Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 01.04.2010, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 01.04.2010, Blaðsíða 15
Fréttir / Fimmtudagur L apríl 2010 15 ✓ Leó Oskarsson er ekki að fullu sáttur við formann Ss. Verðandi: Skólahornið - Frístundaheimilið býður upp á fjölbreytt starf: Að loknum hefðbundnum skóladegi Frístundaheimilið býður upp á fjöl- breytt starf þegar hefðbundnum skóladegi lýkur. Daglega koma u.þ.b 40 börn og dvelja mislengi en heimilið er opið til 16:30 á daginn. Byrjað er á útiveru ef veður leyfir. Þá geta börnin leikið sér frjáls í skemmtilegu umhverfi fyrir utan heimilið. Utiveran eflir líkams- og hreyfiþroska og eykur andlega og líkamlega heilsu og vellíðan. Bömunum finnst spennandi að hlaupa upp í kletta og búa til leynistaði og byggja alls kyns bú. Þá er ekki síður skemmtilegt að smíða margskonar hluti úr spýtum sem við höfum fengið alls staðar frá. Svo er alltaf hægt að fara í fót- bolta og hlaupaleiki, kríta eða fara í teygjutvist. Hver og einn gerir það sem hann langar til. Eftir góða útivem er farið inn og þá velja börnin sér svæði sem þau vilja vera á. Húsnæðið býður upp á góða aðstöðu til þess að skipta hópnum niður í svæði. Iþrótta- salurinn er mikið notaður og þar er oftar en ekki spilaður fótbolti eða verið í alls kyns leikjum. Föndrið er vinsælt en þar er ýmislegt spenn- andi í boði á hverjum degi. Ymist er verið að teikna og lita, perla eða föndra eitthvað, ekki vantar hug- myndaflugið hjá bömunum. Einnig er til fjölbreytt úrval af kubbum, spilum og bókum og mörg böm vilja dunda sér í rólegheitunum. Til tilbreytingar er svo stundum sett mynd í tækið og poppað, þá er “kósýstund.” Um miðjan dag er nónhressing hjá okkur. Leitast er við að hafa hollustu í fyrirrúmi og ávallt er boðið upp á brauð og álegg og niðurskoma ávexti á eftir. Oðru hvom er þó bakað og er það alltaf jafn vinsælt. Enda kemur yndisleg lykt í húsið og allt verður svo heimilislegt og notalegt. Börn í Vestmannaeyjum njóta þeirra forréttinda að fá að stunda íþróttir rétt eftir að skóladegi lýkur. Þau sem eru í Frístundaverinu fara því frá okkur á æfingarnar sínar og sum koma aftur en önnur halda heim á leið eftir að íþróttatíma lýkur. Það er frábært hversu mörg börn stunda íþróttaæfmgar og afar mikilvægt að þeim skuli vera lokið áður en vinnudegi þeirra og foreldra þeirra lýkur. Frístundaverið leggur áherslu á að börnin fái góðan tíma í frjálsum leik en frjálsi leikurinn er hið eðlilega tjáningarform. I leik læra börnin margt sem enginn getur kennt þeim. Leikurinn felur í sér nám, af honum sprettur ný þekking, nýjar tilfinningar, nýjar athafnir og leikni. I leiknum læra börnin líka nauðsyn þess að vinna saman, taka tillit hver til annars, þau læra sam- skiptareglur og að virða rétt annarra. Starfsmenn Frístunda- versins leggja áherslu á að hver einstaklingur fái að njóta sín og þroskast í umhverfi sem einkennist af hlýju, öryggi og virðingu. Jafnframt er lögð áhersla á mikil- vægi góðra samskipta við foreldra og forráðamenn því meginmark- mið starfsins er að hverju bami líði sem best. Hverjir eru þessir drullusokkar sem voru í útgerð? Leó: -Gaman þætti mér að fá nánari útskýringu á því að hæstvirtur sjávarútvegsráðherra viti ekki að loðnuhrogn séu framleidd hér á landi og að ráðherra viti ekki heldur að fiskur er með sporð. Herra ritstjóri. Eg var að lesa Fréttir í dag sem ég er áskrifandi að, og þykir mér blað- ið með mjög vandað og skemmti- legt efni. Auðvitað ratar inn ein og ein grein sem hægt er að gera athugasemdir við, og það skeði ein- mitt í blaðinu sem ég var að lesa áðan, blað útgefið 25. 3. 2010, sem er eins og ég skil, viðtal blaða- manns við Berg Kristinsson for- mann Skipstjóra og stýrimanna- félagsins Verðandi Ekki er skrifað undir greinina hver tók viðtalið. Eg hef orðið var við að skötusels- frumvarpið mglar Berg mjög mik- ið, það ruglaði mig líka í ríminu þegar skötuselur var settur í kvóta. Þá var ég búinn að vinna í heilt ár og með fólk á launum að útbúa bát minn á skötuselsnet. Keypti veiðar- færi fyrir 8 milljónir sem var mikill peningur þá. Um leið og ég var búinn að leggja netin í ágúst til- kynnti sjávarútvegsráðherra að skötuselur færi í kvóta, 1. september sama ár. Eg fæ skeyti heim til mín og er mér tilkynnt að ég verði veiðileyfissviftur þar sem ég sé búinn að veiða umfram þau 700 kg sem ég fékk úthlutuð. Ég varð að draga netin í bátinn og hætta veiðum, en fékk engar bætur. Ég var alls ekki sáttur við þessa ráðstöfun, og hringdi bæði í Ríkis- sjónvarpið og Stöð tvö og vildi fá fréttamenn á bryggjuna til að ræða þann órétt sem ég og skipshöfn mín vorum beitt, en það mættu engir fréttamenn. Gaman þætti mér að fá nánari útskýringu á því að hæstvirtur sjáv- arútvegsráðherra