Fréttir - Eyjafréttir - 16.07.2009, Side 1
Bélaverkstæðíð
Bragginn s f.
Flötum 20
Viðgerðir og smurstöð - Sími 481 3235
Réttingar og sprautun - Sími 481 1535
36. árg. I 28. tbl. I Vestmannaeyjum 16. júlí 2009 I Verð kr. 250 I Sími 481-1300 I Fax 481-1293 I www.eyjafrettir.is
VEÐRIÐ hefur Ieikið við Eyjamenn síðustu daga og vikur og viðrað vel til heyskapar. Hér eru Gunnar og Kristín í Lukku á fullu í
slættinum og hafa þau fengið Svövu, sem stendur hér á milli þeirra og krakkahóp til aðstoðar.
Sjávarútvegsráðherra fer að mestu að tillögum Hafró:
Afli þriggja skipa í tonnum
Heildaraflamark í þorski fiskveiði-
árið 2008 til 2009 er 150.000 tonn
eins og ráðgjöf Hafrannsókna-
stofnunar gerir ráð fyrir, niður-
skurður er 12.500 tonn. Karfi verður
50.000 tonn eins og á síðasta
fískveiðiári en heildarýsukvóti er
minnkaður um 30 þúsund tonn,
verður 63.000 tonn en var 93.000
tonn á síðasta ári. Ufsi var 65.000
tonn, verður 50.000 tonn á næsta
fiskveiðiári og grálúða verður
12.000 í stað 15.000 tonna. Stein-
bítskvóti verður 12.000 í stað
13.000 tonna og skötuselur 2500
tonn í stað 3000. Aðrar tegundir
breytast ekki.
Samkvæmt upplýsingum frá
Hafdísi Snorradóttur hjá Utvegs-
bændafélagi Vestamannaeyja var
heildarþorskkvóti í Vestmannaeyj-
um 8.010 tonn á síðasta fiskveiðiári.
Niðurskurður á þorskveiðiheim-
ildum á næsta fiskveiðiári er um 640
tonn og ef gert er ráð fyrir 330 krón-
um á hvert kíló, eru það afla-
verðmæti fyrir 211.462.838 krónur.
Ysa var 12.452 tonn á síðasta fisk-
veiðiári, skerðing verður 3.984 tonn
og ef gert er ráð fyrir að kílóverð sé
215 krónur eru það aflaverðmæti
fyrir 856.733.926 krónur.
Ufsi var 8.883 tonn, skerðing er
2043 tonn og ef gert er ráð fyrir að
kílóverð sé 135 krónur þá er
aflaverðmæti 275.831.495 krónur.
Steinbítur var 377 tonn og skerðist
um 26 tonn, og ef kfióverð er 200
krónur eru það aflaverðmæti fyrir
5.278.588 krónur, skötuselur var
799 tonn, skerðing 120 tonn og ef
kílóverð er 420 krónur er það
aflaverðmæti fyrir 50.367.429
krónur. Grálúða var 487 tonn en
skerðist um 97 tonn og ef kflóverð
450 krónur þýðir það skerðingu í
aflaverðmæti fyrir 43.907.670.
Skerðing á aflaheimildum Vest-
mannaeyjum hefur því veruleg áhrif
á rekstur útgerðarfyrirtækja og
Vestmannaeyja sem heildar því
heildarlækkun aflaverðmæta er
1.443.581.947 krónur.
í tonnum er skerðingin í Eyjum,
6.909 tonn, sem næst afli þriggja
skipa, og munar um minna.
Stéttarfélögsj ómanna
sameinast í ályktun:
Kvóta-
niður-
skurði
mótmælt
-Sjávarútvegur gegnir
lykilhlutverki í endur-
reisn hagkerfisins
A mánudaginn kom sameiginleg
ályktun frá Útvegsbændafélagi
Vestmannaeyja, Sjómannafélag-
inu Jötni, Útvegsbændafélaginu
Heimaey og Skipstjóra og stýri-
mannafélaginu Verðanda þar sem
kvótaniðurskurði er mótmælt.
Hvetja stjómir félaganna sjávar-
útvegsráðherra, Jón Bjamason, til
að endurskoða ákvörðun um leyfi-
legan hámarksafla fiskveiðiárið
2009 til 2010.
Miðað við kvótaúthlutanir síð-
ustu ára teljum við að niður-
skurður á ýsu sé of mikill. Fólk
og fyrirtæki í sjávarútvegi geta á
engan hátt búið við svo mikla
sveiflu á milli ára og viljum við
þvf skora á hæstvirtan sjávarút-
vegsráðherra að endurskoða
ákvörðun sína. Með því verður
hægt að bregðast við breytingum
á þann hátt að ekki fari illa í
rekstri sjávarútvegsfyrirtækjanna
og afkomu sjómanna sem byggja
á þessari fisktegund. Einnig er
farið í of mikla skerðingu á ufsa,
þar sem nær ómögulegt er að
mæla þann stofn, sem er flökku-
stofn eins og allir sjómenn vita.
Nú sem aldrei fyrr er óviðunandi
að skorið sé niður um tugi pró-
senta þegar svo mikil óvissa er í
stofnmati, þó emm við sammála
um að ganga ekki of nærri fiski-
stofnum þjóðarinnar.
Sjávarútvegurinn gegnir lykil-
hlutverki í endurreisn hagkerfisins
og er það mikið atriði að menn nái
að nýta auðlindina sem best og
hagkvæmast með sjálfbærni í
huga. Varast skal hugmyndir sem
lúta að algerri fiskfriðun og áróðri
tengdri slflcri stefnu. Við höfum
ekki efni á því.
Onæði í Birkihlíðinni
íbúar við Birkihlíð urðu fyrir
ónæði á sunnudagskvöld. Rúða
var brotin t einu húsi, gluggi
spenntur upp í öðru, og barið á
giugga í því þriðja.
Húsin standa hlið við hlið og
þrátt fyrir að gluggi hafi verið
spenntur upp í einu húsanna var
engu stolið þaðan.
Tryggvi Kr. Ólafsson, lögreglu-
fulltrúi, sagði engar vísbend-
ingar um innbrotafaraldur, enda
var engu stolið frá fbúum hús-
anna.
Hann hvetur hins vegar fólk
sem er á leið út úr bænum að
ganga vel frá húsum sínum og
biðja nágranna að vakta húsin.
Ekki síst þegar fjöldi fólks er í
bænum eins og um þjóðhátíð.
Við flytjum allt ...
... og ekkert er of stórt!
Eimskip-Flytjandi er með um
80 afgreiðslustaði um land allt.
Hvað getum við flutt fyrir þig?
Hafðu samband og fáðu tilboð.
Friðarhöfn 900 Vestmannaeyjar Sími 481 3500 Fax 481 3501 www.flytjandi.is
E EIMSKIP
Œ&fgm
VIÐ LÁTUM BÍLINN GANGA...
...SVO ÞÚ ÞURFIR ÞESS EKKI
amar
VÉLA- OG BlLAVERKSTÆÐI
. SMURSTÖÐ OG ALHLIÐA BÍLAVIÐGEÐIR / <&) ÞJÓNUSTUAÐILITOYOTA í EYJUM
FLATIR 21 / S.481-1216 / GSM. 864-4616