Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 30.12.2008, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 30.12.2008, Blaðsíða 9
Fréttir / Þriðjudagur 30. desember 2008 9 Herjólf, rétt eins og önnur skip fyrirtækisins. Bréf seld á 20 milljónir Á síðasta aðalfundi Sparisjóðsins var samþykkt að stofnfjáreigendur gætu framselt hluta af stofnfé sínu. Stjórnarformaður Sparisjóðsins upplýsti að fáeinir aðilar hefðu framselt sína stofnfjáreign til ann- arra en flestir ákveðið að halda að sér höndum. Mun kaupverð þeirra bréfa hafa verið í kringum 20 millj- ónir. Ekki samstaða um sam- eiginlegan hafnarsjóð Ekki tókst að stofna sameiginlegan hafnarsjóð í eigu Vestmannaeyja- bæjar og Rangárþings eystra um Landeyjahöfn. Viðræður höfðu staðið milli aðila í rúmt ár en strönd- uðu á því að Rangæingar vildu fá jafnan hlut og Eyjamenn, eða 50%, en Eyjamenn höfðu gert kröfu um 60%. Eftir að viðræður fóru út um þúfur var ákveðið að leggja fram rílcisstjómarfrumvarp um höfnina sem yrði í eigu ríkisins. Glófaxi inn í Eyjatölvur Jóhann Guðmundsson, annar eig- enda fyrirtækisins Eyjatölvur, ákvað að selja sinn hlut í fyrirtækinu. Nýr eigandi var Glófaxafjölskyldan en Haraldur Bergvinsson, sem hafði nýlokið námi í sjávarútvegsfræðum, hóf störf þar. Leikfélagið með Hárið Einn frægasti söngleikur allra trma, Hárið, var settur upp af Leikfélagi Vestmannaeyja. Þetta var vönduð og viðamikil sýning sem vakti ánægju áhorfenda. Vertíðarstemming Þó svo að loðnuvertíðin hafi orðið endasleppari en búist hafði verið við, þá var góð veiði í bolfiski, bæði í troll og í net. Reyndar eru skipin mun færri en áður var á vetrarvertíð, en á móti kemur að þau eru betur búin en forverar þeirra voru. Umferðarljós á Heiðarvegi Kiwanisklúbburinn Helgafell gaf umferðarljós á gatnamót Heiðar- vegar og Bessastígs. Er ljósunum einkum ætlað að bæta umferðar- öryggi bama sem þurfa að fara yfir þessi gatnamót á leið sinni frá Bamaskólanum í Iþróttamiðstöðina. 533 sinnum á Heimaklett á ári Heimaklettur var vinsæll hjá göngu- fólki á föstudaginn langa en þann dag skráðu 37 sig í gestabók sem er að finna á toppnum. Þrír Eyjamenn em öðmm ötulli við að ganga á Heimaklett, þeir Svavar Steingríms- son, Ragnar Guðnason og Már Jónsson og árið 2007 fóru þeir þrir samtals 533 sinnum á toppinn. Þar var Ragnar atkvæðamestur með 246 skipti. Apríl Gott aprílgabb Á vefsíðunum eyjafrettir.is og sudurland.is mátti finna frétt þess efnis að Rangæingar ætluðu að taka fyrstu skóflustunguna að Landeyja- höfn, þriðjudaginn 1. apríl en Vest- mannaeyingum væri ekki sérstak- lega boðið á þá athöfn. Urðu margir æfir af bræði er þeir lásu þetta og stoppaði ekki síminn hjá sveitar- stjómnum báðum, Elliða Vignissyni og Unni Brá Konráðsdóttur í Land- eyjum, þegar öskureitt fólk sagði skoðun sína. Þetta kom þó hvomgu þeirra á óvart þar sem þau höfðu bæði ákveðið að taka þátt í leiknum. Gott gengi Eyjastúlkna Eyjastúlkur stóðu sig vel í keppninni Ungfrú Suðurland. Lilja Dröfn Kristinsdóttir varð í 2. sæti og Anna Ester Óttarsdóttir í 3. sæti. Báðar unnu sér þar með rétt til að taka þátt í keppninni Ungrú ísland. Motmæli gegn Bakkafjöru Magnús Kristinsson, útgerðar- maður, skrifaði grein í Fréttir þar sem hann