Fréttir - Eyjafréttir - 16.07.2009, Page 14
14
Fréttir / Fimmtudagur 16. júlí 2009
■ Meistaramót Golfklúbbs Vestmannaeyja:
VERÐLAUNAHAFAR á meistaramóti GV.
Örlygur Helgi meistari í sjöunda sinn
Meistaramóti Golfklúbbs Vest-
mannaeyja lauk á sunnudag.
Leiknar voru fjórir 18 holu hringir í
flestum flokkum en tveir hringir í
unglingaflokkunum og þrír hringir í
öldungaflokkum. Þátttakendur voru
alls 75 talsins en það er svipaður
fjöldi og undanfarin ár. Hið besta
veður var alla keppnisdagana, lítill
vindur og alveg þurrt.
Telpnaflokkur:
Að þessu sinni var keppt í telpna-
flokki og er það til marks um þá
grósku sem er í barna- og unglinga-
starfí klúbbsins um þessar mundir.
Stelpurnar spiluðu tvo níu holu
hringi og úrslit urðu þessi:
1. Magnea Jóhannsdóttir 120 h
2. Ásta B. Júlíusdóttir 128 h
3. Indíana Sveinsdóttir 137 h
Unglingaflokkur 14 ára og yngri:
I þessum flokki voru 11 keppendur
sem léku tvo 18 holu hringi. Urslit
urðu þessi:
1. Nökkvi Dan Elliðason 194 h
2. Hallgrímur Þórðarson 196 h
3. Arnar Gauti Grettisson 199 h
Öldungallokkur karla, yfir 70
ára:
Aðeins tveir keppendur voru í þess-
um flokki og röðin þessi:
1. Sveinn Halldórsson 259 h
2. Gísli H. Jónasson 291 h
Öldungaflokkur karla 55 til 69
ára:
Þetta var næstfjölmennasti flokkur-
inn, 15 keppendur, og var keppt bæði
með forgjöf og án hennar.
Með forgjöf urðu þrír efstu þessir:
1. Gunnar K. Gunnarsson 221 h
2. Haraldur Júlíusson 224 h
3. Bergur M. Sigmundsson 225 h
An forgjafar:
1. Haraldur Júlíusson 239 h
2. Magnús Þórarinsson 244 h
3. Bergur M. Sigmundsson 261 h
FRÍÐA DÓRA JÓHANNSDÓTTIR, ekkja Gunnlaugs,
afhenti Hallgrími stykinn
Uthlutað úr Minningar-
sjóði Gunnlaugs
Við lokaathöfn Meistaramótsins á
sunnudag var úthlutað í fyrsta sinn
úr Minningarsjóði um Gunnlaug
heitinn Axelsson en markmið
sjóðsins er að styðja við unglinga-
starf GV. Helgi Bragason, for-
maður GV, tilkynnti að ákveðið
hefði verið að afhenda tvo styrki
að þessu sinni. Annars vegar 50
þúsund króna styrk til kylfingsins
unga og efnilega, Hallgríms
Júlíussonar, og hins vegar styrk til
kaupa á tíu peysum með merki
klúbbsins handa unglingasveit
klúbbsins vegna þátttöku í
sveitakveppni.
ÞRÍR EFSTU í MEISTARAFLOKKI KARLA
Frá vinstri; Rúnar Þór (2.), Örlygur (1.) og Gunnar Geir (3.)
Frá vinstri; Hrefna (2.), Katrín (1.) og Þorgerður(3.)
