Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 30.12.2010, Qupperneq 1

Fréttir - Eyjafréttir - 30.12.2010, Qupperneq 1
Bílaverkstæði - Flötum 20 Viðgerðir og smurstöð -Sími 481 3235 Réttingar og sprautun - Sími 481 1535 37. áfg. I 52. tbl. I Vestmannaeyjum 30. desember 2010 I Verð kr. 300 I Sími 481-1300 I www.eyjafrettir.is Þórunn Sveinsdóttir kemur til hafnar í Eyjum á aðfangadag jóla. Þórunn er á ailan hátt hið glæsilegasta skip og er Sigurjón, útgerðarmaður, mjög ánægður með alla vinnu af hendi við Karstens Skibsværft í Danmörku og segir samstarfið við þá hafí verið til fyrirmyndar. Ný Þórunn Sveinsdóttir VE 401 kom til heimahafnar á aðfangadag: Fagnað í skugga óvissu -Ætlar ekki að láta Jón Bjarnason stoppa sig - Boðar skattheimtu á sjávarpláss Það var mikil hátíðarstund í Vest- mannaeyjum þegar nýtt skip, Þórunn Sveinsdóttir VE 401, kom til heimahafnar í Eyjum í fyrsta sinn á aðfangadag. Mikill mannfjöldi var á bryggjunni og lét fólk ekki á sig fá slydduhnðina sem gekk yfir þennan dag. Um leið og hið glæsilega skip sigldi inn á Víkina var skotið upp flugeldum til að fagna góðri viðbót í flota Eyjamanna. Sigurjón Oskarsson, útgerðar- maður, segir að vissulega séu þetta ánægjuleg tímamót í sögu útgerð- arinnar en tilfmningamar séu þó blendnar. Vísar hann þar ekki síst til þess pólitíska tómarúms sem sjávar- útvegurinn má búa við í dag. „Um leið og fólk er að óska manni til hamingju með nýtt skip er maður spurður að því hvemig dæmið eigi að geta gengið upp. Og það verður að segjast eins og er að það er enginn grundvöllur fyrir þessu eins og staðan er í dag,“ sagði Sigurjón án þess að á honum væri að heyra eitthvert uppgjafahljóð. „Síðan við ákváðum að endumýja hefur olían hækkað mikið, veiði- leyfisgjald fjórfaldast og svo á að fara að láta okkur borga fyrir veiði- heimildir sem við höfum þegar greitt fyrir nýtingarréttinn á. Það er bein viðbótarskattheimta og það ekki bara á okkur heldur lfka á sjó- menn og útgerðarstaði eins og Vestmannaeyjar. Þetta er sá vem- leiki sem við útgerðarmenn verðum að búa við en maður setur sér mark- mið en það er svo spuming hvort maður nær þeim eða ekki.“ Þama er Sigurjón að tala um hugmyndir sjávarútvegsráðherra um að auka við kvóta í bolfiski sem síðan yrði boðinn upp. Þessi hug- mynd er nú á borðum ríhisstjómar- innar sem virðist samkvæmt fréttum tvístígandi en gert er ráð fyrir að salan gæti gefið ríkissjóði 2,8 millj- arða í tekjur. „Auðvitað ætlar maður ekki að láta Jón Bjamason stoppa sig en það er ekki auðvelt að vinna við þau skilyrði að vita ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Nú er við völd ríkisstjórn sem vill kvótakerfið feigt og öll umræðan snýst um að allur gróði af sjávar- útvegi fari beint í vasa útgerðar- manna. Við emm búin að taka þátt í kvóta- kerfinu frá upphafi og höfum kostað miklu til að taka þátt í þeirri hagræðingu og tiltekt sem orðin er í greininni, hagræðingu sem er að skila sér til þjóðarinnar allrar. Eg er ekki á móti skattlagningu á atvinnu- greinar en það á ekki að leggja meiri kvaðir á sjávarútveg en aðrar greinar. Það kippir ekki aðeins grundvelli undan sjávarútvegi í heild heldur er umframskattlagning á sjávarpláss og íbúa þeirra." Jólabónus hjá VSV: Landfólk fékk 200 þúsund Stjórn Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum ákvað að starfs- menn í landvinnslu fyrirtækisins fengju greiddan 200.000 króna kaupauka nú fyrir jólin, þ.e. þeir sem hafa verið í fullu starfi allt árið. Aðrir fá greitt í samræmi við starfshlutfall. Þetta kemur fram í frétt frá félag- inu og segir að með þessum jólabónus fylgi hátíðarkveðja og innilegt þakklæti í garð starfsfólks fyrir vel unnin störf á árinu sem er að líða. Alls eru nú um 280 stöðugildi til lands og sjávar hjá Vinnslu- stöðinni og fjölgaði um 50 árið 2010. Eitt skip bættist í flota félagsins á árinu. „Samdráttur veiða úr helstu nytjastofnum Islendinga hefur að sjálfsögðu sett mark sitt á afkomu og kjör Vinnslustöðvarinnar og starfsmanna félagsins á undan- fömum áram, líkt og í sjávar- útveginum yfirleitt. Nú þegar hillir undir að þorskstofninn styrkist og aflaheimildir verði auknar á nýjan leik er að sjálf- sögðu sanngjarnt að þeir, sem tóku á sig skerðinguna, njóti þess,“ segir Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri. Sú þriðja Sigurjón Óskarsson, útgerðar- maður, var á aðfangadag að koma með þriðja skipið með nafni ömmu sinnar, Þórunnar Sveinsdóttur. Hið fyrsta kom árið 1971 sem reyndist mikið afla- og happaskip og það sama átti við um skip númer tvö sem nú heitir Suðurey og er í eigu ísfélagsins. Þórunn Sveinsdóttir er í eigu útgerðarfélagsins Óss ehf. sem að margra mati er ein best rekna útgerð á landinu. Félagið var stofnað 1969 af Siguijóni, Matthíasi bróður hans og Óskar Matthíassyni, föður þeirra sem oftast var kenndur við bát sinn Leó. Var Óskar annálaður afla- maður og lagði grunninn að útgerð sem enn blómstrar. Seinna keypti Sigurjón systkini sín út og síðan hefur útgerðin verið í eigu fjölskyldu hans og nú er fjórða VÉLA- OG BÍLAVERKSTÆÐ! VIÐ ERUM ÞJÓNUSTUAÐILI OYOTA í EYJUM SMURSTÖÐOG ALHLIÐA BILAVIÐGEÐIR VIÐ ERUM A MOTI STRAUMI..J FLATIR 21 / S.481-1216 GSM. 864-4616

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.