Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 01.04.2010, Síða 17

Fréttir - Eyjafréttir - 01.04.2010, Síða 17
Fréttir / Fimmtudagur 1. aprfl 2010 17 Skötuselsfrumvarpið - Þingmenn sem rætt var við líta það misjöfnum augum: Samstarfi um uppbyggingu fórnað á altari nokkur hundruð tonna af skötusel -segir Atli Gíslason - 11 kvótahæstu útgerðir í skötusel leigðu út um 80% af hlutdeild síðasta fiskveiðiárs - Hvar er réttlætið? Af hverju má þjóðin ekki njóta leigu- Fréttir hafa óskað eftir viðbrögðum mínum í tengslum við svonefnt skötuselsfmmvarp sem nú er orðið að lögum. Reyndar er rétt að vekja athygli á því að nefnd lög taka á mun fleiri þáttum fiskveiðistjóm- unar og eru sérdeilis atvinnuskap- andi. Veitir ekki af í kreppunni. Sem þingmaður ríkisstjómarflokks og formaður sjávarútvegs- og land- búnaðamefndar er ég fylgismaður málsins. Að gefnu tilefni er full ástæða til að fara yfir forsöguna og nokkrar staðreyndir," segir Atli Gíslason, þingmaður. Skötuselur var utankvóta „Skötuselurinn var utan kvóta fyrir fiskveiðiárið 2001 til 2002. Kvóta- setning skötuselsins sætti harðri gagnrýni ýmissa málsmetandi manna og samtaka víðs vegar um landið. Meðal annars bárust mót- mæli frá Vestmannaeyjum. Kvóta- setning var og er talin ástæðulaus út frá markmiðum fiskveiðistjórn- unarlaganna og auðveldlega er unnt að stjóma veiðum án kvótasetn- ingar. Nýliðun í stofninum hefur verið afar góð undanfarin 10 ár ef frá er talið árið 2008 þegar hún var í slöku meðallagi. Því miður er það svo að stofninn hefur verið fremur lítið rannsakaður eins og lesa má af fá- tæklegri og „copy paste“ ráðgjöf Hafró frá því að skötuselur var kvótasettur. Þá er það staðreynd að skötuselurinn, sem var staðbundinn við Suðurland, hefur nú náð sterkri útbreiðslu úti fyrir Vestur- og Norðurlandi. Nú virðist svo komið, að sögn þeirra sem gerst þekkja, að skötuselurinn sé þar meðal annars að eyðileggja gjöful grásleppumið. 1 þeim efnum og fleirum er sannar- lega þörf á frekari rannsóknum. I fyrstu ráðgjöf Hafró um skötusel- inn fyrir fiskveiðiárið 2003/2004 var mælt fyrir um 1.500 tonna veiði, hún var aukin í 2.200 tonn árið 2005/2006 og síðan í 2.500 tonn árin 2008/2009 og 2009/2010. Akvarðað heildaraflamark árin 2001/2002 og 2002/2003 nam 1.500 tonnum, 2.000 tonnum árin 2003/2004 og 2004/2005, 3.000 tonnum árin 2005/2006, 2006/2007 og 2008/2009 en 2.500 tonnum árin 2007/2008 og 2009/2010. Tekið skal fram að við ákvörðun heildaraflamarks fiskveiðiárið 2009/2010 var boðuð viðbótarúthl- utun síðar á árinu. Veitt umfram ráðgjöf Allt frá fiskveiðiárinu 2003/2004 ATLI: Þess má og geta að 11 kvótahæstu útgerðir í skötusel leigðu út um 80% af hlutdeild sinni á síðasta fiskveiðiári. hefur verið veitt umfram aflaráðgjöf Hafró og aflinn á síðasta fiskveiðiári nam 3.400 tonnum eða 36% umfram ráðgjöf. Því skal einnig haldið til haga að LÍU lagði til að heildarafla- mark skötusels á yfirstandandi fisk- veiðiári yrði 3.000 tonn. Þess má og geta að 11 kvótahæstu útgerðir í skötusel leigðu út um 80% af hlutdeild sinni á síðasta fisk- veiðiári. Af hveiju má þjóðin ekki njóta saman sameiginlegra auðlinda okkar í stað þess að útdeila þeim til fárra útvaldra sem margir hverjir leigja heimildirnar út í sérhags- munaskyni fyrir „gommu“ af peningum? Hvar er réttlætið? Af hverju má þjóðin ekki njóta leigu- teknanna? Það verður að árétta að skötusels- ákvæðið er heimildarákvæði til bráðabirgða í tvö ár. Þar er talað um viðbótarúthlutun allt að 2.000 tonn- um