Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 31.07.2008, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 31.07.2008, Blaðsíða 4
4 Fréttir / Fimmtudagur31.júlí 2008 Blogghelmar Eyjamaður vlkunnar: Búkolla baular á Netinu: ✓ Arni Johnsen íhugar Ámi Johnsen íhugar að fara í mál við Agnesi Bragadóttur blaða- mann ,sem lét hafa eftir sér ýmis ófögur orð um Áma. Ég hef hlust- að nokkmm sinnum á Agnesi í þættinum Islandi í bítið á Bylgjunni. Ég þekki konutetrið ekki nokkum skapaðan hlut en hún virkar á mig eins og hún sé að reyna að vera röff töff en mistekst það alveg hrapallega. Við virðumst vera að stefna í sömu átt og Kaninn. Fólk er lögsótt fyrir alla skapaða hluti þannig að fólk þorir hvorki að tjá sig né skipta sér af öðmm. Nema kannski á blogg- inu. En kannski hittir Ámi jafnoka sinn í Agnesi því hann hefur verið óspar á að láta í ljós skoðanir á mönnum og málefnum. Ég man samt ekki eftir að hann hafi sagt öðmm opinberlega að halda kjafti. En Agnes kemst ekki með tærnar þar sem Ámi hefur hælana í að skemmta fólki í brekkunni í Herj- ólfsdal. Þar er hann enn kóngurinn. http://bukollabaular.blog.is/blog/bu kollabaular/ Þorbjörn Andrason: Mettúr á Guðmundi VE Þá erum við komnir inn til Þórs- hafnar og er bræðslulöndun hafin. Þessi túr sem nú er á enda er alger mettúr á þessu skipi frá komu þess til Islands. Við erum með rúmar 100 milljónir í aflaverð- mæti og er það makríllinn sem gerir gæfumuninn. Menn em auðvitað ánægðir með árangurinn en túrinn hefur ekki verið langur höfn í höfn. Allt útlit var um miðjan túr að hann mundi enda skjótlega vegna bilunar en allt kom fyrir ekki því vélstjóramir héldu drallinu gangandi. Við reyndar þurftum að skjótast inn til Eskifjarðar til að fá viðgerð á trolli. Við fengum tertur við komuna til Þórshafnar í kvöld, bæði vegna aflans sem fer í nýbyggða frysti- geymslu ísfélagsins og síst og ekki síðar meir vegna þess gífurlega aflaverðmætis sem skipið er að bera að landi. Nú má álið fara að passa sig því ef áfram heldur þá mun sjávarút- vegurinn taka álrisana í nefið. Við skulum ekki gleyma hvaðan gullið kemur og á þessum tímum fallandi gengis að það er sjávarútvegurinn sem er máttarstólpi íslensks hag- kerfis og hefur byggt upp það þjóðfélag sem við þekkjum í dag. Islenskum sjómönnum ber margt að þakka. http://www. 123. is/tobbivilla Frábær tilfinning en var gráti nær Kristján Þór er Eyjamaður vikunnar. Sjaldan eða aldrei hefur spennan verið meiri á íslandsmeistaramótinu í golfi en á mótinu í ár sem lauk í Vestmannaeyjum á sunnudaginn. Þar stóð ungur maður, Kristján Þór Einarsson, uppi sem Islandsmeist- ari. Eftir umspil við Heiðar Davíð Bragason og Björgvin Sigurbergs- son stóðu þeir jafnir, Kristján Þór og Heiðar Davíð. Þá varð að grípa til bráðabana þar sem Kristján hafði sigur eftir tvær holur. Islandsmeistarinn á ættir að rekja til Eyja. Móðir hans, Hrafnhildur K. Kristjánsdóttir, sem er látin, var dóttir þeirra Margrétar Ólafsdóttur og Kristjáns Sigurjónssonar. Bjó Kristján Þór um tíma í Eyjum með móður sinni og er