Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 01.04.2010, Side 8

Fréttir - Eyjafréttir - 01.04.2010, Side 8
8 Fréttir / Fimmtudagur 1. apríl 2010 Útisvæði sundlaugar: Byrjað að prófa tæki Nú liggur vorið í lol'tinu og bær- inn breytir um brag og nú slyttisl í sumarið. Margir bíða spenntir eftir sól og yl og hugsa sér gott til glóðar- innar þegar útisvæðið við sund- laugina verður tilbúið. Þá verður væntanlega hægt að hafa það notalegt á sólbaðsbekkjum eða fylgjast með börnunum leika sér í vatnsrennibrautum og Oeira skemmtilegu. Ólafur Þór Snorrason, fram- kvæmdasljóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, var spurður hvenær lokið yrðir við sund- laugarsvæði. „Varðandi úti- svæðið þá er byrjað að prufu- keyra nuddpottinn. Lendingar- laugin er tilbúin og verður hún prufukeyrð eftir páska og unnið er að því að klára sólbaðs- og leiklaug. Eg er alveg hættur að gefa út tíma því bara í morgun kom í ljós bilun í nuddpotti sem tefur okkur um nokkra daga. Það er ómögulegt að segja en það er mjög lítið eftir og unnið er að því að setja upp stjórnkerfi, myndavélar og hljóðkerfi og klára innansleikjur í kjallar- anum,“ sagði Ólafur Þór. Mun fleiri skemmti- ferðaskip Andrés Þ. Sigurðsson greindi frá komu skemmtiferðaskipa á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í síðustu viku. Fyrsta skipið kemur 24. maí en 23 skip hafa boðað komu sína til Vestmannaeyja í sumar, þar af er áætlað að fimm skip munu liggja á ytri höfninni vegna stærðar. Til samanburðar þá voru þrettán skipakomur skemmtiferðaskipa til Eyja síðasta sumar og samtals voru það níu skip. Tímabært Á fundinum fór Sveinn R. Val- geirsson fór yfir væntanlegt hreinsunarátak á hafnarsvæði og framgang þess á næstunni. Ráðið leggur áherslu á að hreinsunarátaki á hafnarsvæði verði lokið fyrir lok apríl en um sama leyti fer í gang hið árlega hreinsunarstarf á bæjarlandinu. Bæjarstjóri - Vantar 125 ferðir til að fá fjórar ferðir á dag allt árið: Gætum samnýtt þjónustu með nágrönnum okkar -Fengið tækifæri til að nýta okkur fjöldamörg vaxtartækifæri sem eingöngu fást með tíðum og tryggum ferðum - Kosta einungis 17 milljónir á ári ÖRUGGIR menn í brúnni Gísli Valur og Steinar skipstjóri við stjómvölinn á Herjólfi. ELLIÐI: -Mín framtíðarsýn er sú að við Eyjamenn stjórnum sjálf bæði samgöngum okkar og allri annarri samfélagslegri þjónustu í Vestmannaeyjum. Með þessu er ég ekki að skjóta á Vegagerðina sem fer með samninga um skipið og þjónustu þess, því fer fjarri enda hefur Vegagerðin og Eimskip sýnt ríkan vilja til samvinnu við okkur síðustu vikur. Elliði Vignisson, bæjarstjóri hefur fullyrt að þær 1360 ferðir sem ákveðið hefur verið að Herjólfur sigli á ársgrundvelli, sé ekki nóg. Hann lagði mikla áherslu á að bætt yrði við 125 ferðum en af hverju? „Þessar 1360 ferðir tryggja okkur ljómandi samgöngur yfir sumartím- ann en ekki nægilega góðar yfir vetrartímann. Ef einungis verða farnar 1360 ferðir þá verða bara þrjár ferðir á dag á virkum dögum á vetumar," sagði Elliði. „Ef eingöngu eru farnar þrjár ferðir þá verður fyrsta ferð að nýtast til vöruflutninga. Vörur eru ekki komnar í Landeyjahöfn fyrr en um hádegi og þar