Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 31.07.2008, Blaðsíða 22

Fréttir - Eyjafréttir - 31.07.2008, Blaðsíða 22
22 Fréttir / Fimmtudagur 31. júlí 2008 Fyrrverandi og núverandi húsbændur. Hjónin Þóranna og Steingrímur, Guðbjörg og Guðni og Hrefna Brynja Gísladóttir og Snorri Óskarsson. Guðni Hjálmarsson, nýr forstöðumaður hvítasunnumanna í Vestmannaeyjum: Hlutverk okkar að boða Guðstrú, skiln- SMURNING Hvítasunnumenn smyrja fólk til þjónustu í söfnuðinum. EINLÆG trú kom fram bæði í söng og töluðu máli. Það var mikið um dýrðir í Hvíta- sunnukirkjunni á sunnudaginn þegar Guðni Hjálmarsson tók við sem forstöðumaður safnaðarins af Steingrími Jónssyni sem stýrt hefur hvítasunnusöfnuðinum í Vest- mannaeyjum frá 2002. Söfnuðurinn stendur föstum fótum í Vestmanna- eyjum, stofnaður árið 1926 og hann hefur getið af sér kröftuga predik- ara sem náð hafa eyrum allra lands- manna. Hafði ekki áhuga í fyrstu Guðni, sem verður fertugur á þessu ári, frelsaðist tólf ára gamall og á að baki langt og farsælt starf innan safnaðarins þrátt fyrir ekki mjög háan aldur. Hann er trésmiður en nú horfir hann fram á að þurfa að minnka við sig á þeim vettvangi. Eftir að Steingrímur, fráfarandi forstöðumaður, veiktist mjög alvar- lega fyrir um ári síðan var ljóst síðasta vetur að leita þyrfti að arf- taka hans. Þegar það var nefnt við Guðna í janúar að hann tæki að sér að taka við af Steingrími vísaði hann því algjörlega frá sér. „Við hefjum árið á bænaviku þar sem við biðjum fyrir starfmu á árinu sem er að byrja og því sem á eftir að gerast á árinu. I þessu sjáum við blessun Guðs,“ sagði Guðni þegar hann var spurður um aðdraganda þess að hann tók að sér forstöðumannsstöðuna. „Þarna var nefnt við mig hvort ég væri til í að taka starfið að mér en ég vísaði því algjörlega frá mér enda stefndi hugur minn ekki í þá átt. Þá talaði Guð af miklum þunga inn í huga minn og þegar við hjón- in fórum að tala saman um þetta kom í ljós að við vorum samstíga í þessu. Þó höfðum við ekkert rætt þetta áður,“ sagði Guðni og þá var ekki aftur snúið en kona hans er Guðbjörg Guðjónsdóttir. Það var svo í apríl sem ég gaf kost á mér að veita söfnuðinum for- stöðu. „Þá var enginn efi í mínum huga en þetta er eins og að stíga út í vatnið. Einnig er þetta trúarskref og innri vissa þó þú sjáir ekki hvað verður. Það er með þetta eins og svo margt annað í trú og safnaðar- starfi. Það byggist á að stíga út í trú sem Guð leiðir. Þú finnur staðfest- ingu og þá fara að gerast hlutir sem maður sér ekki fyrir. Það er eins með spádómana, það gerist ekkert nema þú stígir út í þá og trúir og treystir Guði. Þá ferðu að sjá hlut- ina sem skapa heildarmyndina." Gleði og einlæg tni Athöfm á sunnudaginn var fyrir utanaðkomandi athyglisverð en það sem strax vakti athygli var gleðin og einlæg trú á Guð. Kom hún fram bæði í söng og töluðu máli. Stein- grímur stjómaði af mildum skör- ungsskap. Vörður Traustason, for- stöðumaður hvítasunnumanna í Reykjavík, sem einnig er hirðir hirðanna og tengir saman starf hvítasunnusafnaða í landinu, talaði. Þá má ekki gleyma Snorra Óskars- syni, sem stendur undir nafni sem einn kröftugasti predikari landsins. Allir þrír ávörpuðu þeir hinn unga forstöðumann