Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 31.07.2008, Blaðsíða 17

Fréttir - Eyjafréttir - 31.07.2008, Blaðsíða 17
Fréttir / Fimmtudagur 31. júlí 2008 17 Sleppi aldrei þjóðhátíð -segir Ingimar Georgsson, kaupmaður í Vöruvali, í spjalli um verslun í Eyjum, fimmtán ára afmæli Vöruvals og þjóðhátíðarstemmingu Viðtöl Sigurgeir Jónsson Sigurge@internet.is Verslunin Vöruval heldur upp á fimmtán ára afmæli sitt á þessu ári. Sigmar Georgsson stofnaði verslun- ina í maí 1993 og rak hana til ársins 1999 en þá tók Ingimar bróðir hans við rekstrinum í júlí- mánuði. Ingimar heldur því upp á tíu ára afmæli í verslunarrekstri á næsta ári. Ætlaði að verða smiður „Simmi bróðir var búinn að vera nánast alla sína ævi í verslunar- mennsku, í Kaupfélaginu og á Tanganum og endaði með því að hann opnaði sjálfur sína verslun," segir Ingimar. „Svo eftir fimm ár í þeim rekstri fékk hann nýjar hug- myndir sem hann vildi koma í framkvæmd. Hann hringdi í mig og ámálgaði hvort ég hefði áhuga á að taka við Vöruvali. Ég var svo sem ekki ókunnugur þessum geira, hafði verið hjá Krissa Karls í tutt- ugu ár og ég ákvað bara að slá til og hef verið í þessu síðan,“ segir Ingimar. Upphaflega stóð hugur hans til þess að læra smíðar. „Ég var búinn að vinna hjá Skæringi bróður við smíðar í tvö ár og næsta skref átti að vera að fara í iðnskóla og halda áfram í þeirri grein. En það breytt- ist allt, ég fór yfir í verslunar- geirann og hef verið þar síðan. Nú eru smíðarnar bara hobbý hjá mér.“ Ingimar segir að umhverfið í verslunarrekstri hafi mikið breyst frá því að Simmi opnaði Vöruval fyrir fimmtán árum. „Og þetta var afskaplega rólegt fyrst eftir að ég tók við. Það vorum við heima- mennimir og svo Kaupfélag Ámesinga. En svo komu lágvöm- verðsverslanirnar til sögunnar og stóm hringimir sem stjóma þeim. Þessi rekstur er búinn að vera mjög erfiður seinni árin og hefur oft reynt vemlega á mann. Við emm örfáir eftir, sem höfum verið kall- aðir kaupmaðurinn á hominu, við emm held ég tveir á landsbyggð- inni og nokkrir í Reykjavík. Og við emm bara peð í þessu, það em þrjár keðjur sem í raun ráða mark- aðnum í matvælaverslun á Islandi." / fyrra sýndi Bónus áhuga fyrir því að koma upp verslun í Vestmanna- eyjum en hœtti við þœr ráðagerðir. Hefði kaupmaðurinn í Vöruvali lifað af hefði sú verslun verið sett upp hérl „Ég veit það ekki. Það hefði líklega orðið enn erfiðara að fá annan risa hingað. Þegar tveir risar slást, þá er hætt við að þriðji aðilinn, sá litli, eigi ekki mikla möguleika," segir Ingimar. Opið 360 daga á ári En hefur aldrei hvarflað að honum að hœtta þessum rekstri? „Jú, það hefur gerst,“ segir Ingi- mar og hlær við. „Reyndar hafa báðir risamir gert mér tilboð. Það sem aðallega stóð í þeim var að ég á húsnæðið og vildi selja það með. Þeir em ekkert ginnkeyptir fyrir því að eiga húsnæðið, vilja frekar leigja. Þannig að ég ákvað bara að rembast áfram.