en í áliti sjávarútvegsnefndar Alþingis er tekið skýrt fram að hafa skuli náið samráð við Hafró um hana. Undir það hefur sjávarútvegs- ráðherra tekið og hann mun enn fremur horfa til aflamarksúthlutana fyrri sjávarútvegsráðherra. Ég geri kröfu til þess að allra varúðarsjón- armiða verði gætt við hugsanlega viðbótarúthlutun og það verður gert. Það er full ástæða til að upplýsa að áður en frumvarpið kom fram og við meðferð þess var LIU boðið til sátta að úthlutun til kvótahafa yrði aukin um 500 tonn, í 3.000 tonn eða sama tonnafjölda og ákvarðað heildarafla- mark hefur verið hæst, og að svipað magn færi til úthlutunar samkvæmt umsóknum gegn greiðslu veiði- gjalds, allt með fyrirvara um sam- ráð við Hafró, varúðarsjónarmið o.fl. eins og fyrr segir. LÍÚ ekki til viðtals LÍÚ var ekki til viðtals um sættir, tilboðið heyrir sögunni til á kostnað minni útgerða, og við blasir að sam- tökin hafi vegna málsins knúið Samtök atvinnulífsins til að segja upp svonefndum stöðuleikasátt- mála. Samstarfi um uppbyggingu eftir kreppu er sem sé fómað á altari nokkur hundruð tonna af skötusel. Það er jafnframt ankannanlegt að tala um svonefnda „fyrningaleið" í þessu samhengi. Ég hefði haldið út frá mínum barnaskólalærdómi að fyrning aflahlutdeildar þýddi að hlutdeildin væri minnkuð. Minnumst þess að aflahlutdeild hefur hækkað úr 1.500 tonnum fiskveiðiárið 2001/2002 í 3.000 tonn 2008/2009. Er það fyrning að bjóða sem fyrr segir sama 3.000 tonna heildaraflamark á þessu ári, sbr. einnig yftrlýsingu ráðherra sl. haust um viðbótaúthlutun á þessu fisk- veiðiári. Hvar er skerðingin? Mér virðist LÍÚ vera að mála sig út í hom eins og óþægur krakki og að samtökin séu vart viðræðuhæf. Vont mál á erfiðum tímum Þetta er vont mál á erfiðum tímum. Ekki bætir það ástandið að samtökin hafa kosið að taka umræðuna gegn- um heilsíðu áróðursauglýsingar sem ég hef ekki efni á að taka þátt í nema ef til vill með smáauglýsingum. Sannarlega tekur LÍÚ ekki frið þegar góður ófriður er í boði, eins og segir um Snæfellinga í ævisögu Ama prófasts Þórarinssonar. Mér er ekkert að vanbúnaði vilji LIÚ stríð, en vildi fremur að LIÚ komi um upp úr skotgröfunum til vitrænnar umræðu og sátta. Ég vil líka eiga orðastað við LÍÚ um meinta og ílla þokkaða markaðs misnotkun umgetinna ofurkvóta- eigenda á fiskmörkuðum og margt fleira. Mín framtíðarsýn er sú að í veiðum og vinnslu ríki fjölbreytt flóra frá einyrkjum til stórútgerða, og allt þar á milli, sem starfi saman áreitnilaust. Er til of mikils mælst? Nei segir 70% þjóðarinnar," sagði Atli Gíslason, alþingismaður. Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknar er ósátt: Hefði verið eðliiegt að bíða „Framsóknarmenn telja að með samþykkt hins svokallað skötu- selsfrumvarps hafi ríkisstjórnin gripið inn í ákveðið sátta- og samningaferli sem er í gangi varðandi endurskoðun á fiskveiðistjórnunarkerfinu,“ sagði Eygló Harðardóttir þing- maður Framsóknarflokksins. „ Starfandi er nefnd sem er skipuð fulltrúum allra stjórn- málaflokka og hagsmunaaðilum sem er ætlað að koma með tillögur um breytingar á kerfinu. Sú nefnd hefur enn ekki lokið störfum. Við töldum eðlilegt að fresta málinu þar til nefndin hefði lokið sinni vinnu og skilað af sér heildstæðum tillögum um fiskveiðistjórnunarkerfið. Vinnubrögð ríkisstjórnarinnar voru ails ekki í anda þeirrar samvinnu og samráðs sem við framsóknarmenn leggjum áher- slu á og því lögðumst við gegn samþykkt laganna,“ sagði Eygló. Eygló: Við töldum eðlilegt að fresta