Öldungaflokkur kvenna:
Aðeins þrír keppendur voru í þessum
flokki og röð þeirra þessi:
1. Katrín Magnúsdóttir 309 h
2. Hrefna Sighvatsdóttir 340 h
3. Þorgerður Jóhannsdóttir 406 h
Kvennaflokkur:
Yfirleitt er keppt f kvennaflokkum
eftir forgjöf keppenda, eins og gert
er í karlaflokkunum. Þar sem aðeins
mættu til keppni þrjár konur úr GV
og ein að auki sem lék sem gestur á
mótinu, var leikið í einum almenn-
um kvennaflokki og úrslit þessi:
1. Sigríður L. Garðarsdóttir 357 h
2. Karin H. Hafsteinsdóttir 392 h
3. Guðmunda Á. Bjarnad. 430 h
3. flokkur karla:
I 3. flokki keppa þeir sem eru með
forgjöf yfir 18 en aðeins fjórir kepp-
endur voru í þessum flokki og röð
þriggja efstu þessi:
1. Viðar Elíasson 368 h
2. Tryggvi K. Ólafsson 374 h
3. Óðinn Kristjánsson 378 h
2. flokkur karla:
í 2. flokki keppa þeir sem eru með
forgjöf frá 11 til 17 og voru tíu kepp-
endur í þessum flokki. Efstu þrír
menn höfðu nokkra yfirburði yfir
aðra í flokknum:
1. Pálmi Harðarson 322 h
2. Jón Ingason 330 h
3. Amsteinn I Jóhannesson 336 h
1. flokkur karla:
I 1. flokki keppa þeir sem eru með
forgjöf milli 5 og 10. Þetta var fjöl-
mennasti flokkurinn, alls 17 kepp-
endur og þrír efstu þessir:
1. Vignir Stefánsson 309 h
2. Bjarki Ómarsson 316 h
3. Þorgils Orri Jónsson 323 h
Meistaraflokkur karla:
í meistaraflokki keppa þeir sem eru
með forgjöf undir fjómm og voru
alls tíu keppendur sem þar léku.
Ævinlega er hvað mestur spenningur
að fylgjast með keppni í meistara-
flokki en efstu fjórir urðu þessir:
1. Örlygur H. Grímsson 287 h
2. Rúnar Þór Karlsson 292 h
3. Gunnar G. Gústafsson 295 h
4. Karl Haraldsson 297 h
Töluverðar sviptingar voru í
meistaraflokknum. Örlygur Helgi
hafði forystu alla dagana en hinir
þrír vom skammt undan og forskot
Órlygs var aðeins eitt högg fyrir
síðasta keppnisdaginn. Síðasta
hringinn spilaði Örlygur hins vegar
af mun meira öryggi en keppinaut-
amir og uppskar eftir því. Þetta er í
sjöunda sinn sem Örlygur hampar
titlinum. Oftast allra varð Sveinn
Ársælsson Vestmannaeyjameistari,
14 sinnum en Haraldur Júlíusson lék
þann leik átta sinnum og er nú byr-
jaður að sanka að sér slíkum titlum í
öldungaflokki. Júlíus Hallgrímsson
hefur unnið titilinn sex sinnum og er
því í fjórða sæti á eftir Örlygi.
Kristínar Einarsdóttur minnst
Á laugardag fór fram útför Kristínar
Einarsdóttur en hún var ámm saman
einn af dyggustu félögum GV, ásamt
eiginmanni sínum, Martéini
Guðjónssyni, sem lést árið 2005.
Áformað var að á laugardag yrði
leikin síðasta umferð í Meistara-
mótinu en vegna útfararinnar var
ákveðið að leika lokaumferðina á
sunnudag og hafa erfisdrykkju um
Stínu á laugardag í Golfskálanum
þar sem margir mættu. Voru allir
mjög ásáttir um þessa breytingu,
ekki síst þar sem á laugardag var
stífur vindur sem hefði gert
keppendum mun erfiðara fyrir að
leika golf. Á sunnudag var aftur á
móti hið besta veður og eins og einn
keppenda orðaði það: „Það var eins
gott að hún Stína tók í taumana."
í lokahófi Meistaramótsins minntist
Helgi Bragason þeirra hjóna
Kristínar og Marteins með nokkrum
orðum. Þar rifjaði hann upp að á 70
ára afmæli golfklúbbsins í fyrra
færði Kristín klúbbnum háa fjárhæð
að gjöf. Helgi upplýsti að stjóm
klúbbsins hefði ákveðið að því fé
yrði varið til að koma upp veglegri
brú yfir tjömina á 16. braut og
myndi sú brú hljóta nafnið
Marteinsbrúin til minningar um þau
hjónin.