Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 04.12.2008, Síða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 04.12.2008, Síða 1
35. árg. I 49. tbl. ! Vestmannaeyjum 4. desember 2008 I Verð kr. 250 I Sími 481-1300 I Fax 481-1293 I www.eyjafrettir.is DIMMITERING Stúdentsefni við Framhaldsskólann dimmiteruðu á föstudaginn og fóru um bæinn með tilheyrandi fyrirgangi og í viðeigandi búningum. AIls útskrifast 11 stúdentar að þessu sinni en skólaslit verða 20. desember. ÍBV taki mið af heildar- hagsmunum Tryggvi Már Sæmundsson, frá aðalstjórn ÍBV mætti á fund bæjarráðs á þriðjudaginn. Farið var yfir málefni þrettándans, dag- setningar og framlög Vestmanna- eyjabæjar til hátíðarhaldanna. ÍBV hefur ákveðið að halda sig við sjálfan þrettándann til hátíða- haldanna en ekki næsta laugardag við hann eins og vilji hefur verið til hjá bæjaryfirvöldum og aðilum í ferðaþjónustu. Fram kom á fundinum að Vestmannaeyjabær hækkaði í fyrra framlag til ÍBV fyrir hátíð- ina í 900.000 kr. Auk þess greiddi bærinn allan kostnað vegna flugelda fyrir bæði þrettándann og gamlárskvöld, 630.000 kr. Segir að ákvörðun um hækkun framlagsins hafi verið tekin, sem liður í samkomulagi milli ÍBV og bæjarins um að hátíðahöld færu fram um helgi til að auðvelda markaðssetningu á þessari bæjar- hátíð og greiða leið fjölskyldu- fólks og skólabarna til fullrar þátt- töku í þeirri einstöku upplifun sem þrettándinn er. Bæjarráð þakkaði ÍBV íþrótta- félagi fyrir gott samstarf við þrett- ándann ár hvert. An óeigingjams vinnuframlags sjálfboðaliða IBV væri ekki unnt að fagna þrettánda á þann myndarlega hátt sem gert er á hverju ári. Bæjarráð hvetur aðalstjórn IBV og forsvarsmenn þrettándans til að leita áfram leiða til að gæta heildarhagsmuna sam- félagsins við undirbúning, fram- kvæmd og val á dagsetningum þrettándagleðinnar. Bærinn eignast Fiskiðjuna Fyrir bæjarráði lá undirritaður kaupsamningur vegna Ægisgötu 2, Fiskiðjunnar. Samkvæmt hon- um kaupir Vestmannaeyjabær hæð 2, 3 og 4 alls 2897,8 m2 af Sparisjóði Höfðhverfinga á 18,5 milljónir og dragast tjónabætur, 15,3 milljónir, frá kaupverði. Þar með eignast Vestmanna- eyjabær allt húsið og er fyrir- hugað að rífa húsið eða finna því önnur not enda er það í hjarta miðbæjar. Bæjarráð samþykkti kauptil- boðið. Ovissa með síldveiðar vegna sýkingar: Öll vinnsla til mann- eldis liggur niðri -Mikill kvóti eftir - Vonast til að finna ósýkta síld Síldveiðar og vinnsla eru nú í upp- námi vegna þeirrar sýkingar sem upp er komin í íslensku síldinni og hefur veruleg áhrif á söluverðmæti sfldarafurða. Þá hefur kornið fram í fjölmiðlun að vísindametin óttast að sýkingin geti valdið hruni í síldar- göngum í Breiðaftrði. Farið yfir málin með kaupendum Þetta er mikið áfall fyrir þjóðarbúið því veiðar og vinnsla höfðu gengið vel á vertíðinni. mikil bjartsýni ríkti um framhaldið og allt útlit var fyrir að síldarvertíðin stæði fram í janúar. Sigurgeir Brynjar í Vinnslustöðinni sagði að mikil óvissa ríkti með vinnslu og sölu á síldarafurðum. Nú yrði farið yftr málin með kaup- endum og reynt að fara yfir stöðu á því sem unnið hefði verið í húsinu. „Við þurfum að leysa þessi mál og svo ræðst með framhaldið." Er þá eitthvað af sýktri síld í þeim afurðum sem þegar er búið að vinna? „Við urðum varir við sýkinguna á föstudag í síðustu viku. Þessi sýking er alltaf til staðar en þá í litlum mæli, kannski í 1 á móti 1000. Sýkingin breiðist ekki út eins og smitsjúkdómur heldur sýkist síldin af einhverju sem hún étur. Við verðum að meta afurðir með kaup- endum því síldin er ekki eins kræsi- leg þegar hún er svona á sig komin þó svo að hún skaði neytendur ekki á neinn hátt.“ Veiðar við Reykjanes og Vest- mannaeyjar hafa verið stöðvaðar vegna þess að síldin er blönduð og innan um er alltof smá síld í aflanum. „Veiðisvæðum, þar sem síldin reynist of smá, hefur verið lokað og við setjum okkur síður en svo upp á móti því, við viljum að sjálfsögðu vernda síldarstofninn,“ sagði Binni en engin síld hefur verið unnin hjá Vinnslustöðinni undan- fama daga. „Við eigum eftir helling af kvóta og reiknuðum með að vinna síld allan desember. Það er ekkert hægt að meta eða segja til um framhaldið eins og staðan er núna. Kap VE er á leið á miðin og vonandi berast betri fréttir af síldinni fljótlega,“ sagði Binni. Kom flatt upp á menn Eyþór Harðarson, hjá ísfélaginu, sagði að þessi sýking hefði komið heldur flatt upp á menn. „Við erum núna svona að mjatla þetta, reyna að halda sjó og veiða í bræðslu. Við ætlum að sjá hvernig mál þróast, vonandi finnst eitthvað sem ekki er sýkt þannig að hægt verði að vinna til manneldis. Ef ekki, þá er útlit fyrir að við verðum að veiða okkar kvóta í bræðslu." Tvö af skipum ísfélagsins hafa verið á sfldveiðum, Alsey og Júpíter. Þá hefur Guðmundur VE nýíokið veiðum úr norsk-íslenska stofninum og er á heimleið. „Jú, þetta er skrýtin staða og kannski í stíl við ýmislegt sem er að gerast í þjóðfélaginu í dag,“ sagði Eyþór að lokunt. SMURSTÖÐ OG ALHLIÐA VÉLA- OG BÍLAVIÐGERÐIR netShamar VÉLA- OG BÍLAVERKSTÆÐI ÞJÓNUSTUAÐILI TOYOTA í EYJUM / VIÐ ERUM Á MÓTI STRAUMU FLATIR 21 / S.481-1216 / GSM.864-4616

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.