hann Eyjamaður vikunnar. Nafn: Kristján Þór Einarsson. Fæðingardagur: 11. janúar 1988. Fæðingarstaður: Reykjavík. Fjölskylda: Einar Páll faðir minn, Erlendur og Steingrímur bræður mínir og svo á ég tvær systur sem heita Rakel Dögg og Hrefna. Draumabíllinn: Svona Camaro bíll eins og er í Transformers myndinni. Uppáhaldsmatur: Lambalærið og pönnukökurnar hennar Maju frænku. Versti matur: Fiskisúpa. Uppáhalds vefsíða: Þær eru margar, en ég kíki mikið á kylf- ingur.is og einnig fotbolti.net. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Bara flest öll tónlist, ég get hlustað á hvað sem er. Aðaláhugamál: Golftð finnst mér náttúrulega lang skemmtilegast að gera en síðan er alltaf gaman að kíkja í útilegur með góðum vinum. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Engan sérstakann svo sem, en mig langar rosalega til að hitta Tiger og félaga einhvern tíman. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Feneyjar. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Ég held mikið uppá Ian Poulter vegna þess hversu vel hann er klæddur á golfvellinum alltaf. Síðan á ég mér 3 uppáhalds félög og það eru Golfklúbburinn Kjölur, HK og ÍBV að sjálfsögðu. Ertu hjátrúarfullur: Nei, get ekki sagt það. Stundar þú einhverja aðra íþrótt: Ég sprikla aðeins með í fótbolta svona inn á milli. Uppáhaldssjónvarpsefni: Family Guy, Prison Break og Heroes standa upp úr hjá mér. Hvenær byrjaðir þú að æfa goif: Sumarið 1998. Hvers vegna golf: Bara, það er frábært sport, þú þarft að gefa þig 100% f þetta ef þú vilt geta eitthvað og svo krefst þetta líka svo mikillar þolinmæði að ná árangri. Maður þarf að vera í þokkalega góðu formi til að geta spilað mikið golf, hausinn þarf að vera í lagi og svo þarf maður líka að vera nokkuð agaður til að geta staðið einn á vell- inum að vera að æfa sig en ekki alltaf með einhverja félaga með sér. Hvernig leið þér þegar úrslitin voru Ijós: Mér leið alveg frábær- lega vel og ég var gráti næst. Hvað hefur þú unnið marga titla á ferlinum: Sem einstaklingur þá er þetta minn 3. Islandsmeistara- titill, ég á tvo titla sem fslands- meistari í holukeppni unglinga árin 2005 og 2006. Og síðan hef ég orðið íslandsmeistari í Sveitakeppni 6 sinnum, 4 sinnum í unglinga- flokki og svo 2 sinnum í 1. deild karla 2005 og 2006. Á hvað stefnir þú í framtíðinni í golfinu: Ég stefni á atvinnu- mennsku í framtíðinni og ég er svona ennþá að skoða málin hvað ég geri í haust, mig langar til að fara í Qualifying school fyrir Telia mótaröðina í Svíþjóð bara svona tii að sjá hvar maður stendur. En í framtíðinni stefni ég ótrauður á Evrópumótaröðina. Eitthvað að lokum: Ég vil þakka Vestmannaeyingum kærlega fyrir frábæra viku þó veðrið hefði mátt vera betra. Æftngin skapar meist- arann. Matgazðingur vikunnar: llmandi karrý og kókos Fiskisúpa Daða fyrir sex manns Ilmandi af karrý og kókos 1 ltr vatn 1 dl hvítvín Lítill blaðlaukur - græni hlutinn 1 -3 gulrætur 2 msk. tómatmauk. Ein lítil dós. 1 sellerístilkur hvítlauksgeiri 2 tsk. Madras karrýduft 2 stk. fiskiteningar 4 stk. súputeningar (Maggi) 2 dl rjómi 1 dós kókósmjólk salt - pipar smjörbolla eða sósujafnari humar- rækjur-hörpuskel-lax-ýsa- lúða, fer eftir smekk 1 rauð paprika í teningum l/2 búnt steinselja Grófsaxið grænmetið, steikt í smjöri + karrý og tómatmauk. Sett í pott með vatni, hvítvíni (ekkert mysu kjaftæði), teningum og hvít- Daði Garðarsson er matgœðingur vikunnar. lauk. Soðið í 15 mín. Bæta í kókosmjólk, salti, pipar og rjóma. Fiskurinn, paprikan og steinseljan sett í og soðið í 2-3 mín. Borið fram með snittubrauði með hvítlauk, smjöri og pestó. Smakka á meðan eldun stendur yftr, hvort þurfl að bæta við teningum, salti og pipar. Einnig er mjög gott að drekka restina úr hvítvínsflöskunni meðan á mat- seldinni stendur. Vínið sem ég mæli með að sé dreypt á með súpunni, er freyðivín frá Spáni sem heitir Castillo Perelada Seco (Ljóssítrónugult. Létt fylling, hálfsætt og ferskt með frískan sítrus, ljósan ávöxt og reykjar- og olíutóna). Verði ykkur að góðu Eg skora á Gísla Magnússoti ökukennara með meiru á teflafram nœstu uppskrift. Gítartónleikar Þýskir gítarmeistarar leika klass- íska tónlist í Aðventkirkjunni föstu- daginn 8. ágúst kl. 20:00. A efnisskránni eru m.a. verk eftir Weber, Sor, Grieg, Zenamon, Petit, Rossini, Giuliani, enska lútu- leikarann J. Johnson, Vivaldi, ungverskir og rúmenskir dansar, þjóðlög í útgáfu Bartóks, og banda- ríska gítarleikarans A. York. Andreas van Zoest kennir gítar og samspil við Kreismusikschule í Ostholstein í Þýskalandi.Hann stjómar Aranjuez gítarhljómsveitin- ni og er meðlimur við Aranjuez gítarkvartetinn. érnað hcilla Á laugardaginn gengu í hjóna- band Guðný Sigurmundsdóttir og Tryggvi Hjaltason. Athöfnin fór fram í Landakirkju og Snorri Oskarsson gaf brúðhjónin saman. Mynd Helgi Georgsson. Nýfozddir Eyjamcnn: Þann 8. júní 2008 eignuðust Hrund Gísladóttir og Guð- mundur Oli Sveinsson son, sem var 15 merkur og 53 cm við fæðingu. Hann hefur verið skírður Sindri. Á myndinni er hann í fangi bræðra sinna Gísla Snæs og Nökkva. Þann 25. janúar sl. fæddist, á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja, drengur sem hefur hlotið nafnið Gústaf Logi. Hann var 3.720 gr og 52 cm. Foreldrar Gústafs Loga eru Gunnar Geir Gústafsson og Freyja Kristín Rúnarsdóttir. Með honum á myndinni eru bræður hans, Ágúst Marel 9 ára og Andri Snær 2 ára. Fjölskyldan er búsett í Vestmannaeyjum. Kirkjur bazjarins: Landakirkja Föstudagur 1. ágúst Kl. 14.30. Setning Þjóðhátíðar í Herjólfsda. Lúðrasveit Vestmannaeyja spilar og Kór Landakirkirkju syngur undir stjóm Guðmundar H. Guðjónssonar. Sr. Guðmundur Öm flytur hugvekju. ATH. Engin messa verður sunnu- daginn 3. ágúst. Miðvikudagur 6. ágúst Kl. 11.00. Helgistund á Hraunbúðum. Viðtalstímar prestanna eru þriðju- daga til föstudaga 11.00 og 12.00. Hvítasunnu- kirkjan Allir velkomnir á kotmót í Kirkju- lækjarkoti. Guðs friður veri með ykkur öllum. Aðventkirkjan Laugardagur Vertu velkominn að rannsaka með okkur Biblíuna kl. 10:30. Sérstök dagskrá fyrir bömin. Sjáumst!

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.