferð Ragnars. Lærði að treysta á sjálfan sig Ragnar segist hafa lært mikið á ferðalagi sínu um Evrópu og aðal- lega lært inn á sjálfan sig. Hann lærði að treysta á sjálfan sig og að- spurður hvort hann vildi breyta ein- hverju varðandi ferðina sagðist hann ekki vilja breyta neinu. „Ég lærði að treysta á sjálfan mig þvf ég var bara einn á flakki, það var enginn til að hjálpa mér og ég varð að treysta á eigið innsæi. Það er nú líka einu sinni þannig að maður lærir að lifa öðruvísi. Þú þarft að spara, bjarga þér um mat einn og passa allt dótið þitt og svoleiðis. Það er svolítið öðruvísi en að vera heima í faðmi foreldranna." Ragnar Þór geislar af lífsgleði og ævintýraþráin skín úr augum hans, allir þeir sem honum kynnast eiga erfitt með annað en að hrífast af honum og lífsgildum hans. Það var Ragnari líkt að halda í svona reisu og óhætt era ð segja að hann hafi tekið Evrópu með trompi. „Eg verð að viðurkenna að mér leið ekkert sérstak- lega vel þegar ég gekk þarna um á kvöldin."

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.