Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 31.07.2008, Blaðsíða 23

Fréttir - Eyjafréttir - 31.07.2008, Blaðsíða 23
Fréttir / Fimmtudagur 31. júlí 2008 17 Knattspyrna - Fyrsta deild karla ÍBV 4 - Pór 1 Stjarnan 1 - ÍBV 0 Spenna í toppbaráttuna EYJAMAÐURINN Augustine í hörkuslag í leiknum gegn Stjörnunni. Mynd fotbolti.net. Þór var léttur biti fyrir Eyjamenn þegar liðin mættust á Hásteinsvelli. Endaði leikurinn 4:l sem var vel sloppið fyrir lánlausa norðanmenn. Eyjamenn mættu svo Stjömunni á þriðjudaginn og þar urðu Eyjamenn að lúta í gras. Töpuðu l :0 og nú er komin spenna í toppbaráttuna í 1. deildinni. Eftir sannfærandi sigur gegn Þór á heimavelli hefði lið ÍBV átt að vera til alls líklegt. Með sigri hefði liðið komist í vænlega stöðu. Það voru þó Stjömumenn sem fóru með sigur af hólmi í þessum bragðdaufa leik með marki sem kom tæpum fimm mín- útum fyrir leikslok. Það sem verra er að Selfyssingar bám sigurorð af KA á heimavelli 2:1 og því hafa Eyjamenn aðeins þriggja stiga forskot á toppnum. Það var rjómablíða í Garðabænum og aðstæður til knattspymuiðkunar vom til fyrirmyndar nema það að leikurinn fór fram á gervigrasi sem ætti auðvitað ekki að líðast yfir sumartímann á íslandi. Leikurinn fór fjörlega af stað og skiptust liðin á að sækja þó svo að engin alvarleg hætta hafi skapast. Eyjamenn björguðu þó á línu eftir vel útfærða homspymu Stjömunnar. Einnig átti Atli Heimisson hættu- legan skalla sem fór rétt yftr mark Garðbæinga. Það var fátt annað markvert sem gerðist í fyrri hálfleiknum sem einkenndist af miklu miðjumoði. í seinni hálfleik var það sama uppi á teningnum, liðin skiptust á að halda boltanum en ekkert gott færi gafst. Stjömumenn náðu hins vegar undir lokin að skora úr sínu eina færi og eftir sátu Eyjamenn eftr með sárt ennið. ÍBV er sem fyrr á toppi deildar- innar en eftir þetta tap þá munar aðeins þremur stigum á ÍBV og Selfossi. Stjörnumenn verma síðan þriðja sætið og em sjö stigum á eftir Eyjamönnum. Byrjunarlið ÍBV: Albert Sævars- son, Amór Eyvar Ólafsson, Anton Bjarnason, Andri Ólafsson, Bjami Hólm Aðalsteinsson, Andrew Mwesigwa, Augustine Nsumba, Bjarni Rúnar Einarsson, Pétur Runólfsson, Matt Garner, Atli Heimisson. Varamenn: Guðjón Magnússon, Bjarnólfur Lárusson, Yngvi Borgþórsson, Egill Jóhannson, Ingi Rafn Ingibergsson. Eftir að hafa lent undir á fyrstu mínútunum í leiknum gegn Þór tóku Eyjamenn öll völd á vellinum og var staðan 2:1 í hálfleik. I seinni hálfleik lögðust Eyjamenn aðeins aftar á völlinn og sóttu hratt þegar færi gafst. Þessar skyndi- sóknir báru góðan árangur því Eyjamenn skomðu á 62. mínútu en þar var að verki Andri Ólafsson sem skoraði með skalla eftir frábæra sendingu frá Andrew Mwesigwa. Eyjamenn sóttu svo meira og minna það sem eftir var af seinni hálfleik. Atli Heimisson innsiglaði svo góðan sigur heimamanna þegar hann slapp í gegn eftir magnaða sendingu Egils Jóhannssonar. Sanngjarn 4:1 sigur heimanna í höfn og Eyjamenn komnir á skrið eftir örlitla lægð. Byrjunarlið IBV: Albert Sævars- son, Matt Garner, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Arnór Eyvar Ólafs- son, Bjarni Hólm Aðalsteinsson, Andrew Mwesigwa (Kristinn Bald- ursson), Andri Ólafsson, Egill Jóhannsson, Augustine Nsumba (Yngvi Borgþórsson), Pétur Run- ólfsson, Atli Heimisson. Ónotaðir varamenn: Bjami Rúnar Einarsson, Anton Bjarnason og Elías Fannar Stefnisson Menn leiksins: Andri Ólafsson og Atli Heimisson. Andri spilaði frábærlega á miðjunni, var alltaf í boltanum og náði að skora mark. Atli kom til baka eftir lægð og skor- aði tvö, vonandi að hann haldi áfram að skora í næstu leikjum. Staðan í deildinni ÍBV 34 stig Selfoss 31 stig Stjarnan 27 stig Haukar 21 stig í sjöunda sæti á Rey-Cup Hér sjáum við 4. flokk karla sem fór með tvö lið á Rey- Cup. Strákarnir stóðu sig með stakri prýði en bæði lið lentu í sjöunda sæti. Strákarnir voru bæði sér og félaginu til mikils sóma á mótinu, innan sem utanvallar. Mikið fjör var á Rey-Cup sem haldið er árlega. Mótinu var slúttað með heljarinnar dansleik á Broadway þar sem margir þekktir tónlistarmenn léku fyrir dansi. Knattspyrna - 1. deild