Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 30.12.2008, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 30.12.2008, Blaðsíða 10
10 Fréttir / Þriðjudagur 30. desember 2008 GLÆSILEGAR Þær voru glæsilegar stúlkurnar sem tóku þátt í Sumarstúlkukeppninni. sæma Gísla Ásmundsson, vara- markvörð 4. flokks í knattspymu, verðlaunapeningi þegar flokkurinn vann Islandsmeistaratitilinn. Nú var gerð bragarbót á og Einar Friðþjófs- son, stjómarmaður KSI, heimsótti Gísla á skrifstofu hans í Reykjavík og hengdi peninginn um háls honum, 40 ámm síðar. Einsi kaldi yfirtekur Grím Einar Bjöm Ámason, matreiðslu- maður, yfírtók fyrirtækið Veislu- þjónustu Gríms og tilkynnti að hér eftir yrði það rekið undir nafninu Einsi kaldi. Grímur Gíslason, sem rekið hafði Veisluþjónustuna fram til þessa, sagðist ánægður með að Einar tæki við, mál væri að hann sleppti nú hendinni af þessum nemanda sínum. Ný menningarstefna Vestmannaeyjabær kynnti stefnu sína, Menning og söfn í Vest- mannaeyjum, heill heimur út af fyrir sig. Þar var sett fram framtíðarsýn og stefna í uppbyggingu safna- og menningarstarfs, þar sem brenni- depillinn er settur á Heimaeyjar- gosið, Surtseyjargosið, Týrkjaránið, útgerðarsöguna, nýtingu bjargfugls, sérstætt mannlíf og náttúruna. Byggðar verða þrjár stoðir undir þessa starfsemi, gosið, söguna og náttúmna og hafa stoðimar hlotið nöfnin Eldheimar, Sagnaheimar og Sæheimar. Kylfingar með aðdráttarafl Og enn úr heimi íþróttanna. Þrír kylfingar sem vom að leik á golf- vellinum fengu heldur óvæntan liðsauka þegar snjógæs slóst í hóp- inn og elti þá á röndum allan hringinn. Einn úr hópnum, Sveinn Halldórsson, annálaður fuglavinur, tók gæsina undir sinn vemdarvæng og kom henni til Kristjáns Egilssonar á Náttúrugripasafninu sem taldi gæsina vera ættaða úr hús- dýragarði í Evrópu sökum þess hve spök hún var. Merk tækninýjung Frosti Gíslason, hjá Nýsköpunar- miðstöð íslands, kynnti ásamt full- trúa frá stofnuninni svonefnda Fab Lab stafræna smiðju sem gengur út á það m.a. að útbreiða tækniþekk- ingu til sem flestra. Fram kom að slík smiðja verði sett upp í Eyjum á árinu og bundnar vonir við að með henni muni tækniþekking færast nær almenningi. Snorri til Rússlands Togarinn Snorri Sturluson kom úr sinni síðustu veiðiferð á vegum Isfélagsins. Skipið var selt til Rússlands en áhöfnin fékk pláss á öðmm skipum félagsins og öðmm frystitogumm. Sluppu betur en á horfðist Tvær flmmtán ára stúlkur máttu þakka fyrir að sleppa án alvarlegra meiðsla þegar ekið var á þær á nýju umferðarljósunum á Heiðarveg- inum. Þær vom tvær saman á vespu og önnur þeirra hjálmlaus. Önnur handleggsbrotnaði og hin ökkla- brotnaði og þær sögðust hafa lært Fjárlögin voru samþykkt á Alþingi 22. desember. Ef rýnt er í það sem snýr að Vestmannaeyjum má sjá hver framlög til stofnana og bæjar- ins em. Samanlögð er upphæðin 1527 milljónir og fer mest til Heilbrigðisstofnunar sem fær 676,7 milljónir. Fellt er niður 600 millj- óna framlag til nýrrar ferju og nú heyrir tollurinn hér undir toll- stjórann í Reykjavík. Framhaldsskólinn í Vestmanna- eyjum fær 171,7 milljónir sam- kvæmt fjárlögum, Háskólasetrið 24,5 milljónir og Viska 21,4 millj- ónir. Sýslumaðurinn í fær 168,3 milljónir vegna yfírstjómar og lög- gæslumála en framlag til tollgæslu fellur niður vegna breytinga á tolla- lögum. Tillaga um 451,8 milljóna milli- það af þessu að ekki mætti reiða á hjóli og svo ætti að vera með hjálm. Mikið um að vera á hvíta- sunnu Að vanda var margt við að vera um hvítasunnuhelgina í Eyjum og fjöl- menni sem sótti okkur heim. Golfmót og sjóstangveiðimót og helgin var útnefnd sem sérstök fjöl- skylduhelgi þar sem ýmislegt var í boði fyrir unga sem aldna. Þá voru hinir árlegu Dagar lita og tóna í Akóges, að þessu sinni aðeins helg- aðir tónum. Björgunarfélagið 90 ára Björgunarfélag Vestmannaeyja