“ Afgreiðslutfmi í verslunum hefur sífellt verið að lengjast, nú er opið fram á kvöld og eins um helgar í matvöruverslunum sem ekki tíðk- aðist áður fyrr. Ingimar segir að það stjómist af breytingum á sam- félaginu. „Fólk vill hafa þessa þjónustu og það verður að bregðast við því. Ef ekki er opið, þá tapa INGIMAR þekkir ekki annað en að vinna á þjóðhátíð. Hann segir að undirbúningurinn fyrir þjóðhátíð mæði mest á eiginkonunni. menn bara þeim viðskiptum og ég held að þessi langi afgreiðslutími sé kominn til að vera. Hitt er svo annað mál að ég held að hvergi í veröldinni tíðkist það að svo- nefndar lágvömverðsverslanir séu opnar um helgar nema á Islandi," segir hann. Vinnudagurinn er langur hjá Ingimar í Vömvali. Hann segist vera kominn niður eftir upp úr kl. sjö á morgnana og hann sé ánægður ef hann sé kominn heim kl. átta á kvöldin. „Oft teygist þó úr því fram eftir kvöldinu," segir hann. „Og það er opið 360 daga á ári. Aðeins fimm dagar sem er lokað, á jóladag, annan í jólum, nýársdag, föstudaginn langa og páskadag." Alls vinna tólf manns í Vömvali, ekki þó f fullu starfi því að margir em í hlutastarfí. Og Ingimar er mjög ánægður með starfsfólkið sitt sem flest hefur unnið hjá honum um árabil. Eins og jól á miðju sumri Ingimar segir að þjóðhátíðin vegi þungt í verslun í Eyjum. „Það má eiginlega segja að við fáum jól á miðju sumri,“ segir hann. „Munur- inn er sá að jólatraffíkin nær yfir lengri tíma. En síðasta vikan fyrir jól og síðasta vikan fyrir þjóðhátíð eru mjög svipaðar, það er mjög mikið að gera. Bæði eru það heimamenn sem em að birgja sig upp og svo verslar aðkomufólkið einnig mjög mikið.“ Það sem keypt er fyrir þjóðhátíð er matvara og samsetningin nokkuð önnur en fyrir jólin. „Það er náttúr- lega lundinn sem fólk er að kaupa og svo flatkökur. Ég er sá eini sem sel heimabakaðar flatkökur í Eyjum og við emm að selja tvö til þrjú- þúsund pakka af flatkökum í vik- unni fyrir þjóðhátíð. Svo hefur sá siður breiðst út að elda kjötsúpu á þjóðhátíð og mikið sem selst af súpukjöti sem og hangikjöti. Þá er líka mikil sala í mjólkurvörum eins og gefur að skilja," segir Ingimar. Undirbúningurinn mæðir á eiginkonunni Ingimar er mikill þjóðhátíðarmaður sjálfur og getur ekki hugsað sér að sleppa þjóðhátíð. „Ég sleppti síðast þjóðhátíð árið 1974, þá fjórtán ára gamall," segir hann og kímir við. Ég veit ekki hvað fjölskyldan segði ef maður færi að ámálga það að vera ekki á þjóðhátíð, enda kæmi það ekki til greina og hefur aldrei komið til álita. Við erum mikil þjóðhátíðarfjölskylda," bætir hann við. „Tvær dætur okkar em bú- settar í Reykjavík og þær koma alltaf með sínar fjölskyldur á þjóðhátíð." Þau Ingimar og Hjördís, kona hans, eiga sjö börn og bamabörnin eru orðin þrjú. „Við komum bæði úr frekar stórum fjölskyldum, við vorum átta systkinin og Hjördís á þrjú systkini, þannig að við erum bæði vön fjölmennum heimilum og margmennum fjölskylduboðum,“ segir Ingimar og brosir út í annað. Hann segir að undirbúningurinn fyrir þjóðhátíð mæði mest á eigin- konunni. „Hún sér um allt það sem fer í Dalinn. Ég reyni að fara með tjaldið inn eftir á fimmtudagskvöld eða á föstudagsmorgun áður en ég fer í vinnu. Eg og krakkamir höf- um tekið að okkur að vinna frá hádegi á föstudag og síðan á laug- ardag og sunnudag. Krakkamir okkar hafa öll unnið í búðinni meira og minna, nema sá yngsti sem er ekki nema