Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 17.07.2008, Síða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 17.07.2008, Síða 8
8 Fréttir / Fimmtudagur 17. júlí 2008 Að taka Evrópu með trompi -Ragnar Þór Jóhannsson segir frá tveggja mánaða ferð sinni um tólf Evrópulönd í viðtali við Ellert Scheving Viðtal Ellert Scheving Ellert@ eyjafrettir.. is Ragnar Þór Jóhannsson er Eyja- maður sem í vor lét draum sinn um lestarferðalag um Evrópu verða að veruleika. Hann er nýkominn heim eftir ævintýralega ferð sem stóð í tvo mánuði. Hann var einn á ferð og heimsótti tólf lönd. Hann er í skýjunum með ferðina sem gekk vel nema þegar hann komst í kynni við vegabréfaeftirlit í fyrrum aust- antjaldslöndum. Blaðamaður Frétta, Ellert Scheving, greip Ragnar Þór glóðvolgan og fór yfír það helsta sem á daga hans hefur drifið síð- ustu tvo mánuði. Byrjaði á sjó fimmtán ára Ragnar Þór er fæddur 5. október árið 1988, hann er sonur Jóhanns Ragnarsonar og Júlíu heitinnar Bergmannsdóttur. Hann á systurina Berglindi. Ragnar hefur stundað sjómennsku síðan hann var fimm- tán ára. „Ég byrjaði á sjó þegar ég var fimmtán ára, fór tvo túra á Narfa VE. Eftir það fór ég einn túr á Frá VE og stuttu eftir það fékk ég fast pláss á Gullberginu hjá honum Eyjólfi. Þá var ég orðinn sexlán ára,“ sagði Ragnar. Honum líkar sjómennskan vel og segist hafa lært mikilvægar lexíur á sjónum. „Mér líður afskaplega vel á sjó og þar lærði ég að vinna. Einnig öðlast maður það hugarfar að það þarf að vinna fyrir peningunum á sjónum." Langaði að skoða heiminn Ragnar ákvað í vetur að nú væri tími til kominn að skoða heiminn örlítið. Hann lagði af stað f Evrópu- reisu í maf síðastliðnum, ferðaðist í rúma tvo mánuði, einn á báti og heimsótti alls tólf lönd. Það þarf mikið hugrekki til að leggja í svona ferð eins sín liðs en það var ekki mikið mál fyrir Ragnar sem er fullur af ævintýraþrá. „Mig langar að skoða heiminn, það er svo margt sem er hægt að skoða fyrir utan ísland. Þetta er líka kjörinn tími til að fara þegar maður er enn ungur, vitlaus og ekkert bundinn. Éf maður hefur tækifæri til að fara þá á maður að grípa það. Það er svo margt að skoða um allan heim.“ Lagði af stað með bakpoka og lestarmiða Ragnar ákvað við undirbúning ferðarinnar að vera ekkert að flækja hlutina, láta kylfu ráða kasti þegar á hólminn var komið. Þeim sem þekkja til Ragnars kemur þetta verulega lítið á óvart. „Ef ég segi nú alveg eins og er þá var ég ekki með neitt plan, þetta var allt frekar óskipulagt. Ég flaug út með lestar- miða og bakpoka sem innihélt að- eins nokkrar flíkur." Ragnar byrjaði ferðina í Kaup- mannahöfn og þaðan hélt hann til Þýskalands. I Hamborg beið hans óvæntur atburður. „Ég var eina nótt í Kaupmannahöfn og svo þurfti ég að ferðast til bæjar sem heitir Rödby. Þaðan gat ég tekið lest til Hamborgar. Þegar ég var kominn til Rödby fann ég þessa blessuðu lest sem á stóð Hamburg. Ég steig upp í hana og var alveg pottþéttur á að þetta væri lestin. Hún fór af stað og mér til mikillar undrunar fór lestin beint inn í ferju. Mér brá allsvaka- lega þegar ég sá hvert lestin stefndi og hálfógvænlegt að keyra svona beint inn í ferjuna. En þá var ég bara kominn á ferjuna og var á leiðinni yfir til Þýskalands. Þetta var hins vegar alveg magnað að fara með lest inn í skip því aldrei hafði ég séð svona né heyrt um.“ Hamborg skemmtileg þó enginn tali þar ensku Ragnar fetaði í fótspor Bítlanna á ferð sinni og hóf reisuna í Ham- borg. Þar voru Bítlamir að stíga sín fyrstu skref fyrir u.þ.b. 45 árum. Hamborg heillaði Ragnar sem var þó í smávegis vandræðum með samskipti við heimamenn. „Hamborg er mjög flott og skemmtileg borg og aðeins öðruvísi en flestar stórborgir. Það fyrsta sem ég gerði var að leita mér að tjald- stæði og ég þurfti að fara aðeins út fyrir bæinn til að finna það. Ég átti nú í smá erfiðleikum með að finna það. Ég ákvað að biðja nokkra heimamenn um að vísa mér veginn en enginn talaði ensku og enginn gat hjálpað mér. Ég byrjaði þá bara að tala íslensku við fólkið og þá byrjaði það allt í einu að tala ensku. Sýndi mér hvar tjaldstæðið var. Það var hreinlega eins og fólkið nennti ekki að tala ensku því ég var búinn að spyrja það hvort það talaði ensku og fólkið svaraði neitandi.“ Eftir stutt stopp í Hamborg lá leið Ragnars til höfuðborgar Þýskalands, Berlínar, þar sem Ragnar kynnti sér mikla og átaka- sama sögu borgarinnar. „Eg fór frá Hamborg til Berlínar og þá gisti ég í fyrsta skipti á gistiheimili. Var í herbergi með þrettán manns þar sem meirihlutinn var Kínverjar. Þar kynntist ég strák frá Ameríku sem ég skoðaði borgina með. Við skoðuðum hana vel í tvo daga og kynntum okkur sögu borgarinnar sem mér þykir mjög áhugaverð. Það er magnað að sjá hvemig hún hefur rifið sig upp úr svo miklum hörmungum og gaman að sjá hvað þessi borg blómstrar í dag.” Miinchen, höfuðborg bjórsins Ragnar fór frá Berlín til Miinchen og fannst margt áhugavert við þá borg. Einkum var það þó hin mikla „Þetta er líka kjörinn tími til að fara þegar maður er enn ungur, vitlaus og ekkert bundinn. "

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.