Fréttir - Eyjafréttir - 30.12.2010, Side 10
10
Fréttir / Fimmtudagur 30. desember 2010
NÝTT ÚTISVÆÐI við Sundlaug Vestmannaeyja var vígt í lok maímánaðar. Opnunarhátíðinni hafði verið
frestað vegna gosöskunnar en hreinsunarstarf sjálfboðaiiða gekk vel.
25 útskriftamemar
Það var myndarlegur hópur sem
útskrifaðist frá Framhaldsskólanum
í lok maí. Sextán stúdentar voru
útskrifaðir, átta með sveinspróf í
húsasmíði og einn úr 2. stigi vél-
stjómamáms.
Ný verslun og föndurstofa
Þær Sigrún Jónsdóttir og Ingibjörg
Bernódusdóttir opnuðu nýja
gjafavöruverslun og föndurstofu,
Dalrúnu, að Vestmannabraut 24, þar
sem apótekið var áður til húsa. Þær
sögðust ætla að vera með opna
föndurstofu þar sem hægt væri að
koma og vinna gegn vægu gjaldi.
Tónlist og ljósmyndir
Dagar lita og tóna vom að vanda
haldnir um hvítasunnuna og komu
þar fram, auk heimamanna, stór
hluti af fremstu jassleikurum
Islands. I tengslum við Daga lita og
tóna var Ingi Tómas Bjömsson með
ljósmyndasýningu þar sem sögð var
í myndum saga þessarar hátíðar í 15
ár.
Glæsilegt svæði vígt
Nýtt útisvæði við sundlaugina var
vígt í lok maí en fresta hafði þurfti
opnunarhátíðinni vegna öskufallsins
fyrr í mánuðinum. Hópur sjálf-
boðaliða sá til þess að svæðið var
hreinsað og allt klárt við opnun.
Líkast til er þetta svæði eitt hið
glæsilegasta á öllu landinu ef ekki
það glæsilegasta.
Óbreytt ástand
Gengið var til bæjarstjórnar-
kosninga í Vestmannaeyjum í maí.
Úrslit urðu hin sömu og í síðustu
kosningum. Sjálfstæðismenn héldu
meirihluta sínum, fjómm mönnum í
bæjarstjóm en V-listinn hlaut þrjá.
Að þessu sinni buðu framsóknar-
menn og óháðir einnig fram en
höfðu ekki erindi sem erfiði. En
úrslitin urðu sem hér segir:
Framsókn og óháðir 202 atkv.
Sjálfstæðisflokkur 1320 atkv.
Vestmannaeyjalisti 862 atkv.
Fullir knapar og flugeldar
Kvöldið fyrir kjördag var lögreglu
tilkynnt að verið væri að skjóta
flugeldum af Heimakletti, Molda og
Helgafelli. Við athugun kom í ljós
að þama vom á ferð stuðningsmenn
sjálfstæðismanna, væntanlega til að
fagna komandi sigri, en hafði láðst
að afla sér leyfis fyrir gjömingnum.
Játuðu þeir brot sitt.
Og á kjördag þurfti lögregla að
hafa afskipti af drakknum knöpum
sem vora í útreiðartúr í bænum.
Létu þeir sér segjast eftir að lögregla
hafði gert þeim grein fyrir því að
óheimilt væri að vera áberandi
ölvaður á hestbaki og gæti slikt leitt
til sekta. Ekki kom fram stuðnings-
menn hvaða flokks þama vora á
ferð.
Viðbót í ferðaþjónustu
Ribsafari, nýtt ferðaþjónustu-
fyrirtæki í Eyjum, kynnti þjónustu
sína. Fyrir því standa nokkrir
Eyjamenn sem hyggjast bjóða upp á
siglingar við Eyjar á mjög vel
útbúnum og hraðskreiðum gúmmí-
báti.
Júní
Foto hættir - Póley flytur
Verslunin Póley, sem verið hafði um
nokkurt skeið við Heiðarveginn,
flutti sig nú í hjarta miðbæjarins, í
húsnæði Foto við Bárustíg.
Guðmundur Sigfússon, sem rekið
hafði ljósmyndaþjónustuna Foto um
árabil, ákvað að hætta rekstrinum.
Hefðbundinn sjómanna-
dagur
Sjómannadagshelgin, sem orðin er
þriggja daga hátíð, var haldin með
hefðbundnum hætti, með kappróðri
og öðru sprelli í Friðarhöfn,
skemmtun og dansleik ásamt öllu
rólegri dagskrárliðum á sunnudag.
Allt fór þetta hið besta fram, nema
hvað nokkur vonbrigði vora með
aðsóknina á tónleika hins stórgóða
Óp-hóps. Þá vora þrjár myndlistar-
sýningar í bænum þessa helgi.
Skipshöfnin verðlaunuð
Áhöfn Vestmannaeyjar VE 444 gat
verið ánægð með sinn hlut á sjó-
mannadaginn. Þá veitti Slysavama-
félagið Landsbjörg áhöfninni
viðurkenningu fyrir að hafa öðrum
fremur sýnt góða öryggisvitund.
