Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 01.04.2010, Síða 23

Fréttir - Eyjafréttir - 01.04.2010, Síða 23
Fréttir / Fimmtudagur 1. apríl 2010 23 íslandsmót barna 10 ára og yngri í skák: Þrír af fjórum efstu frá Eyjum - 31 tók þátt í mótinu, þar af 19 frá Eyjum - Máni fékk árgangsverðlaun Á sunnudaginn fór fram fslands- mót barna 10 ára og yngri í skák. Taflfélag Vestmannaeyja hafði umsjón með mótinu, sem tókst afar vel en 31 keppandi tók þátt í mótinu, þar af 19 frá Eyjum og 10 stelpur voru meðal þátttakenda. Jón Kristinn Þorgeirsson, frá Akureyri varð íslandsmeistari annað árið í röð í aldursflokknum en þrír Eyjapeyjar röðuðu sér í næstu sæti, þeir Sigurður Arnar Magnússon, sem varð annar, Jörgen Freyr Olafsson, sem varð þriðji og Róbert Aron Eysteins- son, sem varð fjórði. Sannarlega glæsilegur árangur hjá Eyja- peyjunum. Mótið hófst snemma á sunnu- dagsmorgun og stóð yfír í um fimm klukkustundir. Tefldar voru átta umferðir. Jón Kristinn hafði talsverða yfirburði en hann vann allar átta skákirnar sínar og fékk því átta vinninga af átta mögulegum. En árangur Eyjapeyjanna þriggja var einnig mjög athyglisverður en allir eru þeir fæddir 1999 og tefla því í síðasta sinn í þessum aldurs- flokki. Auk verðlauna fyrir sigur í mótinu, voru veitt svokölluð árgangs- verðlaun þar sem efsti maður hvers árgangs fyrir sig fékk viðurkenn- ingu. I flokki þeirra sem fæddir voru 1999 varð Jón Kristinn hlut- skarpastur, Dawid Kolka, Taflfél- aginu Helli varð hlutskarpastur barna fædd 2000, Erik Daníel Jóhannsson, Skákdeild Hauka varð efstur barna fædd 2001, Máni Sverrisson, frá Taflfélagi Vest- mannaeyja varð efstur bama fædd 2002 og Vignir Vatnar Stefánsson, frá Taflfélagi Reykjavíkur varð efstur barna fædd 2003. EFNILEGIR TAFLMENN. Hér má sjá þá sem hlutu árgangsverðlaun á mótinu. SIGURVEGARAR. Frá vinstri: Jörgen Freyr Ólafsson, 3. sæti, Jón Kristinn Þorgeirsson, 1. sæti og Sigurður Arnar Magnússon, 2. sæti. SKÁK LÍKA FYRIR STELPUR. Aðalheiður Magnúsdóttir og Hildur B. Jóhannsdóttir tóku þátt í mótinu. Iþróttir 1. deild karla: Eyjamenn enda í þriðja sæti - Sigur á Selfossi en tap fyrir Aftureldingu - Mæta ööru hvoru liðinu í umspilinu Áhugaverður leikur Kvennalið ÍBV vann auðveldan sigur á HK á mánudaginn. Lokatölur urðu 28:17 en staðan í hálfleik var 10:6 fyrir ÍBV. Hjón voru í sitthvoru liðinu því Erlingur Richardsson er þjálfari HK á meðan Vigdís, eiginkona hans er markvörður ÍBV-liðsins. En það var fleira áhugavert við leikinn því tveir gamlir reflr sneru aftur í búningi ÍBV. Hind Hannesdóttir lék í íyrsta sinn í ÍBV-búningnum og reyndar í gamla salnum. Fyrir tíu árum síðan, nánast upp á dag fagnaði hún fyrsta íslandsmeistara- titli IBV en lék ekki meira með félaginu þar til nú og í fyrsta sinn lék hún með systur sinni hjá ÍBV en Hekla Hannesdóttir hefur spilað með IBV á ný í vetur. Enn lengra er síðan Þórunn Jörgensdóttir varði mark ÍBV eða um það bil 15 ár. Hún lék hins vegar síðustu mínú- tumar í leiknum. Þá varði Dröfn Haraldsdóttir í marki HK en móðir hennar, Hugrún Magnúsdóttir er í handboltaráði ÍBV. En með sigrinum tryggði IBV sér sæti í úrslitum 2. deildar sem fara fram á Seltjamanesi 8. og 9. apríl. í undanúrslitum mætir IBV Víkingi en daginn efdr em svo úrslitaleikir. Mörk ÍBV: Guðbjörg Guðmanns- dóttir 10, Hekla