Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 16.07.2009, Side 8

Fréttir - Eyjafréttir - 16.07.2009, Side 8
8 Fréttir / Fimmtudagur 16. júlí 2009 Vörubílastöðin var heimur út af fyrir sig: Skoðanirnar voru fleiri en bílstjórarnir • • -Orn á Brekku rifjar upp sögur af Bifreiðastöð Vestmannaeyja, sem þjónaði Eyjamönnum frá 1929 til 1999, í spjalli við Magnús Bjarnason, Mugg ÖRN Á BREKKU: Á fundum félagsins, þar sem 30 mættu, mátti jafn- vel finna 33 skoðanir. Auðvitað var stundum deilt en þó eru það ánægjustundirnar sem upp úr standa og þetta var góður vinnustaður. VÖRUBILAR settu mikinn svip á bæinn. ÞARNA má þekkja Hauk á Reykjum, Þorvald Halldórsson, Adda og Helga Leifs. Vörubflastöðin í Vestmannaeyjum skipaði veglegan sess í atvinnulífi Vestmannaeyja frá fyrri hluta síð- ustu aldar og fram til ársins 1999 (1929-1999). Lengst af var Bfla- stöðin við Heiðarveginn þar sem nú er Toppurinn. Þegar mest var voru bflamir 35 sem settu svip á um- hverfið þegar lítið var að gera. Bflastöðin stóð annars vegar fyrir Bifreiðastöð Vestmannaeyja hf. sem átti húsnæðið og sá um eignarhald félagsins og rak verslun og bensín- sölu og hins vegar fyrir Sjálfs- eignarvörubifreiðastjóra - félagið Ekil, sem var stéttarfélagið. Allir settu bflstjóramir svip á bæinn og það gerði starfsemin líka. Þeir komu að löndun á næstum öllum fiski sem hér kom á land, fluttu jarðveg og sand til og frá fyrir þá sem vom að byggja og ekki var óalgengt að hringt væri á vörubíl þegar komast þurfti á milli húsa í Eyjum. Þegar bátur kom að var ekki óal- gengt að panta þyrfti tvo eða þrjá vörubíla og var því oft þröng á þingi við höfnina og þegar mest barst að var biðröð eftir bflum sem ekki var vinsælt, ekki síst þegar sjómenn sáu fram á að geta slett úr klaufunum um kvöldið. Bflstjórar settu líka mark sitt á menningar- og skemmtanalífíð Vestmannaeyjum með árshátíðum sínum þar sem settar voru upp heilu kabarettsýningamar með tilheyr- andi skotum hver á annan og þeirra sýn á bæjarlífið var slegið upp. Það var stundum sagt að á meðan bílstjóramir voru 35 hafi skoð- anirnar verið 70 og má það rétt vera enda höfðingjar á ferð. Magnús Bjarnason, Muggur, tók viðtal við einn þeirra, Örn Einars- son frá Brekku, sem sýnir að eitt- hvað er til í þessari fullyrðingu. Viðtalið birtist hér nokkuð stytt en hægt er að nálgast það í heild sinni á Eyjafréttum.is. Muggur er þama að vinna þarft verk og gæti þetta orðið vísir að því að saga Bflastöðvarinnar verði skráð. Viðtalið er óbreytt og koma þar margir við sögu sem yngra fólk þekkir ekki en em ljóslifandi í hugum fólks fætt um miðja síðustu öld. Þau nöfn halda sér í textanum en Fréttir fengu Magnús Jónasson, sem var framkvæmdastjóri Bfla- stöðvarinnar 1975-1983, til að upplýsa hvað þeir hétu fullu nafni. Þjónaði í 70 ár Öm Einarsson er sonur hjónanna Einars Hannessonar frá Hvoli og Helgu Jónsdóttur frá Engey. Örn hefur lengst af búið í Vestmanna- eyjum að undanteknum nokkrum árum er hann skrapp upp á land. Hefur hann verið vömbflstjóri að aðalstarfí og þar með einn af inn- vígðum í Vömbflastöð Vestmanna- eyja, það stórmerka samfélag er þjónaði bæjarbúum frá 1929 til 1999 . Við sátum saman yfír kaffi- bolla í góðu næði, Öm lét hugann reika til fyrri ára og kíkti aðeins yfir sviðið. Árið 1963 kaupir hann sér vöm- bifreið og sækir um inngöngu í félagið. Skilyrði fyrir inngöngu var að eiga vömbfl. Ári seinna er hann kominn inn. Öm brosir út í annað og segir það jú, að nokkm leyti rétt að á fundum félagsins þar sem 30 mættu hafi mátt finna jafnvel 33 skoðanir. Auðvitað hafi stundum verið deilt en þó séu það ánægju- stundimar sem upp úr stæðu og þetta hafi verið góður vinnustaður með aragrúa af skemmtilegum atvikum er krydduðu tilvemna. Bíll og maður voru eitt Bflstjórar áttu það til að samsama sig bílum sínum. ísi var sjálfur eiginlega allur bfllinn. „Eg er með bein uppi í mér.“ „Eg fór á vigtina til Júlla og sleit allt undan mér,“ þegar hann festi keðjumar á vigtarbrúninni og sleit í sundur. „Eg þarf að fara upp í mig,“ átti hann einnig til að segja. Addi átti einu sinni litla drossíu, pínulitla, svona fjögurra manna. Fóm þeir á henni upp á land með Stokkseyrarbátnum og þegar þeir eru komnir norður í land, í Skaga- fjörðinn, kemur til þeirra gamall maður og spyr: „Hvaðan er V?