fimm ára og ein- hver ár þangað til hann mætir til starfa," segir Ingimar. Hann segir að Hjördís fari með fjölskylduna í Dalinn á föstudag, hann sé sjálfur í vinnu fram undir fjögur og reyni þá að fara inn eftir. Á laugardag og sunnudag er svo opið frá hádegi fram til kl. fimm eða sex. Starfsfólkið hættir kl. fjögur og þá tekur fjölskyldan við,“ segir hann og bætir við að svo sé mjög rólegt í búðinni á mánu- deginum, alveg fram undir kl. þrjú eða fjögur, eins og hæfi á frídegi verslunarmanna. „Ég næ alltaf kvöldunum í Dalnum og svo nótt- inni Ifka. Aftur á móti er ég orðinn miklu latari við að vaka frameftir en áður var. Það er helst á sunnu- dagskvöldið sem maður er eitthvað lengur á róli enda rólegur dagur sem fylgir á eftir.“ Umhverfið og tjaldstemm- ingin heilla mest Þegar Ingimar er spurður hvað það sé við þjóðhátíðina sem sé svo heillandi, segir hann það margt. „Til dæmis umhverfið sjálft. Og svo stemmingin í eyjatjöldunum. Ekki bara á kvöldin og nóttinni heldur stemmingin yfir daginn þegar fjölskyldurnar eru saman. Ég man eftir því fyrir mörgum árum að ég var staddur uppi á flugvelli um miðjan dag á föstudegi. Þar var þá að koma sá þekkti maður, Þorsteinn Joð, og vantaði far inn eftir. Sagðist ætla að gera stuttan stans en langaði til að komast í eyja- stemmingu. Það var enginn í tjald- inu okkar svo að ég fór með hann í tjaldið hans Sigga bróður þar sem var fjölskylduboð og Þorsteinn auðvitað boðinn velkominn. Svo skutlaði ég honum aftur upp á flugvöll eftir tæpan klukkutíma. Þá sagði hann við mig að þetta hefði verið ógleymanlegt. Hann hefði áður komið í tjald á þjóðhátíð, að næturlagi og það hefði verið gaman. En þetta hefði verið alveg ný upplifun, bara eins og önnur þjóðhátíð," segir Ingimar. „Svo finnst mér mjög gaman að hitta gamla Vestmannaeyinga, vini og kunningja, bæði í Dalnum og eins þegar þeir koma við í búðinni fyrir þjóðhátíð. Ef veðrið er gott síðustu dagana fyrir þjóðhátíð, þá er líka eins og myndist ákveðin stemming í bænum sem er reyndar hluti af þessari þjóðhátíðarstemm- ingu.“ Myndi falla á því prófi En er eitthvað í þjóðhátíðarhaldinu sem mœtti betur fara? „Ég veit það ekki, svona í fljótu bragði séð,“ segir Ingimar. „Reyndar get ég tekið undir með ritstjóra Vaktar- innar að það sé orðið nokkuð dýrt inn. Það mætti reyna að draga úr kostnaði, t.d. við skemmtikrafta. Ég veit t.d. sjaldnast hverjir eru að skemmta á hátíðinni og ef ég ætti að svara því á krossaprófí þá er hætt við að ég myndi falla á því prófi. Ég held að þjóðhátíðin sem slík trekki að, sama hverjir það eru sem þar eru að skemmta fólki.“ Ingimar segir að sér finnist ákveðin breyting hafa orðið hin seinni ár, hvað varðar aldur þjóð- hátíðargesta. „Það er eins og aldurinn hafi hækkað, ekki eins mikið af ungum krökkum og var orðið um tíma og það finnst mér breyting til batnaðar. En svo er það eitt sem ég á eftir að prófa. Það er að vera ekkert að vinna á þjóðhátíð. Sú reynsla er alveg eftir. Ætli maður fái nokkuð að reyna það fyrr en maður er kominn á eftirlaun," sagði Ingimar, kaupmaður í Vöru- vali, að lokum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.