Hannesdóttir 5, Anna Marfa Halldórsdóttir 5, Kristrún Hlynsdóttir 3, Aníta Elíasdóttir 2, Lovísa Jóhannsdóttir 2, Hind Hannesdóttir 1. Nú er Ijóst að karlalið ÍBV endar í þriðja sæti 1. deildar en liðið tapaði á þriðjdagskvöldið fyrir Aftureldingu á útivelli. Tapið kom í kjölfarið á sætum sigri á Selfyssingum á heimavelli síðasta laugardag en enn er einn leikur eftir hjá strákunum því miðviku- daginn 7. apríl taka þeir á móti Víkingum, sem tryggðu sér sæti í umspilinu á þriðjudaginn. Nánar er sagt frá umspilinu hér til hliðar á íþróttasíðunni, Ieikdaga, tíma og fyrirkomulaginu. Leikurinn á móti Selfossi á laugar- dag var bráðskemmtilegur enda mikil og góð stemmning í gamla sal íþróttahússins. Stalla hú mætti á svæðið og jók enn á stemmninguna og óvæntur stuðningur barst úr Hafnarfirði því 2. flokkur Hauka, sem átti^ að leika gegn jafnöldrum sínum í IB V síðar um daginn, gengu í stuðningsmannalið ÍBV og létu vel í sér heyra. Þeir voru reyndar aðal- lega að styðja sinn fyrrverandi lærimeistara, Árnar Pétursson sem lét ljós sitt skína í leiknum og var bestur á vellinum. Eyjamenn voru yfir allan tímann, staðan í hálfleik var 15:12 og munurinn jókst í síðari hálfleik. Selfyssingar neituðu hins vegar að gefast upp og náðu stund- um að minnka muninn en þá settu leikmenn ÍBV aftur í gír og juku muninn. Lokatölur urðu 32:28. Mörk ÍBV: Arnar Pétursson 8, Sigurður Bragason 6/2, Leifur Jóhannesson 6/2, Sindri Ólafsson 4, Grétar Eyþórsson 3, Vignir Stefáns- son 3, Davíð Þór Óskarsson 1. Varin skot: Kolbeinn Arnarson 14/2. Töpuðu fyrir Aftureldingu Leikurinn gegn Aftureldingu var í raun úrslitaleikur um það hvort ÍBV ætti möguleika á 2. sætinu fyrir síðustu umferðina. Til að svo mætti verða, varð ÍBV að leggja Aftur- eldingu að velli á þeirra eigin heimavelli en Eyjamenn hafa sjald- nast riðið feitum hesti úr Mosfells- bæ. Eyjamenn voru þó sterkari framan af í fyrri hálfleik og leiddu en seint í hálfleiknum náðu heimamenn undirtökunum og létu ekki forystu- na af hendi það sem eftir lifði leiks. Svavar Vignisson, þjálfari IBV var ekki nógu ánægður með hugarfar sinna leikmanna. „Frá mínum sjónarhóli var þetta ekki nógu gott. Mér fannst eins og leikmenn væru búnir að sætta sig við að komast í umspilið en það vantaði allt hungur til að ná í annað sætið. Það voru í raun gömlu refimir sem stóðu upp úr. Arnar Pétursson var tæpur fyrir leikinn og Siggi Braga er búinn að vera meiddur í kálfa. Samt sem áður stóðu þeir upp úr í leiknum og það er eitthvað sem yngri leikmenn mættu taka sér til fyrirmyndar. Eg varð fyrir miklum vonbrigðum með það hvernig leikmenn mættu til leiks því heimaleikjarétturinn er mjög mikilvægur í umspilinu." Sama hvort liðið við fáum Nú liggurfyrir að við mœtum annað hvort Aftureldingu eða Selfossi. Hvort liðið kýs þjálfarínn? „Mér er í raun og veru hjartanlega sama. Það er útséð með að við fáum einn heimaleik í fyrstu umferðinni og einn eða tvo útileiki. Við höfum unnið bæði þessi lið á heimavelli en að sama skapi tapað fyrir þeim á útivelli. Þetta eru mjög áþekk lið, bæði að mestu skipuð ungum og sprækum peyjum og ég legg þau nánast að jöfnu.