minntist þess veglega að 90 ár voru liðin frá stofnun þess. Um 120 manns sátu afmælisfagnaðinn þar á meðal góðir gestir frá fastalandinu. Mótorhjólasýning Drullusokkamir, félag mótorhjóla- manna í Vestmannaeyjum, stóð fyrir miklu hjólamóti og sýningu í íþróttamiðstöðinni. Þar voru saman komin um 150 hjól af öllum stærð- um og gerðum. Forsvarsmennimir sögðu að fólk hefði verið undrandi á því hve Drullusokkamir em miklir snyrtipinnar. Þjóðhátíðardót varð eldi að bráð I lok maí var kveikt í mannvirkjum og öðm dóti sem tilheyrir þjóðhátíð og var geymt á svæði Áhalda- hússins. Vemlegt tjón varð í þessum bmna, m.a. eyðilögðust bæði stóra og litla sviðið. Jarðskjálfti Vestmannaeyjar sluppu vel í nokkuð snörpum jarðskjálfta sem reið yfir Suðurland í lok maí. Skjálftinn færslu fjárheimilda af embætti lögreglustjórans á Suðumesjum og sýslumanna á Akureyri, Vest- mannaeyjum, Selfossi, Isafirði, Seyðisfirði og Eskifirði á tollstjór- ann í Reykjavík var samþykkt. Er það í samræmi við nýsamþykkt lög um breytingar á tollalögum þar sem gert er ráð fyrir fækkun tollumdæma úr átta í eitt. Er þeim öllum stjómað úr Reykjavík. Samningur við Vestmannaeyjar er varðar þjónustu og málefni fatlaðra hljóðar upp á 107,5 milljónir, fram- lag til Hraunbúða er 263,2 milljónir og Heilbrigðisstofnunin fær 676,7 milljónir. Skattstofa Vestmannaeyja fær 30,2 milljónir, Náttúrustofa Suðurlands fær 16,5 milljónir, hækkaði um 6,7 milljónir á milli 2. og 3. umræðu og tillaga um 6,4 mældist 6,3 á Richter og voru upp- tök hans við rætur Ingólfsfjalls. Nokkurt hmn varð í fjöllum, m.a. bæði úr Klifinu og Dalfjalli en ekkert eignatjón. Aftur á móti varð mikið tjón nálægt upptökum skjálft- ans, svo sem í Hveragerði og á Selfossi. Júní Hefðbundinn sjómanna- dagur Sjómannadagurinn var hátíðlegur haldinn og er nær að tala um sjó- mannahelgi þar sem hátíðahöldin spanna núorðið þrjá daga. Prýðis- veður var þessa daga, sérstaklega þó á laugardag þegar skemmtidagskrá var við Friðarhöfn. Ný ferja ríkisrekin Ríkisstjómin ákvað að hverfa frá því að ný ferja milli lands og Eyja yrði í eigu einkaaðila og ákvað að ríkið myndi bjóða sjálft út smíði nýrrar ferju. Þetta olli nokkrum vonbrigð- um þar sem Vestmannaeyjabær og Vinnslustöðin höfðu í sameiningu lagt fram slíkt tilboð. Byggðasafnið í umsjá Söguseturs Bæjarstjórn ákvað að fela Sögu- setrinu 1627 (áður Tyrkjaráns- félaginu) rekstur Byggðasafnsins í sumar. Kári Bjamason, forstöðu- maður Bókasafnsins og einn stjóm- armanna í Sögusetrinu, sagði að safnið yrði rekið með svipuðu sniði og verið hefði en Tyrkjaráns- sýningin, sem sett var upp í Véla- salnum í vetur, yrði flutt í Byggðasafnið. Undir lok ársins kom svo fram vilji bæjaryfirvalda til milljóna tímabundið framlag til rannsókna á vegum Náttúrustofu Suðurlands var samþykkt. Á milli 2. og 3 umræðu um fjárlög lagði ríksistjómin til að 600 millj- óna framlag sem gert var ráð fyrir í frumvarpinu til smíði á nýrri Vestmannaeyjaferju yrði fellt niður. Pompei Norðursins fær 1,5 millj- ónir, Sögusetur um Tyrkjaránið í Vestmannaeyjum 2 milljónir, Vest- mannaeyjabær, . handritin heim“ 4 milljónir og Vélbáturinn Blátindur VE 21, endurbygging 1 milljón. Undir liðunum söfn, listir og ýmis ferðamál fær Fiska- og náttúm- gripasafnið vegna sérsýningar 2 milljónir, Listvinafélagið vegna Daga lita og tóna 500 þúsund kr. og Vestmannaeyjar fær 300 þúsund í kynningar- og markaðsátak. að endurnýja samninginn við Sögusetrið þar sem vel þótti hafa tekist til með þessa tilhögun. Þrjár bækur tengdar Eyjum Vestmannaeyingurinn Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor, skrifaði bókina Dögun vetnisaldar, vísindarit með fróðleiksfúsan almenning í huga og þótti mikil fengur að henni. Þá komu út tvær bækur sem Sigurgeir Jónsson tók saman, annars vegar Viðurnefni í Vestmannaeyjum, þar sem gerð var grein