Hlupu um naktir
Eitt og annað gerðist um sjómanna-
dagshelgina sem að mati lögreglu
var ekki við hæfi. Til að mynda stóð
lögreglan, á aðfaranótt laugardags,
tvo unga menn að því að kveikja í
bensíni á Strandveginum. Og
aðfaranótt sunnudags voru fjórir
ungir menn staðnir að því að hlaupa
um kviknaktir við Ráðhúsið. Þótt
hlýtt hafi verið í veðri mun þó
ástæðan fyrir þessu klæðleysi ekki
hafa verið hátt hitastig, heldur
afleiðingar af svonefndum
„drykkjuleik". Lögreglan mun hafa
gert þeim grein fyrir alvarleika
hvoru tveggja; að hlaupa um naktir
sem og drykkjuleika.
Róðrarkærur
Kappróðrarkeppnin á sjómanna-
daginn dró nokkurn dilk á eftir sér.
Verðandimenn, sem lutu í lægra
haldi fyrir Jötni, undu því illa og
ýjaði formaður Verðandi að því að
úrslitin yrðu kærð. Formaður Jötuns
svaraði og urðu af þessu blaðaskrif í
Fréttum. Flestir áttuðu sig þó á því
að ekki fylgdi mikil alvara þessu
karpi sem var á léttum nótum.
Strákaleg og afslöppuð
Eyjakonan Sif Ágústsdóttir gerði
það gott í tískuheiminum í útlönd-
um, sem fyrirsæta, þótt hún segðist
sjálf ekki eltast við tískustrauma.
Hún prýddi m.a. forsíðu dönsku
útgáfunnar af tískuritinu Elle og
þakkað velgengni sína m.a. því að
hún hefði strákalegan og mjög af-
slappaðan stfl.
Fór til Guðs
Þau Margrét Lilja og Páll Marvin á
Náttúrugripasafninu tóku á móti
litlum og máttförnum selkóp, sem
böm höfðu fundið, og hafði greini-
lega orðið viðskila við móður sína.
Margrét Lilja reyndi að koma ofan í
hann næringu sem tókst og sofnaði
kópurinn síðan. „En þegar ég
hugaði að honum hálftíma síðar, var
hann farinn til Guðs. Það var auð-
vitað sorglegt og tár féllu en honum
líður örugglega vel núna,“ sagði
Margrét Lilja.
Bækur í Drífanda
Bókaverslunin Eymundsson flutti úr
Kiwanishúsinu í Drífanda, í mun
stærra húsnæði. Um leið var aukið
við umfangið og opnað kaffihús í
hluta húsnæðisins.
Stofnfé niður í 10%
Sparisjóður Vestmannaeyja tapaði
verulegu fé í bankahraninu eins og
aðrar fjármálastofnanir. Ákveðið
var að fresta aðalfundi, sem halda
hefði átt fyrir 1. maí, en á fundi sem
haldinn var með stofnfjáreigendum í
júní var lögð fram tillaga um endur-
fjármögnun og hækkun stofnfjár,
sem þýddi að núverandi eigendur
héldu eftir 10% af heildarstofnfé.
Að þessu loknu átti Seðlabankinn
55% í Sparisjóðnum, eigendur
skuldabréfa um 20%, nýir stofn-
fjáreigendur 15% og núverandi
stofnfjáreigendur 10%. Ekki vora
allir á eitt sáttir með þetta en fátt
annað að gera í stöðunni. Málin
yrðu síðan til lykta leidd á aðalfundi
sem yrði haldinn fyrir árslok.
Eins og vítamínsprauta
Á sama tíma og atvinnuleysi var í
hámarki á suðvesturhorni landsins,
var allt vitlaust að gera í fiski í
Vestmannaeyjum. Bæði var unnið í
humri og bolfíski en mest var þó að
gera í makrílvinnslu bæði hjá
Vinnslustöð og Isfélagi. Maknllinn
kom eins og vítamínsprauta inn í
atvinnulífið íjúní.
Þrír útskriftarnemar
I júní útskrifuðust þrír ungir
Eyjamenn hjá Keili, miðstöð vís-
inda, fræða og atvinnulífs á Reykja-
nesi. Það voru þeir Leó Sveinsson
af háskólabrú, Hjörleifur H.
Steinarsson sem flugumferðarstjóri
og Guðjón K. Ólafsson sem IAK
einkaþjálfari.
Ósátt við uppsagnir
Megn óánægja var hjá starfsfólki
Herjólfs þegar vænn hluti áhafnar-
innar fékk uppsagnarbréf. Ákveðið
var að fækka í áhöfn þegar siglingar
hæfust í Landeyjahöfn og kom þessi
niðurskurður harðast niður á þem-
unum en þeim var fækkað úr fimm í
eina. Auk þess var einum háseta
sagt upp. Guðmundur Pedersen, hjá
Eimskip, sagði að þetta hefði ekki
átt að koma neinum á óvart, alltaf
hefði verið gengið út frá fækkun í
áhöfn eftir að hætt yrði að sigla í
Þorlákshöfn.