með væru fyrstu far- þegar ekki komnir til Eyja fyrr en eftir hádegi. Um leið eru öll okkar plön um samnýtingu á framhalds- skóla, sjúkrahúsi o. fl. fyrir borð borin. Hitt sem við gætum vissu- lega gert er að fara fyrstu ferð frá Eyjum kl. 07.30 og fyrstu ferð til Eyja kl.09.00. Onnur ferð frá Eyjum yrði þá að vera um 10.30 og til Eyja um hádegi. Þá lægju svo samgöngur niðri þar til seinasta ferð yrði farin um kvöldið. Ef famar verða þessar 125 ferðir í viðbót þá tryggir það okkur fjórar ferðir á dag, alla virka daga, allt árið. Þar með gætum við samnýtt ýmsa þjónustu með nágrönnum okkar landmeginn og fengið tæki- færi til að nýta okkur fjöldamörg vaxtartækifæri sem eingöngu fást með tíðum og tryggum ferðum. Það er vert að hafa það hugfast að þessar 125 ferðir kosta einungis 17 milljónir á ári. Það eru ekki stórar fjárhæðir þegar haft er í huga að nú þegar er búið að skera niður nýja ferju, hækka fargjöld um 100% og skerða ferðir úr 1800, miðað við þær forsendur sem lagt var upp með í útboði á rekstri Herjólfs í janúar 2008.“ Ertu, þrátt fyrir fjölda ferða, sáttur við jyrirliggjandi sumaráœtlun ? „Jú, ég er mjög sáttur við sumar- áætlunina, enda tekur hún að nokkru mið af því að samgönguyfirvöld tryggi okkur þær 125 ferðir sem við höfum sótt um og fært sterk rök fyrir að þurfi. Áhyggjurnar núna er eingöngu af vetraráætluninni.“ Verðum að sitja við sama borð og aðrir Nú liggur gjaldskrá fyrir en afslátt- arkjör eru enn óljós. Sérðu fram á að núverandi afsláttarkerfi, eininga- kerfinu, verði umbylt og nýtt afsláttarkerfi tekið upp? „Baráttumál okkar er, og hefur verið að við sitjum við sama borð og aðrir landsmenn þegar kemur að samgöngum. I samræmi við það höfum við óskað eftir því að afsláttarkjör verði svipuð og í Hval- fjarðargöngunum. Þannig myndum við vilja sjá afsláttafargjöld þrepa- skipt þannig að afsláttur verði aukinn eftir því sem keyptar eru fleiri ferðir. T.d. 40% grunnafslátt- ur, eins og nú er, og 70% afsláttur þegar keypt er árskort. Þá höfum við éinnig talað fyrir því að afsláttur verði ekki felldur niður og honum dreift á öll fargjöld. Eyjamenn eru um 40% af notendum skipsins. Það eru þeir sem ferðast mest sem eiga að fá afslátt. Gjald- skráin verður þannig upp byggð að fullt gjald verður 1000 krónur og því 600 krónur fyrir þá sem ferðast á 40% magnafslætti. Ef við fellum niður afsláttarfargjöld þá fara ekki allir á 600 heldur fara allir á milli 800 og 900 kr. Það teljum við ekki til hagsbóta fyrir Eyjamenn. Okkar vilji er náttúrulega sá einn að vilja sem flestar ferðir, sem mesta þjónustu og sem lægsta gjaldskrá." Hafa komið einhver önnur skilaboð en þau að siglingar hefjist I. júlí nœstkomandi? „Já, þau skilaboð koma reglulega og nánast alltaf í gegnum spjall hér í Eyjum. Skilaboð um skemmdir á brimvarnargörðum, óhóflegum framburði á sandi, skemmdum á byggingarefni og hættu á að höfnin skolist út í kjölfarið á hlaupi í kjöl- far eldgos, berast einnig frá sömu stöðum. Það er eðlilegt og skemmtilegt að Eyjamenn ræði þessa framkvæmd frá öllum hliðum. Áhyggjurnar eru einnig eðlilegar og þær eru rót þessara sagna, við eigum jú allt undir samgöngum. Boðin frá Siglingastofnun sem fer með verk- lega hluta framkvæmdarinnar hafa hinsvegar ætíð verið þær sömu. Þau skilaboð eru að höfnin verði tekin í notkun 1. júlí. Við vinnum út frá því.