fann fyrirhugaðri hafnar- þurfa menn ekki að brjótast inn til þess þar sem slíkt er unnt að fá ókeypis á samkomum hvítasunnu- manna. Lítið var skemmt og ekki talið að neinu hefði verið stolið og lögregla taldi sig vita hver þama hefði verið á ferð. Mikið tónleikahald Mjög svo líflegt tónlistarlíf ein- kenndi lok aprfimánaðar og byrjun maí. Meðal þess sem boðið var upp á má nefna Eaglestónleika með Eyjólf Kristjánsson í broddi fylk- ingar, E1 Puerco og Ennisrakaða skötuseli í Drífanda, Foreign Monkies í Höllinni og Vortónleika söngnemenda Tónlistarskólans í Safnaðarheimilinu. Þá er ótalinn sá viðburður þegar poppsveitin Tríkot og Lúðrasveit Vestmannaeyja léku saman á tónleikum í Höllinni. Síðast en ekki síst vom svo minn- ingartónleikar um Guðna Herman- sen og yfirlitssýning á verkum hans í tilefni þess að hann hefði orðið áttræður á þessu ári. Engin kreppa Toyota umboðið var með stórsýn- ingu á bfium síðustu helgina í apríl og er þetta í þriðja sinn sem Toyota efnir til slíkrar sýningar í Eyjum. Úlfar Steindórsson, forstjóri fyrir- tækisins, var ánægður og sagði að þeir hefðu selt um 20 bíla. Hann sagðist ekki hafa orðið var við neina kreppu í Vestmannaeyjum. Kuldaleg sumarkoma Það var ekki margt sem minnti á sumarið, þegar Eyjamenn fögnuðu sumardeginum fyrsta. Kalt og hvasst og gekk á með skúmm og fremur fámennt í skrúðgöngunni. Berglind bæjarlistamaður Venjan er að tilnefna nýjan bæjar- listamann á sumardaginn fyrsta. Að þessu sinni varð fyrir valinu glerlist- arkonan Berglind Kristjánsdóttir og sagði hún þetta mikinn heiður fyrir sig. Maí Met í lóðaúthlutun Með vorinu tóku byggingafram- kvæmdir mikinn kipp í Eyjum eins og raunar víðar á landinu. Úthlutað var 20 lóðum undir íbúðarhús og atvinnustarfsemi og langt síðan svo margar úthlutanir hafa verið. For- maður umhverfis- og skipulagsráðs taldi þetta haldast í hendur við tiltrú fólks á betri samgöngur. íbúum fjölgar Og það var ekki aðeins í bygginga- framkvæmdum sem bjartsýni var ríkjandi. Samkvæmt tölum frá Áka Heinz á bæjarskrifstofunum hafði íbúum í Eyjum fjölgað um sextán frá 1. desember sl. Þá voru íbúar hér 4040 en voru þann 1. maí 4056. Darri líka ánægður Og það voru fleiri en Toyotamenn sem voru með bfiasýningar. Darri í Bragganum sýndi Hondur og Peugota auk þess að vera með mótorhjól og var hinn ánægðasti með viðtökumar. Níu útskrifaðir hjá Visku Níu nemendur útskrifuðust af nám- skeiði í netbókhaldi frá Háskólanum á Bifröst og sá Viska um útskriftina. Fimm þessara nemenda voru einnig í upplýsingatækni og bókhaldi á haustönninni og þrír í Mætti kvenna á vorönn. Sex stútar f byrjun maí var sjötti stútur ársins tekinn en á sama tíma í fyrra höfðu fimm verið teknir í Eyjum, grunaðir um ölvun við akstur. Beið í 40 ár eftir verðlaun- unum í þessum annál er fátt greint frá íþróttum þar sem þeim em annars staðar gerð skil. Ekki er þó hægt að sleppa því að minnast á nokkuð sér- staka verðlaunaafhendingu. Þannig var að fyrir 40 ámm fórst fyrir að BÆJARLISTAMAÐUR Berglind Kristjánsdóttir, glerlistarkona var kjörin Bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2008. gerð í Landeyjum allt til foráttu og vildi verja fénu á annan hátt. í kjöl- farið efndi hann til undirskrifta- söfnunar