Stútar og stautar
Fyrir svo sem áratug var fátítt að
menn væru teknir fyrir akstur undir
áhrifum fíkniefna. Nú era þeir
ámóta margir á ári hverju og þeir
sem era teknir fyrir ölvunarakstur.
Þeir sem teknir eru undir áhrifum
áfengis hafa verið kallaðir „stútar“
en hinir sem eru teknir dópaðir
nefnast „stautar“. Um miðjan júní
hafði lögreglan í Vestmannaeyjum
tekið sjö stauta og ívið fleiri stúta á
árinu.
Hefðbundinn 17. júní
Þjóðhátíðardagurinn 17. júní var
hátíðlegur haldinn í mildu veðri og
þátttaka með betra móti enda fjöl-
margir gestkomandi í bænum.
Hátíðahöld vora með hefðbundnu
sniði, skrúðganga, hátíðarræða og
Fjallkona, sem Thelma Sigurðar-
dóttir sá um að túlka, auk skemmti-
atriða.
Nýr pizzustaður
Þótt Björgvin Þór Rúnarsson væri
hættur rekstri Volcano Open, var
hann þó ekki sestur í helgan stein.
Hann opnaði í júní nýjan pizzustað
við hliðina á Volcano Café á
Strandveginum, stað sem hlaut
nafnið Volcano Eldbakan. Eins og
nafnið gefur til kynna var þar boðið
upp á eldbakaðar flatbökur.
Ellefu nýir vélaverðir
Ellefu nemendur luku í júní
vélavarðanámskeiði sem veitir vél-
stjómarréttindi á skip undir 24 m að
lengd. Þetta nám var samstarfs-
verkefni Framhaldsskólans og Visku
og hafði Gísli Eiríksson umsjón
með því.
Sumarstúlka nr. 24
Elín Sólborg Eyjólfsdóttir var valin
Sumarstúlka Vestmannaeyja 2010 í
samnefndri keppni sem nú var
haldin í 24. skipti. Þrettán stúlkur
tóku þátt í keppninni að þessu sinni.
Aðrar sem hlutu viðurkenningar
vora Sveinbjörg Ósk Hauksdóttir,
Sportstúlkan, Helga Sigríður
Hartmannsdóttir, sem var valin
Ljósmyndafyrirsætan, Agnes
Guðjónsdóttir, Bjartasta brosið og
Sigurbjörg Jóna Vilhjálmsdóttir sem
var valin Vinsælasta stúlkan.
Hækkun um 10.4%
Fram kom að fasteignamat eigna í
Vestmannaeyjum, sem Fasteignamat
ríkisins ákvarðar, hafði hækkað um
10,4% meðan það hafði lækkað um
6,8% á öllu landinu. Formaður
bæjarráðs í Vestmannaeyjum sagði
þetta einkar ánægjulega þróun sem
sýndi að Vestmannaeyjar voru í
sókn.
Greiddu arð í evrum
Árið 2008 var ákveðið á aðalfundi
Vinnslustöðvarinnar að breyta
reikningsskilum félagsins úr ísl-
enskum krónum í evrar. Það sýndi
sig að sú ákvörðun var til góðs,
sérstaklega gagnvart eigin fé. Af
þeim sökunt var ákveðið á aðalfundi
VSV að greiða hluthöfum 18% arð í
evram. Á aðalfundinum kom fram
að rekstrarhagnaður ársins 2009 var
um 900 milljónir kr.
Hálfáttræð með sýningu
Ólöf Dóra Waage lét ekki árin 75
aftra sér frá að halda málverka-
sýningu í Eyjabúð síðustu helgina í
júní. Hún var ánægð með aðsóknina
auk þess sem hún seldi sex af mynd-
unum.
Fullur, dópaður og réttinda-
laus
Síðustu helgina í júní hugðist
lögreglan stöðva ökumann sem þótti
aka grunsamlega. hann sinnti ekki
stöðvunarmerkjum og varð lögregl-
an því að aka í veg fyrir hann sem
endaði með árekstri. I ljós kom að
ökumaðurinn var aðeins 16 ára og
því ekki með bflpróf. Þá var hann
og granaður um að vera bæði undir
áhrifum áfengis og fíkniefna og því
tæplega hægt að brjóta öllu meira af
sér í einu og sama tilviki. Hann var
sóttur af foreldrum sínum sem
væntanlega hafa þurft að punga út
vænni fúlgu fyrir þetta helgarævin-
týri sonarins.
Seinni hluti Annáls ársins 2010
verður birtur í nœsta tölublaði
Frétta.
Sumarstúlkukeppnin var haldin í 24. skiptið á árinu og hér má sjá þær stúlkur sem fengju verðlaun. Frá
vinstri: Helga Sigríður Hartmannsdóttir, Ljósmyndafyrirsæta keppninnar, Sveinbjörg Ósk Hauksdóttir,
Sportstúlkan, Elín Sólborg Eyjólfsdóttir, Sumarstúlkan, Ágnes Guðjónsdótti, Bjartasta brosið og Sigurbjörg
Jóna Vilhjálmsdóttir, Vinsælasta stúlkan.