Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 31.07.2008, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 31.07.2008, Blaðsíða 14
14 FfCttÍr / Fimmtudagur 31. júlí 2008 ÞÓR: Auðvitað kem ég aftur. Ég vil búa á íslandi og verða íslendingur. Það getur vel verið að ég verði að vera í Reykjavík, það fer allt eftir því hvernig vinnu ég fæ. Ég vil líka búa í Hollandi og læra hollensku. Myndin er tekin rétt ofan við Mormónapoll þar sem langalangamma hans, Kristín Éinarsdóttir, var skírð til mormónatrúar. Eg mun tala um Vestmanna- eyjar við alla sem ég hitti -segir Lyle Floyd Christensen en hann á ættir að rekja til Eyja Viðtal Guðbjörg Sigurgeirsdóttir gudbjorg @ eyjafrettir.is Lyle Floyd Christensen, eða Þór eins og hann heitir á Islandi, hefur dvalið í Vestmannaeyjum undan- famar vikur. Hann kom til Islands á vegum „The Snorri West Program“ sem er ætlað ungu fólki sem á ræt- ur á íslandi en býr í Kanada og í Bandaríkjunum. Hugmyndin er að fólkið kynnist menningu, náttúm, tungumáli og styrki bönd við ætt- ingja sem búa á íslandi en dvölin stendur frá miðjum júní til loka júlímánaðar. Langalangamma frá Eyjum Þór er 23 ára og kemur frá Utah í Bandaríkjunum og stundar nám í viðskiptum við Brigham Young University. Hann rekur ættir sínar til Eyja því formóðir hans, Kristín Einarsdóttir, f. 1855, bjó hér og var í hópi Vestmannaeyinga sem tóku mormónatrú og flutti til Utah, á seinni hluta nítjándu aldar. „Christensen nafnið er danskt því langalangafi minn var danskur en langalangamma mín frá Vestmanna- eyjum. Það var meginástæðan fyrir því að ég vil vera í Vestmanna- eyjum þennan tíma sem ég dvel á Islandi. Fjórtán manns eru í hópnum sem kom til íslands á vegum „The Snorri West Program" þann 13. júní, við sátum námskeið á vegum Háskóla íslands og við erum víðs vegar um landið m.a. í Reykjavík , á Dalvík og hér í Vestmannaeyjum. Ég hef verið í góðu yfirlæti hjá þeim Sigríði Guðmundsdóttur og Hauki á Illugagötunni." Trúboði í Svíþjóð Þú talar ótrúlega góða íslensku eftir svona stutta dvöl á Islandi? „Já, ég legg mig fram um að læra málið og þegar ég heyri nýtt orð skrifa ég það niður. Ég tala ensku, sænsku, norsku, spænsku, portú- gölsku, ítölsku og íslensku. Sænsk- an og sérstaklega norskan hjálpa mjög mikið sem undirstaða fyrir íslenskunámið því þetta eru skyld mál. Ég les lfka blöð eins og Andrés önd til að læra málið og auðvitað fréttablöð og það sem ég kemst yftr. Ég horfi lfka á íslenskar bíómyndir og læri heilmikið af þeim. Astrópía með Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur er góð mynd og hún er mjög falleg kona,“ segir Þór sem lærði sænskuna þegar hann starfaði sem trúboði í Svíþjóð. „Ég fór sem trúboði til Svíþjóðar þegar ég var 19 ára og bjó þar í tvö ár,“ segir strákurinn með hana- kambinn stoltur og þegar honum er bent á að hann hljóti að hafa gjör- bylt útlitinu segir hann: „Ég veit það, það trúir mér enginn," segir Þór og flettir upp á mynd þar sem hann er uppáklæddur í jakkafötum með bindi við trúboðsstörf í Svíþjóð. „Ég er mormóni og er af fimmtu kynslóð fólksins sem settust að í Utah í Bandaríkjunum. Pabbi minn var trúboði í Ástralíu og langafi minn í Danmörku og bróðir minn í Madagascar. Ég hef ferðast mikið og hef komið til Danmerkur, Sví- þjóðar, Mexíkó, Guatemala, Belís, Kúbu, Kanada og Islands. Brasilía er land sem mig langar að heim- sækja en ég hef aldrei komið til Portúgals þó ég tali portúgölsku," segir þessi ungi hressi maður og útskýrir hvernig hann lærði málið. „Ég kynntist stelpum frá Brasilíu í Svíþjóð og lærði portúgölsku af þeim.“ Hvaðan kemur þessi mikla til- finning fyrir tungumálum? „Ég veit það ekki, ég er sá eini í fjölskyldunni sem talar svona mörg tungumál." íslenskur matur góður Þegar Þór er spurður hvemig hon- um hafi líkað vistin á Islandi segist hann vera íslenskur og eiga heima héma. „Ég hef lagt mig fram um að læra um menningu þjóðarinnar og tungumálið. Ég hef unnið með sláttugenginu í sumar og það er mjög gaman að geta talað íslensku við strákana. Hér þekkja allir alla. Eftir fjóra daga vissu allir að ég ætti Cad Muska I4K- Jay- Z gullskó en aðeins vom framleidd 1000 pör,“ sagði Þór og benti stoltur á skóna. „Ég á marga vini héma sem tala við mig úti á götu. Ég lyfti í Hressó og legg mikla áherslu á heilbrigði því mér finnst allt of margir Banda- ríkjamenn vera of feitir. Ég vil vera töffari og ætla að verða viðskipta- fræðingur og halda áfram að læra tungumál. Langalangamma þín varfrá Eyjum, er eitthvað frá henni sem fjölskyld- an heldur í heiðri, matartilbún- ingur eða eitthvað slíkt? „Trúin er það mikilvægasta sem hún gaf okkur. Hún kom til Utah vegna trúar sinnar en við misstum tengslin við menningu landsins og þess vegna kom ég hingað. Mér finnst íslenskur matur mjög góður. Lillý, ég elska hana, lagar mjög góðan mat og mér finnst fiskur og kartöflur mjög góður matur Vill búa á íslandi Núfer dvöl þinni á Islandi senn að Ijúka, œtlar þú að koma aftur? „Auðvitað kem ég aftur. Ég vil búa á Islandi og verða Islending- ur. Það getur vel verið að ég verði að vera í Reykjavík það fer allt eftir því hvemig vinnu ég fæ. Ég vil líka búa í Hollandi og læra hollensku," segir Þór og er í framhaldinu spurður hvort hann ætli ekki að stofna fjölskyldu og eigan fastan samastað. „Jú, ég vil stofna fjölskyldu en ég lít svo á að hún þurfi ekki alltaf að búa á sama stað. Á íslandi geta bömin mín lært málið og það er hægt að læra hvar sem er í heimin- um. Pabbi minn, sem er bóndi, heldur sig mikið heima og vill ekki ferðast. Hann er hávaxinn og finnst óþægilegt að vera í flug- vélum. Mamma hefur unnið að hjálparstarfi en Mormónar styrkja skóla í Mexíkó, Kúbu og Guate- mala. Hún talar bara ensku og þar

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.