gegn framkvæmdinni og rituðu 3172 nöfn sín á þá lista. Af þeim var rúmlega helmingur brott- fluttir Eyjamenn og aðrir búsettir á fastalandinu. Nýtt útvegsbændafélag Og Magnús Kristinsson kom víðar við sögu en í samgöngumálum. Hann var ekki með öllu sáttur við sitt gamla félag, Útvegsbændafélag Vestmannaeyja, og stofnaði því Út- vegsbændafélagið Heimaey. Fyrir- tækið Bergur-Huginn var eini með- limur félagsins. Góðar gjafir til Safnahúss Helgi Pálmarsson færði Safna- húsinu gjafir til minningar um konu sína, Erlu Guðnadóttur. Þar á meðal vom málverk, skjöl og gamlir gripir. Kolmunni til bjargar Þó svo að loðnuvertíðin hafi orðið endasleppari en flestir bjuggust við, var þó ekkert stopp hjá bræðslunum. Kolmunnaveiðar á Rockall svæðinu sáu bræðslunum hér fyrir hráefni og til að mynda vom stöðugar vaktir r FES allan marsmánuð. Það voru bæði íslensk og norsk skip sem lönduðu hér. Mokveiði í humar En það var ekki bara í bolfiski og kolmunna sem vel aflaðist. Humarveiðar vom hafnar og þar var mokveiði, m.a. kom Gandí inn með 1100 kg af stórhumri eftir sólar- hringsveiði. Nýr formaður Sparisjóðs- stjómar Nokkur tímamót urðu hjá Sparisjóði Vestmannaeyja á aðalfundi sjóðsins þar sem í fyrsta sinn var listakosning og tveir listar í boði. Annars vegar A-listi undir forystu Helga Braga- sonar og hins vegar B-listi sem Þór Vilhjálmsson fór fyrir. Úrslit urðu þau að A-listi hafði betur með 44 atkvæðum gegn 25 atkvæðum B- lista. Vatnsverksmiðja í Eyjum Það hefði einhvem tíma þótt saga til næsta bæjar að Vestmannaeyingar hygðust hefja útflutning á vatni. En í april hófust á Eiðinu framkvæmdir við vatnsverksmiðju sem Iceland Global Water ehf. reisir þar. Ætl- unin er að tappa vatninu í sérstaka plastpoka sem taka 24 tonn og flytja þá út í gámum. Heildarveltan hækkaði um 2,4 milljarða Á aðalfundi Isfélags Vestmannaeyja kom fram að heildarvelta félagsins var um 6,3 milljarðar króna og hafði hækkað um 2,4 milljarða milli ára. Hagnaður fyrir afskriftir og vexti var rúmar 1400 milljónir eða 22,4% af veltu ársins og hagnaður ársins 2007 var 1100 milljónir á móti rúm- lega 400 milljón króna tapi árið 2006. Guðný vígð til djákna Guðný Bjarnadóttir, ljósmóðir, tók við nýju starfi þegar hún var vígð sem djákni Landakirkju. Hún sagð- ist ráðin af þremur aðilum, bænum, heilsugæslunni og kirkjunni en hún myndi áfram starfa sem Ijósmóðir í hálfu starfi. Ástþór hættur hjá Krónunni Ástþór Jónsson sagði upp starfi sínu sem verslunarstjóri í Krónunni eftir átta ára starf. Hann sagðist hætta í fullri sátt, þetta væri orðið gott í bili. Erpur vill friða lundann Á málþingi um ástand lunda- og sandsflastofnsins lagði Erpur Snær Hansen, hjá Náttúrustofnun Suður- lands, til að lundinn yrði friðaður á komandi sumri eða stórlega dregið úr veiði hans. Ekki væri veijandi að stunda stórtækar veiðar úr stofn- inum eins og ástandi hans væri hátt- að. Braust inn í guðshúsið Ekki er Ijóst hvað fyrir þeim vakti sem braust inn í Hvítasunnukirkjuna eina helgina í apríl. Hefur kannski verið í leit að innri friði og ró sem nóg mun vera af þar. Aftur á móti KAPPRÓÐUR Stelpurnar létu ekki sitt eftir liggja í kappróðrinum á sjómannadaginn.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.