kvenna ÍR 4 - ÍBV 0 Of stór biti fyrir Eyjastelpur Eyjastelpur mættu efsta liði l. deild- ar, ÍR, á miðvikudaginn seinasta. IR hefur spilað virkilega vel í sumar, em vel mannaðir en í byrjunarliðinu eru alls sjö útlendingar. Eyjastelpur byrjuðu leikinn ekki vel og fengu tvö mörk á sig með stuttu millibili eftir aðeins stundar- fjórðungsleik. Yftrburðir IR vom miklir en ef ekki hefði verið fyrir frábæra bar- áttu Eyjastelpna hefði munurinn orðið mun meiri. Þær börðust um hvem einasta bolta en voru óheppn- ar því þær fengu á sig tvö alger klaufamörk. ÍR skoraði svo eitt mark rétt undir lok fyrir hálfleiks og staðan því 3:0 í hálfleik fyrir ÍR. f seinni hálfleik snerist dæmið við, nú vom það Eyjastelpur sem sóttu meira og náðu á köflum upp afbragðs spili. Þær vom oft afar óheppnar að skora ekki en í staðinn gáfu þær á sér færi í vöminni og IR bætti við sínu síðasta marki í lokin. Lokatölur því 0:4 og greinilegt að ÍR ætlar að fljúga upp úr l. deild- inni. Eyjastelpur sitja hins vegar í þriðja sætinu en eiga enn möguleika á því að komast upp úr riðlinum. Byrjunarlið IBV: Maria Ogata Negri, Hafdís Guðnadóttir, Katya Cirqueira Arruda, Saga Huld Helgadóttir, Guðný Ósk Ómarsdótt- ir, Sædís Magnúsdóttir, Thelma Sigurðardóttir, Elísa Viðarsdóttir, Lind Hrafnsdóttir, Kristín Erna Sigurðardóttir, Þórhildur Ólafs- dóttir. Varamenn: Herdís Gunnarsdóttir, Kolbrún Inga Stefánsdóttir, Tanja Tómasdóttir, Aline Areas Dos Santos, Bylgja Dögg Sigmarsdóttir Maður leiksins: Sædís Magnús- dóttir spilaði frábærlega í vöm. ÞÓRHILDUR, fyrirliði, varð að sætta sig við stórt tap á móti ÍR. (þróttir KFS sigraði á Hvolsvelli KFS sótti KFR heim á þriðju- daginn seinasta. Fyrir leikinn sat KFS í næstneðsta sæti 3. deildar- innar en KFR í því neðsta. Því var um hreinan botnslag að ræða þó svo að fyrir leikinn haft KFS haft níu stiga forskot á KFR. Páll Þorvaldur Hjarðar hefur gengið til liðs við KFS og er hann gríðar- legur liðsstyrkur fyrir liðið. Páll lék, eins og öllum er kunnugt, í ijölda ára með ÍBV og var fyrir- liði liðsins undir lokin. Ljóst er að svona reynslumikill leikmaður getur reynst liðum í neðri deildum vel. KFS byrjaði leikinn á hælunum en komst þó yfir eftir 17 mínútna leik. Þar var að verki Stefán Björn Hauksson en hann skoraði eftir sendingu frá Sigurði Inga Vil- hjálmssyni. Aðeins mínútu seinna jafnaði KFR eftir klaufalegan varnarleik KFS. Eyjamenn létu það þó ekki á sig fá og náðu for- ystunni aftur rétt undir lok fyrri hálfleiks. í seinni hálfleik tók KFS öll völd á vellinum og Davíð Egilsson skoraði eftir góða homspyrnu frá Trausta Hjaltasyni. Trausti inn- siglaði svo sigur Eyjamanna þegar hann komst í gegn og var einn fyrir opnu marki. KFR klóraði aðeins í bakkann í leikslok og skoraði eftir önnur mistök í vörn KFS en verðskuldaður sigur KFS í höfn og liðið því komið með tólf stig en situr þó enn í næstneðsta sæti deildarinnar. Á góðum degi getur KFS unnið öll liðin í deildinni en eitthvað hefur vantað upp á hjá þeim í sumar. KFS mætir KV á miðvikudaginn og vonandi að þeir haldi sér á beinu brautinni. í toppbar- áttunni í seinustu viku spilaði 2. flokkur kvenna gegn Breiðabliki á Kópa- vogsvelli. Fyrir leikinn voru stelpumar í öðru sæti A-riðils en þarna urðu þær að sætta sig við lap, 4: l. Stelpurnar eiga þó enn góðan möguleika á vinna deildina en þær eru jafnar Breiðabliki að stigum en sitja í öðru sæti á markatölu. Blikar eiga reyndar leik til góða en þrátt fyrir það er enn góður möguleiki. Peyjamir í 3. flokki karla fengu Gróttu í heimsókn í seinustu viku. Þeir hafa staðið sig mjög vel í sumar og eru í toppbaráttunni í sínum riðli. Leikurinn gegn Gróttu var afar spennandi og réðust úrslitin á vítaspyrnu í lokin eftir að staðan hafði verið jöfn l:l. Strákamir era því í öðru sæti síns riðils, jafnir Selfyssingum að stigum en með verra markahlut- fall. Framundan Fimmtudagur 7. ágúst Kl. 18.00, ÍBV-Víkingur Ó, mfl. karla. Kl. 19.00 Grótta-ÍBV, 3. II. karla. Föstudagur 8. ágúst Kl. 17.30, GRV-ÍBV, mfl. kv. Mánudagur 11. ágúst Kl. 19.00, ÍBV-KFR, 2. fl. karla.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.