Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 30.12.2008, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 30.12.2008, Blaðsíða 4
4 Fréttir / Þriðjudagur 30. desember 2008 Úr bloggheimum: Eyjamaður vikunnar: Góðar fréttir í jólaundir- búningnum Seint og um síðir ... verð ég að hrósa bæjarstjórn Vest- mannaeyja fyrir þá ákvörðun að ráðast í byggingu stækk- anlegs knattspyrnu- húss. Miðað við hvað dróst að ganga frá þessu þá var ég farinn að óttast að menn ætluðu jafnvel að blása þetta af. Því voru fréttimar um ákvörðun bæjarstjómar kærkomin upplyfting í dæmalaust niðurdrepandi fréttum síðustu vikna. Er búinn að skrifa nóg um það í bili... Það er líka mjög jákvætt að ákveðið hefur verið að semja við Steina og Olla ehf. Eyjafyrirtæki og því mun hluti af kostnaðinum renna aftur inn í bæjarkassann í formi útsvars sem reyndar var hækkað á sama bæjarstjómarfundi. Nú er bara að koma kofanum upp og stökkva áratug áfram í aðstöðu fyrir vetrariðkun knattspymumanna og kvenna. http.V/svenko. blog. is Vonandi meira sprengt í ár en í fyrra Á þessum árstíma ganga margir l'ullorðnir í barndóm að nýju þegar flugeldasala hefst. Björgunarfélag Vestmannaeyja hefur síðustu áratu- gi séð Eyjamönnum fyrir flugel- dum en sala þeirra er stærsta fjáröflun björgunarfélaga um land allt. Fjölmargir leggja hönd á plóg en fáir hafa verið jafn lengi að selja flugelda og Sigurður Þórir Jónsson. Sigurður er því Eyjamaður vikun- nar að þessu sinni. Nafn: Sigurður Þórir Jónsson. Fæðingardagur: 8. nóvember 1949. Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar. Fjölskylda: Elín Egilsdóttir eiginkona, dætur, Ragna Berg, Aðalheiður Margrét og Þómnn. Draumabfllinn: Einhvern tímann hefði maður sagt Hummer en það er ekki alveg jafn mikill draumur og ég hélt. Ætli það sé ekki bara gamli Willys jeppinn, árgerð 1946 sem ég átti og hét Gamli Nói. Uppáhaldsmatur: Eins og útlitið bendir til þá er úr mörgu að velja. Gott sauðahangikjöt með laufa- brauði og skötuselur sem stendur upp úr. Versti matur: Siginn fiskur. Sigurður Þórir Jónsson er Eyjamaður vikunnar Uppáhalds vefsíða: Ætli ég fari ekki oftast á www.landsbjorg.is. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Þar komum við aftur að erfiðri spurningu. Við getum bara sagt að það sé t.d. Queen, gott kán- trý og létt klassík. Ansi víðtækt plötusafnið í bílnum hjá mér. Aðaláhugamái: Ætli það sé ekki fjölskyldan, sumarbústaðurinn og Björgó. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Ég hef alltaf verið svolítið spennt- ur fyrir Njáli á Bergþórshvoli. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Þar er úr mörgu að velja og ég ætla að fá að nefna fleiri en eitt. Alpamir, Kenýa og Geit- hellnadalur eru þeir staðir sem koma fyrst upp í hugann í fljótu bragði. Annars úr vöndu að velja. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Ég er auðvitað borinn og bamfæddur Þórari. Uppáhalds- íþróttamaðurinn var hún Þórunn mín meðan hún stundaði íþróttir. Ertu hjátrúarfullur: Svolítið. Hef trú á því að það sé meira í kringum okkur en við sjáum. Stundar þú einhverja íþrótt: Það er orðið lítið. Reyni aðeins að rölta. Uppáhaldssjónvarpsefni: Breskir lögguþættir. Hvað hefur þú selt flugelda lengi: Ætli ég hafi ekki byrjað á því 1971 þegar ég byrjaði í Hjálparsveit skáta. Síðan hefur maður verið í kringum þetta. Eru flugeldar alltaf jafn spen- nandi: Já, þetta er langt já. Hvað er vinsælast í ár: Ég mundi halda að það væm terturnar. Þær hafa verið það undanfarin ár. Víðinesbardagi er mjög góður og Step by Step. Verður meira eða minna sprengt í ár en í fyrra: Ég vona meira en ég hugsa að það verði minna. Jólakveðja Tek þennan texta finnst hann vera I*-®-—nýtt og fokin veg allrar veraldar, sérhver sannleikur hangir jötunlímdur við kverkar þeirra sem vita upp á sig sökina eða sök annarra, - Þegar málsorðið