og Guðbjörgu og lögðu hinum ungu hjónum lífs- reglumar. Þeirra biði vandasamt starf þar sem Guð væri við stjórn- völinn. Lagt var fram leyfisbréf dóms- málaráðherra sem veitir Guðna leyfi til að gifta og jarða og einnig undirritaði hann drengskaparheit. Loks var Guðni smurður. „Við smyrjum fólk til þjónustu í söfnuð- inum,“ sagði Guðni þegar hann var spurður um þennan hluta athafnar- innar. „Það á við unglingaleiðtoga, stjórn, öldunga, djákna og forstöðu- menn. Það gerist líka þegar sjúk- lingur kallar til sín öldunga til að biðja fyrir sér. Er sjúklingurinn smurður áður en beðið er fyrir honum,“ bætti hann við. Umskipti í fjölskyldunni Þegar Guðni er spurður um hvernig trúin hafi komið inn í líf hans segir hann að upphafið megi rekja til þess þegar faðir hans, Hjálmar Guðnason, sem er nýlátinn, frels- aðist. „Þetta var rétt fyrir páskana 1977 og var ég átta ára. Pabbi hafði átt í erfiðleikum með áfengi og hafði verið edrú í eitt ár. Hann hafði starfað mikið með AA sam- tökunum en hætti því þegar hann tók trú. Það voru mikil umskipti fyrir fjölskylduna þegar pabbi frels- aðist og mér fannst það bæði merkilegt og ánægjulegt." Fjölskyldan var stór, sex krakkar og oft mikill fyrirgangur á Hól þar sem þau bjuggu. „Við fjögur vorum saman í herbergi og var stundum mikill hávaði á morgnana þegar mamma og pabbi vildu sofa. Þá gat fokið í pabba en einn morguninn eftir að hann tók trú kom hann inn í herbergið, kraup á kné og baðst fyrir. Hann kenndi okkur Faðir vorið og þama var sáð fræi að trú fjölskyldunnar og öll gengum við í hvítasunnusöfnuðinn nema sú elsta sem þama var um það bil að stofna sína eigin fjölskyldu," sagði Guðni. Hann ákvað að gefa sig Guði á vald og hann hefur gegnt ýmsum störfum í söfnuðinum, varð dyra- vörður, unglingaleiðtogi, svo djákni, síðan öldungur. „Eg las Biblíuna spjaldanna á milli og öðlaðist fljótt bænalíf. Fjölskyldan sótti samkomur í Betel og við krakkarnir féllum vel inn í hópinn. Það var öflugt ungmennastarf og mikið um heimsóknir af fastaland- inu og frá útlöndum.“ Skírn tók Guðni fjórtán ára og það gerðu þrjár systur hans um leið. „Það voru Ásta, Margrét og Systa og tókum við ákvörðun um þetta í sitt hvom lagi. Óli bróðir lét skírast síðar,“ sagði Guðni. Um hundrað manns em skráðir í hvftasunnusöfnuðinn í Vestmanna- eyjum og eru ekki allir virkir. Guðni segir að fjöldinn skipti ekki máli en hvað mun hann leggja áherslu á? „Númer eitt er að boða Guðs orð og að fleiri megi öðlast trú á Guð. Við leggjum áherslu á að kenna orð Guðs og að hvetja fólk til að boða trú. Áherslur geta breyst en þetta er þungamiðjan." Hvert er hlutverk hvítasunnu- safnaðarins í samfélaginu? Vestmannaeyjar? „Eins og ég sagði áðan er það hlutverk okkar að boða Guðstrú, fagnaðarerindið um Jesú og skilning og þekkingu á orði Guðs samkvæmt orðum Jesú í Matteusarguðspjalli 28 k. 19- 20. vers,“ sagði Guðni að lokum. „Þá talaði Guð af miklum þunga inn í huga minn og þegar við hjónin fórum að tala saman um þetta kom í ljós að við vorum samstíga í þessu. Þó höfðum við ekkert rætt þetta áður,“ ing og Viðtal Ómar Garðarsson Omar@ eyjafrettir. is þekkingu á fagnaðarerindinu

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.