málinu þar til nefndin hefði lokið sinni vinnu og skilað af sér heildstæðum tillögum um fiskveiðistjórnunar- kerfið. s Arni Johnsen alþingismaður er ósáttur: Arfavitlaust og sett í frekjukasti ráðherra Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins, sagði annmarka á frumvarpinu. „í fyrsta lagi er skötuselsfrum- varpið arfavit- laust og sett í frekjukasti ráðherra f ríkisstjóminni. Þó að við séum ekki alltaf sam- mála ráðgjöf Hafró þá er það alveg út úr korti að fara 80% fram úr ráðgjöf og bein hótun um að eyða stofninum. I öðru lagi eru það dæmalaus vinnubrögð að troða þessu í gegn á meðan tutt- ugu manna nefnd vinnur að sátt um endurbætur og endumýjun fiskveiðistjómunarkerfisins. Það má nú ýmislegt lagfæra án þess að mgga bátnum um of,“ sagði Árni og benti á að forustumenn sjó- manna, farmanna, útvegsmanna og atvinnulífsins láta ekki bjóða sér slík vinnubrögð þegar ætlast er til að menn vinni í alvöru að niðurstöðu um sátt. „Þessi afskiptasemi ríkisstjómar- innar er svipuð og þegar forsætis- ráðherra og fjármálaráðherra gripu fram fyrir Icesave samninganefnd- ina í ljölmiðlum og gerðu lítið úr því sem nefndin hafði unnið. Þetta er ekki spurning hvort Vinstri grænir láta draga sig á asnaeyrunum af Samfylkingunni sem þekkir ekki umhverfi sjávar- byggðanna í land- inu. Vill ekki kynna sér það og það virðist ekki standa til. Talsmenn Samfylkingar í sjávarútvegs- máluni koma úr umhverfi sem er fjarri raun- veruleikanum. Þeir virðast halda að það sé nóg að eiga öngul og línu og veiða á krók, einn og einn fisk. Sleppa stöðugleika sjóman- na, sjávarbyggða og markaða. Margslungið kerfi sem gengur ekki að sparka í eins og druslu. í umræðum á Alþingi í fyrradag virtist forsætisráðherra koma af Ijöllum þegar það kom í ljós að stöðugleikasáttmálinn væri í upp- námi. Ég spurði ráðherra hvort það væri ekki ábyrgðarhluti að afgreiða frumvarpið áður en búið væri ganga frá helstu ákvæðum stöðuleikasáttmálans. Forsætisráðherra fór bara hærra í fjöllin," sagði Árni unt l'rurn- ÁRNI: Talsmenn Samfylkingar í sjávarútvegsmálum koma úr umhverfi sem er fjarri raun- veruleikanum. Róbert Marshall alþingismaður er sáttur: Ég fagna þessu frum- varpi mjög meðaltali 30% fram úr henni á hverju ári að beiðni útgerðar- innar. Þrátt fyrir það er úthreiðslan í mikilli sókn og skötuselurinn kominn inn á Isaf- jarðardjúp. Með þessu og strandveiðunum eru stigin tvö mikilvæg skref í áttina að því sem við lofuðum að gera fyrir síðustu , kosningar; að ROBERT: Með þessu og gjörbreyta strandveiðunum eru stigin fiskveiðistjórn- tvö mikilvæg skref í áttina uninni þannig að að því sem við lofuðum. fiskurinn í sjónum væri sameign þjóðarinnar og „Ég fagna þessu frumvarpi mjög,“ sagði Róbert Marshall, þing- maður Sam- fylkingarinnar þegar hann var spurður út í frum- varpið. „I því eru marg- víslegar breytingar t.d. á veiðiskyld- unni sem allir eru mjög ánægðir með. Það er líka mikil- vægt að breyta þeim úthlutunar- reglum sem verið hafa í gildi of lengi. Nú er komin heimild til þess að bjóða upp viðbót- arkvóta í skötusel, gerist þess þörf og menn þurfa því ekki að kaupa af öðrum útgerðum sem fengið hafa heim- ildirnar gefins. Sé litið til ráðgjafar Hafró síðustu tíu ár má sjá að sjávar- útvegsráðherra hefur farið að íbuar í bæ á borð við Vestmannacyjar ættu ekki framtíð sína undir duttlungum örfárra útgerðarmanna sem eru mislagðar hendur í viðskiptum cins og menn þekkja,“ sagði Róbert.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.