“ ,Ja, það er úr Vestmannaeyjum," segja þeir. „Og hvemig komust þið?“ „Við fórum gömlu brúna.“ „Hva, stendur hún enn?“ spurði sá gamli. Á báðum 88 Svo var einu sinni við lýði inn- heimtufélag er Heiðmundur stóð fyrir. Undir það síðasta var þetta svolítið farið að losna úr bönd- unum. Hægt var að fá akstur þó svo að menn skulduðu og undu bfl- stjórar því að vonum illa. Sjonni í Landakoti var þá formaður félags- ins og kallaði til fundar þar sem mál þessi vom tekin fyrir. Til fund- arins var boðaður Pétur Gautur, fógetafulltrúi. Sjonni vildi fá að sjá pappírana, tvísté mjög með þá í höndunum og var mjög efins um hvað gera skyldi. Pétri Gaut var hinsvegar farið að lengja eftir því að fá á hreint hvað bflstjórar vildu eiginlega gera, vildi hann fara að sjá niðurstöðu í málinu. Snýr hann sér því að Sjonna og segir: „Hvað segir þú Sigurjón á báðum áttunum?“ „Hvað áttu við?“ spurði Sjonni. „Nú, ertu ekki á V 88?“ Dýrt kveðið Oft kom það fyrir að vinnu var skipt á milli bílstjóranna þegar um var að ræða stór verkefni sem aðeins fáir komust í samtímis, einkanlega þegar dauft var yfir og lítið að gera. Þriggja manna úthlut- unamefnd sá um þessa útdeilingu. Eitt sinn var verið að keyra í flug- völlinn og vom þá hlífðartrog sett á pallana. Nefndin hafði ákveðið tveggja daga akstur á hvem bfl- stjóra. I þetta sinn sátu í nefndinni þeir: Laugi Scheving, Jens og Haukur í Vatnsdal sem Jens kallaði stundum manninn frá Frydendal, einhverra hluta vegna. Svo þegar verkinu var að ljúka kom upp stak- ur dagur þannig að nefndin, sem einmitt var þá að keyra, ákvað að þeir síðustu keyrðu f þrjá daga. Kom þá þessi vísa upp á vegg, spegilinn, er talið var að Gústaf Sigurjónsson ætti: Þeirfengu sér íflugvellinum þriggja daga sjens. Maðurinn frá Frydendalnum, Gunnlaugur og Jens. Listinn var blað það kallað sem úthlutunamefndin tók saman. Þar var bifreiðarstjórum raðað upp eftir unnum tímafjölda þar sem sá er fæsta tíma hafði var efstur á blaði og var næstur í vinnu þegar hún bauðst. Eitt sinn kom einn bflstjórinn með listann fram og hengdi upp á vegg og virtist nokkuð ósáttur við sitt hlutskipti. Þá kom þessi vísa á spegilinn, eignuð Hilmari á Gmndarbrekku: Það var einn óhress með listann, þetta litla saklausa blað. Hann tók einn úr nefitdinni og hrist 'ann og barði í hjartastað. Flottar árshátíðir Alltaf var vel vandað til árshátíð- anna. Eitt sinn voru þeir í leiknefnd Hilmar, Óli í Vatnsdal og Öm. Maggi var formaður árshátíðar- nefndar og sá um matinn með Bölla. Sem formaður las Maggi yfir það sem leiknefndin setti saman og var vel sáttur við efnið. Þegar Maggi var farinn stakk Óli uppá því að læða inn smá pillu á Magga. Áki Heinz var svo fenginn til þess að lesa upp á árshátíðinni sjálfri. Þar kemur að Áki spyr: „Hvað er Magnús á Reykjum?" „Bifreiðarstjóri, bifreiðarstjóri," kallaði Einar Togga. „Nei, hann er marsúrki í sérflokki,“ las Áki. En þannig var að Maggi hafði farið á dansskóla og fór það mjög leynt því að hann vildi ekki að það fréttist niður á stöð. Hann þekkti allt sitt heimafólk og vissi hvað hann ætti í vændum ef það spyrðist út. Fljótlega eftir gos ryðja talstöðv- amar sér til rúms. Jónas var með 1228 í bflnum og 1228b heima. Svo heyrðist: „1228b, 1228b, 1228 kallar.“ ,Já,“ er svarað. „Eg er nú að baka, Jónas minn, þú getur bara komið heim ef þú ert einhvers staðar nálægur." , Já, já, ég er héma á Vestmanna- brautinni og er með 12 tonn á honum.“ „Komdu þá bara í kaffi.“ „Já, já, þetta er bara eins og í gamla daga, það er alltaf notalegt að koma heim í kaffi.“ „Jónas minn, passaðu þig þegar þú kemur að hominu við hótelið að missa nú ekki úr honum.“ Samtal þetta var lesið upp á árs- hátíð og líklegt að Sigurgeir Schev- ing hafi aðeins farið höndum um það. Eftir eina árshátíðina, sem sérlega vel var lukkuð, komu Norðlend- ingar til þeirra og báðu þá um að troða upp á þorrablóti þeirra með

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.