Reykvíkingur - 01.03.1952, Síða 2

Reykvíkingur - 01.03.1952, Síða 2
Og tilefni alls þessa var það, að Agnari hafði einhverntíma orðið á að afneita til- veru djöfulsins. Maðurinn talaði svo illa um hann íyrir þetta, að ekki væri hægt að prenta neitt af því, ekki einu sinni í Mánu- dagsblaðinu. Síðan setti hann hattinn upp með áherslu, eins og siður hans er, þegar hann telur sig vera búinn að ganga nógu rækilega frá einhverjum hinna mörgu óvina málstaðarins. Nú finnst okkur að vísu ástæðulaust af Agnari að afneita tilveru djöfulsins. En slík afneitun er þó að okkar dómi hvergi nærri nógu saknæm til að réttlæta þær fullyrðingar, sem þarna voru hrópaðar út til fjöldans varðandi persónu hans (þ. e. Agnars). Og best gætum við trúað því að málið sé allt á misskilningi byggt. Agnar hafi aldrei ætlað sér að afneita bein- línis tilveru djöfulsins, heldur hafi honum aðeins láðst að taka hana með í reikn- inginn, sökum þess hve önnum kafinn hann hefur verið við það upp á síðkastið, að halda á lofti tilveru Vilhjálms Þórs. Er það nú uppástunga okkar, að þessir tveir á- gætu predikarar hittist í góðu tómi, hvor með sitt áhugamál, maðurinn á kassanum með djöfulinn og Agnar með Vilhjálm Þór, og reyni að saroeina krafta sína, í stað þess að standa klofnir í þeirri baráttu sem hjá báðum virðist hafa svipað ef ekki alveg sama markmið. Annars erum við venjulega mjög ánægð- ir með manninn á kassanum. Hann telst til þeirra fáu sem setja einhvern svip á bæinn, hressandi undantekning frá hvers- dagsmollunni. Auk þess er hann áreiðan- lega sá maður, bæði fyrr og síðar, sem hefur getað komið boðskap ritningarinnar í stærstan radíus út frá Lækjartorgi. Stund- um fær maður jafnvel að heyra fagnaðar- erindið i gegnum allt umferðarskarkið á Laugavegi og upp á móts við Martein Ein- arsson. En fróðlegast finnst okkur að heyra mann- inn á kassanum segja sögur frá Ameríku. Einu sinni sagði hann okkur sögu af söng- flokki sem var á ferð í gegnum Winnipeg. Frægur predikari bauð flokknum að koma með sér snöggvast og ganga fyrir Jesum. En mennirnir í flokknum kváðust ekki mega vera að því, lestin væri að fara. Predikarinn sagði, að þeir mundu fljót- lega iðrast þessa. Síðan héldu mennirnir á- fram. En það er skemmst frá því að segja, að lestin var varla komin út fyrir Winni- peg, þegar hún rakst á, með þeim afleið- ingum að allir mennirnir í söngflokknum fórust. Höfuðið á einum þeirra fannst liggj- andi 20 faðma frá búknum. Álitið er, að það hafi verið söngstjór- inn, sagði maðurinn á kassanum. ið litum andartak inn í Pósthúsið í síðastliðinni viku og klifruðum þar upp á aðra hæð og náðum tali af Haraldi Björns- syni póstfulltrúa og báðum hann að segja örfá orð um óskilabréf. Óskilabréf kalla póstmenn þau bréf, sem eru stórgölluð að frágangi, og það er best að segja það alveg eins og það er, að póstmenn hata þessar bréfnefnur eins og pestina, og ekki að á- stæðulausu. Pósthúsið í Reykjavík fær nefnilega árlega 12-1500 bréf þessarar teg- undar, og það er enginn barnaleikur að koma þeim til skila, þrátt fyrir einlægan vilja. Haraldur tjáði okkur, að yfirgnæfandi meirihluti óskilabréfa (eða allt að %) væri jólakveðjur. Oftast væri eitthvað ábóta- vant við heimilisfangið á þessum bréfum og póstkortum, og stundum væri heimilis- fanginu jafnvel alveg sleppt. Slíkar kær- leikskveðjur bera þá utanáskriftina: Jón Jónsson — punktum og basta. Og svo á póstmaðurinn að hafa upp á þessum Jóni Jónssyni og fá honum jólakortið hans, því annars er allt eins við að búast, að Jón verði hoppandi-snældu-vitlaus og rjúki í blöðin með skammir um pósthúsið. Við opnum bréfin (sagði Haraldur okk- ur) ef ómögulegt er að hafa upp á viðtak- anda eða sendanda með þeim upplýsing- um, sem fram koma á umslaginu. íslensk- um bréfriturum er mörgum hverjum lítið um að skrifa nafnið sitt aftan á umslag — einn bannsettur ósiðurinn enn, því