ábyrgð hefur verið þurrkað út úr öllum orðabókum íslenskunnar og óminnishegrinn stendur sem helsti hollvættur þjóðarinnar, - Þegar hrokinn hefur verið púss- aður upp og er orðinn sem viðtekin dyggð og allir beygja sig og bukta fyrir honum, - Þegar alger þögn þeirra sem þjóðarheill krefst þess að tjái sig með opnu hjarta er talin algild eigind hrein og góð - og þöggun valdsins er orðin að blíðri vögguvísu til að syngja fyrir bömin okkar, þá finnst heilbrigðum manni hann vera sem útlendingur í eigin landi. http.V/eyjapeyji. blog. is Matgazðingur vikunnar: Nýárslasagna, partýpinnar og áramðtabomba Ég vil þakka Þum Guðjóns fyrir áskomnina og býð uppá partýpinna fyrir áramótaveisluna ásamt gómsætu nýárs lasagna og áramótabombu. Frábært Mexíkóst Lasagne • 5-6 kjúklingabringur • ‘/2 laukur • 2 rauðar paprikur • 1 bréf Burrito eða Taco kryddmix • 2 krukkur salsasósa (medium) • V2 lítri matreiðslurjómi • 6 tortilla pönnukökur • 1 kmkka ostasósa Kjúklingabringur eru skornar í teninga, laukurinn skorinn smátt og paprika í teninga. Laukur steiktur ásamt paprikunni og kjúk- lingnum. Kryddmixinu blandað saman við og látið krauma þangað til kjúklingur er steiktur. Að síðustu er salsasósu og matreiðslurjóma bætt út í og látið malla í smástund. Þekið eldfast mót með pönnukökum (klippa þær til). Svo er kjúklingarétturinn ásamt smá osta- sósu og pönnukökurnar settar til skiptis. Ofan á réttinn er svo settur gratíneraður ostur, látið vera í ofni þangað til osturinn er bráðnaður. Með þessum rétti er algjört möst að hafa gular baunir, Nan brauð, ferskt salat og ískalt hvítvín. Þóra Ólafsdóttir er matgœðingur vikunnar Humar partýpinnar • Humar • Beikon • Brauð • Hvítlaukssmurostur • Hvítlauksolía Skelhreinsið humarinn, saltið eilítið og leggið í hvítlauksolíu í 4-6 tíma. Kljúfið humarinn eftir endilöngu. Skerið skorpuna af brauðinu og sker- ið í tvennt. Smyrjið brauðið með hvítlauks- smurosti eða rjómahvftlauksosti. Humarinn er settur ofan á brauðið, því rúllað upp og hálfri beikonsneið rúllað utanum, fest með tannstöngli. Hitað í u.þ.b. 20 mínútur (beikonið látið brún- ast). Gott að bera fram með hvítlaukssósu. Fyrir bömin er tilvalið að setja eina sneið af feitum brauðosti ásamt bút af grænu epli í staðinn fyrir humarinn inn í brauðið. Áramótabomba • 4 eggjahvítur • 150 gr sykur • 150 gr púðursykur • 2 bollar rice crispees Sykur og eggjahvítur stífþeytt saman og rice svo bíandað saman við með sleif. Á milli: • 2 pelar rjómi • 3 rommý • 1/2 dós ferskjur • 3 kókosbollur Ofan á: • ’/2-l dl rjómi • 3 rommý Brætt saman í potti og hellt yfir kökuna. Verði ykkur að góðu og ég skora á Hrönn Harðardóttur vinkonu mína, hún er snillingur í eldhúsinu. Vonandi týnist Jón Magnússon ekki? Ég var verulega undrandi þegar ég sá þau ummæli sem Jón Magnús- son, þingflokksfor- maður Fjálslyndra viðhafði á Bylgj- unni. Mér finnst málflutningur Jóns oft mjög góður, en þessi prédikun til fólks að það eigi ekki að kaupa flugelda núna um áramótin er með ólíkindum. Áramótin eru alveg sérstakur tími. Það er gaman þegar fjölskyldan sameinast og kveikir á nokkrum blysum og skýtur upp örfáum flugeldum. Eflaust munu margir draga úr kaupum, allavega fær maður minna magn nú fyrir sömu upphæð og í fyrra. Meira á: httpV/sjonsson. blog. is þrottatelag sendir bllum velunnurum og stuðningsmönnum félagsins "/'/ og þakkir tyrir stuöningmn a arinu sem er aö líða, með von um áframhaldandi gott samstarf Nýfazddir Vestmannaayingar: Nýburi vikunnar heitir Tinna Mjöll Frostadóttir og fæddist þann 21. janúar 2008 í Vestmannaeyjum. Hún var 15 merkur og 51 cm við fæðingu. Foreldrar hennar eru Frosti Gíslason og Ingibjörg Grétarsdóttir. Á myndinni er Tinna Mjöll ásamt stóru systur sinni Maríu Fönn sem er fædd árið 2005. Fjölskyldan býr á Strönd í Eyjum. \

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.