“ Nú liggur fyrír samkvœmt nýjustu fréttum aðfœkka þurfi farþegafjölda um 136 frá því sem nú er. Voru bœjaryfirvöld meðvituð um þessa fœkkun þegar þið gerðuð drög að ferðaáœtlun ? „Já, þessi breyting hefur legið fyrir í mörg ár og kæmi alveg eins til þótt Herjólfur héldi áfram siglingum í Þorlákshöfn. Þessi breyting knýr hinsvegar enn frekar á um fleiri ferðir og að sem fyrst verði ráðist í smíði á nýju skipi." Er lögð áhersla á að boðið sé upp á kojur eftir að siglingar hefjast í Landeyjahöfn ? „Við heimamenn höfum hvatt mjög til þess og ítrekað óskað eftir að svo verði. Sú ákvörðun liggur fyrst og fremst hjá samgönguyfirvöldum. Mín persónulega skoðun er sú að það sé lágmark að bjóða upp á þetta fyrsta árið og hætta þá með þjónust- una ef fólk notar hana ekki.“ Eigum að stjórna okkar samgöngum Hver er skoðun þín á framtíðar fyrirkomulagi hvað rekstur Herjólfs varðar? „Það er skelfilegt að upplifa stöð- ugt að við Eyjamenn ráðum nákvæmlega engu um þessa grund- vallarþjónustu okkar samfélags. Mér þykir líka hroðalegt hversu oft maður upplifir skilningsleysi hjá fólki sem ræður miklu um þessa þjónustu, embættismönnum og kjömum fulltrúum sem sjálftr hafa sjaldan eða aldrei siglt með skipinu. Hafa aldrei þurft að vera sjóveik sjálf eða hugsa um sjóveik böm. Hafa aldrei þurft að pakka niður og undirbúa alla fjölskylduna í bílinn til þess eins að fara niður að Herjólfi og uppgötva að komast ekki með þrátt fyrir að hafa verið framarlega á biðlista. Hafa ekki þurft að eyða hundruðum þúsunda á hverju ári til þess eins að komast á þjóðvegi landsins og svo framvegis. Mín framtíðarsýn er sú að við Eyjamenn stjórnum sjálf bæði samgöngum okkar og allri annarri samfélagslegri þjónustu í Vest- mannaeyjum. Með þessu er ég ekki að skjóta á Vegagerðina sem fer með samninga um skipið og þjónustu þess, því fer fjarri enda hefur Vega- gerðin og Eimskip sýnt ríkan vilja til samvinnu við okkur síðustu vikur.“ Nú hefur þú staðið í samgönguati nánast allt þetta kjörtímabil. Ertu sáttur við árangurinn ? „Fyrir fjóram áram var staðan sú að enginn ein framtíðarsýn var til staðar í samgöngum, flug við Reykjavík lá nánast niðri, örfáar næturferðir vora farnar og þá bara í kringum Þjóðhátíð og Shellmót. Allt samfélagið leið fyrir þá stöðu. Nú er hinsvegar staðan sú að flug til Reykjavíkur er öflugt, Herjólfur siglir tugi næturferða á hverju ári og eftir nokkrar vikur verður Land- eyjahöfn tekin í notkun sem valda mun byltingu í samgöngum við Vestmannaeyjar. Ég er því nokkuð sáttur við árangur af atinu. Ég hef þó haft áhyggjur af frátöfum í siglingum í Landeyjahöfn og hef þær enn. Áhyggjur mínar núna era hinsvegar þær helstar að ferðir verði ekki nægilega margar með skipinu og að flug til Eyja legg- ist af ef ríkið hættir stuðningi við það. Hagsmunabaráttan verður því að halda áfram. Ég kvíði því ekki og á meðan staða okkar mætir ekki skilningi þá era bæði ég og aðrir bæjarfulltrúir klárir í slaginn.“

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.