að ef nafn sendandans er á umslaginu, þá er al- tént hægt að skila honum því aftur, ef móttakandi finnst ekki á landinu. En það er öðru nær, að björninn sé alltaf unninn, þótt óskilabréfið sé opnað. Það getur alveg eins verið — og kemur þráfaldlega fyrir — að undirskriftin sé Gauja, Jóna, Sigga eða Gunna, og það er engu auðveldara að hafa upp á slíkum Gaujum, Jónum, Siggum og Gunnum en einum herra Jóni Jónssyni. Og hafið þetta til marks: í pósthúsinu liggja núna um þúsund bréf frá síðasta ári, sem enn hefur ekki verið hægt að koma til skila. Beiskast brosa póstmennirnir þó (eða svo má ætla) þegar þeir handleika sendi- bréf, sem eru ekki einasta heimilisfangs- laus heldur líka nafnlaus. Við fengum að líta á tvö slík bréf í síðastliðinni viku, og það er ótrúlegt en satt, að þótt þau væru vand- lega frímerkt, þá stóð ekki stafkrókur á þeim. Það er búið að opna þessi bréf, en af undirskriftunum verður ekkert ráðið, nema hvað sennilegast er, að annað hafi átt að fara til Danmerkur; danskur maður hefur að minnsta kosti skrifað það. Annars má skjóta því hér inn, að um það eru strangar reglur, að póstmenn megi ekki lesa bréf, þótt þeir neyðist — illu heilli — til að opna þau; þeir mega aðeins líta á undirskriftina. Bréf, sem ógerlegt er að koma til skila, fara beint í miðstöðina, þegar þau hafa legið í pósthúsinu í eitt ár eða svo. Haraldur sagði okkur að lokum frá bréfi, sem þeir í pósthúsinu eru nýbúnir að koma til viðtakanda, eftir talsvert erfiði. Utaná- skriftin var einskis virði og nafn send- anda ófinnanlegt á umslaginu. En þegar bréfið var opnað, leystist gátan; það var til drengs í Keflavík. En ekki nóg með það: í bréfinu, sem m. a. var búið að fara erindisleysu norður til Siglufjarðar, var 500 króna jólagjöf til snáða. Þurfum við að taka fram, að það er óheimilt að senda peninga í venjulegum bréfum? I BÆJARPÓSTI Þjóðviljans lesum við svohljóðandi frétt: Sat ég og át, og át af mér. Át þaS sem ég á sat, og át af því. Já. En því er maðurinn að hlaupa með þetta í blöðin? EGAR við fréttum, að skipulagðar slysa- varnir á landi ættu 15 ára afmæli 1. marz (þ. e. a. s. í dag), flýttum við okkur heim til Jóns Oddgeirs Jónssonar fulltrúa og báðum hann að segja okkur eitthvað frá starfseminni. Jón Oddgeir býr í Ingólfs- stræti 4, steinsnar frá Bankastræti, þar sem margur maðurinn hefur vissulega þurft á slysahjálp á landi að halda og það í snar- kasti. En Jón hefur frá upphafi verið lífið og sálin í þeirri deild S.V.F.Í., sem ekki hefur það meginmarkmið að bjarga mönn- um úr sjávarháska, enda stofnandi hennar og aðalhvatamaður. Jón tjáði okkur, að hann hefði kornungur fengið brennandi áhuga á öllu hjálparstarfi og verið ráðinn í því þegar á unga aldri að gera slysavarnir að ævistarfi sínu. Kynni sín af skátum hefðu svo ýtt undir þessa fyrirætlan, og árið 1936 hefði hann tekið saman leiðbeiningabæklinginn „Forðist slysin“ og gefið hann út á eigin spýtur og með hjálp nokkurra velviljaðra auglýsenda. Svo hrapallega vildi þó til, að „Forðist slysin“ varð fyrir voðalegu slysi: upplagið gereyðilagðist, að 200 eintökum undantekn- um. Þetta varð með þeim hætti, að leys- ingavatn komst í geymslukjallara Jóns •— og bæklingurinn var ósyndur. Það var Vilmundur Jónsson landlæknir, sem ráðlagði Jóni að bjóða Slysavarnafélag- inu samvinnu. Jón gekk á fund forráða- manna þess og bauðst til að stofna nýja deild innan samtakanna, helgaða göfugu markmiði með óþjálu nafni: landsslysa- vörnum. Það varð úr, að boði hans var tekið; slysavarnamenn kváðust fúsir til deildarstofnunarinnar — ef Jón gæti útveg- að fé til framkvæmdanna. Þetta tókst á tveimur mánuðum — nokkur tryggingafé- lög og atvinnurekendur hlupu undir bagga — og deildin tók til starfa 1. marz 1937. 2 EEIKVÍKINGUE

x

Reykvíkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/1090

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.