viti ekki að loðnuhrogn séu framleidd hér á landi og að ráðherra viti ekki held- ur að fiskur er með sporð. Mér þætti líka gaman að fá svar við því hverjir þessir drullusokkar eru sem sjómannafélögin eru búin að koma út úr greininni og eru að koma inn aftur. Þar sem sagt er í greininni að séu læknar, tryggingafræðingar og vörubflstjórar sem eru að nýta sér strandveiðikerfið. Það kemur mér spánskt fyrir sjónir, ef útgerð getur ekki leigt skötusel á um 100 kr kg af ríkinu, en gat fyrir 3 árum keypt þorsk varanlegan á yfir 4000 kr kflóið, hvað halda menn að afborgun hafi verið á kílóinu þá? Mig langar ein- nig til að vita hvort Bergur er þama að tala í sínu nafni eða fyrir hönd Skipstjóra og stýrimannafélagsins Verðandi. Það er vegna þess að það er mín skoðun að sjómannafélög, ættu að vera trúverðugustu félög landsins í sambandi við veiðiráð- gjöf á nytjastofnum, vegna þess að menn fara í stýrimannaskóla og gerast skipstjórar, til að gera það að ævistarfi sínu og gera sér grein fyrir að þeir eiga allt undir að ráðgjöf sé rétt. Þess vegna fannst mér það mjög neikvætt að lesa þessa grein. En í dag er ég hættur útgerð og er mjög feginn því vegna þess að umræða um fiskveiðistjóm er mjög neikvæð og leiðinleg. Það væri gaman ef ritstjóri tæki saman hvað eru margar útgerðir í Vestmannaeyjum í dag og aldur hverrar útgerðar fyrir sig, og aftur hvað voru margar útgerðir í Eyjum 1983 þegar kvótinn kom og aldur hverrar útgerðar þá. Þá held ég að kæmi í ljós að nýliðun er margfalt minni í dag. Með hveðju og þökk fyrir birtingu á þessari grein. Leó Óskarsson Minning - Friðrikka Þorbjörnsdóttir Elsku amma mín Það er svo sárt að kveðja, þó svo ég hafi vitað að stutt væri í þennan dag þá var ég nú samt búin að telja mér trú um að við ættum eftir að eiga fleiri stundir saman. Ég á eftir að sakna þess að geta ekki komið í heimsókn til þín niðrá Elló þegar ég er í Eyjum. Það var orðinn fastur liður að kíkja á þig og heyra allar slúðursögumar af því helsta sem var að gerast á Elló. Ég gleymi því seint þegar ég, þú, Hjördís heitin og fleiri vinkonur þínar sátum saman heilt kvöld niðrá Elló og slúðmðum um allt milli himins og jarðar. Þær hafa örugglega tekið vel á móti þér og fegnar að fá þig við sitt borð á ný. Elsku amma, þær em ófáar minn- ingamar sem koma upp í huga mér þegar ég hugsa til þín. Það er þó ein sem stendur upp úr. Þegar ég, þú og mamma fórum á leik hjá Birki heima í Eyjum, hann þá kominn í Hauka að keppa við IBV. Þegar nokkuð var liðið á leikinn og Birki að ganga mjög vel þá er ein- hver úr stúkunni sem hreytir í hann ófögrum orðum. Þó að þú hafir verið komin vel á níræðisaldurinn, þá þurftum við mamma að hafa okkur allar við til að halda þér kyrri í sætinu, Þú ætlaðir einfaldlega að hjóla í manninn. Það skyldi enginn voga sér að hreyta einhverju í bamabömin þín. Þetta lýsir því kannski hversu vel þú stóðst við bakið á þínum og studdir okkur í öllu sem við tókum okkur fyrir hendur. Elsku amma ég er svo óendanlega þakklát fyrir allan þann tíma sem við höfum átt saman, takk fyrir allar minningarnar, stuðninginn og hlýjuna sem þú hefur veitt mér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er Ijós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Megi guðs englar vaka yfir þér elsku amma mín. Þín Þórey Friðrikka Framkvæmda- og hafnarráð: Þjónustu- gjöld við Herjólf Fulltrúar Vestmannaeyjahafnar, Vegagerðar og Eimskipa funduðu um hafnar- og þjónustugjöld 16. mars sl., samkvæmt fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs, þar sem m/s Herjólfur siglir fleiri ferðir eftir að áætlun verður í Landeyjahöfn í stað Þorláks- hafnar. Ólafur Þór Snorrason, fram- kvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, sagði um hækkun á þjónustugjöldum að ræða en ekki hafnargjöldum. „Hækkunin stafar af aukinni ferðatíðni þannig að öll þjónusta við skipið eykst. Við erum ekki búin að ná samkomulagi en það er verið að vinna í þvt' og sú vinna gengur vel.“ ÞAÐ er oft líflegt út af Eiðinu þegar fulginn sækir í slorið. Fráveita næsta stór- framkvæmd Fráveitumál eru eitt af stóru málunum hjá bænum. Þau voru rædd á fundinum. „Við erum að vinna að áætlun í fráveitumálum þar sem næstu stórframkvæmdum mun líklega verða dreift á þrjú ár. Við lukum við Brattagarð í lok síðasta árs og á þessari stuttu loðnuvertíð í vetur sannaði Brattigarður gildi sitt en þar var kerfinu í miðbænum splittað frá FES og er nú keyrt í sitthvoru lagi. Við þetta ættum við að losna við að fá gúanólykt úr holræsunum í miðbænum en fram að þessa hefur þetta verið á sömu lögninni. Næsta skref við Brattagarð er að útbúa sandfang og erum við þá í góðum málum þar, “ sagði Ólafur Þór aðspurður um þessi mál.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.