“ Viljum áfram góðan stuðning En þrátt fyrir allt, er stefnan ekki áfram sett á sœti í úrvalsdeild að árí? „Jú markmiðið hefur ekkert breyst og við ætlum okkur að fara upp. Liðið hefur að mínu mati tekið miklum framförum. Við erum með sama mannskap og í fyrra, nema hvað Siggi Braga er heill og Sindri Haralds spilar allan veturinn. Amar Pétursson er eina viðbótin og hann styrkir Iiðið gríðarlega. Við erum komnir með okkar hershöfðingja sem aðrir leikmenn virða og hann leiðir liðið áfram. í vetur hafa svo aðrir leikmenn, eins og Leifur, Vignir og Kolli bætt sig mikið þann- ig að við erum á réttri leið. En til að við eigum möguleika þá er ljóst að við verðum að fá góðan stuðning á heimavelli. Við óskum eftir áframhaldandi stuðningi eins og var á Selfossleiknum og með svoleiðis sveit að baki eru okkur allir vegir færir. (þróttir Hermann sleit hásin Eyjamaðurinn Hermann Hreiðars- son meiddist mjög illa í leik með liði sínum, Portsmouth gegn Tottenham um helgina. Hermann sleit hásinina en enginn annar leik- maður var nálægt Hermanni þegar óhappið varð. Meiðslin eru mikið áfall fyrir landsliðsfyrirliðann enda undanúrslitaleikur gegn Tottenham á Wembley handan við hornið. Auk þess rennur samningur Hermanns hjá Portsmouth út í vor og óljóst hvað taki við hjá Hermanni, sem verður 36 ára á þessu ári. Hermann fer í aðgerð á næstu vikum og má búast við því að hann verði 4-6 mánuði frá. Meiðslin eru auk þess mikið áfall fyrir Portsmouth enda hefur Hermann verið hjartað og sálin í liðinu í vetur. Umspilið hefst 23. apríl Nú liggur ljóst fyrir að ÍBV leikur í umspili um laust sæti í úrvals- deild næsta vetur. IBV endaði í þriðja sæti deildarinnar og leikur því annað hvort gegn Aftur- eldingu eða Selfoss, en það skýrist eftir síðustu umferðina næsta miðvikudag. í umspilið fara liðin sem enda í 2., 3. og 4. sæti í 1. deild ásamt liðinu sem endar í næst neðsta sæti í úrvals- deild. Úrvalsdeildarliðið mætir liðinu sem endaði í 4. sæti í 1. deild og liðin í 2. og 3. sæti mætast í hinni viðureigninni. Sigurvegarar úr viðureignunum tveimur komast áfram í úrslit um laust sæti en eitt sæti í úrvalsdeild er í boði. Það lið sem vinnur úrslitaviðureignina, leikur í úrvalsdeild að ári. Tvo sigra þarf því til að vinna viðureign, bæði í undanúrslitum og úrslitum. Fyrsta umferð undanúrslitanna fer fram föstudaginn 23. apríl og önnur umferð sunnudaginn 25. apríl. Ef þriðja leikinn þarf til, fer hann fram þriðjudaginn 27. april. Úrslitaleikirnir fara svo fram laugardaginn 1. maí og mánu- daginn 3. maí. Ef þriðja leikinn þarf til, fer hann fram miðvikudaginn 5. maí. Þrír skrifuðu undir hjá ÍBV Þrír leikmenn skrifuðu undir samning hjá ÍBV í vikunni. Reynsluboltarnir Yngvi Borg- þórsson og Albert Sævarsson framlengdu samningi sínum um eitt ár. Auk þess skrifaði hinn ungi og efnilegi Ingólfur Einisson undir tveggja ára samning hjá félaginu. Fyrr í vikunni voru fjórir leikmenn lánaðir tíma- bundið frá ÍBV til KFS. Þetta eru þeir Anton Bjarnason, Arnór Eyvar Ólafsson, Elías Fannar Stefnisson og Gauti Þorvarðarson en leikmennirnir eru allir búsettir á höfuðborgarsvæðinu. KFS er að hefja leik í Lengjubikarnum á meðan IBV á aðeins einn leik eftir og fá fjórmenningarnir því gott tækifæri til að komast í enn betri leikæfmgu með KFS. Framundan Fimmtudagur 1. aprfl Kl. 15.00 KFS-Hamar Lengjub., Selfossvöllur, fótbolti. Miðvikudagur 7. aprfl Kl. 19.30 ÍBV-Víkingur 1. deild karla, handbolti.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.