fyrir nokkur- hundruð viðurnefnum Eyjamanna gegnum tíðina. Ekki voru allir á eitt sáttir við þá bók. Hin bókin var Saga Golfklúbbs Vestmannaeyja í 70 ár, prýdd fjölda ljósmynda og gefin út á 70 ára afmælisári klúbbs- ins. Tefldu á Heimakletti Hér að framan er þess getið að Heimaklettur var vinsæll til göngu- ferða. En hann var vinsæll til fleiri hluta. í júní fóru íslandsmeist- ararnir í skák úr Grunnskóla Vest- mannaeyja og tefldu skák á toppi Heimakletts. Vildu þar með sýna að þeir ættu heima á toppnum. Samgöngubót í Suðurey Suðureyingar komu fyrir nýrri uppgönguleið í eynni norðanverðri, stiga sem stytti mjög aðkomuna. Ekki leist þó öllum á leiðina, upp 60 metra þverhnípt berg, og sögðust sumir myndu velja gömlu leiðina að sunnan þótt hún væri margfalt lengri. GV 70 ára Golfklúbburinn fagnaði 70 ára afmæli sínu á árinu eins og áður er getið. Þótt hinn eiginlegi afmælis- dagur væri ekki fyrr en í desember, var tekið forskot á sæluna í júní og slegið upp afmælismóti á elsta hluta vallarins, ásamt afmælishófi. Þá fór Islandsmótið í golfí einnig fram í Eyjum og í desember var svo hinn eiginlegi afmælisfagnaður haldinn. 20 nemendur útskrifaðir Háskólahátíð Visku er orðinn fastur liður í hátíðarhöldum á 17. júní. Alls héldu 20 nemendur þar upp á útskrift sína frá háskólum landsins, þar á meðal sex kennarar. Á tuðrum umhverfis ísland Átta Eyjamenn lögðu af stað í hringferð kringum landið á gúmmí- tuðrum. Verkefnið kölluðu þau Kraftur í kringum Island og það ætlað til að vekja athygli á Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein. Ferðinni lauk á goslokum í Eyjum í júlí. Óvænt viðbót í afla Uppsjávarskipin voru við veiðar úr norsk-íslenska sfldarstofninum eins og venjulega. En nú bættist óvæntur viðbótarafli við hjá flestum skipan- na. Makrfll veiddist í verulegu magni en þessi uppsjávarfiskur hefur tæplega sést fram til þessa innan íslensku lögsögunnar. Töldu margir að hlýnandi sjór væri ástæða þess. Þar sem hér var um að ræða tegund utan kvóta, var þetta hin mesta búbót fyrir skipin. Sjóveiki rannsökuð í Herjólfi Sá hvimleiði kvilli, sjóveiki, hefur marga angrað gegnum tíðina, ekki síst á sjóleiðinni milli lands og Eyja. Læknir á Landspítalanum lagði af stað með rannsókn á sjóveiki, m.a. með spurningalistum sem farþegar Herjólfs svöruðu en verkefnið var unnið í samstarfi við Eimskip, Sigl- ingastofnun og Vegagerðina. Bæk- lingur með niðurstöðum kom svo út um haustið og læknirinn upplýsti að því miður væru engin ný lyf við þessum kvilla væntanleg á markað. Sindri tekinn við í Skipa- lyftunni Eyjamaðurinn Sindri Ólafsson, nýútskrifaður hagfræðingur, var ráðinn sem framkvæmdastjóri Skipalyftunnar. Sindri sagði að nei- kvæð ímynd Skipalyftunnar ætti ekkert skylt við veruleikann, þetta væri gott fyrirtæki, reksturinn stæði undir sér og verkefnastaðan væri góð. Sara Dögg sumarstúlka Alls tóku 15 stúlkur þátt í hinni árlegu Sumarstúlkukeppni. Sara Dögg Guðjónsdóttir stóð þar uppi sem sigurvegari. Sólstöðuganga Þær stöllur Hafdís Kristjánsdóttir og Ágústa Guðnadóttir skipulögðu sumarsólstöðugöngu Jjegar sólar- gangur er lengstur á Islandi. Alls voru sex fjöll á prógramminu en hverjum og einum í lófa lagið hve marga toppa hann lagði að baki. Um sextíu manns lögðu í gönguna, sumir sem fóru alla leið en aðrir styttra. Kvótinn skertur Ekki voru allir á eitt sáttir við þá ákvörðun sjávarútvegsráðherra að halda sig áfram við sama hámark í þorski og var á síðasta kvótaári, þegar tilkynnt var um aflaheimildir fyrir næsta fiskveiðiár. Binni í Vinnslustöðinni sagði að þetta væru afleiðingar ofveiði en Magnús Kristinsson taldi þetta hneyksli og hneisu. Síðari hluti annálsins verður í nœsta tölublaði Frétta, þann 8. janúar. Vestmannaeyjar á fjárlögum 2009: Einn og hálfur milljarður í heildina

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.